Morgunblaðið - 11.02.2014, Síða 6

Morgunblaðið - 11.02.2014, Síða 6
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Eitt sinn söng Laddi um ys og læti í Austurstræti, sú stemning hefur verið upp og ofan í gegnum árin en það má með sanni segja að texti lagsins eigi vel við núna. Átján veit- ingastaðir og bar- ir eru nú reknir í Austurstræti og þrír til viðbótar verða líklega opnaðir fyrir árs- lok. Í Austurstræti 5 er Arion banki til húsa en bank- inn flyst þaðan í sumar og uppi eru áform um að innrétta húsið fyrir veitingastað. Í gamla Reykjavíkurapótekinu í Aust- urstræti 16, þar sem áður var skemmtistaðurinn Esja, mun einnig verða opnaður veitingastaður bráð- lega í tengslum við glæsihótel sem fyrirhugað er að opna í húsinu undir merkjum KEA. Þá stendur Austur- stræti 22 autt en veitingastaðurinn Happ var þar til húsa þar til í októ- ber, nýir rekstraraðilar hafa tekið við húsinu og heyrst hefur að þeir muni opna þar ölstofu fyrir vorið. Austurstræti er ekki löng gata, nær frá Veltusundi austur að Lækj- argötu í miðbæ Reykjavíkur og fyrir utan veitingastaði og bari er fátt annað við götuna fyrir gesti og gangandi; ein fatabúð, ein ferða- mannabúð og bókabúð auk póst- húss, tveggja banka og Hins húss- ins. Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur, sem meðal annars skrifaði Sögu Reykjavíkur, segir götumynd Kvosarinnar, sem Austurstræti telst til, gjörbreytta. „Ég kann þessu vel“ „Það var kannski á milli 1970 og 1980 sem Kvosin dó meira og minna. Verslunin hvarf þaðan mjög hratt og kaffihúsin áttu mjög undir högg að sækja. Það var enginn í mið- bænum. Skemmtistaðirnir hurfu líka í úthverfin. Um 1990 fer aftur að færast líf í þetta svæði og eykst mjög hratt eftir það svo ég tali nú ekki um núna allra síðustu ár. Það hefur orðið gjörbreyting. Það færð- ist nýtt líf í miðbæinn með öllum þessum túristum og það kemur Ís- lendingum til góða, við getum þakk- að erlendum túristum fyrir það hvað við búum núna við gott úrval af góð- um veitingastöðum.“ Guðjóni finnst gaman að fylgjast með þeirri þróun sem er að verða á miðbænum. „Ég kann þessu vel. Mér fannst miðbærinn orðinn ansi dauflegur á tímabili en þetta stefnir í rétta átt, núna er alltaf fullt af fólki í bænum. Þetta er orðið skemmt- ana- og ferðamannhverfi en það er betra en að þetta deyi alveg. Ég sé fyrir mér að sérverslunum sem höfða til erlendra ferðamanna eigi eftir að fjölga í Kvosinni,“ segir Guðjón. Það er líklegt að úr því rætist en verslunar- og veitingamenn við Austurstræti væru þó til í að sjá að- eins meiri fjölbreytni við götuna. „Ég sé miðbæinn þróast í veit- ingaþorp en ég vona að Reykjavík- urborg og aðrir hagsmunaaðilar reyni að efla verslun í miðbænum. Mér finnst skipta miklu máli að það sé ekki einsleitni, núna vantar meira almenna verslun til að auka lífið enn frekar,“ segir Guðný Atladóttir, framkvæmdastjóri Kaffi París, en Kaffi París er sá veitingastaður sem hefur verið lengst við Austurstræti eða í 20 ár. Þrátt fyrir meira fram- boð af veitingastöðum eykst aðeins straumurinn á Kaffi París. „Því fleiri staðir sem fólk hugsar til niður í miðbæ því fleiri koma þangað. Við erum með mikið af fastakúnnum og ferðamönnum og svo mæta aðrir Íslendingar strax og sólin lætur sjá sig. Frá því árið 2005 hefur heilmikið breyst hjá okkur, það ár seldist mest hjá okkur af kaffi og kleinum en í dag erum við 70% matsölustaður, aukningin hjá okkur er öll í matsölunni.“ Vantar meiri fjölbreytni Frá árinu 1901 hefur ferðamanna- og hannyrðaverslunin Thorvaldsens bazar verið rekin í Austurstræti 4. Guðlaug Aðalsteinsdóttir versl- unarstjóri segir að það væri miklu skemmtilegra að fá fleiri búðir held- ur en veitingahús við götuna. „Okkur vantar fleiri búðir, hér var fullt af búðum en þær hafa alveg dáið út. Það vantar meiri fjölbreytni í götuna og okkur þætti ekkert leitt að fá skemmtilegar búðir sem laða fólk að. Það er ekkert gaman að vera nánast aleinn í þessu hér,“ seg- ir Guðlaug. Morgunblaðið/Ómar Huggulegt Kaffi París hefur verið rekið í Austurstræti í 20 ár. Ekki hefur dregið úr aðsókn á kaffihúsið þrátt fyrir aukið framboð veitingastaða í götunni. Ys og læti í Austurstræti  Átján veitingastaðir og barir eru nú reknir við Austurstræti og stefnir í að þrír bætist við fyrir árslok  Sagnfræðingur er ánægður með þróunina 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 er ódýrara! Höfuðborgar- svæðið Austurver Domus Medica Eiðistorg Fjörður Hamraborg JL-húsið Kringlan Landsbyggðin Glerártorg Akureyri Hrísalundur Akureyri Dalvík Hella Hveragerði Hvolsvöllur Keflavík Selfoss Vestmannaeyjar Þorlákshöfn 15% AFSLÁTT UR Gildir fyrir allar pakkningastærðir og styrkleika af Nicotinell Fruit Fiskistofa undir- býr mælingar á dauðatíma við veiðar á hrefnu og langreyði við Ísland næsta sumar. Kemur það fram í skrif- legu svari sjáv- arútvegsráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sig- urðssonar, þingmanns Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. Fram kemur að hvorki Hafrann- sóknastofnun né Fiskistofa hafa safnað vísindalegum gögnum um dauðatíma við hvalveiðar við Ísland. Nú hafi Norður-Atlantshafsspen- dýraráðið (NAMMCO) óskað eftir að slíkar mælingar verði gerðar. Fiskistofa njóti aðstoðar viður- kenndra erlendra sérfræðinga við undirbúning þeirra. Sjávarútvegsráðherra segir í svarinu að mikil áhersla hafi verið lögð á að hvalur væri veiddur með þeim bestu aðferðum sem þekktar eru. helgi@mbl.is Dauðatími hvala mældur  Fiskistofa athugar aflífunartíma Hvalur Lang- reyður á leið í land. Stefán B. Sig- urðsson, rektor Háskólans á Ak- ureyri, ætlar ekki að sækjast eftir endurráðningu. Þetta kemur fram í bréfi sem Stefán sendi sam- starfsfólki sínu í gær. Hann mun þó starfa áfram við skólann og sinna kennslu og rannsóknastörfum. Stefán tók við starfi rektors á árinu 2009. Fimm ára ráðningartími hans rennur út 1. júlí næstkomandi og samkvæmt lögum á að auglýsa embættið laust til umsóknar. Það hefur þegar verið gert. „Að vel íhuguðu máli hef ég tekið þá ákvörðun að sækjast ekki eftir endurnýjun stöðu minnar sem rekt- or. Nú í apríl verð ég 66 ára og gæti því setið að hámarki rúm þrjú og hálft ár til viðbótar. Ég mun þó starfa áfram við Háskólann á Akur- eyri og sinna kennslu og rann- sóknastörfum,“ segir í bréfi Stefáns sem birt var á vef Vikudags. Rektor sækist ekki eftir end- urráðningu Stefán B. Sigurðsson Leit að loðnu bar engan árangur í gær en þá var nokkur fjöldi norskra loðnu- skipa við leit austur og norð- austur af landinu. Að sögn Þor- steins Sigurðs- sonar, sviðsstjóra á nytjastofnasviði hjá Hafrannsóknastofnun, voru nokkur íslensk loðnuskip við veiðar suður af landinu í gær en ekki er þó mikið um loðnu á því svæði. Morgunblaðinu hafa borist fyrir- spurnir um hvort aukin makrílgengd kunni að orsaka hvað lítið finnst af loðnu. Þorsteinn segir engar vísbending- ar um að svo sé varðandi ástandið í vetur. Eini samgangurinn milli stofnanna sé á sumrin en þá geti makríllinn étið loðnuseiði og lirfur sem finnast víða við vestan- og norðanvert landið. Lítill samgangur sé hins vegar milli fullorðinnar loðnu og makríls. Þegar loðnustofninn var mældur í september sl. hafi mælst rúm 600.000 tonn af fullorðinni kyn- þroska loðnu sem mun hrygna í mars. „Það að við finnum ekki loðnuna núna hefur því ekkert með makrílinn að gera,“ segir Þorsteinn. Loðnuleitin ber enn ekki árangur  Tengist ekki aukinni makrílgengd Lítið hefur komið út úr loðnuleitinni.  Kebab Húsið Austurstræti 3  Pizzaria Austurstræti 3  Hrói höttur pizza Austurstræti 3  Shalimar veitingahús Austurstræti 4  Micro Bar Austurstræti 6  Austur Austurstræti 7  Thorvaldsen Austurstræti 8  Loftið Austurstræti 9  The Laundromat Austurstræti 9  Trio veitingastaður Austurstræti 10  English Pub Austurstræti 12  Home bar, grill og sports Austurstræti 12a  Kaffi París Austurstræti 14  10-11, Ginger veitingastaður er þar inni. Austurstræti 17  Te og Kaffi í Eymundsson Austurstræti 18  Bjarni Fel sportbar Austurstræti 20  Hressó Austurstræti 20  Grillmarkaðurinn telst til Lækj- argötu 2a þó að inngangur snúi út í Austurstræti. Átján veitingastaðir og barir AUSTURSTRÆTI Guðjón Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.