Morgunblaðið - 11.02.2014, Qupperneq 11
Austurstræti Gönguleiðin úr Lóni yfir í Fljótsdal er ægifögur og fjölbreytt og Illikambur er á þeirri leið.
daga ferðir út frá tjald- og skála-
svæðum á Stafafelli í Lóni. Að lok-
um verður vikulöng sumarleyfis-
ganga eftir Austurstræti, sem er
hundrað kílómetra gönguleið úr
Lóni yfir í Fljótsdal,“ segir Gunn-
laugur og bætir við að fólk þurfi
ekki nauðsynlega að fara í allar
ferðirnar, hægt sé að koma í stakar
ferðir.
Vill alltaf laga stíga
„Allt mitt líf hefur það nánast
verið ástríða hjá mér að laga
göngustíga, ég veit ekki hvort þetta
er bóndinn í mér eða eitthvað ann-
að, en þegar ég fer í gönguferðir
þá fer ég alltaf að laga stígana.
Þegar ég flutti hingað í Mosó fyrir
nítján árum og fór að ganga á fellin
í nágrenninu, þá var lítið um
göngustíga þar en ég byrjaði að
lagfæra og stika leiðirnar í sam-
vinnu við umhverfisstjóra og land-
eigendur. Ég fékk til dæmis gaml-
an bónda, Hauk á Helgafelli, með
mér í að setja leiðina upp á Helga-
fellið innar en hún hafði verið, svo
hún væri ekki beint upp af glugg-
anum hjá honum. Haukur dreif sig
með mér þarna upp á björtum sól-
ardegi og við gerðum skriðufar,
fína leið. Helgi vildi fara heim á
undan mér og þegar ég bauðst til
að fylgja honum þá sagði hann:
„Nei, ef ég drepst þá er þetta full-
kominn dagur til þess,““ segir
Gunnlaugur og hlær. Honum finnst
það verðugt verkefni að safna ná-
kvæmum gps-slóðum og bera sam-
an við það sem er á netinu. „Okkur
vantar opinberar útgáfur af góðum
leiðum, því það er mikið af slóðum
á netinu sem fólk fer eftir og æðir í
raun beint af augum án þess að
vita hvort það sé góð leið. Ég hef
til dæmis gengið á Skessuhorn eftir
gps-leið sem var afar slæm leið,
hún lá þvert yfir stórgrýti og mikla
urð.“
Gunnlaugur vill hafa göngu-
ferðirnar sínar fjölbreyttar og hann
segir að það sé til dæmis gaman að
hlaupa upp á fellin í nágrenni
Reykjavíkur. „Það er skemmtileg
blanda af styrktaræfingu og út-
haldsþjálfun að keyra sig upp
bratta á þokkalegum hraða.
Kannski eru þetta áhrif úr sveit-
inni, frá því ég var að hlaupa uppi
kindur,“ segir Gunnlaugur og bætir
við að á Austurstrætisleiðinni séu
einmitt slóðir Fjalla-Bensa, úr bók
Gunnars Gunnarssonar, Aðventu.
„Gunnar bjó á Skriðuklaustri og í
sögunni segir frá því þegar Fljóts-
dælingar fara til fjárleita. Það
verður eins og trúarleg iðkun að
leita síðustu eftirlegukinda, Fjalla-
Bensi verður eins og þjónn Guðs,
þar sem hann leitar týndu sauð-
anna.“
Nær vellíðunarhugtakinu
Hann segir þessa leið milli
Lóns yfir í Fljótsdal hafa fengið
verðuga athygli og ráðgert sé að
fara reynslugöngu núna í sumar.
„Þetta eru þægilegar dagleiðir og
nægur tími til að njóta náttúrunn-
ar. Ég vil ganga með þá hug-
myndafræði sem kölluð er að
ferðast hægfara, eða „slow travell-
ing“, þar sem fólk fer ekki of hratt
heldur gefur sér tíma til að njóta
og upplifa náttúruna. Þetta á allt
að tengjast saman, hugur, líkami
og sál. Þegar ég byrjaði að ganga á
fjöll fyrir um þremur áratugum, þá
var það fyrst og fremst náttúru-
skoðun. Ég fór mikið með Ferða-
félaginu og andinn var mjög fræði-
legur, menn komu til að kynna sér
hvar fólk hafði búið til fjalla, jarð-
fræðina og fleira. Þetta hefur
breyst mikið og færst nær vellíð-
unarhugtakinu. Nú fer fólk í fjall-
göngur til að auka líkamlegt úthald
en það sækist einnig eftir upplifun
á náttúrunni. Stundum getur hún
verið nánast guðleg. Mér er í
fersku minni þegar ég gekk einn á
Múlatinda, og þegar ég kom upp á
hvassan tindatoppinn, þá opnaðist
yfir innsta hluta Skyndidals sem ég
hafði ekki áður séð. Það var sól og
logn og ég horfði á birkibrekkur,
bleikar líparítsskriður og skriðjök-
ul. Í átt til Hornafjarðar lá skýja-
far líkt og bómull. Þó maður sé nú
ekki hversdagslega upptekinn af
trúmálum, þá fór ég í auðmýkt nið-
ur á hnén og sagði: „Takk fyrir“.
Það er gott að sleppa egóinu og
renna saman við eitthvað sem er
miklu stórkostlegra en manns eigið
litla samhengi.“ Þeir sem áhuga
hafa á að bætast í hópinn geta far-
ið inn á Facebook-síðuna: Göngu-
hópurinn ÚT & AUSTUR.
Göngugarpur Gunnlaugur nýkominn niður af Jarlhettum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014
ford.is
Ford Transit Custom 2,2TDCi dísil, 100 hö, beinskiptur 6 gíra. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 183 g/km.
Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinnmynd í auglýsingu.
Kíktu í kaffi og spjall. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig.
VERÐ ÁNVSK FRÁ
VERÐMEÐVSK FRÁ
CUSTOM
3.498.008 KR..
4.390.000 KR.
FORD TRANSIT
FORD TRANSIT CUSTOM
SENDIBÍLL ÁRSINS 2013
KOMDUOGPRÓFAÐU
SENDIBÍL ÁRSINS
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16