Morgunblaðið - 11.02.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.02.2014, Qupperneq 14
FJÁRMÁLIN SKULDIR SVEITARFÉLAGANNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Komdu og veldu þér kubba eftir litum - 12 mismunandi tegundir í boði Plus-Plus bar í Krumma FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna fyrir þetta ár gætu bent til þess að hjá sumum þeirra hefði nokkuð slaknað á því rekstraraðhaldi sem sveitarstjórnir landsins hafa al- mennt sýnt undanfarin misseri. Sveitarfélögin komu flest illa út úr hruninu haustið 2008, en þau hafa smám saman verið að ná tökum á skuldavanda sínum. Nokkur eru þó enn í mjög erfiðri stöðu. Fjármála- reglur nýrra sveitarstjórnarlaga eru mun strangari en áður giltu og setja skuldasöfnum sveitarfélag- anna mjög ákveðin mörk. Víða minna veltufé Samkvæmt samantekt í nýút- komnu fréttabréfi hag- og upplýs- ingasviðs Sambands íslenskra sveit- arfélagasem verður veltufé af rekstri í hlutfalli við tekjur 8,8% hjá sveitarfélögunum í heild á þessu ári. Það var 9,3% í fyrra. Veltufé er not- að til að greiða afborganir lána og fjárfestingar. Almennt gildir að því minna veltufé sem er til ráðstöfunar því erfiðara er fyrir rekstur að greiða niður skuldir. Kosningaár hafa gjarnan leitt til meiri útgjalda úr sjóðum sveitarfé- laganna en samræmist ráðdeild og varúðarsjónarmiðum. Sama gildir um rekstur ríkissjóðs í aðdraganda þingkosninga eins og alkunna er. Þórir Ólafsson, formaður eftirlits- nefndar með fjármálum sveitarfé- laga, sagði í samtali við Morg- unblaðið að nefndin hefði ekki lokið yfirferð yfir áætlanirnar og væri því ekki tilbúin að tjá sig um hvort þetta væri áhyggjuefni eða hvort á þessu væru eðlilegar skýringar. Hann sagði að fundi eftirlitsnefnd- arinnar sem vera átti í gær hefði verið frestað fram í næstu viku. Ekki mikill munur Samkvæmt fyrrnefndri sam- antekt minnkar veltufé frá rekstri mest hjá Reykjavíkurborg þar sem það fer úr 9% í fyrra í 7,3% á þessu ári. Hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu verður veltufé í heild 9,6% í ár en var 10,1%. Aftur á móti eykst veltufé frá rekstri í heild hjá sveitarfélögum sem til- heyra svokölluðum vaxtarsvæðum úr 8,5% í fyrra í 10% í ár. Hjá öðr- um sveitarfélögum eykst það úr 8,5% í 9,7%. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í samtali við Morgunblaðið að munurinn á veltufé sveitarfélaganna frá rekstri í fyrra og á þessu ári væri ekki mikill. Þá væri breytileiki milli sveitarfélaga það mikill að það væri ekki sjálfgefið að þau sveit- arfélög sem skulduðu mikið væru með minna veltufé í ár en á síðasta ári. Auk þess að fara í niðurgreiðslu skulda færi veltufé í nýfjárfestingar og sparnað. Miklar skuldir Sveitarfélögin steyptu sér í mikl- ar skuldir á góðæristímanum upp úr síðustu aldamótum. Almennt er viðurkennt að óraunhæf bjartsýni um framtíðina hafi einkennt fjár- festingar þeirra flestra og fram- kvæmdir. Stór hluti skuldanna var í erlendum gjaldeyri. Varð gengisfall krónunnar sem hófst 2007 því sveit- arfélögunum þung byrði. Athyglisvert er að ekkert er fjallað um skuldasöfnun sveitarfé- laganna í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um hrunið. Ekkert eiginlegt uppgjör við vinnubrögðin á góðæristímanum hefur orðið á vettvangi sveitarfélaganna. Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi í ársbyrjun 2012 er hins vegar reynt að girða fyrir að mis- tökin endurtaki sig. Settar hafa ver- ið mjög stífar fjármálareglur sem öllum sveitarfélögum er skylt að hlíta. Í nýju reglunum er meðal annars kveðið á um að samanlögð heildar- útgjöld til rekstrar vegna A- og B- hluta í reikningsskilum séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum. Heildarskuldir og skuld- bindingar A- og B-hluta mega ekki vera hærri en sem nemur 150% af tekjum. Sveitarfélög sem ekki upp- fylla þetta ákvæði þurfa að skila eft- irlitsnefndinni áætlun um hvernig og hvenær þau ætla að ná þessu hlutfalli niður í 150%. Á bataleið Fram hefur komið að 39 af 74 sveitarfélögum hafa þurft að senda nefndinni aðlögunaráætlun um leið sína út úr skuldavandanum. Ætla flest þeirra að komast niður fyrir 150% á næsta kjörtímabili. Nefndin hefur samþykkt áætlanirnar nema þrjár, frá Reykjanesbæ, Breið- dalsvík og Norðurþingi. Í erindi Gunnlaugs Júlíussonar, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í haust,kom fram að skipta mætti þeim í flokka eftir skuldastöðu. Grafið hér á síðunni veitir yfirsýn yfir þetta. Samkvæmt því hefur sveitarfélögum með góðan rekstur og litlar skuldir fjölgað um tíu á milli áranna 2011 og 2012. Sveit- arfélögum með erfiðan rekstur og miklar skuldir hefur fækkað úr sjö í fjögur. Þegar horft er til íbúafjölda búa tæplega 55% í fyrrnefnda flokknum, en aðeins 5,7% í hinum síðarnefnda. Ekki sársaukalaust Viðureignin við skuldirnar hefur ekki verið sveitarfélögunum sárs- aukalaus. Hafa sum þeirra verið neydd til mikils niðurskurðar í rekstri og þjónustu. Aðeins eitt þeirra, Álftanes, reyndist ekki ráða við skuldavanda sinn. Var forræðið tekið af sveitarstjórnarmönnum og sveitarfélagið hefur verið sameinað Garðabæ. Slíkt hefur aðeins einu sinni áður gerst hér á landi. Fram kom í máli Halldórs Hall- dórssonar, formanns Sambandsins, á fjármálaráðstefnunni að öll sveit- arfélög landsins hefðu tekið fjármál sín föstum tökum og virtust án und- antekninga vinna markvisst á grundvelli þeirra fjármálareglna sem nú giltu. Í heildina séð væri fjárhagur sveitarfélaganna að styrkjast. Morgunblaðið/Heiddi Enn verið að glíma við skuldirnar  Nýjar reglur veita aðhald  Veltufé frá rekstri 2014 víða minna en í fyrra Skuldasöfnun Sund- laugin flotta á Álfta- nesi var byggð fyrir erlent lánsfé á góð- æristímanum. Hún reyndist sveitarfé- laginu ofviða og átti sinn þátt í hruni þess. Skuldastaða sveitarfélaganna Sveitarfélög voru 75 árið 2011, en fækkaði um eitt við sameiningu Álftaness og Garðabæjar. 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Fjöldi sveitarfélaga 2011 Fjöldi sveitarfélaga 2012 Gó ðu r re kst ur, lág ar sku ldi r Gó ðu r re kst ur, mi kla r s ku ldi r Erfi ðu r re kst ur, lág ar sku ldi r Erfi ðu r re kst ur, mi kla r s ku ldi r 28 10 30 7 4 22 10 38 Hlutfall íbúa 2012 Góður rekstur, lágar skuldir Góður rekstur, miklar skuldir Erfiður rekstur, miklar skuldir Erfiður rekstur, lágar skuldir 54,7% 26,8% 12,8% 5,7%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.