Morgunblaðið - 11.02.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.02.2014, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Lífeyrissjóðir ráða yfir að minnsta kosti 44% hlut í Skeljungi og 55% hlut í N1, samkvæmt fyrirliggjandi hluthafaupplýsingum. Mögulega eiga þeir meira t.d. í gegnum fjár- festingarsjóði eða hlutafjáreign þeirra birtist ekki á lista yfir helstu hluthafa. Nýir hluthafar undir forystu sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis sem er í eigu Arion banka tóku við Skeljungi í janúar og N1, þar sem Framtakssjóður Íslands á stærsta hlutinn, var skráð á hlutabréfamark- að í desember. Fram kom í Við- skiptablaðinu í október að Olís væri til sölu. Ef af sölunni verður munu lífeyrissjóðir eflaust vera á meðal nýrra hluthafa. Eiga væntanlega meira Raunar er ekki óvarlegt að álykta að lífeyrissjóðir fari með meira en 44% hlut í Skeljungi. Fram kemur í tilkynningu frá Skeljungi að fjár- málafyrirtæki og sjóðir fari með um 25% hlut í fyrirtækinu en lífeyris- sjóðir fjárfesta oft í ýmsum sjóðum. Auk þess er einungis upplýst um þá sem fara með meira en 5% hlut í framtakssjóðnum SÍA II, sem er undir stjórn Stefnis, og á 24% hlut í Skeljungi, samkvæmt tilkynningu. Þess vegna er ekki vitað hverjir eiga um 30% í SÍA II. Upplýst er um níu eigendur framtakssjóðsins, þar af eru sjö lífeyrissjóðir. Samkvæmt til- kynningunni fara einkafjárfestar með 21% hlut í Skeljungi. Þrír lífeyrissjóðir eiga í Skeljungi og N1. Gildi á 9% hlut í N1 og 4% í Skeljungi. Festa og Stapi eru flokk- aðir sem minnifjárfestar í Skeljungi og eiga 2-4% hlut í N1. Morgunblaðið spurði Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftir- litsins, í ljósi þess að lífeyrissjóðir eru umsvifamiklir í hluthafahópi Skeljungs og N1, hvort það sniði sölu á Olís þrengri stakk, en lífeyrissjóðir eru áberandi meðal kaupenda fyrir- tækja um þessar mundir. „Það veltur m.a. á samsetningu og fyrirkomulagi eignarhalds hvernig það verður metið. Við höfum hins vegar gefið lífeyrissjóðunum glöggt til kynna til hvaða atriða við erum að líta þegar við metum þátttöku þeirra í eignarhaldi fyrirtækja. Það höfum við bæði gert í gegnum skilyrði sem við höfum sett eignarhaldi Skeljungs og N1, en einnig á almennari hátt með skýrsluskrifum og á fundum. Við höfum m.a. sagt að lífeyrissjóðir þurfi að taka þátt í eigendaaðhaldi mikilvægra samkeppnisfyrirtækja, en um leið þurfi þeir að varast ákveð- in atriði. Þar á meðal þurfi þeir að gæta sín í samstarfi sín á milli um fjárfestingar og þeir þurfi að gæta þess að skapa ekki viðskiptablokkir með einsleitu eignarhaldi. Hver og einn lífeyrissjóður, eins og aðrir fjárfestar, þurfa líka að hafa í huga að það getur skaðað sam- keppni ef einn aðili á veigamikinn eignarhlut í fleiri en einum keppi- naut, þótt ekki sé um meirihluta að ræða. Þá eigum við ekki við áhrifa- litla eignarhluti,“ segir hann. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin á Skeljungi með skilyrðum sem m.a. er ætlað að tryggja sjálf- stæði fyrirtækisins sem keppinautar á eldsneytismarkaði og var ákvörð- unin birt í gær. Lífeyrissjóðir umsvifa- miklir í Skeljungi og N1  Lífeyrissjóðir eiga að minnsta kosti 44% hlut í Skeljungi og 55% í N1 Lífeyrissjóðir æ meira áberandi » Aðkoma lífeyrissjóða að eignarhaldi fyrirtækja hefur vaxið hröðum skrefum á með- an eignarhald banka og skila- nefnda á rekstrarfélögum hef- ur dregist saman. » Samkeppniseftirlitið segir að vaxandi eignarhlutur lífeyr- issjóða, m.a. í gegnum fram- takssjóði, kalli á umræðu um aðkomu þeirra að slíku eign- arhaldi og með hvaða hætti nauðsynlegt er að standa vörð um virka samkeppni við þær aðstæður. Eign lífeyrissjóða í Skeljungi og N1 Skeljungur SÍA II 24% Lífeyrissjóðir 30% Aðrir 46% *Upplýst er um þá sem eiga meira en 5% hlut í SÍA II. Ekki er opinbert hverjir fara með samtals 30% hlut í sjóðnum. 59% Þar af líf- eyrissjóðir* 24% 30% 46% N1 Framtaks- sjóður Íslands 21% Lífeyrissjóðir 40% Aðrir 39% ** Landsbankinn á 28% og VÍS á innan við 1% 39% Þar af líf- eyrissjóðir** 72% 21% 40% STUTTAR FRÉTTIR ● Mat Reitunar á lánshæfi Arion banka er i.BBB1 með jákvæðum horfum og láns- hæfismat sér- tryggðra skulda- bréfa bankans er i.AA2. Matið er það sama og í júlí 2013 en einkunnaskali hefur breyst. Í greiningu Reitunar kemur fram að bankinn sé langt kominn með að leysa úr vandamálum tengdum banka- hruninu. Framtíðarhorfur séu góðar, þó að íslenska hagkerfið sé sveiflukennt. Óbreytt lánshæfismat Arion banki Fær matið i.BBB1. ● Ónákvæmni gætti í frétt Morgun- blaðsins 7. febrúar sl. um að bankar veittu 86% allra lána vegna fasteigna- viðskipta utan höfuðborgarsvæðisins 2012. Hið rétta er að lán þeirra námu 86% af fjölda viðskipta með íbúðir og nýskráðar eignir, samkvæmt Þjóðskrá. Hafa ber í huga að ekki er lánað til allra fasteignaviðskipta (t.d. makaskipti og yfirtaka lána) og þá getur verið lán- að til nýbygginga áður en eignir eru full- búnar. Lán banka geta einnig verið vegna endurfjármögnunar eldri lána. 86% af viðskiptum með íbúðir og nýjar eignir VÍB, eignastýringarþjónusta Ís- landsbanka og rekstrarfélag bank- ans, Íslandssjóðir, hafa lokið fjár- mögnun Akurs, nýs fjárfestingafélags sem fjárfestir í óskráðum hlutabréfum. Fjárfesting- artími Akurs er 3-4 ár en áætlaður líftími sjóðsins er 8-10 ár og fjárfest- ingagesta félagsins 7,3 milljarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka, en hluthafahópur- inn samanstendur m.a. af 11 lífeyr- issjóðum, VÍS og Íslandsbanka. Akri er stýrt af Íslandssjóðum en framkvæmdastjóri félagsins er Jó- hannes Hauksson og með honum starfar Davíð Hreiðar Stefánsson. Fjárfestingaráð Akurs er skipað reyndum aðilum sem eru óháðir bankanum en þau eru Hörður Arn- arson, forstjóri Landsvirkjunar og formaður ráðsins, Hjörleifur Páls- son, fyrrverandi fjármálastjóri Öss- urar, Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já, og Jón Björns- son, forstjóri ORF líftækni. Morgunblaðið/Ómar Akur Hluthafar Akurs eru Íslandsbanki, 11 lífeyrissjóðir og VÍS. Yfir 7 milljarða fjárfestingafélag  VÍB lýkur fjármögnun Akurs                           !  !   "# $ #    %  "&'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5                   Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.