Morgunblaðið - 11.02.2014, Page 19

Morgunblaðið - 11.02.2014, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 Gengið á Þúfu Umhverfislistaverkið Þúfa eftir Ólöfu Nordal við HB Granda í Reykjavíkurhöfn. Þúfa er 26 metrar í þvermál og átta metra há með steinþrepum að litlum fiskhjalli á toppnum. Árni Sæberg Í dag þegar haldið er í tíunda sinn upp á 1-1-2 daginn er þakk- læti efst í huga. Þakk- læti til þeirra manna og kvenna sem á hverj- um degi mæta í vinn- una með það eitt í hug að tryggja öryggi al- mennings hvar og hve- nær sem er á landinu. Það má ætla að allir þekki neyðarnúmerið 112 nokkuð vel. Í rúm 18 ár höfum við notað 112 sem neyðarnúmer en það kom í stað rúmlega 140 annarra númera viðbragðsaðila úti um allt land. Í viðskiptalífinu er oft reynt að meta verðmæti hinna ýmsu vöru- merkja, en ég held að það sé óhætt að fullyrði að 112 sé eitt verðmæt- asta „vörumerkið“ í íslensku sam- félagi í dag þó að það verði seint eða aldrei að fullu metið til fjár. Neyðarlínunni var frá upphafi ætlað að tryggja sem víðtæk- asta samvinnu milli þeirra aðila sem sinna neyðar- og örygg- isþjónustu í landinu og það hefur tekist. Í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð er sólar- hringsvakt allan ársins hring þar sem saman starfa Neyðarlínan, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fjarskiptamiðstöð og almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra, vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Svo öflugt lið og öflug samvinna gerir það að verkum að hægt er að ræsa með örskömmum fyrirvara alla nauðsynlega viðbragðsaðila til að takast á við brýn verkefni auk þess sem skamman tíma tekur að ræsa samhæfingarmiðstöðina í sama húsi ef á þarf að halda. Öryggi í vetrarferðum Úti um land allt starfar fólk sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að koma náunganum til bjargar hve- nær sem er sólarhringsins, allan ársins hring. Íslensk náttúra með öllum sínum veðrum og sínu marg- brotna en um leið varhugaverða landslagi – stoppar ekki íslenskt björgunarfólk í því að bjarga náung- anum þegar á þarf að halda. Þema 1-1-2 dagsins í ár er öryggi vetrarferða í víðu samhengi. Það á vel við. Við þekkjum þær hættur sem íslenskur vetur býður upp á, hvort sem er á hafi úti, á þjóðvegum landsins, uppi á hálendi og jöklum, við vötn og ár að ónefndum minni og stærri byggðum landsins. Fyrir utan fyrrnefnda viðbragðs- aðila skiptir upplýsingagjöf og for- varnir gífurlega miklu máli þegar hugað er að öryggi yfir vetrartím- ann. Það hefur verið unnið stórátak í því að auka upplýsingaflæði til ferðamanna en við getum gert enn meira í því að vekja athygli, hvort sem er erlendra ferðamanna en ekki síður okkar Íslendinga. Þema dags- ins er liður í því og ég vil hrósa þeim sem skipulögðu þennan dag fyrir að vekja athygli á þessum brýna hluta við að tryggja öryggi í landinu. Öruggara samfélag Starf Neyðarlínunnar hefur farið fram af miklum metnaði og dugnaði. Þar hafa menn tileinkað sér nýjustu tækni til að auðvelda bæði svörun neyðarkalla og boðun viðbragðs- aðila. Við sjáum sífellda þróun hinna ýmsu tækja sem auðveldar við- brögð, leit og björgun og ekki síst viðbrögð þegar komið er að ein- stakling í háska. Ég vil óska okkur öllum til hamingju með daginn en um leið ítreka þakkir mínar til þeirra sem starfa við björgun mannslífa úti um allt land. Það er fólkið sem tekst á við flókin við- fangsefni en leysir þau vel af hendi og gerir samfélagið okkar betra og öruggara. Öryggið er eitt það mik- ilvægasta sem við eigum og við leggjum öll okkar af mörkum til að tryggja það enn betur. Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur » Í rúm 18 ár höfum við notað 112 sem neyðarnúmer en það kom í stað rúmlega 140 annarra númera við- bragðsaðila úti um allt land. Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er innanríkisráðherra. 1-1-2 er verðmætasta vörumerkið Sveitarfélögin í Ár- nessýslu hafa látið taka saman yfirlit yfir hvaða leiðir séu færar til að fjölga hjúkr- unarrýmum í sýslunni. Mikil þörf er fyrir fjölgun slíkra rýma þar sem að jafnaði eru um 25-30 manns á bið- lista eftir hjúkr- unarrýmum á svæðinu. Brýnt er að móta stefnu um uppbyggingu hjúkr- unarheimila á Suðurlandi til lengri tíma litið. Landshlutinn hefur ekki notið þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í málaflokknum á síð- ustu árum og er uppsafnaður vandi því nokkur. Velferðarráðuneytið hefur boðað að þegar ný fram- kvæmdaáætlun verði unnin verði hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu skoðaðar. Telja verður að ekkert sé að vanbúnaði að hefja vinnu við framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma og er mikilvægt að hafist verði handa við þá vinnu sem fyrst. Þar sem ríkið gerir ekki ráð fyrir fjár- magni til framkvæmda í fjárlögum eða lang- tímaáætlun um útgjöld ríkissjóðs er ljóst að brúa þarf bilið. Bent hefur verið á leiðir til að fjölga hjúkr- unarrýmum án þess að ráðast í nýbyggingar. Annars vegar er hægt að nýta betur það hús- pláss sem fyrir hendi er í dag og hins vegar er hægt að breyta dval- arrýmum í hjúkrunarrými. Dæmi eru um að dvalar- og hjúkr- unarheimili hafi ónýtt húspláss á sama tíma og önnur heimili fullnýta ekki sínar heimildir vegna pláss- leysis. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er hafin vinna við að skoða nýtingu rýma á landinu öllu og er brýnt að niðurstöður þeirrar vinnu og áætlun um úrbæt- ur liggi fyrir sem fyrst, enda óvið- unandi að það húsrými sem til er sé ekki fullnýtt þegar þörf fyrir rými er jafnbrýn og raun ber vitni. Sveitarfélögin á þéttbýlli svæðum Árnessýslu hafa komið á kvöld- og helgarvakt í félagslegri heimaþjón- ustu. Sú þjónusta, samhliða heima- hjúkrun á vegum Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands, gerir fólki kleift að dvelja lengur á eigin heimili og hefur því dregið úr þörf fyrir dval- arrými fyrir íbúa í þéttbýli. Dæmi eru því um að lítil eftirspurn sé eftir dvalarrýmum á svæðinu og mætti breyta hluta dvalarrýma í hjúkr- unarrými. Í nokkrum tilvikum hafa heimilin fengið heimildir til að skipta tveimur dvalarrýmum fyrir eitt hjúkrunarrými. Á þeim svæðum þar sem biðlistar eru langir væri eðlilegt að heimila skipti á einu dvalarrými á móti einu hjúkr- unarrými, gegn því að hjúkr- unarþjónusta væri aukin til sam- ræmis við það. Hluta af rekstrarvanda margra hjúkrunar- og dvalarheimila má rekja til þess að einstaklingum sem hafa verið teknir inn í dvalarrými hefur hrak- að heilsufarslega og hafa því í reynd þörf fyrir að vera í hjúkrunarrými. Þannig bíða margir inniliggjandi í dvalarrými eftir að hjúkrunarpláss losni. Heimilin sinna þessum ein- staklingum eins og þarfir þeirra krefjast og veita þeim hjúkr- unarþjónustu án þess að fá greitt fyrir það, en verulegur munur er á framlögum vegna dvalar- og hjúkr- unarrýma. Með framangreindum breyt- ingum næðist betri nýting á því húsnæði sem þegar er fyrir hendi, stytta mætti biðlista og draga úr flutningum fólks á hjúkrunarheimili langt frá heimili sínu, eins og fjöl- mörg dæmi eru um í dag. Slíkt finnst mörgum erfitt og er það vel skiljanlegt. Eðlilega ræðst kostnaður við upp- byggingu hjúkrunarrýma af stærð þess húsnæðis sem byggja þarf. Í þeim samningum sem ríkið hefur gert við sveitarfélög um uppbygg- ingu hjúkrunarrýma á síðustu árum hefur verið gerð krafa um að hvert rými sé 75 fermetrar, inni í þeirri tölu eru einkarými íbúa, stoðrými, sameiginlegt rými í hverri einingu og aðstaða starfsfólks. Miðað er við að heimilin séu byggð upp sem litlar einingar fyrir 6-10 íbúa með rúm- góðu einkarými (ígildi stúdíóíbúðar) og er það rými gjarnan 32-35 fer- metrar. Stærðarviðmið þetta er hvergi lögfest, heldur er miðað við skilgreiningar sem félags- og trygg- ingamálaráðuneytið gaf út árið 2008. Velta má upp þeirri spurningu hvort rýmin mættu ekki vera aðeins minni, ef með því tækist að byggja upp fleiri rými fyrir sambærilegt fjármagn. Nauðsynlegt er að nýta fjármagn með skynsamlegum hætti, nýta sem best það húsnæði sem fyr- ir hendi er og skapa með því mögu- leika á að sinna fleiri einstaklingum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu að halda. Eftir Ástu Stefánsdóttur » Brýnt er að móta stefnu um uppbygg- ingu hjúkrunarheimila á Suðurlandi til lengri tíma litið. Ásta Stefánsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. Fjölga þarf hjúkrunarrýmum á Suðurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.