Morgunblaðið - 11.02.2014, Page 22

Morgunblaðið - 11.02.2014, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 ✝ Anna Rún Sig-urrósardóttir fæddist 28. nóv- ember 1968 í Reykjavík. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 1. febrúar 2014. Móðir Önnu Rún- ar var Sigurrós Jónasdóttir, f. 7. júní 1935, d. 27. október 1975. Anna Rún var yngst fimm systkina en þau eru: Sigríður Alda Hrólfs- sem verkstjóri og síðar skóla- stjóri við Skólagarða Reykjavík- ur. Eftir það vann hún hjá ýms- um fyrirtækjum við ráðgjöf og kennslu á tölvur og tölvu- hugbúnað, meðan kraftar og heilsa entust, en hún barðist við krabbamein síðustu sex ár ævi sinnar. Anna Rún kynntist golfíþrótt- inni fyrir um áratug og stundaði hana af miklum krafti. Annar Rún var ógift og barn- laus, en átti hug og hjarta allra frændsystkina sinna og tók hún virkan þátt í lífi þeirra og naut samveru með þeim alla tíð. Útför Önnu Rúnar fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 11. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. dóttir, f. 1955, Jón- as Sævar Hrólfs- son, f. 1957, Gunnar Sigurjón Hrólfsson, f. 1959, og Rögnvaldur Arnar Hrólfsson, f. 1965. Anna Rún ólst upp í Langholts- hverfinu í Reykja- vík. Hún lauk námi frá MR og í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands. Með námi starfaði hún Með nokkrum orðum langar mig að minnast elskulegrar vin- konu og frænku. Fyrstu minn- ingarnar af okkur saman eru af glaðværum stelpum, sem eyddu oft heilu helgunum saman. Ef foreldrar mínir fóru út fékk ég að fara til vinkonu minnar á Laugarásveginum. Þótt við værum ólíkar náðum við sér- staklega góðu sambandi. Við höfðum báðar eitthvert grall- aragen, sem lifnaði við þegar við hittumst. Það var flissað og hlegið, já þessi óstöðvandi hlátursköst, sem voru kannski ekki alltaf vinsæl hjá þeim sem voru í kringum okkur. Anna hafði sterkan persónuleika og ég leit upp til hennar, enda var hún heilu ári eldri en ég. Hún var foringinn. Hún var ákveðin og staðföst, en alltaf glaðlynd og kát. Síðar komu tímabil í lífi okk- ar er við höfðum minna sam- band eins og gengur og gerist. Vináttu- og frænkutaugin var þó alltaf sterk, grallaragenin alltaf til staðar og sem betur fer fórum við að rækta tengslin fljótlega eftir að ég fluttist aft- ur til landsins. Þá var Anna Rún smituð af ólæknandi golf- bakteríu og þegar búin að ná aðdáunarverðum árangri við þá iðju, enda ákveðin og staðföst. Ekki spillir heldur að hafa húm- orinn og gleðina við völd í golf- inu. Ég fékk golfbakteríuna líka og Anna Rún varð að sjálfsögðu enn og aftur fyrirmyndin mín og gaf mér ófá góð ráðin. Það verður erfitt að ná tánum þang- að sem Anna Rún hafði hælana í forgjöf! Golfið var líf hennar og yndi, neistinn sem gaf henni kraft og innblástur þegar á móti blés. Og hann blés á móti Önnu Rún. Hún þurfti að þola meiri mótvind en nokkur á að þurfa að þola hér á jörðu. Veik- indin undanfarin ár fóru smám saman að taka sinn toll af lík- ama og sál. Ákveðnin og stað- festan voru þó fyrir hendi enda nú á nýju ári byrjuð í golf- tímum og stefndi ákveðin á golfferð í vor. Síðasta sunnudagsins í lífi Önnu Rúnar fékk ég að njóta með henni. Hún fékk brottfar- arleyfi af spítalanum og við gengum í dásamlegu veðrinu í rólegheitum út með sjó. Við önduðum að okkur lífinu og súr- efninu í sjávarloftinu, spjölluð- um, hlógum og flissuðum eins og ávallt. Mig grunaði ekki að þessi ljúfi dagur með heitu kakói, súpu og spjalli fram eftir kvöldi heima á Reynistað yrði sá síðasti sem ég ætti með frænku minni. Fjölskyldan mín öll saknar Önnu Rúnar. Börnin rifja upp skemmtileg innlegg frá henni enda talaði hún alltaf við þau eins og þau væru jafn- aldrar og náði svo ótrúlega vel og innilega til þeirra. Fyrir það er ég þakklát. Elsku Anna Rún mín, takk fyrir alla gleðina, einlægnina, húmorinn og hvatninguna í gegnum tíðina. Lífið er fátæklegra án þín. Hvíl í friði mín kæra. Jónína Lýðsdóttir. Við kynntumst Önnu Rún í Langholtsskóla á barnaskólaár- um og mynduðum hóp sem haldið hefur saman síðan. Sam- verustundirnar voru margar og ýmislegt gert. Hryllingsmyndakvöldin á Laugarásveginum þar sem vak- að var alla nóttina, innbyrt gíf- urlegt magn af sælgæti og gosi, öskrað og æpt. Frímínúturnar í gaggó þar sem spiluð voru fjár- hættuspil með tíeyringum, brennó, fótbolti, körfubolti, stærðfræði reiknuð í frímínút- um, miðasendingar í tímum og frægðarsól okkar í Stundinni okkar. Allar árlegu sumarbústaða- ferðirnar sem eru orðnar ansi margar. Í einni ferðinni braut Anna Rún lykilinn í lásnum á hliðinu og þurftum við að klöngrast yfir það með allan farangurinn á meðan Anna Rún tók myndir og hló. Eftir því sem sumarbústaða- ferðirnar urðu fleiri því meiri metnaður var lagður í skipulag og undirbúning. Anna Rún var mikill húmoristi sem kom vel í ljós þegar hún skipulagði keppni innan hópsins en þar kom við sögu fjarstýrð golf- kerra, púttkeppni, veiðistangir og Anna Rún á hliðarlínunni að taka myndir og hlæja. Hópur- inn elskar mat og þegar Anna Rún bauð í heimagert sushi varð það þess valdandi að sushi- æði greip um sig innan hópsins, svo mikið að sumum er heilsað með nafni á sushistöðum borg- arinnar í dag. Anna Rún átti sér sérstakt áhugamál sem var béarnaisesósa og kannaði hún fjölda veitingahúsa til að finna bestu béarnaisesósuna og átti það til að taka sósuna með sér í matarboð. Ekta Anna Rún. Árið 2008 skelltum við okkur í ógleymanlega ferð til Kaup- mannahafnar á Kylie Minogue- tónleika í tilefni fertugsafmæla okkar. Að frumkvæði Önnu Rúnar var hópurinn nefndur X40 og hannaði hún lógó hóps- ins á stuttermaboli fyrir ferðina ásamt slagorðinu „Life is go- od“. Anna Rún lifði eftir þessu slagorði. Að sjálfsögðu var gist á fimm stjörnu hóteli enda var þetta korteri fyrir hrun. Önnu Rún fannst ekki leiðinlegt að versla, sem kom berlega í ljós þarna úti þegar hún fór í verslunar- miðstöð að morgni og kom heim seint að kvöldi, rétt áður en við létum lýsa eftir henni, dragandi nýja risastóra ferðatösku fulla af golffötum. Anna Rún var eins og áður dugleg að taka myndir í ferðinni sem geyma ómetanleg- ar minningar. Þrátt fyrir erfið veikindi síð- ustu árin lét hún sig aldrei vanta þegar við hittumst og er- um við ótrúlega þakklátar fyrir þær samverustundir. Takk fyrir að vera fyndin, orðheppin, heiðarleg, hreinskil- in og traustur vinur. Takk fyrir allar minningarnar. Takk fyrir að vera þú. Guðrún Júl, Guðrún Sól- veig, Linda, Laufey og Sig- ríður. Það var brosið, glettnin í augunum, sérstakur hláturinn og gott skopskyn, ekki síst fyrir sjálfri sér, sem vakti fyrst at- hygli okkar á Önnu Rún, þegar hún gekk í golfklúbbinn Odd og fór að spila á Urriðavelli fyrir um áratug. Það kom svo fljótt í ljós að Anna Rún var afbragðs- kylfingur, forgjöfin hrundi hratt hjá henni og hún var kappsöm og metnaðarfull fyrir hönd golf- íþróttarinnar, en jafnframt var hún þægilegur og góður golf- félagi. Hún vílaði t.d. ekki fyrir sér að hlaupa upp á úfin hraun í leit að boltum fyrir þá sem eldri voru og kannski valtari á fótum. Eitt sinn þegar við spiluðum saman í golfmóti í roki og rign- ingu fauk regnhlíf af kerru meðspilara yfir á næstu braut og hafnaði þar ofan í tjörn við flötina. „Ææ þar fór hún“ stundi eigandi regnhlífarinnar og horfði með eftirsjá á gripinn fljóta út í tjörnina. Anna Rún rauk hins vegar af stað, var komin að tjörninni áður en við hin gátum áttað okkur, sá að regnhlífin var komin fulllangt frá landi, svo hún snaraði sér upp á flötina, greip flaggstöng- ina úr holunni og tókst að stjaka regnhlífinni í land. Hún brosti hringinn þegar hún færði eigandanum regnhlífina. Einkunnarorð Önnu Rúnar í golfi voru þessi: „Golf er bara leikur, við spilum í gleði.“ Og Anna Rún spilaði svo sannar- lega í gleði og lét slæmt gengi aldrei hafa áhrif á golfgleðina. Slæmt gengi var bara verkefni til að vinna úr. Anna Rún var mjög högglöng og sem dæmi má nefna að einhverju sinni eft- ir upphafshögg hennar á 9. braut á Urriðavelli, sem er rúmir 300 metrar að lengd, varð okkur félögum hennar að orði, þegar við komum að boltanum hennar, að nú væri bara eftir að pútta í holu. Þótt veikindin tækju toll af þrekinu vantaði aldrei upp á kappið hjá Önnu Rún. Hún skráði alla hringi sem hún spilaði fram til hins síðasta, því hún vildi vera með forgjöf í samræmi við getu þegar hún færi að keppa á ný. Eftir að hún hætti að keppa í mótum fylgdist hún engu að síður með gengi okkar félaga sinna, bæði á netinu og símleiðis, þar sem leikurinn var krufinn til mergj- ar. Einhverju sinni, þegar pútt- in brugðust í móti hjá annarri undirritaðra, voru viðbrögð Önnu Rúnar þessi: „Komdu upp í Bása og við tökum púttæfingu og komum púttunum í lag hjá þér fyrir morgundaginn.“ Þótt hún væri sjálf of veik til þess að keppa sá hún til þess að stappa stálinu í vini sína og koma þeim í rétta gírinn. Þessi einstaka unga kona hefur nú lotið í lægra haldi fyrir vágestinum krabbameini, eftir margra ára þrotlausa baráttu. Í þeirri baráttu sýndi Anna Rún styrk sinn sem aldrei fyrr. Upp- gjöf virtist ekki til í hennar orðaforða og húmornum hélt hún allt til loka. Nokkrum klukkustundum fyrir andlát sitt sagði hún með glettnisblik í augum, að þar sem henni hefði ekki tekist að fara golfhringinn á undir 80 höggum yrðum við, sem hér kveðjum hana, að taka við keflinu. Hún vissi sem var, að baráttan var á enda. Með söknuð í huga og hjarta kveðjum við þessa yndislegu vinkonu og þökkum henni sam- fylgdina. Ástvinum hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Ólafsdóttir og Björg Þórarinsdóttir. Elsku Anna Rún. Þvílíkur kraftur og kærleikur streymdi ávallt frá þér, kæra vinkona. Mikill er söknuðurinn hjá mér, gamalli konunni, er þú kveður alltof snemma og á besta aldri. En vegir Guðs eru órannsakan- legir. Sá tími sem þú gafst mér er mér ómetanlegur. Alltaf tilbúin að hlaupa til er ég þurfti, hvernig sem ástand veik- inda þinna var og ávallt glaðleg, gefandi og dugleg. Hvernig þú fórst að því að fara í golfferð til Skotlands í sumar skil ég ekki, en það gat ekkert stoppað þig í að stunda þína ástkæru íþrótt. Og hvernig þú geislaðir í framan við að segja mér ferðasöguna mun seint gleymast. Og hve mikið þú hlakkaðir til næstu ferðar. Er ég horfi aftur sé ég sex ára litla telpu koma heim með Unnu Grétu dóttur minni á Kleppsveginn. Þar komst þú inn í líf mitt, glaðleg og fjörug lítil hnáta, ásamt eldri bróður þín- um, Arnari. Það gekk ýmislegt á og erfiðleikar vegna fráfalls móður þinnar mörkuðu líf þitt. Svo fékk ég að sjá þig vaxa í myndarlegan dugnaðarfork. Strax fórstu að miðla af þér til annarra, í skólagörðunum sem yfirmaður, leiðbeinandi í ýmsum tölvuskólum, stundakennari við Viðskiptaháskólann á Bifröst og fleira. Og svo stundaðir þú líka nám í Háskólanum, þrátt fyrir veikindi þín. Þegar dóttir mín greindist með krabbamein varst þú henni mikil stoð og stytta, mikill vinur í raun. Get ég aldrei fullþakkað þér þann stuðning. Og þegar þú svo barst mér fréttir af veik- indum þínum ekki löngu eftir fráfall Unnu Grétu átti ég erfitt með að skilja hve mikið mátti á þig leggja. Og að fylgjast með baráttu þinni við veikindin öll þessi ár og samt gefa svona mikið af þér lýsir best hversu góð manneskja þú varst. Dugn- aður þinn kom ekki bara í ljós í þessari baráttu, heldur einnig í störfum þínum gegnum árin og hugulsemi gagnvart fjölskyldu- meðlimum. Elsku Anna Rún, nú ertu komin til mömmu og stjúp- mömmu og eflaust farin að leita þar að næsta golfvelli. Þín verð- ur mikið saknað. Guð blessi þig. Margrét Ingunn (Unna). Ég hitti hana fyrst þegar við vorum ungar á leið sem skipti- nemar út í heim. Ég dróst að hlátrinum. Við áttum það sam- eiginlegt að hlæja alltaf svo hátt og lengi og þess vegna urð- um við vinkonur. Við vorum Hrefnurnar þrjár ásamt henni Möggu, sem einhvern veginn var alveg eins og við. Með ár- unum þróaðist með okkur ein- lægur vinskapur. Ef önnur fékk vinnu einhvers staðar var hin búin að ráða sig þangað líka. Ef önnur fékk áhuga á golfi fékk hin það líka. Það var mikið brallað, ferðast og hlegið og ég held hreinlega að við vinkonur höfum haldið Sundanesti uppi um tíma. Þá voru keyptir frosk- ar og þeir settir inn í örbylgj- una og svo voru ostar og rauð- vín ekki langt undan. En því miður fórum við illa með vin- skapinn okkar, við hættum að treysta hvor annarri um tíma og samskiptin urðu engin í nokkur ár. Ég veit alveg að henni þótti jafnvænt um mig og mér um hana. Stundum er bara svo erfitt að klífa yfir þennan múr og taka upp þráðinn aftur. Það hryggir mig svo óendan- lega mikið að hafa ekki náð meiri tíma með henni því að þegar við loksins náðum saman stóð hún í stríðum sem ekki eru leggjandi á nokkur mann. Hún háði margar orrustur og mætti þeim af miklum styrk. Við höfð- um ungar velt fyrir okkur til- gangi lífsins og vorum sammála um að lífið snerist fyrst og fremst um lærdóm og að leysa þær hindranir sem á vegi okkar yrðu. Við leystum okkar hindr- un og fyrir það á ég henni allt að þakka. Ég geymi í hjartanu minningu um yndislega vinkonu sem sannarlega á þar stórt pláss. Ættingjum hennar og vinum sendum við fjölskyldan innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa hana. Elsku „Ey-Ar“, takk fyrir allt. Fjóla Hauksdóttir. Mikið varð mér um þegar Ingunn Margrét, amma Önnu Rúnar, hringdi og sagði mér að hún væri dáin. Ég hafði verið að hugsa um að hringja í hana til að vita hvernig sneiðmynda- takan hefði gengið. Síðar um kvöldið hringdi Arnar bróðir hennar og sagði mér nánar frá því. Ég átti bágt með að trúa þessu, svona fljótt! Anna Rún var búin að heyja hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm sem að lokum hafði yf- irhöndina. Nú er hún laus við vanlíðan og þjáningu eftir langa og stranga göngu. Lífið var henni ekki alltaf auðvelt. Hún missti móður sína á barnsaldri en eignaðist síðar Unni Grétu vinkonu mína að stjúpmóður. Það tók þær tíma að ná saman en vinátta og traust þróaðist á milli þeirra og urðu þær mjög nánar eftir því sem árin liðu. Unnur Gréta lést árið 2005. Það hefur ávallt verið mikil vinátta milli fjölskyldu minnar og Önnu Rúnar. Dætur mínar og hún urðu góðar vinkonur og áttu saman skemmtilegar stundir. Í gegnum hugann skjótast því ótal minningar sem erfitt er að koma á blað. Hún hringdi til mín 10. janúar sl. og sagði að sig langaði til að líta inn til mín. Ég var glöð að heyra í henni og sagði henni endilega að koma. Eins og hennar var háttur byrjaði hún samtal okkar með því að spyrja mig hvernig ég hefði það. Við spjölluðum fram og til baka um hitt og þetta, svo eftir dágóða stund gat ég loks komið því að að spyrja „en hvernig hefur þú það?“ Það var svo létt yfir henni, hún sagði mér frá ynd- islegri golfferð sem hún hafði farið í til Spánar í október og hvað hún hefði spilað mikið golf, 18 holur á dag. Ég fékk þetta allt í smáatriðum. Það var dásamlegt að sjá hve hún ljóm- aði. Glasgow-ferðin sem hafði verið skipulögð fyrir ári og var farin í byrjun aðventu var skemmtileg en erfið. Og hún brosti breitt þegar hún lýsti því að hún hefði skreytt alla íbúð- ina sína með jólaskrautinu hennar Unnar Grétu. Meðan á heimsókn hennar stóð kom Lára Guðrún, dóttir mín, heim og við spjölluðum, hlógum og rifjuðum upp gamlar minningar. Anna Rún sagði okkur frá því að hún væri byrj- uð á golfnámskeiði með vinkon- um sínum og ætlaði jafnvel til London í maí í helgarferð að spila golf. Við vonum svo sann- arlega að það séu golfvellir þar sem hún er núna, því að spila golf var það skemmtilegasta sem hún gerði. Lífið er óútreiknanlegt. Þetta reyndist vera síðasta samveru- stund okkar með Önnu Rún og hana geymum við í hjarta okk- ar. Fjölskylda mín og ég send- um aðstandendum Önnu Rúnar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Hvíl í friði, elsku Anna Rún. Sigríður (Sidda). Ég kveð þig, kæra vinkona, er þú heldur á vit fjarlægra slóða, með ljóði eftir pabba minn sem þú þekktir svo vel. Vorljómi loftin fyllir ljúfum af fuglasöng, fótsmáum tánum tyllir trítlandi um runna og göng. Allt er svo frjálst, eilífan frið, frelsið það elskum við. Hátt móti sól, hefjum við flug, hættu og ótta við vísum á bug. Vængjanna blaki, veifum nú þér, vinur minn, kveðjuna áfram þú ber. (Þórður G. Halldórsson) Þú mætir með golfkylfuna, laus úr fjötrum veikinda. Völl- urinn er stór. Birta er yfir öllu. Rauðvín og ostar bíða þín. Góða ferð. Þín vinkona. Margrét Þórðardóttir. Síðastliðið haust háttaði svo óvenjulega til á mínum langa kennsluferli að ég naut ekki samvista og samstarfs við nem- endur mína í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands enda ein- ungis í hálfu starfi. Í janúar byrjaði ég hins vegar að kenna fullur tilhlökkunar. Anna Rún Sigurrósardóttir kom þá óvænt til fundar við mig. Ég hafði þekkt hana frá því er hún hóf nám í stjórnmálafræði fyrir um 20 árum. Nemendur voru færri og tengsl kennara og nemenda meiri. Anna Rún var skemmti- legur og áhugasamur nemandi sem náði góðum tökum á erfiðu námi. Hún veiktist hins vegar alvarlega og nám hennar varð stopult. Samt átti hún lítið eftir til að útskrifast með BA-próf í stjórnmálafræði. Erindi Önnu Rúnar við mig var að reyna að ljúka námskeiði mínu eftir því sem heilsa henn- ar leyfði. Hún sagði mér ein- læglega og yfirvegað af veik- indum sínum; hvernig heilsa hennar hafði batnað mikið og þrek hennar aukist en nýverið hafði komið þungt högg og mjög óvíst um lífslíkur. Hún batt samt vonir við að lækning heppnaðist. Anna Rún Sigurrósardóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Fallegar útfararskreytingar • Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Hverafold 1-3 og Húsgagnahöllinni • Sími 567 0760

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.