Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 23
✝ Sverrir HinrikJónsson fædd-
ist í Ólafsfirði 12.
júlí 1933. Hann lést
á sjúkrahúsinu á
Akranesi 2. febr-
úar 2014, eftir
stutta sjúkralegu.
Sverrir var son-
ur hjónanna Jóns
Steingríms Sæ-
mundssonar, f.
11.11. 1893, d.
27.11. 1963, frá Hringverskoti,
Ólafsfirði og Önnu Rögnvalds-
dóttur, f. 26.9. 1893, d. 26.3.
1987, frá Skáldalæk, Svarf-
aðardal. Sverrir var yngstur
sex uppkominna systkina, en
alls voru þau átta talsins. Sex
þeirra eru látin. Þau eru í ald-
ursröð: Svana, Sæmundur,
Sveinína, Jóhanna, Kristmann
Valmundur og óskírður dreng-
ur. Eina eftirlifandi systkini
Sverris er Vilfríður, nú búsett í
Hafnarfirði.
Eiginkona Sverris er Guðrún
Margrét Elísdóttir frá Brunna-
stöðum á Vatnsleysuströnd, f. 6.
barnabörnin eru 16.
Sverrir ólst upp í Ólafsfirði
og stundaði þar nám og íþróttir,
m.a. sund, skíði og knattspyrnu.
Hann hóf ungur að sjá sér far-
borða, m.a. við ýmis störf tengd
landbúnaði og fiskvinnslu og
síðar málningu, sem hann gerði
síðar að sínu ævistarfi. Hann
fluttist sextán ára til Reykjavík-
ur og hélt þar áfram námi sínu
við málaraiðn. Samhliða námi
stundaði hann fimleika hjá Fim-
leikadeild Ármanns. Hann
kynntist síðar Guðrúnu Mar-
gréti, eftirlifandi eiginkonu
sinni, er þau stunduðu bæði
störf á Keflavíkurflugvelli. Þau
hófu sinn búskap í Reykjavík,
þar sem þau bjuggu í átta ár.
Síðar fluttust þau á Akranes
þar sem þau bjuggu æ síðan.
Þar stundaði Sverrir sína
málaraiðn og sjómennsku og
var hann m.a. háseti og smyrj-
ari á Akraborginni í 20 ár.
Hann starfaði með Skógrækt-
arfélagi Akraness, m.a. við
skógrækt félagsins, Slögu, við
rætur Akrafjalls. Þau hjónin
fóru auk þess ófáar ferðirnar
með Skógræktarfélagi Íslands,
bæði innan lands og utan.
Útför Sverris fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 11. febr-
úar 2014, og hefst athöfnin kl.
14.
júlí 1933. Þau
gengu í hjónaband
26.8. 1956. Sverrir
átti dótturina Þur-
íði Dóru, gifta Al-
exander Eðvalds-
syni og eiga þau
saman tvö börn, El-
ínu Eddu og Sonju
Rut. Fyrir átti
Dóra tvö börn,
Arngrím og Hörpu.
Saman áttu Sverrir
og Guðrún fimm börn og eru
þau í aldursröð: Hörður og á
hann tvær dætur, Írisi Ösp og
Írenu Eiri. Gunnar Rúnar,
kvæntur Hrafnhildi Tóm-
asdóttur og eiga þau saman tvö
börn, Andra Tómas og Thelmu.
Fyrir átti Gunnar dótturina
Emilíu. Guðlaug Margrét, gift
Smára Viðari Guðjónssyni og
eiga þau saman þrjú börn, Önnu
Sólveigu, Arnór og Sverri Mar.
Jón Arnar, í sambúð með
Arnari Símonarsyni, Rögnvald-
ur Elís, í sambúð með Svanhildi
Óskarsdóttur og á hann eina
dóttur, Veru Björgu. Barna-
Elsku pabbi minn, það er svo
skrýtið að þú skulir vera farinn,
að ég sjái þig ekki aftur hér á
þessari jörð.
Ég vissi að þinn tími kæmi eins
og okkar allra og fyrir stuttu
spurði ég þig hvað þú héldir að þú
mundir lifa lengi. Þú svaraðir því
bara til að þegar þinn tími kæmi
þá vildirðu bara sofna hægt og
hljótt. Þar varð þér að ósk þinni,
þú laukst þinni ævi hér með reisn
og kvaddir á fallegan hátt. Það
var sárt en gott að geta verið hjá
þér á þeirri stundu.
Ég er afskaplega þakklátur
fyrir að hafa átt þig að í fimmtíu
ár. Minningarnar hlaðast upp og
ylja mér um hjartarætur um
ókomin ár.
Þú varst mér góður pabbi,
varst til staðar þegar ég þurfti á
þér að halda, varst alltaf tilbúinn
að aðstoða og styðja mig í öllu því
sem ég tókst á við og þú varst allt-
af mættur með pensilinn þegar
þurfti að mála. Við vorum ekkert
alltaf sammála, þú hafðir stund-
um annan smekk en ég og fórst
þínar leiðir.
Manstu þegar við Addi vorum
að taka neðri hæðina á Skóla-
brautinni í gegn og einn veggur-
inn var svo illa farinn þegar búið
var að fjarlægja speglafestingar
sem á honum voru? Við strákarnir
ákváðum að hafa vegginn bara
svona grófan og vera ekkert að
fylla eða sparsla upp í holurnar,
bara mála hann hvítan eins og
hann var. Við skruppum svo í
burtu og þegar við komum til
baka varstu búinn að sparsla allan
vegginn, slétta og mála. Þegar við
spurðum þig hvort þú hefðir mis-
skilið eitthvað þá svaraðir þú því
til að þú gætir ekki hugsað þér að
hafa þetta svona. Þú varst vand-
virkur og gerðir allt vel svo, þetta
var ekki þinn stíll.
Þér fannst skrýtið að eiga
börn sem voru komin á sextugs-
aldur og við gerðum stundum
grín að því að þegar þú yrðir orð-
inn hundrað ára þá væri ég sjö-
tíu ára, þá yrði spurning hvor
styddi hvorn þegar við færum til
messu.
Síðustu tuttugu árin átti skóg-
ræktin hug þinn allan og reitur-
inn í Svínadal er merki um dug
þinn og atorku. Það var gaman
að fylgjast með þér í þessu
áhugamáli þínu. Þú varst kom-
inn með mikla reynslu og vissir
oft meira en ég.
Mér fannst gott og gaman að
fara með þér í skógræktina og að-
stoða þig við klippingar og grisj-
un. Þú vildir oft fella fleiri tré en
ég, gast séð skóginn fyrir þér
mörg ár fram í tímann og vildir
ekki hafa hann of þéttan. Hvert
tré skyldi fá að njóta sín. Eftir
grisjunarferðina í haust sagði ég
þér að geyma bara haugana fram
á vorið en þú gast aldrei geymt
neitt verkefni og nokkrum vikum
síðar hringdir þú í mig og sagðir
mér að þú værir búinn að klippa
niður öll trén sem ég sagaði og
koma fyrir í skurðum.
Það verður erfitt að fara þang-
að án þín en ég mun reyna að
hugsa vel um skógræktina þína og
ég veit að þú verður þarna á
sveimi í kringum mig.
Elsku pabbi minn, það er svo
margt sem fer í gegnum hugann
þessa dagana og þetta er bara
brot af því. Takk fyrir að fá að
vera eins og ég er, takk fyrir að
taka öllu með jafnaðargeði og
takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig.
Við systkinin munum hugsa vel
um mömmu. Sakna þín sárt og
elska þig af öllu hjarta.
Þinn sonur
Jón Arnar.
Góður maður er nú fallinn frá
og skarð er fyrir skildi. Um-
hyggjusamur, glaður, hjálpsam-
ur, flottur. Þetta eru lýsingarorð-
in sem koma fyrst upp í huga
minn þegar ég hugsa til Sverris,
sem var afi Veru Bjargar dóttur
minnar og mikill þátttakandi og
akkeri í hennar lífi. Sverrir var
okkur mæðgunum ákaflega kær.
Betri afa var varla hægt að hugsa
sér. Alltaf þegar Sverrir afi kom í
heimsókn var hann léttur í lund,
gott ef hann lumaði þá ekki á
brandara eða tveimur, alla vega
einhverju skemmtilegu. Oftar en
ekki kom hann færandi hendi,
ýmist voru það kleinuhringirnir
vinsælu, fiskur, eða kartöflur sem
hann hafði ræktað. Í desember
var það jólatré úr skógræktinni
hans í Svínadal, sem sonardóttirin
fékk árvisst að velja og taka þátt í
að fella. Sverrir var öðlingur, sí-
fellt að rétta hjálparhönd. Hann
tókst á við erfiðleika af festu og
hugsaði vel um fólkið sitt. Hann
var fullur af krafti og elju alveg
þar til undir það síðasta. Skóg-
ræktin hans í Svínadal ber þess
vitni, það er engu líkara en þar
hafi fjöldi manns verið að verki.
Uppáhaldsafasagan okkar
mæðgna var sagan af því þegar
hann ungur að árum gekk á hönd-
um hringinn í kringum sundlaug-
ina á Ólafsfirði og vann sér þannig
inn bíómiða í veðmáli. Ég veit að
þetta er sönn saga. Nú kveðjum
við Sverri afa, það er sárt, en hann
verður áfram með okkur í anda og
góðar minningar um hann lifa. Á
kveðjustundu er þakklætið efst í
huga, þakklæti fyrir dýrmæta
vináttu, stuðning og góðar sam-
verustundir. Mín innilegasta sam-
úð til Guðrúnar ömmu og fjöl-
skyldunnar allrar.
Guðrún Guðmundsdóttir.
Í dag kveðjum við tengdapabba
minn, Sverri H. Jónsson frá
Ólafsfirði. Mér varð ljóst frá
fyrstu kynnum okkar, þegar ég
kom ung skólastúlka inn á heimili
tengdaforeldra minna á Akranesi,
að þar fór maður sem var til stað-
ar fyrir sitt fólk. Sverrir var um-
hyggjusamur og einstaklega bón-
góður. Hann var ekki maður
margra orða en fannst þeim mun
mikilvægara að láta verkin tala.
Hann var þó fjarri því að vera
skoðanalaus og ef eitthvað vakti
áhuga hans þá gat hann sökkt sér
í viðfangsefnið og hafði þá oft á
því sterkar skoðanir, sem gaman
var að ræða. Hann var mikill fag-
urkeri og hafði þá stundum aðra
sýn á hlutina en við hin, en lét það
ekki hafa áhrif á sig. Ég þekki fáa
sem tókust á við verkefnin í lífi og
starfi af annarri eins eljusemi og
dugnaði og tengdapabbi minn.
Skógræktin hans í Svínadal ber
þess vitni og munu trén hans
gleðja afkomendur hans um
ókomna tíð.
Ég er afar þakklát fyrir að hafa
átt slíkan tengdapabba og þakka
honum samfylgdina, elskuna og
umhyggjuna. Hans verður sárt
saknað.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt
(Jóhannes úr Kötlum)
Hrafnhildur Tómasdóttir.
Mig langar að minnast Sverris
tengdapabba míns sem lést
sunnudaginn 2. febrúar sl. Þar
missti ég ekki aðeins tengdaföður
heldur einnig mikla stoð og styttu
í mínu lífi og ekki síður missti ég
einn af mínum bestu vinum og
lífsförunautum.
Fyrstu minningar mínar um
Sverri voru þegar ég var lítill
drengur á Skaganum og fyrir
kom að reffilegur málari hjólaði
framhjá okkur strákunum, með
stiga á hjólinu og svo og svo marg-
ar málningarfötur hangandi utan
á því. Ég man að við veltum því
fyrir okkur hvernig hann færi að
þessu og horfðum gjarnan á hann
með aðdáun í augum.
Ég kynntist Sverri hinsvegar
fyrst þegar við Gulla fórum að
draga okkur saman, ég sautján og
hún sextán ára. Í ljós kom að barn
var í vændum og mér er enn í
fersku minni hversu vel Sverrir
tók þeim fréttum og hvernig hann
tók mér sjálfum með æðruleysi og
húmor að vopni. Þannig viðbrögð
voru kannski ekki alveg sjálfsögð
á þessum tíma, enda unglingurinn
ég kannski ekki mikið að velta sér
uppúr sjálfsaga eða metnaðar-
gjörnum framtíðaráformum fram
að því. Fyrir þetta hef ég ævin-
lega verið Sverri þakklátur og
þess vegna ætíð reynt að gera
mér far um að standa undir því
mikla trausti og vinsemd sem mér
var þarna sýnd.
Margs er að minnast frá þess-
um 36 árum sem við höfum átt
samleið. Upp í hugann koma
heimsóknir þeirra hjóna til okkar
þegar við bjuggum og stunduðum
nám í Óðinsvéum í Danmörku og
síðar í Molde í Noregi. Í einni
ferðinni keyrðum við niður til Ítal-
íu og í Verona féll Sverrir fyrir
skútunni fallegu sem prýðir stof-
una á Laugarbrautinni og ber
vitni næmum smekk hans fyrir
því fallega í kringum okkur. Sjö-
tíu ára afmæli þeirra hjónanna í
Noregi, bikarúrslitaleikurinn í
Parken og vikan á Jótlandi í sum-
ar eru einnig dæmi um minningar
sem lifa munu í mínum huga.
Þá er minnisstæð ferðin sem
við Sverrir fórum með Arnór út til
Heerenveen í Hollandi þegar
drengurinn gerðist þar atvinnu-
knattspyrnumaður aðeins 16 ára
að aldri. Þar linnti hann ekki lát-
um fyrr en hann hafði fundið
hljóðfæraverslun og keypt handa
honum forláta gítar, sem síðar átti
eftir að koma honum vel á þeim
mótunarárum sem þá voru fram-
undan í hans lífi. Þetta var reynd-
ar mjög lýsandi fyrir Sverri, sem
alla tíð hefur reynst sínu fólki afar
vel, ekki síst barnabörnunum sem
hann alla tíð bar á höndum sér,
alltaf mættur fyrstur manna til að
styðja og fylgjast með þeim í
leikjum þeirra og störfum. Hjálp-
semi hans var óþrjótandi og alltaf
þegar talið barst að því að mála
þyrfti hjá okkur var hann oftar en
ekki mættur með pensilinn dag-
inn eftir.
Ekki er hægt að minnast
Sverris án þess að koma inná
skógræktina hans á Þórisstöðum,
sem ég reyndar lít á sem algjört
þrekvirki. Sá skógur er í mínum
huga minnisvarði um þann dugn-
að og eljusemi sem alla tíð ein-
kenndi Sverrir.
Góður maður og traustur vinur
er fallinn frá. Missir Gunnu og
annarra ástvina hans er mikill.
Efst í huga mínum er þakklæti
fyrir alla hjálpina og allt það góða
sem hann hefur gefið mér og mín-
um og fyrir að gera okkur öll að
betra fólki. Hvíl í friði.
Smári Viðar Guðjónsson.
Elsku afi. Við viljum þakka þér
allar góðu stundirnar, stuðning-
inn og hlýjuna.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Þín
Thelma og Andri Tómas.
Elsku afi. Minningarnar um
þig eru svo margar. Ég hef verið
svo lánsöm að fá að hafa þig sem
stóran hlekk í mínu lífi. Ég man
eftir því sem barn þegar þið
amma komuð til að heimsækja
okkur í Óðinsvéum og ég fékk
rauða hjólið í sjö ára afmælisgjöf.
Þá áttum við góðar samveru-
stundir, ferðuðumst um Evrópu
og gistum í tjaldi á Ítalíu. Svo var
alltaf gott að hitta á þig í Akra-
borginni. Þú varst gjafmildur við
okkur barnabörnin en jafnframt
náðirðu að kenna okkur að meta
aðra þætti í lífinu umfram verald-
leg gæði og að vera nægjusöm.
Laugarbraut 18 var eins og
mitt annað heimili og ég átti mitt
eigið herbergi þar sem barn. Ég
naut þeirra forréttinda að eiga
ykkur ömmu lengi vel út af fyrir
mig og naut heldur betur góðs af
því. Eftir nokkurra ára dvöl er-
lendis kom aldrei neitt annað til
greina en að flytja til Akraness og
vera nálægt ykkur ömmu. Þú
varst höfðingi heim að sækja,
tókst vel á móti manni og ég man
eftir öllum heimspekilegu umræð-
unum og svo voru það allar söng-
aríurnar sem þú tókst gjarnan.
Alltaf varstu til staðar og
tilbúinn að hjálpa og stundum
þegar hlutir áttu það til að drag-
ast á langinn tókstu þá í þínar
hendur og dreifst áfram. Iðinn og
ósérhlífinn eru orð sem lýsa þér
vel. Þegar ég stóð á krossgötum í
lífinu varstu mættur til að að-
stoða. Þú varst maður fárra orða
og lést verkin tala. Þú varst fyr-
irmynd.
Alltaf varstu hreinskilinn afi og
í seinni tíð kunni ég vel að meta
það, það var alltaf hægt að leita til
þín og treysta því að þú segðir
hlutina eins og þeir voru. Það var
hins vegar alltaf stutt í húmorinn
líka.
Ég á ekki orð til að lýsa því
hversu heppin við Gunnar Smári
höfum verið að eiga þig að síðustu
ár. Þú kenndir Gunnari margt
sem ég veit að mun nýtast honum.
Alltaf áttirðu tíma til að sinna
honum og alltaf var hægt að
treysta á þig og þú varst stór hluti
af okkar daglega lífi. Ég veit líka
að hann hélt þér við efnið og mér
þótti gott að vita af ykkur saman í
höllinni, þú að ganga og Gunnar á
fótboltaæfingu. Við Gunnar
Smári eigum eftir að halda í hefð-
ina og fá okkur kakó í íþróttamið-
stöðinni þér til heiðurs, eins og þið
gerðuð svo oft.
„Elsku afi, nú þarf ég að kveðja
þig. Mér þykir vænt um þig. Þinn
Gunnar Smári.“
Samverustundirnar í Dan-
mörku síðasta sumar eru ómetan-
legar. Ferðirnar í Svínadalinn til
þess að sækja jólatrén voru og
verða mér áfram mikilvægar og
þýðingarmiklar. Allir frasarnir
þínir eru vel varðveittir og óspart
notaðir meðal okkar systkinanna.
Elsku afi, nú er komið að
kveðjustund. Við kveðjum með
miklum söknuði, væntumþykju og
virðingu og við erum þakklát fyrir
allar góðu minningarnar. Þær
munu ylja. Við vitum að nú ertu á
góðum stað og vakir yfir okkur.
Takk fyrir að vera allt sem þú
varst okkur, fyrirmynd, vinur og
besti afi og langafi sem hægt er að
hugsa sér. Elska þig.
Þín
Anna Sólveig.
Afi Sverrir. Þú varst alltaf til
staðar fyrir mig hvort sem það
var um miðja nótt eða dag, sama
hvað ég bað um, þú varst til í að
hjálpa. Það sýnir hve mikið gæða-
blóð þú varst.
Ég veit ekki hversu oft þú
skutlaðir mér hingað og þangað
og nú þegar ég er kominn með bíl-
próf ætlaði ég að borga þér það til
baka eins og við ræddum alltaf
um.
Þú mættir alltaf á keppnir hjá
mér þegar kostur gafst, sama
hvaða íþrótt það var. Það var gott
að vita alltaf af þér á pöllunum
þegar ég var að spila og það gaf
mér auka kraft að vita að ég var
að gera þig stoltan.
Frá því ég var lítill hef ég alltaf
litið upp til þín og kallað þig fyr-
irmynd og mun alltaf gera það. Þú
sást það góða við lífið og gast allt-
af gert grín að sjálfum þér, sást
oft húmor í því sem öðrum fannst
alvara.
Að sjá þig veikan var erfitt því
það hafði aldrei hvarflað að mér
að þú ættir svo stutt eftir ólifað.
Ég býst við því að „Gúmmí-Tarz-
an“ (ég) hafi haldið að „stóri Tarz-
an“ (þú) myndi lifa að eilífu. Ég
veit þó að þú ert á betri stað í dag
og ég þakka fyrir að hafa fengið
að eyða með þér öllum þessum
góðu árum og augnablikum. Ég er
stoltur af að hafa fengið að kalla
þig afa og nafna minn.
Takk fyrir mig, elsku afi Sverr-
ir.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Sverrir Mar Smárason.
Sverrir Hinrik
Jónsson
SJÁ SÍÐU 24
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014
Á næstu vikum hittumst við
en síðan kom tilkynning um
andlát og útför Önnu Rúnar
Sigurrósardóttur. Ég harma
mjög fráfall hennar. Tilveran er
hreinlega skelfileg þegar börn
eða ungt fólk hverfur úr veröld-
inni. Ég þakka Önnu Rún fyrir
vináttu hennar. Hún gaf mér
það dýrmætasta sem ein mann-
eskja getur gefið, að treysta
öðrum fyrir þjáningum sínum
og vonum. Ég votta vinum og
aðstandendum Önnu Rúnar
mína dýpstu samúð. Hvíli hún í
friði þess almáttuga Guðs sem
yfir lífs og liðnum vakir.
Svanur Kristjánsson.
Það var á Lancome-mótinu á
Hellu sem við hittum Önnu
Rún. Sumar voru að hitta hana
í fyrsta sinn, en ein úr hópnum
þekkti hana frá fyrri tíð. Hún
sat með okkur til borðs yfir
verðlaunaafhendingunni. Þar
spjölluðum við og tókum mynd-
ir á myndavélina hennar, en
græjan vakti strax athygli enda
nýjasta nýtt á markaðnum með
flottasta standara sem við höfð-
um séð. Þessi var greinilega
með græjurnar á hreinu! Við
hlógum og tókum fleiri myndir
og dáðumst að forgjöf hennar
og hæfni í golfi, enda vorum við
ekki komnar jafnlangt og hún í
sportinu. En það small eitthvað
hjá okkur þennan dag. Áður en
við vissum af vorum við búnar
að bjóða henni að hoppa inn í
félagsskapinn og hún var meira
en klár í slaginn. Og við ekkert
smákátar með að fá svona al-
vörugolfgyðju inn í hópinn.
Allar heilluðust af þessari
hógværu en meinfyndnu stelpu
og í sannleika sagt finnst okkur
mörgum hún hafa verið partur
af Gyðjunum frá fyrsta degi,
enda ekkert lítið sem hún hafði
lagt af mörkum. Hvert sumarið
á fætur öðru leið. Þrátt fyrir
ákveðni og ólýsanlega mikla já-
kvæðni og elju – þá var hún
orðin mjög veik á köflum. En
það breytti ekki þeirri stað-
reynd að við hlógum mikið sam-
an og húmorinn varð alltaf
svartari og svartari eftir því
sem á leið í veikindunum. Það
var svo gott að geta hlegið og
séð það grátbroslega við að-
stæðurnar. Líkt og þegar henni
seinkaði var auðvelt að strjúka
skallann og segja: „Æi ég var
svo lengi með hair-dúið.“
Skynsama Anna Rún, klára
tölvu- og græjustelpan, sem
vildi aldrei dvelja í reiði og nei-
kvæðri orku. Hún hélt svo upp-
teknum hætti í veikindunum og
ég veit að við dáðumst allar
jafnmikið að því hvernig hún
setti sér ný markmið og stóðst
þau oftar en ekki. Excel-inn og
skipulagið í kringum mótin voru
í hennar höndum og þrátt fyrir
að vera heima fyrir og komast
ekki í mótin sjálf skilaði hún af
sér eða var búin að setja upp
ofurskipulag um hvernig skyldi
dregið, hvern skyldi talað við,
hvenær skyldi skilað og allt það
helsta. Allt var að finna í Excel-
skipulagi okkar konu. Allt upp á
tíu.
Við getum svo sannarlega
verið glaðar með þær samveru-
stundir sem við áttum og gáfum
hver annarri – golfið var dýr-
mæt gulrót fyrir Önnu Rún og
við gerðum allt til að draga
hana af stað og halda henni við
efnið. Enda svo miklu skemmti-
legra þegar okkar kona komst
með. Hún er sjálfsagt farin að
skipuleggja golfmót á öðrum
stað og við sjáum hana fyrir
okkur slá boltann verkjalaus og
alsæl á svipinn – líkt og hún var
eftir hvern þann golfhring sem
hún náði með okkur síðasta
sumar.
Við sendum aðstandendum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Minning um yndislega,
hæfileikaríka og skemmtilega
stelpu lifir. Fyrir hönd Golf-
gyðjanna,
Hulda Bjarnadóttir.