Morgunblaðið - 11.02.2014, Side 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014
Þess vegna var hún þroskandi viðbót
við heimili og skóla.“
Þorsteinn sinnti ýmsum sum-
arstörfum á námsárunum, vann hjá
Landsímanum við viðhald á loftlín-
um í Skagafirði og víðar, vann í fiski
hjá Fiskiðju Sauðárkróks, við land-
anir og var á togurum frá Sauð-
árkróki sumrin 1974-77.
Að loknu háskólanámi starfaði
Þorsteinn hjá Fjárlaga- og hag-
sýslustofnun 1980-84 og var jafn-
framt starfsmaður Fjárlaganefndar
Alþingis 1982-84, var bæjarritari og
fjármálastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ
1984-98 og hefur verið sveitarstjóri á
Vopnafirði frá 1998.
Þorsteinn sinnir ýmsum félags- og
trúnaðarstörfum er tengjast sveit-
arstjórastarfinu, er m.a. hafnarstjóri
á Vopnafirði, hefur sinnt fram-
kvæmdastjórn ýmissa fyrirtækja er
tengjast sveitarfélaginu og hefur
gegnt trúnarðarstörfum fyrir Sam-
band sveitarfélaga á Austurlandi.
Fékk hryssu af Svaðastaðakyni
Þorsteinn er ekki við eina fjölina
felldur þegar kemur að áhuga-
málum: „Pabbi bauð mér folald þeg-
ar ég var átta ára og ég réði hvort
það yrði hestur eða hryssa. Ég hugði
á undaneldi og valdi því hryssu frá
Svaðastöðum. Ég á enn afkomendur
frá henni. Ég hef alltaf átt hesta, hef
ferðast mikið á hestum, ekki síst um
hálendið, þvert og endilangt. Ég
æfði og keppti í knattspyrnu, körfu-
bolta og frjálsum með Tindastóli á
sínum tíma, er mikill áhugamaður
um stangveiði, lærði dans og hef allt-
af gaman af að stíga nokkur spor.
Auk þess höfum við hjónin gengið
mikið um árabil með ýmsum göngu-
hópum um fjöll og firnindi.
Við eigum því góðar endurminn-
ingar um margar skemmtilegar
gönguleiðir og frábæra göngufélaga
gegnum tíðina.“
Fjölskylda
Eiginkona Þorsteins er Sigur-
björg Guðmundsdóttir, f. 26.2. 1955,
þroskaþjálfi. Foreldrar hennar:
Guðmundur Árnason, f. 1930, d.
2001, skipstjóri á Sauðárkróki, og
k.h., Elín Halldóra Lúðvíksdóttir, f.
1934, lengst af húsfreyja á Sauð-
árkróki, en býr nú í Kópavogi.
Börn Þorsteins og Sigurbjargar
eru Guðmundur Vignir Þor-
steinsson, f. 14.5. 1975, véltækni-
fræðingur í mastersnámi í Óðins-
véum í Danmörku, en kona hans er
Áslaug Ýr Jóelsdóttir viðskiptafræð-
ingur og dætur þeirra eru Tinna Ýr
Guðmundsdóttir og Emma Ýr Guð-
mundsdóttir; Ríta Björk Þorsteins-
dóttir, f. 18.3. 1981, viðskiptafræð-
ingur frá HÍ en maður hennar er
Snorri Páll Jónsson, tölvufræðingur
og eru dætur þeirra Anna Rakel
Snorradóttir, Hildur Katrín Snorra-
dóttir og Margret Birta Snorradótt-
ir; Sandra Lind Þorsteinsdóttir, f.
27.1. 1992, nemi í Zürich, Sviss.
Systkini Þorsteins: Finna Birna
Steinsson, f. 4.2. 1958, listamaður,
búsett í Reykjavík; Friðrik Steins-
son, f. 12.9. 1968, fiskeldisfræðingur,
búsettur á Hofi í Hjaltadal; Þorkell
Steinsson, f. 12.9. 1968, d. 2005.
Foreldrar Þorsteins voru Steinn
Þ. Steinsson, f. 4.2. 1931, d. 24.8.
2010, héraðsdýralæknir í Skagafirði
og síðar í Gullbringu- og Kjós-
arsýslu, og Þorgerður Friðriks-
dóttir, f. 19.2. 1932, d. 22.1. 1983,
húsfreyja á Sauðárkróki.
Úr frændgarði Þorsteins Steinssonar
Þorsteinn
Steinsson
Friðgerður Friðfinnsdóttir
húsfr. á Þverlæk
Þorleifur Kristinn Oddsson
b. á Þverlæk í Holtum
Guðfinna Þorleifsdóttir
húsfr. í Rvík
Friðrik Jónsson
vörubifreiðarstj. í Rvík
Þorgerður Friðriksdóttir
húsfr. á Sauðárkróki
Friðrika Guðrún Friðriksdóttir
húsfr. í Krossdal í Tálknafirði
Jón Guðmundsson
b. á Fífustöðum
Agnes Rirchie
húsfr. í Skotlandi
James Ritchie
skipstj. í Skotlandi
Margaret Jane Duthie
verslunarstj. Í Rvík
Þorkell Steinsson
lögregluvarðstj. í Rvík
Steinn Þ. Steinsson
héraðsdýralæknir í Skagafirði
og í Gullbringu- og Kjósarsýslu
Ingunn Þorkelsdóttir
húsfr. á Skúfslæk
Steinn Jónsson
b. á Skúfslæk í Flóa
Eric James Steinsson
lögregluvarðstj. Í Rvík
Raymond Steinsson
lögregluþjónn
Á æskuslóðum Þorsteinn við ósa
Héraðsvatna með Tindastól í baksýn.
Höskuldur Skagfjörð, leikariog leikstjóri, fæddist íHofsgerði á Höfðaströnd
11.2. 1917. Foreldrar hans voru Sig-
urður Sveinsson, bóndi á Mann-
skaðahóli og Hólakoti á Höfðaströnd
og trésmiður á Sauðárkróki, og k.h.,
Guðbjörg Sigmundsdóttir húsfreyja.
Höskuldur var þríburi en alls átti
hann níu systkini. Hann ólst upp á
Bæ í Hofshreppi í Skagafirði hjá
fósturforeldrum, Jóni Konráðssyni
og k.h., Jófríði Björnsdóttur, fór
sextán ára að Korpúlfsstöðum í Mos-
fellssveit og var þar útimaður og
fjósamaður, lauk gagnfræðaprófi í
Reykholti, vann hjá Kaupfélagi
Borgfirðinga í Borgarnesi, stundaði
nám við Leiklistarskóla Lárusar
Pálssonar í tvo vetur og stundaði
síðan leikhúsnám í einkatímum hjá
Thorkel Rose í Kaupmannahöfn.
Höskuldur var leikari hjá Þjóð-
leikhúsinu 1952-56 og síðan einn vet-
ur hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann
var síðan leikstjóri fyrir staðbundna
leikhópa, vítt og breitt um landið, á
vegum Bandalags íslenskra leik-
félaga. Hann setti upp og leikstýrði
leikverkum á Akranesi, Patreksfirði,
í Bolungarvík, á Ísafirði, í Neskaup-
stað, á Höfn í Hornafirði og í Vest-
mannaeyjum, og víðar, og leikstýrði
allt að fimm sinnum á sama stað, en
alls setti hann upp 48 leikverk á
þessum árum. Þá fór hann leik- og
skemmtiferðir um landið, m.a. með
Sigfúsi Halldórssyni tónskáldi og
Soffíu Karlsdóttur með kabarettinn
Litlu fluguna sem sló rækilega í
gegn, og með kabaretthópnum Litla
fjarkanum, ásamt Skúla Halldórs-
syni, tónskáldi og píanóleikara, Sig-
urði Ólafssyni söngvara og Hjálmari
Gíslasyni gamanvísnasöngvara.
Höskuldur var auk þess í hluta-
starfi hjá Ríkisútvarpinu um árabil
með upplestur og eigin þáttagerð,
m.a. ásamt Guðrúnu Þór leikkonu.
Þá lék hann í þremur kvikmyndum.
Höskuldur fór á námskeið í frí-
stundamálun hjá Erlu Sigurðar-
dóttur árið 1998 og málaði síðan af
kappi og hélt einkasýningar í
Reykjavík.
Höskuldur lést 7.4. 2006.
Merkir Íslendingar
Höskuldur
Skagfjörð
85 ára
Auðunn Bergsveinsson
Sigríður Margrét
Eiríksdóttir
Steinunn Stephensen
80 ára
Elísa Dagmar
Benediktsdóttir
Ingibjörg Eiríksdóttir
Nielsen
75 ára
Anna Aðalsteinsdóttir
Ragnheiður Stephensen
Ragnhildur Steinbach
Sigurrós Jónsdóttir
Viggó A. Jónsson
70 ára
Helga Björnsdóttir
Kristrún Guðmundsdóttir
Sigurjón Gunnarsson
Valur Valsson
60 ára
Guðbrandur Jónsson
Gunnar Kristinsson
Gunnlaugur Björn Jónsson
Jóhanna Bernharðsdóttir
Kjartan Gíslason
Kolbrún Gestsdóttir
Priscilla J. Bjarnason
Rósa Sigrún Kristjánsdóttir
Viggó Valdemar Sigurðsson
Þorgerður S.
Guðmundsdóttir
Þórunn Bergþórsdóttir
50 ára
Arnar Gunnar Hjálmtýsson
Axel Blöndal Hauksson
Birgir Hákonarson
Erlingur Ragnarsson
Guðmundur Þorleifsson
Helena Margrét
Jóhannsdóttir
Hólmfríður Halldórsdóttir
Ingunn Jónsdóttir
Jónína Margrét
Einarsdóttir
Kristján Þorsteinsson
Magnús Ingi Stefánsson
Margrét Aðalsteinsdóttir
Rudolph Robert
Stephenson
Sigurður Einar Hlíðar
Jensen
Steinunn Rósa Sturludóttir
Þorfinnur Sveinn
Andreasen
Þórður Vésteinn Gíslason
40 ára
Birgir Nielsen Þórsson
Dagur Þórisson
Drífa Ármannsdóttir
Gunnar Þór Gunnarsson
Helma Dröfn Karlsdóttir
Hermann Páll
Sigbjarnarson
Karl Guðjón Karlsson
Radinka Hadzic
Rikke Busk
Sigríður Hagalín
Björnsdóttir
Sindri Sæmundsson
Slawomir Stanislaw
Baczkowski
Tómas Áki Tómasson
Unnþór Sveinbjörnsson
30 ára
Aðalheiður Halldórsdóttir
Ágúst Ingvarsson
Halldóra Tinna Viðarsdóttir
Hrefna Sif Gísladóttir
Karen Ósk Magnúsdóttir
Kriangrai Buarat
Lady Shayne Jumapao
Sebastian Giers
Sigríður Sæland Óladóttir
Viggó Hansson
Wim Pol A. Vandenweghe
Til hamingju með daginn
30 ára Ragnheiður ólst
upp í Kópavogi, lauk BS-
prófi í hjúkrunarfræði frá
HÍ og starfar við LSH.
Maki: Magnús Páll Gunn-
arsson, f. 1980, viðskipta-
fræðingur og sölu- og
markaðsstjóri.
Sonur: Marel Magn-
ússon, f. 2010.
Foreldrar: Eiríkur Viggós-
son, f. 1943, mat-
reiðslumeistari, og Jó-
hanna Hauksdóttir, f.
1945, forstöðumaður.
Ragnheiður E.
Eiríksdóttir
30 ára Gunnlaugur starf-
aði í öryggisd. bandaríska
sendiráðsins í Írak, var
framkvæmdastjóri
Heimssýnar og er að ljúka
prófi í stjórnmálafr. við HÍ.
Maki: Valgerður Krist-
insdóttir, f. 1991, nemi við
Tækniskólann.
Foreldrar: Ólafur Örn
Haraldsson, f. 1957,
bankamaður, og Hulda
Gunnlaugsdóttir, f. 1958,
fyrrv. forstj. LSH og Ahus-
sjúkrahússins í Osló.
Gunnlaugur
Snær Ólafsson
30 ára Oddný ólst upp í
Reykjavík, lauk íþrótta-
kennaraprófi frá HÍ og er
umsjónarkennari við
Langholtsskóla.
Maki: Bjartmar Birnir, f.
1981, sjúkraþjálfari.
Börn: Thelma Kristín, f.
2009, og Pétur Axel, f.
2013.
Foreldrar: Kjartan Georg
Gunnarsson, f. 1957,
framkvæmdastjóri, og Ól-
ína Á. Jóhannesdóttir, f.
1957, húsfreyja.
Oddný Anna
Kjartansdóttir
HEYRNARSTÖ‹IN
Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis
heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf.
Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi.
Við tökum vel á móti þér. Heyrumst.
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is