Morgunblaðið - 11.02.2014, Síða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þeir sem þekkja þig í einu samhengi
eiga eftir að fá hugljómun þegar þeir fá að
njóta þíns líflega persónuleika til fullnustu.
Einhver er að misnota vald sitt og þér líkar
það ekki.
20. apríl - 20. maí
Naut Viðfangsefni í einkalífi þínu tekur á sig
mynd. Fyrst heppnin er með þér er ekki úr
vegi að beina athyglinni að persónu sem þú
ert hugfangin/n af og sjá hvað gerist.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert búin/n að hjakka svo lengi í
sama farinu að leiðindin læðast að þér. Það
gæti knúið þig til þess að taka áhættu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Taktu enga meiriháttar ákvörðun án
þess að hugsa hana vandlega. Oft hangir
maður eins og hundur á roði á fánýtum hlut-
um. Slepptu takinu og þú andar léttar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert einstaklega ráðagóð/ur hvort
heldur er á sviði tækni eða annarra mála.
Þess vegna er oft til þín leitað. Kannski áttu
bara að sleppa hendinni af einhverju að
þessu sinni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert umkringd/ur fólki sem hefur
ákveðnar skoðanir á málum og þykist vita
betur en aðrir. Nánustu sambönd þín eru hlý-
leg og gefandi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sambönd sem hefjast í dag verða
ástríðufull og eftirminnileg. Líkaminn býr yfir
sinni eigin greind, sem er djúp, ævagömul og
með jafnvel meira innsæi en hugurinn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er gott að fá að ráða, þó að
maður ráði bara yfir sjálfum sér. Farðu vel
með það vald sem þú hefur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vísindamenn segja að það að sjá
fyrir sér sé gagnleg aðferð til þess að læra að
gera eitthvað nýtt. Reyndu að komast að því
hvað það er sem þú vilt í raun og veru.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Varastu að rugla hlutunum saman.
Ekki láta smámál á þig fá, þér líður betur inn-
an sólarhrings. Um þessar mundir nálgast þú
öll þín sambönd af ákafa.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Notfærðu þér þann hæfileika þinn
að vera fundvís á missmíðir. Fólk sem hugsar
vel til þín hefur góð áhrif á skap þitt og léttir
þér lífið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú þegar einum kafla er lokið í lífi
þínu hefst nýr og þú ert óörugg/ur hið innra.
Reyndu að fá þér ferskt loft til þess að fyr-
irbyggja ergelsi eða hættu á smáóhöppum.
Listamaðurinn Curver Thorodd-sen er með tiltektargjörning í
Ketilhúsinu í Gilinu á Akureyri.
Davíð Hjálmar Haraldsson veltir
sýningunni fyrir sér: „Felst hún í því
að allan daginn flokkar allsber lista-
maður alls konar skjöl og bækur. Ég
sé fyrir mér að sama vinnutilhögun
yrði tekin upp á bókasöfnum:
Eflaust mætti ýmsar gerðir,
afbrigði og frávik sjá,
þegar bústnir bókaverðir
berir hlypu til og frá.“
Grétar Snær Hjartarson sendi
Vísnahorninu skemmtilega kveðju
að vanda: „Var að lesa Vísnahornið
og þar var fjallað um vísur Rögn-
valdar Rögnvaldssonar.
Fram kom að í kveðskap Rögn-
valds væri hláturinn aldrei langt
undan. Tilfærð var vísa sem Rögn-
valdur samdi eftir að hann hafði
fengið hjartaáfall og fluttur nær
dauða en lífi á sjúkrahús. Eftir að
tekist hafði að lífga hann við orti
hann skemmtilega vísu. Þetta
minnti mig á vin minn Lárus Þórð-
arson, góðan hagyrðing. Hann varð
fyrir svipaðri lífsreynslu, fékk
kransæðastíflu og var ansi hætt
kominn. Um þetta hafði hann þessi
orð þegar hann rankaði við sér.
Ég eitthvað af meðvitund missti
er mót gengu örlagaþyrnar,
svo ég klappaði upp á hjá Kristi,
en karl setti stól fyrir dyrnar.
Allt fór þetta vel og Lárus varð
allur miklu hressari, en var gert
skylt að hætta að reykja vindlana
sína. Hann samdi af þessu tilefni
vísu og kallaði „Bjartsýni“.
Nú er ég í virku vindlastraffi
svo væntanlega gróa hjartasárin,
en ég má drekka koníak og kaffi
og kvíði engu næstu hundrað árin.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af tiltektargjörningi,
nekt og Rögnvaldi
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„PANTAÐU HVAÐ SEM ÞÚ VILT,
UNDIR 2.500 KRÓNUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hjartað er
við það að springa úr
hamingju.
Á ekki
vasaklút
Vinsamlegast
hjálpið
EN FULLKOMINN
DAGUR. FINNST
ÞÉR ÞAÐ EKKI,
HRÓLFUR?
HELDUR
BETUR!
LANGAR ÞIG AÐ
ELDA Í KVÖLD ... ... EÐA EIGUM VIÐ
AÐ FARA ÚT AÐ
BORÐA?
ÉG ÞARF NÚ EKKI EINU
SINNI AÐ HUGSA MIG UM
ÁÐUR EN ÉG SVARA!
ÞÚ ERT EKKI
FUGLABAÐ.
SKO! LITLIR
SÓLSTÓLAR!Víkverji og aðrir stuðningsmennenska knattspyrnuliðsins Ars-
enal eiga um sárt að binda eftir síð-
ustu helgi. Eftir ljómandi gott gengi
í vetur komu „skytturnar“ harka-
lega niður á jörðina á Anfield Road í
Liverpool. Víkverji man hreinlega
ekki eftir því að hans menn hafi ver-
ið eins grátt leiknir og fyrstu tutt-
ugu mínútur leiksins og byrjaði
hann þó að fylgja Arsenal að málum
á áttunda áratug síðustu aldar. Það
var eins og ellefu djassballerínur
hefðu verið sendar út á völlinn í stað
þrautþjálfaðra sparkenda, með fullri
virðingu fyrir þeirri góðu stétt.
Enda þótt Víkverja hafi verið
þvert um geð að fara út á meðal
fólks það sem eftir lifði laugardags-
ins varð ekki hjá því komist, hann
átti eftir að kaupa í matinn. Víkverji
reyndi að vonum að hugsa um allt
annað en téðan kappleik en var ekki
fyrr kominn inn í kjörbúðina en
hann mætti konu í Liverpool-treyju.
Ekki nóg með það, hún var líka í
Liverpool-jakka, í Liverpool-
gallabuxum, Liverpool-sokkum og,
haldið ykkur nú fast, Liverpool-
inniskóm.
Þetta er ekki grín.
Til allrar ógæfu þekkir Víkverji
þessa konu og varð fyrir vikið að
heilsa henni og skiptast á fáeinum
orðum. Af einhverjum ástæðum
hafði hún mun meira yndi af því
augnabliki en hann.
Svo undarlega vill til að Liverpool
og Arsenal mætast aftur um næstu
helgi, nú í bikarnum. Víkverji áttar
sig ekki á því hvort það er gott eða
slæmt.
x x x
En alltaf kemur nýr dagur, meiraað segja eftir þennan svarta
laugardag, og þá náði Víkverji hroll-
inum heldur betur úr sér. Þökk sé
fræknum sigri Aftureldingar á ÍBV í
átta-liða úrslitum bikarsins í hand-
bolta eftir tvíframlengdan leik.
Enda þótt Víkverji sé ekki Mosfell-
ingur hefur hann sterkar taugar til
Aftureldingar og þessi frábæra
frammistaða gat ekki komið á betri
tíma. Víkverji var hreinlega að fara
á límingunum á pöllunum.
Hver sagði svo að fótbolti væri
upphaf og endir alls í þessum heimi?
víkverji@mbl.is
Víkverji
Guð vonarinnar fylli yður öll fögnuði
og friði í trúnni svo að þér séuð auðug
að voninni í krafti heilags anda.
(Rómverjabréfið 15:13)