Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 4. F E B R Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  46. tölublað  102. árgangur  MÁLMHAUS SÓPAÐI TIL SÍN VERÐLAUNUM YNDISLESTUR SKIPTIR MIKLU MÁLI SPENNANDI AÐ TAKAST Á VIÐ NÝJAR ÁSKORANIR LESTRARKEPPNI 10 MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR 26EDDAN 2014 28 Ljósm/Ísak Fannar Sigurðsson Oddsskarð Bílar í lest og fremst snjóblás- ari. Mikið skóf og fljótt fennti í sporin.  Hríðarveður á Austurlandi í gær setti allar samgöngur þar úr skorð- um. Fjallvegir voru lokaðir og þurftu björgunarsveitarmenn frá Eskifirði og Neskaupstað að fara upp í Oddsskarð til þess að ferja fólk sem þurfti nauðsynlega að komast yfir og einnig til þess að hjálpa fólki á vanbúnum bílum. Annars var vegurinn ófær. Þórlindur Magnússon, björg- unarsveitarmaður á Eskifirði, var í Oddsskarðinu í gær. Hann segist aldrei hafa verið þar í jafn slæmu veðri. Snjókófið hafi smogið inn um hverja rifu á gallanum hans og kom Þórlindur blautur heim. Þykkar ull- arnærbuxur sem hann var í hafi hins vegar sannað gildi sitt í þessari svaðilför. »13 Fóru svaðilför í ófært Oddsskarðið Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íbúar í Vestamannaeyjum, á Höfn í Hornafirði og í Grindavík greiða hæstu veiðigjöld á hvern íbúa í land- inu. Þetta koma fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, um skatttekjur ríkissjóðs. Veiðigjöld á hvern íbúa í Vest- mannaeyjum eru nær sextán sinn- um hærri en í Reykjavík, þó að í heild greiði útgerðarfyrirtæki í Reykjavík samtals hæstu veiðigjöld- in. Tólf sinnum hærri gjöld Í heild voru veiðigjöld í Reykjavík og Vestmannaeyjum um ellefu sinn- um hærri árið 2012 en þau voru árið 2009. Þá greiddu fyrirtæki á Ak- ureyri tólf sinnum hærri gjöld 2012 en 2009 og í Fjarðabyggð hækkuðu gjöldin meira en fjórtánfalt. Veiðigjöldin hafa nífaldast  Vestmannaeyingar borga hæstu veiðigjöldin ásamt íbúum á Höfn í Hornafirði og í Grindavík  Sextán sinnum hærri gjöld á hvern íbúa en í Reykjavík Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir veiðigjöldin of há og þau dragi mátt úr samfélag- inu og það sé alvarlegt. „Fyrir utan veiðileyfagjöldin borgum við hæstu krónutöluna á hvern íbúa. Sá hluti er bara eðlilegur og jákvæður og segir að það sé velmegun í samfélag- inu en þess sárara er að þurfa að heyja blóðuga baráttu um grunn- þjónustu eins og heilbrigðisþjón- ustu, samgöngur og löggæslu í bæn- um,“ segir Elliði. »2 Morgunblaðið/ÞÖK Veiðigjald Dregur úr mætti sam- félagsins að sögn bæjarstjóra. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Úkraínumenn búsettir á Íslandi hafa fylgst vel með fréttum frá heimalandi sínu þar sem stjórnarandstaðan og mótmælendur hafa náð völdum eftir margra vikna mótmælaöldu í landinu. „Það hefur verið erfitt að sjá fréttir af mótmælunum en á sama tíma er ég mjög stolt af mínu fólki,“ segir Lyubomyra Petruk, formaður Félags Úkraínumanna á Íslandi, en hún flutti til Íslands ásamt eiginmanni í des- ember árið 2004. Petruk vill ekki líta svo á að mót- mælin snúist um það hvort Úkraína horfi til Rússlands eða Vestur-Evr- ópu. „Allir eiga rétt á sínum skoð- unum og sumir vilja horfa til Rúss- lands en aðrir vilja líta til vesturs en þetta snýst ekki um það heldur að sjálfsögð mannréttindi séu virt í land- inu og að allir njóti þeirra.“ Trúir á fólk, ekki stjórnmál Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi for- sætisráðherra landsins og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, var sleppt úr fangelsi um helgina og segir Petruk það vissulega jákvætt en þetta snúist ekki um einstaka stjórnmálamenn. „Ég trúi á fólk, ekki stjórnmálamenn og nú höfum við sýnt að valdið liggur hjá fólkinu í landinu og ég hef tárast við það að sjá venjulegt fólk fara út á götur og berjast fyrir mannréttind- um.“ Sjálf telur Petruk að Rússland standi fyrir gamla tíð spillingar og valdníðslu og vill sjá Úkraínu líta í átt til aukins frjálsræðis. „Hér á Íslandi getur fólk mótmælt og sagt sína skoð- un og þannig á það að vera alls stað- ar,“ segir Petruk. Erfitt en stolt af sínu fólki í Úkraínu  Úkraínumenn á Íslandi fylgjast grannt með gangi mála í heimalandi sínu Lyubomyra Petruk M »Forsetaskipti ... 15 Íslenskir karlmenn stóðu sig með prýði á konu- daginn og flykktust í blómabúðir í gær til að kaupa blóm handa elskunum sínum. Á þeim degi tíðkast að karlmenn færi konunum í lífi sínu blóm eða eitthvað annað fallegt. Margir fara þó aðrar leiðir í því að gleðja konurnar, bjóða þeim í óvissu- ferð, færa þeim kaffi í rúmið eða dekra við þær með öðrum hætti. Þessir þrír karlar sem komu við í blómabúðinni Ísblómi í gær voru eitt sólskins- bros enda gaman að hlúa að rómantíkinni og þeir hafa eflaust átt von á því að viðtakendur blómanna föðmuðu þá og kysstu heitt og innilega. Karlar kætast á konudaginn í upphafi góu Morgunblaðið/Ómar Blóm seldust eins og heitar lummur  Eygló Harðar- dóttir félags- málaráðherra segir að það skorti á stefnu- mörkun frá stjórnvöldum í málefnum barna og ungmenna á Íslandi sem glíma við fjöl- þætt vandamál, svo sem geðrask- anir og fíkniefnavanda. Eygló segir flækjustig kerfisins allt of mikið en málefni ungmenna sem eiga við fjölþætt vandamál að stríða séu m.a. á verkefnasviði fjög- urra ráðherra; ráðherra félags- mála, heilbrigðismála, menntamála og dóms- og fangelsismála. Vandinn sé m.a. sá að aðstoð vegna geðrænna vandamála sé að finna á einum stað og aðstoð vegna fíkniefnaneyslu á öðrum. En svo séu ungmenni sem eigi við bæði vandamál að stríða og ekki sé hægt að neita þeim um aðstoð. „Þú getur ekki bara sett barnið í ákveðið box,“ segir hún. »12 Ekki hægt að flokka börnin í afmörkuð box Eygló Harðardóttir  Gestur Ólafsson skipulagsfræð- ingur segir dapurlegt hvað það er mikið alvöruleysi í skipulagsmálum hér á landi. Til dæmis sé uppbygg- ing turna á þéttingasvæðum borg- arinnar slæm en þeir verðfelli fast- eignir í kring. „Þeir sem eru að skipuleggja eiga að hugsa fyrst og fremst um almennan rétt fólks á viðkomandi svæði, um hag íbúanna og skynsamlega stefnu til fram- tíðar,“ segir Gestur. »4 Segir alvöruleysi í skipulagsmálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.