Morgunblaðið - 24.02.2014, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Heimalestur Mikilvægi yndislesturs er mikið og heimalestur barna er eitt aðalatriðið í þjálfun lesskilnings.
í Morgunblaðinu 6. desember sl. að
hugsanlega værum við foreldrarnir
sökudólgarnir í minnkandi lestri,
héldum bókum alltof lítið að börnum.
Það kom fram í máli Illuga Gunnars-
sonar menntamálaráðherra að lykil-
atriði í lestrarfærni barna og ung-
linga væri æfingin heima, það sem
fram færi á heimilinu væri svo mikil-
vægt, „því þó heimanám hafi minnkað
og skólanámið fari að mestu leyti
fram í skólanum, er ekki verið að
segja að það eigi ekki að lesa heima“.
Ragnheiður Gestsdóttir ræddi einnig
um mikilvægi fyrirmynda og þá sér-
staklega karlfyrirmynda fyrir strák-
ana sem væru í meiri vanda en stúlk-
ur. „Reynslan sýnir hins vegar að
karlar lesa minna en konur,“ og því til
sönnunar nefndi Ragnheiður hversu
erfitt hafi verið að finna mynd af karl-
manni að lesa en að því þurfti hún að
leita fyrir glærusýningu sem fylgdi
erindi hennar í Norræna húsinu. „Ég
fann hins vegar nóg af myndum af
konum að lesa.“ Ragnheiður nefndi
að glæða mætti áhugann með því að
láta fyrirmyndir stíga fram og segja
frá sinni uppáhaldsbók úr æsku.
„Þetta getur verið hárgreiðslukonan,
íþróttaþjálfarinn eða bæjarstjórinn.“
Hér væri ekki síður mikilvægt að lesa
fyrir börn og með börnum og þannig
aðstoða þau við að finna bókina sem
er lykill að lestraráhuga.
Styrkja þarf ýmsar stoðir
Málþingið kom ekki síður inn á
vandann heimafyrir, ekki væru allir í
stakk búnir til þess að lesa fyrir börn
sín né aðstoða við heimanám og ynd-
islestur. Amal Tamimi, framkvæmda-
stýra Jafnréttishúss, ræddi um vanda
foreldra af erlendum uppruna sem fá
ekki sama tækifæri til íslenskunáms
og börnin þeirra og fjarlægðina sem
skapast á milli þegar börnin fá ekki
örvun á sínu móðurmáli. Þau verði
hálftyngd á sínu eigin móðurmáli í
stað þess að vera tvítyngd. Þá sagði
Snævar Ívarsson hjá Lesblindufélag-
inu frá reynslu sinni úr skólakerfinu
af því að vera lesblindur og vakti
máls á því að í niðurstöðum PISA
væri of mikið horft á það sem miður
færi. „Ég vil að það sé meira horft á
það sem vel er gert.“ Þetta tengdi
Snævar við eigin reynslu, en hann
var framúrskarandi teiknari og
smiður í grunnskóla en af því að
hann glímdi við lesblindu og náði
ekki tilætluðum bóklegum árangri
átti hann ekki farsæla grunn-
skólagöngu. Jóhann Geirdal, skóla-
stjóri í Holtaskóla í Reykjanesbæ,
sagði frá því hvernig skólinn hefur
komið til móts við foreldra sem ekki
geti þjálfað börnin sín heima, en þar
er lögð áhersla á að börnin æfi sig
heima, m.a. í lestri og að þau sjái og
skynji að lestur skipti máli, meðal
annars í fyrirmyndunum heimafyrir.
Auk þess að bjóða upp á námskeið til
að styrkja foreldra sem þjálfara var
farið af stað með verkefnið Lestrar-
ömmur, þar sem sjálfboðaliðar úr
röðum eldri borgara, fyrst og fremst
konur, komu inn í skólann og aðstoð-
uðu þau börn sem þurftu aðstoð við
lestur.
Lestur Jóhann Geirdal, skólastjóri Holtaskóla, segir skólann leggja áherslu
á þjálfun foreldra til að þjálfa börn sín. Þar komi lestrarömmur sterkt inn.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014
Hópur írskra og íslenska skáta kom
til landsins í liðinni viku til að taka
þátt í Vetraráskorun skáta – eða
Vetraráskorun Crean, eins og hún er
einnig kölluð. Verkefnið er kennt við
írska pólfarann Tom Crean, sem
meðal annars tók þátt í heimskauts-
ferðum Scotts fyrir um einni öld.
Þetta er í þriðja sinn sem þetta
samstarfsverkefni íslenskra skáta,
írskra skáta og Landsbjargar fer
fram hérlendis. Alls tóku 43 krakkar
á aldrinum 14-16 ára þátt að þessu
sinni, auk fararstjóra, leiðsögu-
manna og hjálparliðs.
Írsku skátarnir komu til landsins
á sunnudagskvöld og dvöldu hér
með íslensku skátunum í viku.
Sameinaður hópurinn dvaldi á Úlf-
ljótsvatni en á fimmtudag var haldið
á Hellisheiði þar sem gist var í snjó-
húsum og fjallaskálum. Á dagskrá
vikunnar var meðal annars rötun við
erfiðar aðstæður, fyrsta hjálp á
fjöllum, snjóhúsagerð, dvöl í hellum,
tjaldbúðir á fjöllum og bátsferð. Auk
alls þessa fengu þátttakendur heim-
sókn frá Leifi Erni Svavarssyni Eve-
restfara og heimsókn frá fulltrúum
Hundasleðafélags Íslands.
Þessi vika er hápunktur Vetrar-
áskorunarinnar en hóparnir hafa
æft hver í sínu landi og byggt sig
upp fyrir þessa samverustund. Ís-
lenski hópurinn var á helg-
arnámskeiði í lok nóvember í úti-
ferðamennsku og um miðjan janúar
fór hann í gönguferð á Hellisheiði
og gisti í tjöldum.
Færri komust að en vildu
Auk ferðanna hafa þátttakendur
unnið verkefni á sviði vetrarferða-
mennsku, sjálfskoðunar, markmiðs-
setningar og samfélagsvinnu. Gerð-
ar eru miklar kröfur um
verkefnaskil, þátttöku og áhuga.
Markmið Vetraráskorunarinnar er
að gera þátttakendur færa um að
bjarga sér í vetrarferðum á fjöllum.
Þeir læra undirstöðuatriði fjalla-
ferða og vetrarferðamennsku. Með-
al annars er kennd skyndihjálp á
fjöllum, rötun og kortalestur, GPS,
næringarfræði ferðamannsins, góðir
siðir í skálum og ferðareglur í hóp-
ferðum og veðurfræði á fjöllum.
Tuttugu manns á aldrinum 14-16
ára voru í íslenska hópnum og segir
Guðmundur Finnbogason, verkefnis-
stjóri Vetraráskorunarinnar, að
færri hafi komist að en vildu. Um-
sækjendur þurftu töluvert að hafa
fyrir að komast í hópinn með um-
sóknum og síðan auðvitað að sanna
sig þegar á hólminn var komið.
Hressandi vetraráskorun hjá skátunum
Vindur Það gustaði um skátana þegar þeir tókust á við vindinn í vikunni.
Hundasleðar, snjóhúsagerð,
dvöl í hellum og fleira flott
Skátar Þeir læra m.a. að takast á við veturinn og að klæða sig eftir veðri.
Hið sígilda ljóð Þórarins Eldjárn
„Bók í hönd“ prýðir bókamerki
sem Lions dreifir til allra 10 ára
barna í 10 ára lestrarátaki sínu.
Á leikskólanum Tjarnarseli í
Reykjanesbæ er lestrarverkefni
með þetta sama ljóð í forgrunni.
Í ljóðinu má skynja hversu mikil
upplifun og ævintýri það er að
taka bók í hönd:
Bók í hönd
og þér halda engin bönd.
Bók í hönd
og þú berst niður á strönd.
Bók í hönd
og þú breytist í önd.
Bók í hönd
og beint út í lönd.
Upplifun og
ævintýri
BÓK Í HÖND