Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager. Maður fékk áverka á brjóst og bak þegar hann féll við Rauðfeldargjá, nærri Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Að sögn lögreglunnar í Stykk- ishólmi var maðurinn, ásamt öðr- um, á göngu í fjallshlíð við Rauð- feldargjá er honum skrikaði fótur svo hann féll fram af hengju og of- an í gil. Björgunarmenn fóru á vettvang og báru manninn að sjúkrabíl sem ekið var áleiðis í bæinn. Ástands mannsins vegna var hins vegar ósk- að aðstoðar Landhelgisgæslunnar og var þyrlu hennar flogið vestur og til móts við sjúkrabílinn. Var maðurinn fluttur yfir í þyrluna sem flaug með hann suður. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi klukk- an 14.54. Með björgunarmönnum í för voru sjúkraflutningamenn og læknir. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru aðstæður til björgunar nokk- uð krefjandi og þurftu björgunar- menn meðal annars að bera hinn slasaða nokkurn spöl. Í mörg horn var að líta hjá björgunarsveitarfólki víða um land í gær. Í morgunsárið fór Skaga- fjarðarsveitin Grettir inn í Fljót til aðstoðar fólki sem sagt fast í bíl sínum neðan við Lágheiðina. Gekk greiðlega að aðstoða það. Þá var sveitin Týr í Eyjafirði kölluð út þar sem lítil rúta var föst í Víkur- skarði. Greiðlega gekk að losa rút- una sem var fylgt á beina braut. sbs@mbl.is Ljósmynd/Ægir Þór Slys Þyrlan flaug vestur og björgunarsveitarmennirnir voru við öllu búnir. Með þyrlu eftir fall við Rauðfeldargjá  Slys á Snæfellsnesi Fram af hengju Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við sáum ekki tommu fram fyrir okkur. Á löngum kafla efst í Odds- skarðinu þurfti ég að ganga á undan björgunarsveitarjeppanum með stuð- arann í rassinum og rýna í hríðina. Teygja út aðra höndina og leggja að snjóstálinu svo ég hefði eitthvert fast viðmið. Þetta átti að vera skotferð en tók fjóra tíma,“ segir Þórlindur Magnússon, björgunarsveitarmaður á Eskifirði. Stórhríð og hvassviðri settu sam- göngur á Austurlandi úr skorðum í gær. Blindbylur var á Möðrudals- öræfum, Vopnafjarðarheiði og Há- reksstaðaleið og voru þær leiðir ófær- ar, svo og Fjarðarheiði og Oddsskarð. Snjóblásari lagði upp frá Eskifirði í morgunsárið og ökumaður á Subaru- bíl fylgdi á eftir. Þegar upp í brekk- urnar kom tapaði bílstjóri Subaru- bílsins áttum í snjókófi og festi bílinn. Kallaði því eftir aðstoð frá Eskifirði. Veðrið aldrei svona slæmt „Vetrarferðir með björgunarsveit- inni upp í Oddsskarð eru orðnar margar, en veðrið hefur aldrei verið jafn slæmt. Í skafrenningi smýgur snjórinn inn á mann og breytir þá engu þó að fatnaður sé skjólgóður. Þegar maður kemur svo inn í bílinn þar sem miðstöðin er í botni verður maður holdvotur,“ segir Þórlindur. Bætir við að þarna hafi komið sér vel að vera í föðurlandi; það er þykkum ullarnærbuxum. Björgunarsveitarmenn í Gerpi á Neskaupstað höfðu einnig í nægu að snúast í gær. Fyrripart dags var leitað til þeirra að koma áleiðis þremur lækn- um og sálfræðingi sem höfðu verið í vaktaúthaldi á sjúkrahúsinu í bænum og voru á leiðinni suður með flugi. Gerpismenn fluttu fólkið yfir á Eski- fjörð. Á leiðinni til baka tóku þeir með fólk sem þurfti nauðsynlega til Nes- kaupstaðar, svo sem sjómenn á togar- anum Bjarti NK sem fór til veiða í gær. „Við skutluðum strákunum niður á bryggju og sáum togarann svo sigla út fjörðinn,“ segir Ísak Fannar Sig- urðsson björgunarsveitarmaður. Fluttu lækna og sál- fræðing yfir Oddsskarð  Föðurlandið þótti koma sér vel í vetrarríkinu á Austurlandi Ljósm/Þórlindur Magnússon Austfirðir Svona var staðan í Oddsskarði í gær. Blindhríð, skaflar og fastir bílar. Björgunarsveitir ferjuðu þá sem nauðsynlega áttu erindi milli bæja. Vetrarríki » Fram eftir viku verður dæmi- gert leiðinlegt vetrarveður á Austurlandi. Snjókoma, frost og hvassviðri er í kortunum. » Tilgangslaust þótti að halda Fjarðarheiði opinni í gær, enda skóf í slóð ruðningstækja. » Björgunarmenn sem fóru í Oddsskarðið í gær komust í vanda vegna vanbúinna bíla sem lagt hafði verið úti í könt- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.