Morgunblaðið - 24.02.2014, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Einn þing-maður nef-brotnaði
og annar fingur-
brotnaði. Það vek-
ur alltaf athygli þegar störf
löggjafarsamkundu enda með
handalögmálum, enda er meg-
intilgangur þeirra oftast sá að
veita vettvang til að tryggja að
deilur um málefni líðandi
stundar endi ekki með slíkum
trakteringum. En á sama tíma
sýna þessi málalok hversu
mikil spenna kraumar undir
niðri í Tyrklandi þessa dagana,
þar sem fast er sótt að AK-
flokki Erdogans forsætisráð-
herra og spillingarmálin
hrannast upp.
Tilefni slagsmálanna var ný-
samþykkt löggjöf sem færir
dómsvaldið í landinu undir hæl
dómsmálaráðherra landsins.
Löggjöfin tryggir það að auð-
veldara verður fyrir Erdogan
að stöðva rannsóknir á málum
sem nú virðast koma upp á
hverjum degi gegn AK-
flokknum. Nú er þess beðið
hvort forseti Tyrklands, Ab-
dullah Gul, muni samþykkja
lögin eða ekki, en ekki þykir
líklegt að hann gangi gegn Er-
dogan. Forsætisráðherrann
hefur nýtt sér tækifærið og
staðið fyrir „hreinsunum“ inn-
an löggæslunnar, rekið þaðan
2.000 manns.
Og það er mikið að gera hjá
forsetanum núna, því að hann
er nýbúinn að samþykkja lög
þar sem fjarskiptastofnun
Tyrklands fær heimildir til
þess að loka hverju því vef-
svæði fyrir íbúum sínum sem
stofnuninni sýnist og um
helgina brutust út
hörð mótmæli
vegna laganna. Á
vefnum hafa komið
fram alls kyns
upplýsingar sem koma stjórn-
völdum illa, og þá er hentug-
asta lausnin sú að kenna sendi-
boðanum um. Enda er Erdog-
an farinn að tala um að „erlend
öfl“ vilji koma sér frá. Hefur
Erdogan gengið svo langt að
hóta sendiráðsstarfsmönnum
því að þeir verði sendir úr
landi.
Kosið verður til sveitar-
stjórna í Tyrklandi í næsta
mánuði. Þá mun koma í ljós
hvort staða AK-flokksins hafi
veikst, en meðal annars á hann
á hættu að missa borgar-
stjóraembættið í Istanbúl. Slík
niðurstaða myndi vera til
merkis um það að loksins sé
farið að fjara undan valdi Er-
dogans. Hins vegar er alveg
eins víst, miðað við þróun síð-
ustu vikna og mánaða, að belli-
brögðum verði beitt til þess að
koma í veg fyrir að „rangir að-
ilar“ nái árangri í kosning-
unum.
Þróunin er í senn skýr og
uggvænleg. Lýðræðið í Tyrk-
landi hefur sjaldnast staðið
sterkum fótum, en nú hefur
verið höggvið að rótum þess.
Tyrkneski herinn, sem hingað
til hefur verið Erdogan þægur,
situr enn og bíður átekta. En
ef fram heldur sem horfir
verður spurningin áleitin:
Hversu langt nær þolinmæði
hersins gagnvart Erdogan og
AK-flokknum? Verða hendur
látnar skipta utan þingsala
líka?
Uggvænleg þróun
áfram í Tyrklandi}Hendur látnar skipta
Nýjustu tíðindifrá Vene-
súela hafa ekki
farið hátt í vest-
rænum fjöl-
miðlum, að öðru
leyti en að greint hefur verið
frá mótmælum og að tugur
manna hið minnsta hafi látist í
þeim hingað til. Að vissu leyti
er það skiljanlegt, í ljósi þeirra
stórtíðinda sem nú gerast í
Kænugarði og víðar um heim á
degi hverjum, en það er þó
óþarfi að láta einn viðburðinn
skyggja um of á annan.
Myndir frá Venesúela sýna
alls kyns ótrúleg ofbeldisverk,
þar sem her og lögregla fer um
og sparkar niður hurðum í
dauðaleit að öllum sem hugs-
anlega hafa einhvern tímann
verið mótfallnir ríkjandi
stjórnvöldum.
Aftaka eins mótmælandans
hefur farið um netið eins og
eldur í sinu og af ljósmyndum
má ráða að sumar borgir
landsins standi
hreinlega í ljósum
logum. Annar mót-
mælandi, ung
stúlka, var skotin
niður af dauða-
sveitum sem ferðast um á mót-
orhjólum og reyna að berja
niður mótmælin með ofbeldi.
Íbúar Venesúela hófu hin
friðsamlegu mótmæli sín
vegna þess að efnahagsstefna
chavismans liggur nú í rústum.
Vöruskortur og annað það sem
var svo kunnuglegt frá ríkjum
austantjaldslandanna er nú
daglegt brauð í landinu. Við-
brögð Maduros, forseta lands-
ins og arftaka Hugo Chavez,
sækja einnig fyrirmynd sína til
hinna sömu ríkja, sem gátu
ekki þolað gagnrýni á eigin
mistök, en beittu ofbeldi til að
halda þegnum sínum föngnum.
Líkt og þá stendur sósíal-
isminn nú eftir gjörsamlega
gjaldþrota, bæði hvað varðar
efnahag og siðferði.
Stjórnvöld í Vene-
súela beita íbúana
miklu ofbeldi}
Gjaldþrot chavismans
E
ftir því sem ég les mér meira til um
hagfræði verð ég æ sannfærðari
um hversu vonlaust tæki hún er
til að stýra efnahagslífinu. Hag-
fræðingar líkjast nefnilega stjórn-
málamönnum að því leyti að þeir telja sig eiga
svör á reiðum höndum við öllum heimsins vanda-
málum. Þeir telja sig geta handstýrt vöxtum eftir
hentugleika, prentað seðla til að „örva hagkerfið“
og notað líkönin sín til að spá fyrir um framtíðina.
En þeir eru engir vísindamenn. Í bók sinni The
Black Swan færir Nassim Taleb einföld rök
fyrir því að ekki er hægt að búa til líkan sem
spáir fyrir um sjaldgæfa atburði. Svartir svanir
eru jú, samkvæmt skilgreiningu, ófyrirsjáan-
legir. Litlu máli skiptir þá hvaða aðferðir hag-
fræðingarnir nota, þeir geta ekki reiknað út lík-
urnar á sjaldgæfum atburðum. Ég vil reyndar
ekki ganga eins langt og Taleb, og skera upp herör gegn
hagfræðingum, en þeir verða að átta sig á því að hag-
fræðin er afar takmörkuð fræði.
Sjálfur seðlabankastjórinn, Már Guðmundsson, þekkir
þessa umræðu. „Við ættum öll að lesa nóbelsfyrirlestur
Friedrichs Hayeks þar sem hann varaði við því að hag-
fræðistéttin teiknaði sín fræði sem of mikil vísindi,“ sagði
hann á fundi í Seðlabankanum fyrir skemmstu. Aldrei
hefði ég átt von á því að gamli trotskíistinn myndi vitna í
frjálshyggjumanninn Hayek en batnandi mönnum er víst
best að lifa.
Það kaldhæðnislega er að Már var á þessum tímapunkti
nýbúinn að lesa upp ákvörðun peningastefnu-
nefndar bankans um að halda stýrivöxtum sín-
um óbreyttum.
Hayek benti einmitt á að hagfræðingar, líkt
og Már, gætu engan veginn miðstýrt vöxtum,
rétt eins og þeir geta ekki handstýrt verðinu á
nokkurri annarri vöru. Vextir eru ekkert ann-
að en verð á fjármagni og eiga því að sjálf-
sögðu að fá að ráðast af framboði og eftirspurn
á frjálsum markaði. Peningastefnunefnd er
bara verðlagsnefnd sem hefur það hlutverk að
stýra verðlagi á fjármagni. Mörgum þykir hjá-
kátlegt að nefnd á vegum hins opinbera ákveði
verð á einstaka búvörum, eins og á mjólk og
osti. Þetta ætti að heyra sögunni til, segja
menn, og þá ekki síst hagfræðingar. En gilda
önnur lögmál um verðlagsnefnd fjármagns?
Það er fleira líkt með skyldum. Ríkið
ákveður ekki einungis verð á íslenskum búvörum heldur
tryggir – með innflutningshöftum – að aðeins sé til staðar
eitt verð, ríkisverð. Að sama skapi ákveður ríkið ekki bara
verð á íslenskum peningum heldur tryggir – með gjald-
eyrishöftum – að aðeins sé boðið upp á eitt ríkisverð.
Í hartnær hundrað ár hefur verið reynt að stýra ís-
lensku krónunni með fjármagnshöftum, vaxtatækjum og
prentvélum. Afleiðingin er sú að verðgildi krónunnar hef-
ur rýrnað um 99,95% gagnvart þeirri dönsku á þeim tíma.
Tilraunin mistókst hrapallega. Rétta lausnin felst einfald-
lega í því að taka valdið til að handstýra vöxtum og gengi
krónunnar af ríkinu. kij@mbl.is
Kristinn Ingi
Jónsson
Pistill
Tilraun sem mistókst
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Eins og fram hefur komiðbýður fjöldi erlendraveðmálasíðna fólki upp áað veðja á íslenska
knattspyrnuleiki. Í hugum margra
hljómar það kúnstugt að útlend-
ingar séu að veðja á íslenska kapp-
leiki enda óhætt að segja að áhugi
útlendinga á íslenskri knattspyrnu
sé lítill.
Nú stendur yfir vinna að nýju
frumvarpi um happdrætti á Íslandi.
Horfið hefur verið frá hugmyndum
sem voru í frumvarpi Ögmundar
Jónassonar, fyrrverandi innanríkis-
ráðherra, um sérstaka Happdrætt-
isstofu sem hefði eftirlit með happ-
drættisstarfsemi. Í frumvarpinu
var meðal annars gert ráð fyrir
banni við greiðslumiðlun til ólög-
legra happdrættissíðna.
Ómögulegt að stöðva
greiðslur til fyrirtækja
Eitt þeirra fyrirtækja sem boð-
ið hefur áhugamönnum að veðja á
íslenska leiki er veðmálafyrirtækið
Betsson. Fyrirtækið var stofnað í
Svíþjóð árið 1962 en er nú með
höfuðstöðvar á Möltu. Forstjóri
Betsson á Möltu, Ulrik Bengtsson,
segir að svipuð umræða hafi farið
fram um erlendar veðmálasíður í
mörgum löndum Evrópu. Þannig
hafi Norðmenn t.a.m. reynt að setja
viðlíka bann við greiðslumiðlun
greiðslukortafyrirtækja líkt og tal-
að var um í frumvarpi fyrrverandi
innanríkisráðherra. Það hafi hins
vegar litlu sem engu breytt. „Ég
held að það sé ljóst að ómögulegt sé
að hindra greiðslumiðlun innan
landa Evrópusambandsins. Netið
virkar þannig að það er alltaf hægt
að finna leiðir til þess að eiga við-
skipti yfir landamæri án þess að
löggjafinn í einstaka landi geti
nokkuð gert,“ segir Ulrik.
Hann telur því bestu leiðina
fyrir löggjafann að vinna náið með
þeim sem eru, eða vilja komast að, á
þessum markaði. „Með því að eiga
uppbyggilegar samræður við iðn-
aðinn er hægt að skapa sem best
umhverfi þar sem fyrirtækin geta
greitt sína skatta,“ segir Ulrik.
Hann segir að í flestum löndum
þar sem löggjöf hafi verið samin um
veðmálastarfsemi hafi verið ákveðið
að hafa frjálsræði að leiðarljósi. Á
stöku stað hafi þó verið reynt að
banna auglýsingar veðmálafyrir-
tækja auk þess að setja hömlur á
greiðslumiðlun.
Nokkur umræða skapaðist um
það hér á landi þegar fram kom að
hægt var að veðja á leiki þar sem
16-19 ára ungmenni voru að leika
knattspyrnu. Að sögn Ulriks helg-
ast það af því að hægt sé að veðja á
nánast alla leiki svo lengi sem ein-
hver tölfræði sé að baki sem hægt
sé að vinna stuðla út frá. „Við bjóð-
um upp á 15-20 þúsund kappleiki í
hinum ýmsu íþróttagreinum á dag,“
segir Ulrik og bætir því við að
þessa tölfræði sé hægt að nýta óháð
því hvort viðkomandi leikir eru í
boði hjá innlendum happdrættum á
borð við Lengjuna eða ekki.
Óvenju mikið veðjað á ein-
staka íslenska kappleiki
Aðspurður segir hann afar
sjaldgæft að útlendingar veðji á ís-
lenska leiki. Tvisvar til þrisvar á ári
sé þó óvenju mikið veðjað á ákveðin
úrslit í einstökum leikjum á Íslandi.
Ef grunur leikur á því að búið sé að
hafa áhrif á úrslit leiks með ein-
hverjum hætti er venja að hætta að
taka við veðmálum, en aldrei hafi þó
verið gripið til þess ráðs á Íslandi.
Ástæðan sé sú að sjaldnast sé um
háar upphæðir að ræða, sérstaklega
í samanburði við það sem gengur og
gerist í stærri deildarkeppnum.
Forstjóri Ulrik Bengtsson, forstjóri Betsson á Möltu, telur samvinnu við
stjórnvöld mikilvæga og segir umræður um veðmálasíður víða svipaðar.
Heppilegast að hafa
samvinnu um löggjöf
Betsson opnaði veðmálastofu í
Svíþjóð árið 2008 í trássi við
sænska ríkið sem hefur einok-
unarstöðu á markaði þegar kem-
ur að happdrættis- og veðmála-
starfsemi. Taldi fyrirtækið sig
geta hafið starfsemi í landinu í
krafti reglugerða ESB sem
banna einokun. Í yfirlýsingum
fyrirtækisins kom fram að
ákveðið hefði verið að fara þessa
leið þar sem ekki fengist séð að
þörf væri á því að fara eftir póli-
tískum leiðum. Opnun skrifstof-
unnar var mætt af hörku af
sænskum yfirvöldum sem fóru
með málið fyrir dómstóla.
Stjórnsýsludómstóll úrskurðaði
svo á síðasta ári að fyrirtækið
þyrfti að loka skrifstofunni og
var það gert seint á síðasta ári. Í
kjölfarið sagði Pontus Lindwall,
stjórnarformaður hjá Betsson,
að erfitt væri fyrir lítilmagnann
að berjast við heilt ríki en benti á
að umræðan um einokun ríkisins
væri komin á fullan skrið og því
bæri að fagna.
Opnuðu í
óþökk ríkis
BETSSON Í SVÍÞJÓÐ