Morgunblaðið - 24.02.2014, Síða 17

Morgunblaðið - 24.02.2014, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 Ungt og leikur sér Boðið var upp á fjölbreytta afþreyingu í frístundamiðstöðvum í vetrarfríi grunnskólabarna og skemmtu krakkarnir sér vel við hverskonar sprell og átök, eins og sjá má hér. Kristinn Sú pólitíska stað- reynd blasir við að vilji stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stendur ekki til þess að Ísland gangi í Evrópu- sambandið. Skýrsla Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands skýrir í meginatriðum hvers vegna afstaða flokk- anna er þessi. Í skýrsl- unni kemur m.a. fram að undanþágur frá regluverki ESB fást að jafnaði ekki og síst af öllu á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Við Íslendingar vilj- um halda sjálfsákvörðunarrétti okkar á sem flestum sviðum en hafa opin og góð samskipti við önnur ríki. Afsal á fullveldi þjóðarinnar sem hún hefur tiltölulega nýlega endurheimt eftir mörg hundruð ár sem nýlenda, kemur ekki til greina. Það er líka alveg ljóst að 320 þúsund manna þjóð eins og Ís- lendingar myndi hafa lítil sem engin áhrif í 500 milljóna manna samfélagi sem Evrópusambandið er. Pólitískur ómöguleiki Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst þeirri skoðun sinni að hann vilji virkja vilja þjóðarinnar til að taka þátt í mikil- vægum ákvörðun og setja slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá Íslands. Ég er sammála formanni flokksins hvað þetta varðar. Mér fannst hann einnig koma mjög drengilega fram í viðtali í Spegli Ríkisútvarpsins í síðustu viku eftir að ljóst var að stjórnarflokkarnir höfðu samþykkt að leggja fram þings- ályktunartillögu um að afturkalla að- ildarumsóknina að Evrópusamband- inu. Þar útskýrir hann hvers vegna hann telur ekki hægt að halda þjóðar- atkvæðagreiðslu um framhaldið, eins og hann hafði áður boðað. Arnar Páll Hauksson fréttamaður: „Nú varst þú að tala um þjóðarat- kvæðagreiðslu um framhald viðræðn- anna, að hún yrði jafnvel á fyrrihluta þessa kjörtímabils. Það sagðir þú fyr- ir kosningar. Finnst ekki að þú sért að fara á svig við það sem þú hefur áður sagt sjálfur?“ Bjarni Benediktsson: „Ég hef sagt í fyrsta lagi að ég teldi að vel gæti farið á því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um þetta mál og eins líka að við ættum að færa inn í stjórnarskrána ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu, réttinn til að kalla eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu um ákvarðanir alþingis. Ég vona að menn virði það við mig í þessari um- ræðu að ég hef einlæg- an vilja til þess að virkja vilja þjóðarinnar til að taka þátt í stórum ákvörðunum. Í þessu tiltekna máli er það hins vegar mín niðurstaða að það verði ekki hægt að vinna með þá niðurstöðu úr þjóðar- atkvæðagreiðslu sem myndi kalla eft- ir áframhaldandi viðræðum. Þannig sé einfaldlega uppi ákveðinn ómögu- leiki sem ekki verði komist í kringum. Þeir sem vilja andmæla þessu verða þá að útskýra fyrir mér hvernig tveir flokkar þar sem hvorugur vill ganga í Evrópusambandið eiga með trúverð- ugum hætti að eiga í þeim viðræðum, leiða þær til lykta og hvernig Evrópu- sambandið eigi að fallast á niðurstöðu í slíkum viðræðum þegar fyrir liggur að viðmælandinn hyggst ekki styðja niðurstöðuna. Þarna erum við farin að ræða um efni málsins og kjarna þess, sem er ekki hægt að slíta úr samhengi við vilja þjóðarinnar í ein- stökum stórum málum.“ Svigurmæli eru nú höfð uppi um svik Sjálfstæðisflokksins og ekki spöruð stóru orðin. Miða verður við þær aðstæður sem eru uppi meðal annars í ljósi þess hvaða flokkar mynduðu ríkisstjórn og þá hvaða stefna varð ofan á í stjórnarsáttmála flokkanna. Niðurstaða formanns Sjálfstæðisflokksins er því í senn rök- rétt, í samræmi við stefnu flokksins og best fyrir land og þjóð. Þess vegna styð ég hana heils hugar. Eftir Elínu Hirst » Bjarni: „Það er mín niðurstaða að ekki verði hægt að vinna með þá niðurstöðu úr þjóðar- atkvæðagreiðslu sem myndi kalla eftir áfram- haldandi viðræðum.“ Elín Hirst Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaða Bjarna er rétt Á árinu 2011 var hafist handa um stór- átak til að efla almenn- ingssamgöngur, ekki aðeins á þéttbýlis- svæðunum norðan- lands og á höfuðborg- arsvæðinu, heldur ekki síður í strjálbýlli byggðum landsins. Víða skorti samgöngu- net sem hægt væri að reiða sig á innan byggðakjarna og á milli þeirra. Í samráði við sveitarfélögin var afráðið að fela lands- hlutasamtökum sveit- arfélaga að annast verkefnið enda væri hagsmunum íbúanna þannig best þjónað þar sem þau hefðu besta yfirsýn og væru í bestri aðstöðu til utanumhalds, en að samningsgerð- inni kæmi síðan Vegagerðin fyrir hönd ríkisins sem jafnframt hefði með höndum styrkveitingar til að halda uppi samgöngum þar sem slíkt væri nauðsynlegt. Rök og gagnrök Til að þetta gæti gengið eftir var gerð breyting á lögum um sérleyfis- hafa sem gerði landshlutasamtökum sveitarfélaga kleift að öðlast einka- leyfi. Lagaheimild þessi er skýr og féll almennt í góðan jarðveg hjá sveitarfélögunum og hjá almenningi að því er best varð séð. En undan- tekningin sannar regluna því þeir voru til sem ekki var skemmt. Fyrst ber að nefna Samkeppniseftirlitið en frá upphafi mátti merkja að þar á bæ vildu menn hafa óhefta sam- keppni sem frekast mætti á þessu sviði sem öðrum. Gagnrök við þessu viðhorfi hafa verið þau að þar með myndi það gerast að arðbærustu leiðirnar yrðu plokkaðar út af fyrir- tækjum, sem sæju að þar væri hagn- aðar von. Skattgreiðendur yrðu svo látnir um að fjármagna það sem ekki gæfi arð. Þetta er gömul saga og ný. Þessi fyrirtæki sem ætlað var að reka starfsemi sína innan almanna- kerfis í stað þess að sitja undir júgr- um mjólkurkúnna einna, fóru nú í mikinn leiðangur til að reyna að fá hnekkt nýfenginni rétt- arstöðu sveitarfélag- anna. Í óþökk Suðurnesja- manna Og viti menn! Þeir höfðu árangur af brölti sínu því við ríkisstjórn- arskiptin urðu straum- hvörf í málinu. Nýr inn- anríkisráðherra hlust- aði á áeggjan og um- kvartanir Samkeppnis- eftirlitsins og einstakra fyrirtækja og tók þær framyfir óskir sveitar- félaganna. Hinn 19. desember var samning- urinn við sveitarfélögin á Suðurnesjum settur í uppnám með því að taka einhliða út úr hon- um sérleyfið á milli Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar og Reykja- víkur! Fáheyrt er að samningi af þessu tagi sé rift einhliða. Átti ég orðastað um þetta efni við innanrík- isráðherra á Alþingi. Kvaðst ráð- herra ekki hafa átt annarra kosta völ en að segja upp þessum þætti samn- inga við Suðurnesjamenn vegna andstöðu Samkeppniseftirlitsins og síðan hins, að einkaleyfi sveitarfé- laganna stríddu gegn EES-rétti. Samkeppniseftirliti og EES ranglega veifað Nú vill svo til að hvorugt er rétt. Samkeppniseftirlitið hefur ekki ákvörðunarvald í þessu efni. Það getur komið með ábendingar og hlutast til þar sem óvéfengjanlegt er að lög hafi verið brotin en vald þess er ekki umfram sérlög sem Alþingi setur. Í annan stað þá stríðir þetta ekki gegn EES-rétti. Almennings- samgöngur eru í höndum sveitarfé- laga eða samtaka þeirra á flestum ef ekki öllum löndum Norðurlandanna. Framkvæmdastjórn ESB hefur í of- análag staðfest að heimilt sé að veita sérleyfi og ríkisstyrki þótt ein leið í kerfi standi undir sér ef kerfið í heild stendur ekki undir sér. Hvað er svona merkilegt við Helsinki? Í höfuðborg Finnlands, Helsinki, eru samgöngur til og frá alþjóða- flugvellinum, sem er í nokkurri fjar- lægð frá miðborginni, hluti af al- mannakerfinu. Hvers vegna skyldu samgöngur á milli Helsinkiflugvallar og miðborgarinnar koma sér- staklega upp í hugann? Jú, það er vegna þess að þarna stendur hníf- urinn í kúnni í hinni íslensku deilu. Í Helsinki nýtur borgin samlegðar með fólksflutningum til og frá al- þjóðaflugvellinum sem þannig reyn- ist höfuðborginni ákveðin auðlind. Hér á landi virðast sumir hverjir hreinlega ekki geta unnt sveitar- félögum á Suðurnesjum þess að fá notið þeirrar auðlindar sem nálægð við alþjóðaflugvöllinn gæti verið þeim hvað samgöngur varðar. Reynslan sýnir að sveitarfélögin fara með vald sitt af mikilli varfærni og ábyrgð. Sveitarfélögin hafa haft umrætt sérleyfi á sinni hendi og keyra Kynnisferðir á grundvelli þess leyfis. Ítrekað hafa komið fram kröf- ur um að hækka verðið umfram það sem sveitarfélögin hafa viljað heim- ila, þannig að það er þeim að þakka en ekki kostnaðarsamri samkeppni að verðið hefur haldist tiltölulega hóflegt. Góð þjónusta og hófstillt verð er ekki þrátt fyrir aðkomu sveitarfélaganna heldur vegna henn- ar! Væri ráð að hlusta? Það eina sem vakir fyrir sveitar- stjórnarmönnum á Suðurnesjum, að því er ég best veit, er að reyna að nýta möguleg samlegðaráhrif inn í samgöngukerfi Suðurnesja. Sveitar- félögin þar eru ekki svo fjárhagslega burðug að þau geti rekið öflugt sjálf- bært samgöngunet. Með samnýt- ingu og samlegð í rekstri gæti hins vegar verið unnt að stíga framfara- skref samfélaginu til hagsbóta. Hvers vegna á að banna það? Hvers vegna þarf að láta einkahagsmuni ganga fyrir? Hvers vegna er hlustað á óskir Samkeppniseftirlitsins og orð þess og ábendingar lögð að jöfnu við lagabókstaf og langt ofar óskum samfélagsins? Þetta er pólitískt mál en ekki endilega flokkspólitískt því margir pólitískir samherjar innanríkis- ráðherra í Sjálfstæðisflokknum eru á öndverðum meiði við ráðherrann. Væri ráð að hlusta á þá? Eftir Ögmund Jónasson »Reynslan sýnir að sveitarfélögin fara með vald sitt af mikilli varfærni og ábyrgð. Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra. Hvers eiga Suðurnesja- menn að gjalda?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.