Morgunblaðið - 24.02.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 24.02.2014, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 Smáauglýsingar Þjónusta Heimilistæki – Viðgerðaþjónusta fyrir öll merki. Við sækjum, við gerum við og við skilum. Seljum einnig notuð tæki. Uppl. í síma 587 5976 eða 845 5976. Bílar Dodge Durango Limited 5,7 L Hemi. 5/2005. Ekinn 143 þús. km. 7 manna. Hlaðinn lúxusbúnaði. Einnig dráttarkrókur. Þjónustubók. Gott eintak. Tilboðsverð: 1.580.000. www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 12 er sjálfstæðis- mönnum boðið á fund um ESB-mál í Valhöll að Háaleitisbraut 1. Frummælandi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Fundarstjóri Einar K. Guðfinnsson. Bein útsending frá erindi formannsins á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is Fundur sjálfstæðismanna um ESB-mál Raðauglýsingar ✝ Birna Helga-dóttir var fædd þann 20. apríl 1932 í Leirhöfn á Mel- rakkasléttu og ólst þar upp. Hún and- aðist á Hjúkrunar- heimilinu Drop- laugarstöðum þann 12. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Andrea Pálína Jónsdóttir, f. 17.1. 1902, d. 18.7. 1990, og Helgi Kristjánsson, f. 28.12. 1894, d. 17.9. 1982. Birna var næstyngst 7 systkina. Þau voru í aldursröð: 1) Jóhann, f. 1924, d. 2007, kvæntur Dýrleifu Andrés- dóttur, f. 1922, 2) Birna, f. 1927, d. 1928, 3) Jón, f. 1929, d. 2007, kvæntur Valgerði Þorsteins- dóttur, f. 1927, d. 2009, 4) Hild- ur, f. 1930, gift Sigurði Þór- arinssyni, f. 1931, 5) Helga f. 1930, d. 2010, gift Pétri Einars- syni, f. 1930 og Anna f. 1943, d. 2012, gift Barða Þórhallssyni, f. 1943, d. 1980. Birna varð gagn- fræðingur frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur 1950. Hún stundaði nám við Húsmæðraskól- ann Ósk á Ísafirði 1952-53. Þegar Birna var 23 ára veiktist hún af berklum og var á Vífils- stöðum 1955-56. Birna vann í Úra- og skartgripaverslun Jó- hannesar Norðfjörð eftir að hún útskrifaðist af Vífilsstöðum þar til 1972 er hún hóf störf við Borgarbókasafn Reykjavíkur sem bókavörður. Birna starfaði þar lengst af í Bústaðaútibúi og í Bókabílunum og lauk starfsferli sínum í Kringlusafni árið 2002. Útför Birnu fer fram frá Ás- kirkju í dag, 24. febrúar 2014, kl. 13.00. Það er margt sem maður bara veit og man ekki til þess að hafa verið sagt. Til dæmis finnst mér ég alltaf hafa vitað að Birna frænka mín átti sama afmælisdag og Birna systir hennar sem dó ung og því fékk hún þetta nafn, Birna fékk berkla og var á Vífilsstöðum og Birna heyrði bara með öðru eyranu. Allt þetta fannst mér mjög merkilegt og hjúpaði Birnu ákveðinni dulúð. Birna bjó ein og það fannst mér dálítið flott, þar sem normið var vísitölufjölskyldan og gott betur. En það var þó eitt sem ég hafði áhyggjur af sem barn og það var hvernig hún færi að því að brjóta saman sængurverin sín því það var eftir minni bestu vitund tveggja manna verk. En auðvitað vafðist það ekki fyrir Birnu frekar en annað. Hún var listamaður og snillingur í að prjóna og hekla og vílaði ekki fyrir sér að rekja upp heilu flíkurnar ef henni fannst að eitthvað þyrfti að laga eða stærðin ekki passleg. Hún prjónaði sokka og peysur á systkinabörn og börn- in þeirra líka. Birna ferðaðist líka til útlanda og upp um fjöll og firn- indi með Ferðafélaginu. Birna var ekki að velta sér upp úr hlutum sem voru ómögulegir og leiðinlegir. Hún leit til dæmis ekki á það sem vandamál að heyra bara með öðru eyranu. Það háði henni ekki og hún sá það frekar sem kost en galla því hún gat snú- ið sér á heilbrigða eyrað þegar hún gisti innan um aðra t.d. í tjaldi eða fjallaskála og gat þá sofið þótt einhver hryti eða væri með há- vaða. Birna lifði eftir þeirri miklu speki að það vitlausasta sem nokk- ur maður gerði væri að móðgast eða fara í fýlu við einhvern, því það væri eins víst að sá sem maður móðgaðist við hefði ekki hugmynd um það og þannig bitnaði þetta bara á manni sjálfum. Þetta við- horf hef ég reynt að tileinka mér. Birna bjó lengst af í Langa- gerði 48. Þar voru alltaf allir vel- komnir og margir sem bjuggu hjá henni til lengri eða skemmri tíma. Lyklana að íbúðinni geymdi hún í útigeymslu sem alltaf var opin þannig að vinir og vandamenn gátu alltaf komist inn, sem oft kom sér vel. Henni fannst líka alveg sjálfsagt að lána okkur systkina- börnum bílinn sinn ef mikið lá við, litla rauða „Austin Mini-inn“ og nutum við góðs af því. Fyrir nokkrum árum fékk Birna áfall sem smám saman leiddi til þess að hún gat ekki séð um sig sjálf og síðustu árin bjó hún á Droplaugarstöðum. Þótt hún væri hætt að geta tjáð sig var samt alltaf bjart yfir henni og hún var glöð og ánægð að sjá okkur þegar við komum í heimsókn, en hafði samt lag á að koma því til skila ef langt hafði liðið milli heim- sókna, eins og þegar ég kom eftir sumarleyfið síðastliðið sumar, þá bara horfði hún á mig og hló. Frænkur eru dýrmætur fjársjóð- ur og Birna móðursystir mín var hluti af mínum sjóði. Ég vil þakka henni allt sem hún gerði fyrir mig og kenndi mér um lífið og til- veruna. Blessuð sé minning henn- ar. Helga Barðadóttir. Æviskeið okkar mannanna lík- ist ferli jarðargróðurs. Við eigum okkar blómatíð og að lokum hníg- um við til moldar, sum ung, sum öldruð. Við Birna, frænka mín og vinkona sem nú er kvödd, kynnt- umst þegar við vorum báðar á mörkum bernsku og æsku og allt lífið framundan. Feður okkar þekktust frá gamalli tíð og voru miklir vinir, enda náfrændur með lík áhugamál og lífsviðhorf. Helgi bóndi í Leirhöfn á Melrakkasléttu, bókaunnandi, bókbindari, leður- hönnuður og sveitarhöfðingi rak ásamt konu sinni Andreu rausn- arbú þar sem menning og gest- risni var annáluð, enginn fór svangur eða þreyttur frá Leirhöfn og ætíð var þar glatt á hjalla. Í þessum faðmi ólst Birna upp ásamt þremur systrum og tveim- ur bræðrum. Ég dvaldi oft hjá þessu sæmdarfólki ásamt foreldr- um mínum, Agli og Sigfríði sem voru búsett á Húsavík, en þar var gagnfræðaskóli sem ungmenni sóttu víða að. Eitt haustið höfðu foreldrar okkar sammælst um að Birna og Helga Sæmundsdóttir, bróðurdóttir Helga, myndu hefja nám við þennan skóla og fá fæði og húsnæði hjá okkur. Þröngt máttu sáttir sitja, því íbúð foreldra minna var aðeins tvö herbergi og eldhús, en þetta gekk allt vel því við vorum sátt. Það var ævintýri líkast fyrir mig þrettán ára og eina barnið sem eftir var heima að hreppa þetta hnoss. Tvær fjörug- ar og dugmiklar frænkur á einu bretti, sem áttu eftir að vera með mér nótt og dag í þrjá vetur heima og í skólanum. Birna var falleg stúlka, einstaklega smekkleg og klæddist vel, vinsæl hjá ungum sem öldnum, hláturmild með af- brigðum, mesta lipurtá á dansgólfi og komust færri herrar að en vildu. Meðan starfskraftar hennar entust vann hún innan um bækur, enda grunnurinn lagður snemma. Samverustundum okkar fækkaði, en vináttan hélst til enda. Ég kom að sjúkrabeði hennar nokkrum klukkustundum fyrir andlát henn- ar, þar sem hún lá meðvitundar- laus. Mér kom aftur í hug gróður jarðar, þarna var enn eitt blómið fallið til moldar. Blóm sem hafði auðgað umhverfi sitt með fegurð og ilmi og skilað sínu vel þar til yf- ir lauk. Ég kveð Birnu Helgadótt- ur, frænku mína, með hlýju og þökk í hjarta. Herdís Egilsdóttir. Birna Helgadóttir  Fleiri minningargreinar um Birnu Helgadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Gunnar DaníelLárusson fædd- ist í Reykjavík 6. maí 1930. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Marta Daníels- dóttir, f. 28. febrúar 1906, d. 6. febrúar 1996, og Lárus Ást- björnsson, fulltrúi í Reykjavík, f. 29. september 1904, d. 26. ágúst 1995. Bræður Gunn- ars voru Björn Kristján, f. 13. nóvember 1931, d. 11. júní 2010, og Ragnar Baldur, f. 26. febrúar 1933, d. 14. ágúst 1949. Gunnar kvæntist í janúar 1957 Lise Jörgensen, kennara í Kaup- mannahöfn. Þau skildu. Gunnar kvæntist 5. janúar 1962 Önnu f. 19. júlí 1969, búsettur í Virg- iníu BNA. Kona Þorkels er Sig- rún Erla Blöndal hjúkrunarfræð- ingur, f. 19. september 1970. Dætur þeirra eru Jóhanna Ester, f. 2. mars 1999, Gunnhildur Anna, f. 28. mars 2002, og Erla Karen, f. 10. nóvember 2003. Gunnar ólst upp í foreldra- húsum í Vesturbæ Reykjavíkur. Að lokinni hefðbundinni skóla- göngu tók Menntaskólinn í Reykjavík við og lauk hann það- an stúdentspróf 1951. Fyrri- hlutapróf í verkfræði frá HÍ 1954, M.Sc.-próf í vélaverkfræði frá DTH Kaupmannahöfn 1957. Verkfræðingur hjá flugfélaginu SAS í Kaupmannahöfn frá 1957- 1959, verkfræðingur hjá Loft- leiðum, Stafangri, Noregi, 1959- 1964, verkfræðingur á Teikni- stofu SÍS 1964-1965 og ráðgjafi hjá Fönix sf. 1965-73. Rak eigin verkfræðiþjónustu frá 1970 á meðan heilsa entist. Útför Gunnars fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 24. febrúar 2014, og hefst athöfnin klukkan 13. Þrúði Þorkels- dóttur þjóðfræð- ingi. Börn þeirra eru: 1) Ragnar Lár- us verkfræðingur, f. 6. júlí 1962, búsettur í Virginíu BNA. Unnusta Ragnars er Katherine William- son Day tölvufræð- ingur, f. 1. mars 1970. 2) Ragnhildur Anna, flugfreyja og lögfræðingur, Reykjavík, f. 31. desember 1964. Dætur hennar eru Anna Þrúður Guðbjörns- dóttir flugfreyja, f. 3. september 1988. Unnusti Önnu er Hjörtur Logi Valgarðsson, knatt- spyrnumaður í Noregi, f. 27. september 1988. Og Soffía Sara Steingrímsdóttir, f. 29. júní 2000. 3) Þorkell Máni tölvufræðingur, Elsku besti afi minn, ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Við hlógum að því fyrir ári, þegar þú komst úr aðgerð eftir að heilaæxlið var fjarlægt, þegar þú heimtaðir að ég tæki mynd af þér með þennan arab- íska túrban um höfuðið. Við töl- uðum einnig um að þú værir eins og kötturinn með níu líf. Alltaf stóðst þú upp eftir veik- indin sem þú ert búinn að berj- ast við frá árinu 2007. En end- irinn verður ekki umflúinn. Ég er afar þakklát fyrir allar minningarnar sem ég á um þig, þar sem ég ólst upp með annan fótinn hjá ykkur ömmu í Hellu- landinu á mínum yngri árum. Þær voru ófáar utanlandsferð- irnar sem við fórum í saman til sólarlanda og alltaf gleymdir þú að bera á þig sólarvörn og varðst eldrauður en breyttist svo í kolamola. En neitaðir þó alltaf að hafa gleymt sólarvörn- inni. Mér er einnig mjög minn- isstætt þegar þú fórst einu sinni með mig í bíó þegar ég var lítil og við vorum þau einu inni í bíósalnum. Krakkarnir í Fossvogsskóla vissu allir upp á hár hver væri afi minn, enda labbaðir þú alltaf með hundana Rosy og Klemmu í hádeginu framhjá skólanum. Ég heyrði í ófá skiptin þegar kallað var: „Þarna er afi hennar Önnu með hundana.“ Þú varst okkur mömmu afar kær enda gerðir þú allt fyrir okkur. Þú hjálpaðir mér að fjármagna minn fyrsta bíl og ef eitthvað bjátaði á varstu alltaf til taks til að hjálpa til. Elsku afi minn, þín verður sárt saknað. Hlíðargerðið verður ekki samt án þín, það verður skrítið að fá þig ekki í dag- legar heimsóknir færandi hendi með bakkelsi eða ís. Þér þótti nú sérbakaða vínarbrauð- ið sérlega gott. Kamilla og Kóra (hundarnir) hugsa líka hlýtt til þín. Þær eiga líka eftir að sakna þín. Elska þig. Þín dótturdóttir, Anna Þrúður yngri. Það kom mér ekki á óvart þegar ég frétti um andlát Gunnars mágs míns. Samt hnykkti mér við. Hann hafði barist við illvígan sjúkdóm í mörg ár og raunar aldrei látið deigan síga fyrr en nú eftir áramótin. Þá varð ekki lengur undan vikist þeim örlögum er honum voru búin. Ég kynntist Gunnari fyrst vel fyrir hálfri öld þegar hann og systir mín, Anna Þrúður, fluttu heim til Íslands frá Nor- egi. Með okkur Gunnari tókst ágæt vinátta þótt við værum ólíkir um margt, hann háttvíst prúðmenni en ég hálfgerður galgopi. Þótt aldursmunur okkar væri talsverður áttum við strax margt saman að sælda. Mér tókst að ginna hann með mér í veiðitúra og eru þeir margir minnisstæðir eins og ferð okkar í Fáskrúð í Dölum þar sem við bráðókunnugir fengum okkar maríulaxa og góða heildarveiði. Þar gafst okkur líka gott næði til að spjalla um allt milli himins og jarðar. Eins minnist ég vel ferða í Veiðivötn og austur á Jökuldalsheiði þar sem við mokveiddum í Þríhyrningsvatni og víðar í ótrúlegri sumarblíðu. Víðar fórum við til veiða, m.a. á silungasvæðið í Laxá í S-Þing- eyjarsýslu og í Brúará og einu sinni gengum við saman til rjúpna með góðum árangri en það dugði ekki til að hann fengi áhuga á skotveiði. Við vinnu sína var Gunnar orðlagður fyrir nákvæmni og öguð vinnubrögð. Því kynntist ég persónulega þegar hann teiknaði fyrir mig lagnir og burðarvirki og ekki sliguðu reikningarnir frá honum mig. Gunnar hlustaði gjarnan á sí- gilda tónlist við vinnu sína og í næði heima hjá sér. Ekki spillti að hafa einn Churchillvindil við höndina og á fóninum Árstíð- irnar eftir Vivaldi. Gunnar mágur minn var annálað prúð- menni og reglufastur. Ég held að hann hafi farið í sund á hverjum degi og tennis spilaði hann árum saman sér til ánægju. Göngutúrar með hund- unum voru vinsælir og vel þegnir en þeir voru í eigu Ragnhildar dóttur hans. Milli þeirra feðginanna ríkti aðdáun- arverð væntumþykja og gagn- kvæm virðing. Eftir að synir Gunnars tveir fluttu vestur yfir Atlantsála til Virginíu heimsótti Gunnar þá og fjölskyldur þeirra margoft og naut þar sumarblíðu og samvista við ástvini sína. Gunnar hélt sínu striki nánast fram á síðustu stundu. Sundið, tennisinn, músíkin, göngu- túrarnir og vinnan, allt voru þetta fastir liðir meðan stætt var. Síðustu vikurnar voru erf- iðar þótt ekki legðist hann inn á sjúkrahús nema í örfáa daga. Þá sem endranær var gott að eiga góða að, eiginkonu og einkadóttur. Við Hansína sendum fjöl- skyldu Gunnars innilegar sam- úðarkveðjur. Ingvi Þorkelsson. Gunnar Daníel Lárusson  Fleiri minningargreinar um Gunnar Daníel Lárus- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ERLENDSDÓTTIR, til heimilis á Ketilsbraut 13, Húsavík, lést 19. febrúar á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju 1. mars kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Skógarbrekku. Hreiðar Jósteinsson, Erla Vilborg Hreiðarsdóttir, Jósteinn Þór Hreiðarsson, Magnús Guðjón Hreiðarsson, Sigmundur Hreiðarsson, og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU BJARNADÓTTUR, Laugateigi 31. Valdís Finnbogadóttir, Ólafur Finnbogason, Rannveig Agnarsdóttir, Sigríður Rósa Finnbogadóttir, Völundur Þorgilsson, Stefán Finnbogason, Guðbjörg Gísladóttir, Trausti Finnbogason, Kristín Sigurðardóttir, Ingólfur Waage, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.