Morgunblaðið - 24.02.2014, Qupperneq 23
fjarðar virtist framtíðin björt og
áhyggjulaus. Fljótlega var von á erf-
ingja og námið var tekið fastari tök-
um. En lífið er margslungið og óút-
reiknanlegt. Unnustinn lendir í slysi
og deyr í kjölfarið. Ég stend ein uppi
komin átta mánuði á leið en vegna
frábærs stuðnings og elsku frá bæði
eigin fjölskyldu og tengdafjölskyldu
tókst einhvern veginn að yfirstíga
sorgina og halda áfram með lífið.
Fer einstæð móðir með litla 5 ára
stelpu í áframhaldandi söngnám til
London. En örlögin gripu aftur í
taumana og við stoppum ekki lengi
þar. Fer heim til þess að vera hjá
föður mínum sem barðist við
krabbamein sem honum tókst ekki
að sigrast á.
„Ég fer í Tónlistarskólann í
Reykjavík og verð svo lánsöm að fá
Rut Magnússon sem kennara. Á
sama tíma kom yndislegur maður
inn í líf okkar mæðgnanna. Ástin var
mætt í annað sinn.“
Kennir og syngur víða
„Ég kenni við Söngskólann
Domus vox þar sem Margrét Pálma-
dóttir er skólastjóri en hún var ein-
mitt líka í Öldutúnsskólakórnum. Ég
hef verið í kjarnakór Íslensku óp-
erunnar síðan hann var stofnaður
fyrir nokkrum árum og hleyp þess á
milli í forfallakennslu í grunnskóla.
Lengst af hef ég starfað innan
kirkjunnar, sungið við allar athafnir
þar og var lengi í Bústaðakirkju og
Lágafellskirkju. Svo hef ég sungið
mikið einsöng í Domus vox og tekið
þátt í fjöldamörgum óperum.
Nú er ég á fullu að syngja í óp-
erunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórð-
arson, en frumsýning á henni verður
1. mars í Hörpunni.
Í dag er ég hamingjusöm þriggja
barna móðir með eiginmann við hlið
mér og á einn stjúpson sem er búinn
að gera mig að tvöfaldri ömmu. Dótt-
ir mín litla er komin í framhaldsnám
í söng til Vínar.
Ég á öflugan vinkvennahóp sem
hefur fylgt mér frá því í grunnskóla
og er algjörlega ómissandi þáttur í
mínu lífi. Lífið er yndislegt og ég nýt
þess að vera með fjölskyldunni og
syngja.“
Fjölskylda
Eiginmaður Hönnu Bjarkar er
Ólafur Valgeir Guðjónsson, f. 19.1.
1958, grunnskólakennari. Foreldrar
hans eru Guðjón Ingólfsson, f. 14.9.
1912, d. 22.10. 1993, verkamaður og
fiskmatsmaður í Hafnarfirði, og Að-
alheiður Frímannsdóttir, f. 6.1. 1923,
d. 30.4 2008, verkakona í Hafnarfirði.
Fyrri maki Hönnu Bjarkar var Birg-
ir Grétarsson.
Börn Hönnu Bjarkar eru Björg
Birgisdóttir, f. 30.11. 1987, hún er í
söngnámi í Vín, Austurríki; Guðjón
Heiðar Ólafsson, f. 27.5. 1997, nemi;
Bergur Ingi Ólafsson, f. 9.3. 2000,
grunnskólanemi. Stjúpsonur Hönnu
Bjarkar er Andri Már Ólafsson, f.
4.4. 1981, tölvunarfræðingur hjá
Creditinfo, maki hans er Birna
Friðfinnsdóttir.
Barnabörn Hönnu eru Katrín
Inga og Friðfinnur.
Bróðir Hönnu Bjarkar er Sig-
urður Páll Guðjónsson, f. 14.4. 1962.
Foreldrar Hönnu Bjarkar eru
Guðjón Ingi Sigurðsson, f. 8.2. 1941,
d. 3.7. 1994. leikari, leikstjóri og sýn-
ingarstjóri í Þjóðleikhúsinu, og Jóna
Sigrún Harðardóttir, f. 18.10. 1943,
skrifstofumaður, bús. í Hafnarfirði.
Úr frændgarði Hönnu Bjarkar Guðjónsdóttur
Hanna Björk
Guðjónsdóttir
Þórey Kristjana Kristjánsdóttir Fjeldsted
húsfreyja og vinnukona í Hrútafirði
Guðmundur Gísli Ísleifsson
bóndi og vinnumaður í Hrútafirði
Jóhanna Guðmundsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Hörður Sigfússon
járnsmiður og bifvélavirki í Reykjavík
Jóna Sigrún Harðardóttir
skrifstofumaður í Hafnarfirði
Jóna Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sigfús Ágúst Guðnason
bóndi í Reykjavík
Veronika Borgarsdóttir
húsfreyja í Þverdal
Guðni Ísleifsson
bóndi í Þverdal í Aðalvík
Karólína Pálína S. Guðnadóttir
skólastjórafrú í Garðabæ
Sigurður Jóhann Guðjónsson
stýrimaður á Ísafirði
Guðjón Ingi Sigurðsson
sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu
Ingibjörg Eiríksdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Guðjón Sigurðsson
skósmiður og verkstjóri á Ísafirði
Il trovatore Mæðgurnar í nunnukór.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014
Sveinbjörn Egilsson, rektor ogskáld, fæddist 24.2. 1791 íInnri-Njarðvík í Gull-
bringusýslu. Foreldrar hans voru
Egill Sveinbjarnarson, bóndi og
hreppstjóri í Innri-Njarðvík, og k.h.
Guðrún Oddsdóttir. Egill var ekki af
miklum ættum en var þó efnaður og
sendi son sinn í fóstur til Magnúsar
Stephensen konferensráðs. Svein-
björn gekk aldrei í Latínuskólann en
lærði hjá Magnúsi og ýmsum öðrum
og varð stúdent úr heimaskóla Árna
Helgasonar árið 1810.
Sveinbjörn komst ekki í háskóla
strax vegna ófriðar, en hóf 1814 guð-
fræðinám við Hafnarháskóla, sem
hann lauk árið 1819. Við komu sína
aftur til Íslands fékk hann kennara-
stöðu við Bessastaðaskóla, en þegar
skólinn flutti til Reykjavíkur var
hann gerður rektor. Hann var því
fyrsti rektor Lærða skólans í
Reykjavík. Aðalkennslugrein hans
var forngríska. Hann var árið 1843
sæmdur doktorsnafnbót í guðfræði af
háskólanum í Breslau, en sú borg er
nú í Póllandi og heitir Wroclaw.
Hann var einn af stofnendum Forn-
fræðafélagsins og aðalstarfsmaður
þess.
Sveinbjörn orti bæði á íslensku og
latínu en þekktastur er hann fyrir
þýðingar sínar á Ódysseifs- og Ilíons-
kviðu. Hann þýddi ritið Menón eftir
Platón, vann að Biblíuþýðingum og
þýddi líka Íslendingasögurnar á lat-
ínu.
Sveinbjörn var viðriðinn pereatið
svokallaða sem var framlag Íslend-
inga til byltingasögu 19. aldarinnar í
Evrópu. Forsagan var sú að hann
vildi þröngva skólapiltum til að ganga
í bindindisfélag skólans. Þeir gengu
þó flestir fljótlega úr félaginu. Svein-
björn var ósáttur við það og flutti
þeim harða skammarræðu í byrjun
árs 1850. Skólapiltar brugðust við
með því að heimsækja rektor og
hrópa pereat, sem þýðir niður með
hann! Hann lét ári síðar af störfum.
Sveinbjörn var giftur Helgu Grön-
dal, dóttur Benedikts Gröndals yfir-
réttardómara. Meðal barna þeirra
var Benedikt Gröndal skáld.
Sveinbjörn lést 17.8. 1852.
Merkir Íslendingar
Sveinbjörn
Egilsson
90 ára
Karl Jónatansson
85 ára
Elísabet Finnsdóttir
Guðmundur Magnússon
Óskar Guðmannsson
80 ára
Einar Emil Finnbogason
Eva Jóhannsdóttir
Guðbjörg Birna Ólafsdóttir
Hilmar Snær Hálfdánsson
Ragnar H. Þorsteinsson
75 ára
Hulda Guðmundsdóttir
Una Anna Guðlaugsdóttir
70 ára
Jóna Herdís Hallbjörns-
dóttir
Loftur Bjarnason
Sigurjón Jónsson
60 ára
Helgi Pálmason
Kristján Friðriksson
Marek Maciej Ugorenko
Rafn Sigþórsson
Sigurður Svavarsson
50 ára
Arnbjörn Helgi Sævarsson
Camilla Kristjánsdóttir
Guðfinna S. Kristjáns-
dóttir
Guðmundur B. Hauksson
Guðrún Pálína Sveinsd.
Kröyer
Hrafnhildur L. Stein-
arsdóttir
Ingibjörg Gunnarsdóttir
Magnús Árnason
Njörður Helgason
Sigrún María Ingimund-
ardóttir
Steven James Dolan
40 ára
Alicja Ewa Przygoda
Dýrfinna V Kristjánsdóttir
Halldór Þórisson
Helena Supee Jaimon
Hörður Þráinsson
Lilja Dröfn Sæmunds-
dóttir
Mai Thi Bui
Robert Stanislaw
Makowski
Sylwia Mucha
Tryggvi Einarsson
Ægir Örn Guðmundsson
30 ára
Bryndís Rán Birgisdóttir
Daníel Rúnarsson
Krystyna Mackiewicz
Ninh Van Nguyen
Otri Smárason
Quang Van Nguyen
Sigurjón Jónsson
Stella Davíðsdóttir
Svavar Stefánsson
Þorsteinn Guðnason
Til hamingju með daginn
30 ára Hrólfur býr í Mos-
fellsbæ, fæddur þar og
uppalinn, og er bifvéla-
virkjameistari.
Maki: Freydís Péturs-
dóttir, f. 1989, sjúkraliði.
Börn: Hrafnhildur Dagný,
f. 2011, og Svandís Eva, f.
2012.
Foreldrar: Halla Reynis-
dóttir, f. 1955, vinnur hjá
Íslandspósti, og Árni
Hrólfsson, f. 1954, húsa-
smíðameistari, bús. í
Reykjaseli í Flóa.
Hrólfur
Árnason
30 ára Vignir býr á Litlu-
flöt í Rangárþingi ytra.
Hann vinnur við ýmiss
konar jarðvinnu.
Maki Elín Dögg Arnars-
dóttir, f. 1983, vinnur í
efnalaug.
Börn: Sigurbjörg Helga, f.
2004, Daníel Óskar, f.
2006, og Freyja Dögg, f.
2011.
Foreldrar: Þorsteinn
Ingvarsson, f. 1959, og
Hanna Einarsdóttir, f.
1960, vinna í efnalaug.
Vignir Freyr
Þorsteinsson
30 ára Signý er Reykvík-
ingur, stærðfræðingur að
mennt og vinnur hjá Arion
banka.
Maki: Leon Már Haf-
steinsson, f. 1983, vinnur
hjá Vífilfelli.
Börn: Natalía Rán, f.
2005, og Emilía Brá, f.
2010.
Foreldrar: Ólafur Njáll
Sigurðsson, f. 1958, fjár-
málastjóri hjá Sjóvá, og
Birna Hildur Bergsdóttir,
f. 1959, sérkennslustjóri.
Signý
Ólafsdóttir
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón