Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2014 VIÐSKIPTABLAÐ Steinn Logi segir að félagið sé skuldlítið og greiða eigi niður öll lán. Yfirtaka Blue- bird óskuldsett 6-7 Standandi fundir og sófafundir það sem kallað er eftir í dag. Fundarher- bergið breytist 11 Ítök auðjöfranna eru mikil á úkraínska þinginu. Óligarkarnir í Úkraínu 4 STAFRÆN PRENTUN! * Skv. sjodir.is 31. desember 2013. Ávöxtunartölur miðast við nafnávöxtun og er ávöxtun umfram 12 mánuði umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Hlutabréfasjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða, www.islandssjodir.is. eða á vib.is Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. FRAMÚRSKARANDI ÁRANGUR Í EIGNASTÝRINGU Síðasta ár var gjöfult á hlutabréfamarkaði og er þetta fimmta árið í röð sem Hlutabréfasjóðurinn skilar frábærum árangri. Fjárfesting í Hlutabréfasjóðnum er áhrifarík leið til þátttöku í hluta- fjárútboðum og jafnframt nýtur þú virkrar eignastýringar í íslenskum hlutabréfum. Íslensk hlutabréf* 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár Hlutabréfasjóðurinn 46,2% 34,7% 27,2% 25,6% 19,8% Landsbréf - Úrvalsbréf 29,3% 25,2% 17,3% 19,6% 15,0% Stefnir - ÍS-15 43,4% 33,4% 22,6% 20,9% 17,4% Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is HLUTABRÉFASJÓÐURINN SKILAÐI 46,2% ÁVÖXTUN ÁRIÐ 2013 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Síðustu fimm ár hafa greiðslur innlendra aðila í erlendri mynt til föllnu bankanna numið yfir 60% af nettó-gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Uppsafnaður undirliggjandi viðskiptaafgangur árin 2009-2013 var 415 milljarðar. Slíkur viðvarandi viðskiptaafgangur á sér engin fordæmi í hagsögu Íslands. Hefur þetta gerst í umhverfi þar sem innflutningur hefur verið í lágmarki og raungengi krónunnar hald- ist 20-30% undir sögulegu meðaltali. Þrátt fyrir það hefur Seðlabanka Íslands ekki tekist að nýta þetta ástand til að byggja upp neinn óskuldsettan gjaldeyrisforða að ráði. Er það í talsverðu ósamræmi við þær væntingar sem voru uppi þegar efnahagsáætlun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) var samþykkt árið 2009. Endurspeglar þetta þá staðreynd að gjald- eyrissköpun þjóðarbúsins hefur reynst minni en reiknað var með en ekki síður að greiðslur inn- lendra aðila til erlendra lánveitenda hafa verið gríðarlegar undanfarin ár. Þar skipta gjaldeyr- isgreiðslur innlendra aðila til gamla Lands- bankans (LBI), Glitnis og Kaupþings lang- samlega mestu máli. Samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur tekið saman nema þær í kringum 250 milljörðum 2009-2013. Greiðslur Landsbankans til LBI vega þar hvað þyngst en bankinn hefur tvívegis fyrir- framgreitt samtals 124 milljarða í gjaldeyri til LBI. Aðrar greiðslur til föllnu bankanna eru meðal annars tugmilljarða afborganir íslenskra fyrirtækja sem eru hluti af lánasöfnum Glitnis - Haf og Holt - en það eru gjaldeyrislán til sjávar- útvegsfyrirtækja og fasteignafélaga. Skuldir verða áfram greiddar upp Til viðbótar við greiðslur í erlendri mynt til föllnu bankanna þá hafa orkufyrirtækin verið í þeirri stöðu á liðnum árum að þurfa að borga hratt niður miklar erlendar skuldir – og ekkert útlit fyrir að það breytist í náinni framtíð. Upp- safnaðar greiðslur Landsvirkjunar og Orku- veitu Reykjavíkur til erlendra lánveitenda sinna nema um 140 milljörðum 2009-2013. Sé horft framhjá erlendum skuldum þjóðarbúsins við föllnu bankana þá eru um tveir þriðju af afborg- unum erlendra lána til 2018 skuldir orkufyr- irtækjanna. Eru áætlaðar erlendar afborganir Landsvirkjunar og OR um 206 milljarðar. Þær skuldir verða lítið endurfjármagnaðar heldur greiddar með handbæru fé frá rekstri. Fyrir liggur að aðþrengd staða þjóðarbús- ins mun ekki taka miklum breytingum. Spá Seðlabankans gerir ráð fyrir að undirliggjandi viðskiptajöfnuður snúist í halla 2015 og að inn- lendir aðilar þurfi að endurfjármagna um 385 milljarða til að standa straum af samnings- bundnum erlendum lánum til 2018. Yfir 60% farið til þrotabúa  Uppsafnaður viðskiptaafgang- ur 415 milljarðar  250 milljarða gjaldeyrisgreiðslur til þrotabúa Ísland greiðir niður erlendar skuldir Uppsafnað á tímabilinu 2009-2013 *Leiðrétt fyrir innlánsstofnanir í slitameðferð og Actavis **Miðað er við landframleiðslu að meðaltali 2009-2013 (1.631 milljarðar króna) Heimildir: Skýrslur Seðlabanka Íslands og ársreikningar fyrirtækjanna. Undirliggjandi viðskiptaafgangur* Gjaldeyrisgreiðslur innlendra aðila til föllnu bankanna Afborgarnir orkufyrirtækja af erlendum lánum 415 milljarðar Um 250 milljarðar Um 140 milljarðar 25,5% af landsframleiðslu** 15% af landsframleiðslu 9% af lands- framleiðslu Í desember 2011 staðfesti EFTA-dómstóllinn að þau fjármagnshöft sem Ísland hefði inn- leitt 2008 – af illri nauðsyn – samrýmdust EES-samningnum. Við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ætla að slíta formlega aðild- arviðræðum við ESB hefur því hins vegar nú verið haldið fram að hætta sé á því að EES- samningnum verði rift. Eru rökin þau að yf- irvöld séu nú í þeirri stöðu að þurfa að sýna fram á sem fyrst hvernig – og hvenær – þau áformi að afnema höftin og uppfylla skilyrði um frjálst flæði fjármagns. Þetta er vægast sagt sérkennileg túlkun. Fyrir liggur að íslenskum stjórnvöldum er heimilt, samkvæmt dómi EFTA, að viðhalda fjármagnshöftum á meðan ljóst þykir að fjár- málastöðugleika gæti að öðrum kosti verið ógnað vegna gengisveikingar krónunnar. Fyr- ir alla þá sem hafa ekki sett kíkinn fyrir blinda augað þá er sú hætta augljóslega enn til staðar – og ekkert útlit er fyrir að það breytist í bráð. Dómurinn staðfestir ennfremur að þjóðum EES er veitt mjög ríkt svigrúm til að ákveða sjálfar til hvaða aðgerða þær telja nauðsyn- legt að grípa til til að tryggja fjármálastöð- ugleika. Þótt Ísland verði nú ekki lengur formlegt umsóknarríki að ESB þá breytir það nákvæmlega engu um lögmæti fjármagns- hafta gagnvart skilyrðum EES-samningins enda snýst „slík ákvörðun,“ svo vitnað sé í dóm EFTA, „í mörgum tilvikum um grundvall- aratriði við mörkun efnahagsstefnu“. Skoðun Dómur EFTA Hörður Ægisson hordur@mbl.is Höft og EES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.