Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2014 8 VIÐSKIPTI Segja má að með Fannari Má Sveinssyni pípulagningamanni hafi starfsemi íslenskra iðnaðarmanna tekið stórt skref inn í framtíð- ina. Munurinn á Fannari Má og öðrum píp- urum er að hann reiðir sig mjög á netið og tekur við pöntunum í gegnum vefsíðuna sína, www.lagnalaginn.is „Mér fannst þetta vanta á íslenska mark- aðinn. Mig langaði að búa til þennan mögu- leika fyrir hinn almenna Íslending; að geta orðið sér úti um góðan pípara án þess að þurfa að þekkja vin sem á maka sem á frænda sem þekkir pípulagningamann sem á lausa stund. Vefsíðan var hugsuð sem leið fyrir fólk að nálgast þessa þjónustu á sem einfaldastan og þægilegastan hátt.“ Fannar byrjaði að starfa við pípulagn- ingar 2005, lauk sveinsprófi 2007 og hélt svo til Danmerkur þar sem hann starfaði í hálft fjórða ár. Fannar segir dvölina hjá Dönum hafa verið lærdómsríka og hann hafi þar lært ýmislegt um þjónustu og vinnuaðferðir sem hann svo gat tekið með sér aftur heim til Íslands. Vefurinn fer í loftið 2011 með lið- sinni markaðsráðgjafarstofunnar Nordic eMarketing. Pípulagningafyrirtækið rekur Fannar með kollega sínum Smára Frey Smárasyni. Stór hluti vinnuvikunnar fer í pípulagn- ingaþjónustu fyrir stærri viðskiptavini á borð við veitingastaði og hótel, en þess á milli sinna félagarnir verkefnum fyrir ein- staklinga, sem iðulega hafa samband yfir netið. „Vefsíðan gerir ekki bara auðveldra að ná sambandi við okkur heldur getum við birt á síðunni umsagnir annarra við- skiptavina. Því miður getur verið allur gang- ur á hversu vel iðnaðarmenn skila af sér verkum og það skiptir marga verulegu máli að geta haft einhverja vissu um verið sé að fá til verksins fagmann sem stendur við gef- in loforð, er heiðarlegur í viðskiptum og mætir á tilsettum tíma.“ Fannar heldur enn að hluta í gömlu að- ferðirnar því hann skipuleggur vinnuvikuna í pappírsdagbók. „En til hliðar við dagbók- ina er ég með úthringilista sem ég gríp til þegar verkefni detta út eða færast til. Þá er listinn tekinn fram og nýjum verkefnum bætt í gatið svo að bæði styttist biðin fyrir viðskiptavininn og aldrei er vannýttur tími í almanakinu.“ ai@mbl.is SvipmyndFannar Már Sveinsson Hægt að panta pípara yfir netið Morgunblaðið/Golli Orðsporið Fannar segir vefsíðuna m.a. nýtast sem tæki til að miðla umsögnum ánægðra við- skiptavina. Nýir viðskiptavinir vita því betur að hverju þeir ganga þegar þeir hafa samband. Þú getur ekki hlaupið frá því: Því lengri tíma sem þú eyðir í kyrrsetu, því verri verður heilsan og líftím- inn styttist, sama í hversu góðu formi þú ert. Nýj- ustu rannsóknir sýna að regluleg hreyfing dugar ekki til ef við eyðum stórum hluta ævinnar í kyrrsetu. Ein rannsóknin sýndi að við sitjum að meðaltalii 64 klst. á viku, 28 tím- um eyðum við standandi og 11 tím- um á ferðinni (ekki í markvissri hreyfingu). Við sitjum í vinnunni, í bílnum, við matarborðið, fyrir fram- an sjónvarpið. Kyrrsetunni er svolít- ið hægt að líkja við reykingar, reyk- ingar eru óhollar þó að þú sért mjög dugleg/ur að stunda markvissa hreyfingu með þeim. Hingað til höfum við talið að regluleg hreyfing dugi til að halda góðri heilsu. Nýjustu rannsóknir sýna að það dugar ekki. Við þurfum að tileinka okkur fjölbreytta hreyf- ingu við allt sem við tökum okkur fyrir hendur. Ef þú vinnur við tölvu og þarft að eyða þar mörgum stund- um, taktu þá hlé reglulega, gakktu um, náðu í vatn, jafnvel einnar mín- útu hlé gerir gagn. Kyrrsetan eykur líkur á hjarta- sjúkdómum, sykursýki og jafnvel krabbameini. Líkaminn hægir á sér við kyrrsetu og ákveðnir vöðvar verða minna virkir. Kyrrseta ýtir jafnvel undir þunglyndi. Ertu staðinn upp? Gott, því að það er það sem þú þarft að gera oftar ef þú stundar kyrrsetu af miklum móð. Bjóddu vinnufélaganum í göngu- fund, slíkir fundir virka ekki ein- göngu sem heilsueflandi heldur ýta þeir undir hugmyndaauðgi og lausn- armiðaða hugsun. Farðu og talaðu við vinnufélagana í stað þess að senda þeim tölvupóst. Gakktu um gólf þegar þú talar í símann. Pistill frá Stjórnvísi Kyrrseta jafnast á við reykingar Lilja Birgisdóttir www.stjornvisi.is Höfundur er iðjuþjálfi hjá Heilsuvernd. Landsbréf hf. högnuðust um 187 milljónir á síðasta ári, en árið á und- an var hagnaður félagsins sjö millj- ónir. Hreinar rekstrartekjur námu 969 milljónum króna á tímabilinu, en námu 443 milljónum króna rekstr- arárið 2012. Eignir í stýringu hjá Landsbréfum jukust um 33% milli ára og námu í árslok rúmum 110 milljörðum. 12 þúsund einstaklingar og lögaðilar eru með fjármuni í sjóð- um eða eignastýringu hjá félaginu. Eigið fé Landsbréfa í árslok nam 1.644 milljónum króna og eiginfjár- hlutfall þess reiknað samkvæmt lög- um um fjármálafyrirtæki var 115,5%, en þetta hlutfall má ekki vera undir 8% samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Í árslok 2013 önn- uðust Landsbréf rekstur 34 sjóða og félaga en þau höfðu verið 20 í árs- byrjun. Starfsmenn voru í árslok 19 talsins, en ári áður voru þeir 14. Hagnaður Landsbréfa 187 milljónir  Hagnaðurinn jókst um 180 milljónir milli ára HS orka tapaði 434 milljónum á síðasta ári, en til samanburðar var hagnaður árið á undan rúmir 5,5 milljarðar. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 7.031 milljónum á rekstr- arárinu 2013, samanborið við 6.881 milljónir árið 2012. Tap ársins af reglulegri starfsemi nemur 355 milljónum sam- anborið við 653 milljóna hagnað árið 2012. EBITDA var alls 2.603 millj- ónir í fyrra og lækkaði úr 2.923 milljónum árið 2012. Í tilkynningu til Kauphall- arinnar kemur fram að reikn- aðir fjármagnsliðir hafi afger- andi áhrif á afkomu fyrirtækisins nú eins og oft áður. Þar vegur þyngst breyting á virði afleiðna (framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði) sem er neikvætt um 4,14 milljarða króna en var neikvætt um 201 milljón á árinu 2012. Á móti vegur 1,6 milljarða króna gengishagnaður á árinu 2013, á árinu 2012 var hins vegar geng- istap 782 milljónir. HS orka tapaði 434 milljónum í fyrra Morgunblaðið/Ómar HS orka Framtíðarvirði álverðstengdra raforkusölusamninga HS orku réðu mestu um tapið, en neikvæð áhrif þeirra voru 4,14 milljarðar króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.