Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2014 6 VIÐSKIPTI VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is S teinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skipta og Húsasmiðjunnar, hefur keypt fraktflugfélagið Blueb- ird af Íslandsbanka ásamt eign- arhaldsfélaginu Haru Holding sem m.a. á Air Atlanta. Um er að ræða óskuldsetta yfirtöku, að sögn Steins Loga, sem tók við starfi starfandi stjórnarformanns um miðjan janúar. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1999, hefur verið rekið með hagnaði flest árin, en undanfarin tvö ár hefur það tapað miklum fjár- munum eða hátt í tveimur milljörðum króna. „Stóra verkefnið er að stöðva tapreksturinn, sem við reiknum með að takist á árinu, og leita svo leiða til að vaxa. Það góða er þó að eig- infjárhlutfallið er enn mjög gott og félagið á góða möguleika,“ segir hann. Viðmælendur blaðsins segja að vandi Blu- ebird á undanförnum árum hafi verið að það hafi í raun verið munaðarlaust. Icelandair Gro- up keypti félagið í uppsveiflunni en Samkeppn- iseftirlitið setti þau skilyrði að félagið yrði rek- ið sjálfstætt og eftir hrun var það tekið út úr Icelandair-samstæðunni og hefur verið í sölu- ferli frá ársbyrjun 2012. Fjármálakrísan hefur auk þess leitt til þess að fraktflug í Evrópu hef- ur dregist mikið saman. - Hver eru helstu tækifærin í kaupunum? „Bluebird er með 15 ára farsæla sögu, með góðan flugrekstur og orðstír þess er góður, og því er tækifæri til að byggja á þeim trausta grunni til að vaxa erlendis eftir að rekstrinum hefur verið snúið til betri vegar. En það er vitaskuld forgangsmál. Félagið starfar í dag á þröngri syllu og því eru tækifæri til vaxtar mý- mörg. Hægt væri að taka í notkun aðrar flug- vélar, en nú rekum við fimm Boeing 737, hægt væri að vaxa á öðrum mörkuðum eða jafnvel leigja í blautleigu flugvélar í farþegaflug. Eng- in áform eru uppi um áætlunarflug, það er allt önnur Ella,“ segir Steinn Logi. Blautleiga er þegar starfsemin felst í því að reka flugvélar, sem annaðhvort hafa verið keyptar eða leigðar án áhafnar, og síðan eru þær leigðar áfram en þá hefur ýmsum þjónustuþáttum verið bætt við, þ.e. áhöfn, við- haldi og tryggingum. Andstæðan við blaut- leigu er þurrleiga, og þá er vélin einungis leigð. Afla frekari verkefna - Hvernig munuð þið stöðva tapreksturinn? „Við róum nú öllum árum að því að afla frekari verkefna fyrir flugvélarnar. Við erum bjartsýnir á að það muni ganga vel.“ - Munuð þið draga saman seglin til að stöðva tapreksturinn? „Nei, það gengur ekki upp þar sem flug- rekstrarleyfi krefst vissra innviða sem má ekki skera niður. Þess vegna verður að leita leiða til að auka umsvif Bluebird og e.t.v. end- ursemja um flugvélaleigur,“ segir hann og nefnir að Bluebird reki fimm flugvélar; á eina og leigir fjórar. - Hvort eru samningar við ykkar við- skiptavini alla jafna langir eða stuttir? „Vandinn við að reka flugfélög í blaut- leigurekstri er í hnotskurn þessi: Flugvéla- leigusamningarnir eru yfirleitt lengri en verk- efnasamningarnir. Þegar samdráttur er í efnahagslífinu eiga viðskiptavinir því hægara um vik að segja upp sínum samningum, sem sagt tekjunum okkar, en á sama tíma eigum við erfiðara með að segja upp okkar leigu, þ.e. kostnaðinum. Þetta á sérstaklega við um frakt- flug.“ - Eru tækifæri til að Air Atlanta og Blueb- ird vinni saman með einhverjum hætti til að hagræða? „Rekstur fyrirtækjanna er algerlega að- skilinn. Aftur á móti ef það eru tækifæri til að hagræða t.d. með kaupum á eldsneyti eða tryggingum í sameiningu verður það skoðað.“ Hófst með einni flugvél - Segðu mér aðeins frá Bluebird. „Bluebird var stofnað árið 1999 af mönn- Morgunblaðið/Kristinn Steinn Logi BjörnssonSteinn Logi aftur í  Kaupin á Bluebird voru óskuldsett  Steinn Logi Björnsson og eignarhaldsfélagið Haru sem m.a. á Air Atlanta keyptu Bluebird á dögunum  Steinn L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.