Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2014 4 VIÐSKIPTI LOST IN TRANSLATION ? 我们提供中文翻译服务 Мы переводим на русский язык เรารับแปลเป็นภาษาไทย Chúng tôi dịch ra tiếng việt Türkçe'ye çeviri yapıyoruz Nous traduisons vers le français Verčiame į lietuvių kalbą Tłumaczymy na polski Tradução para o português Traducimos al castellano Oversættergruppen H.C Andersens Boulevard 47, 1 DK-1553 København V www.oversaettergruppen.dk info@oversaettergruppen.dk Tlf.: 0045 38 41 61 00 Fax.: 0045 43 71 61 08 Atvinnuleysi mældist 6,8% í janúar, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Samkvæmt upplýsingum Vinnu- málastofnunar var skráð atvinnu- leysi 4,5% í janúar. Er þetta mikil aukning á milli mánaða samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands því í desember mældist atvinnuleysið 4,4%. Í janúar 2014 voru að jafnaði 181.700 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 169.300 starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. At- vinnuþátttaka mældist 79,3%, hlut- fall starfandi 73,9% og atvinnuleysi var 6,8%. Samanburður mælinga í janúar 2013 og 2014 sýnir að at- vinnuþátttaka jókst um 0,7 pró- sentustig og hlutfall starfandi lækk- aði um 0,2 prósentustig. Hlutfall atvinnulausra hækkaði á sama tíma um eitt prósentustig. Atvinnulausum fjölgaði um 2.900 manns frá desember 2013 Árstíðaleiðréttur fjöldi fólks á vinnumarkaði í janúar 2014 var 186.000 sem jafngildir 80,9% at- vinnuþátttöku sem er fækkun um 500 manns frá desember 2013, en hlutfallið þá var 81,4%. Fjöldi at- vinnulausra í janúar var 11.400 og hafði jölgað um 2.900 manns frá því í desember 2013. Hlutfall atvinnu- lausra var 6,1% í janúar en var 4,5% í desember. Fjöldi starfandi fólks í janúar var 174.600 en var 178.000 í desember. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu jókst atvinnuleysi um 1,6 prósentustig á milli mánaða og hlutfall starfandi minnkaði um 1,7 prósentustig. Leitni árstíðaleiðréttingar á vinnuaflstölum sýnir að síðustu sex mánuði hefur hlutfall og fjöldi at- vinnulausra nánast staðið í stað á meðan dregið hefur úr atvinnuþátt- töku og hlutfalli starfandi fólks, segir í frétt Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi mældist 6,8% í janúar að sögn Hagstofu  Hjá Vinnumálastofnun var það skráð 4,5% Fjölgaði um 2.900 frá desember Morgunblaðið/Golli Óbreytt Síðustu sex mánuði hefur fjöldi atvinnulausra nánast staðið í stað á meðan dregið hefur úr atvinnuþátttöku, að sögn Hagstofu Íslands. SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Í ríkjum Sovétríkjanna fyrrverandi hafa tengslin milli viðskipta og stjórnmála oft verið æði óljós, og í flestum þeirra hefur risið upp ný stétt auðmanna, hinna svonefndu ólígarka. En áhrif óligarkanna á hina pólitísku framvindu hafa í gegnum tíðina hvergi verið meiri en í Úkraínu. Spilar þar inn í að margir þeirra hafa náð kjöri til löggjaf- arþingsins í Kænugarði og nýtt sér áhrif sín þar til að tryggja sér frek- ari landvinninga á viðskiptasviðinu. Margt er óvíst um framvindu mála í Úkraínu eftir fall Janúkóvits forseta. Ein spurningin er hver staða ólígarkanna verður, en þeir studdu flestir Janúkóvits bak við tjöldin. Ítökin mikil í stjórnkerfinu Áður en stjórn Janúkóvits féll höfðu ýmsir stjórnmálaskýrendur bent á að veiki hlekkurinn í yfirráðum hans væru ólígarkarnir. Vegna ítaka sinna í stjórnmálum hefðu myndast í kringum þá „valdablokkir“ á lög- gjafarþinginu, sem höguðu atkvæð- um sínum að mestu leyti eftir þeim vindi sem ólígarkinn vildi sigla hverju sinni. Þannig mætti beita þá þrýstingi til þess að fá þá til að láta af stuðningi sínum við Janúkóvits. Sem dæmi um þau ítök sem óligarkarnir hafa í úkraínskum stjórnmálum má nefna að Rínat Akhmetov, ríkasti maður Úkraínu, og fyrrum þingmaður fyrir Hér- aðaflokkinn, flokk Janúkóvíts, er talinn ráða yfir um fimmtíu atkvæð- um á þinginu, en þar sitja 449 þing- menn að jafnaði. Sem dæmi um ítök hans má nefna að í janúar á þessu ári hlutu fyrirtæki Akhmetovs 31% af öllum opinberum útboðum á veg- um ríkisins, og var það einungis Oleksander Janúkóvits, sonur for- setans, sem hlaut fleiri útboð í þeim mánuði. Annar valdamikill ólígarki er Dmytro Fírtash, en hann ræður yfir megninu af títaníum-framleiðslu landsins auk þess sem hann er leið- andi fjárfestir í orkuiðnaði í Úkra- ínu og löndum Mið-Evrópu. Þó að Fírtash hafi ekki, ólíkt mörgum kollegum sínum, setið sjálfur á úkraínska þinginu er til sérstakur „Fírtash-hópur“ þar, sem telur um þrjátíu þingmenn. Þeirra á meðal er Igor Bojko, sem var um tíma að- stoðar-forsætisráðherra landsins. Það mætti telja lengi enn þá úkraínsku ólígarka og þátt þeirra í úkraínskum stjórnmálum. Hér verður þó látið nægja að nefna einn í viðbót, Petro Porosjenkó, en hann ræður yfir Roschen, einum helsta súkkulaðiframleiðanda landsins. Hefur hann stundum verið upp- nefndur „súkkulaðikóngurinn“ vegna þess. Porosjenkó sat á úkra- ínska þinginu frá 1998 til 2007 og varð utanríkisráðherra landsins 2009-2010 í ríkisstjórn Júlíu Tímósj- enkó. Árið 2012 skipaði Azarov, þá- verandi forsætisráðherra, hann sem ráðherra efnahagsþróunar og við- skipta. Í kjölfarið settist hann aftur á þingið en hann bauð sig þá fram utan flokka. Ólíkt mörgum af óli- görkunum studdi Porosjenkó mót- mælin frá upphafi, sem leiddi til þess að Rússar settu innflutnings- hömlur á konfekt frá Úkraínu. Þeg- ar Azarov sagði af sér fyrr á árinu voru vinsældir Porosjenkós slíkar að hann var talinn einna líklegastur til að vera útnefndur eftirmaður hans. Flúðu sökkvandi skip Fyrir utan Porosjenkó studdu flest- ir ólígarkarnir við bakið á Janúko- víts þegar mótmælin gegn stjórn hans hófust í nóvember síðast- liðnum. Benti fátt til þess að breyt- ing yrði á þar til í síðustu viku að Akhmetov reið á vaðið og hvatti til þess að friðsamleg lausn myndi finnast og að forðast mætti frekari blóðsúthellingar. Fleiri fylgdu í kjölfarið með álíka yfirlýsingar. Þegar vopnahléið sem hafði verið samþykkt á föstudegi hélt ekki á laugardegi var ólígörkunum nóg boðið og voru þá flestir búnir að senda frá sér yfirlýsingar þar sem beinum og óbeinum stuðningi var heitið við mótmælin. Þingið fylgdi svo í fótspor þeirra og setti Janúko- vits af. En hverjar voru ástæður sinna- skiptanna? Segja má að Janúkóvits hafi grafið sér sína eigin gröf þegar hann ákvað að láta hart mæta hörðu. Eftir því sem fleiri fregnir af ofbeldi bárust jukust líkurnar á því að heimsbyggðin myndi grípa til að- gerða gegn Úkraínu sem gætu kom- ið sér illa fyrir viðskiptalífið. Því þó að mótmælin hafi öðrum þræði snú- ist um stöðu landsins gagnvart Evr- ópusambandinu og Rússlandi, þá var ólígörkunum að mestu leyti nokkuð sama um það hvorum megin hryggjar landið lenti. Þegar sú hætta skapaðist að Úkraína yrði út- lagaríki sáu þeir sæng sína upp- reidda. Nú er spurningin sú hvort ólígarkarnir muni uppskera þann stöðugleika sem þeir sækjast eftir. Verður ólígörkunum hampað? AFP Tollering Rinat Akhmetov, ríkasti maður Úkraínu og eigandi Shaktar Donetsk, hefur mikil ítök í landinu.  Ólígarkar í Úkraínu hafa meiri ítök í stjórnmálum lands síns en tíðkast annars staðar  Ríkasti maður landsins sat á þingi til skamms tíma  „Súkkulaðikóngurinn“ nefndur sem hugsanlegur forsætisráðherra  Haga seglum sínum eftir vindi og styðja þann sem tryggir stöðugleika Rínat Akhmetov, ríkasti maður Úkraínu, fæddist 21. september 1966, og er tatari. Faðir hans var kolanámumaður og átti Rínat fábrotna æsku. Margt er á huldu um það hvernig Akhmetov komst til metorða, og hafa verið uppi sögusagnir um mafíutengsl og skipulagða glæpastarfsemi. Sjálfur tekur hann fyrir það og segist hafa orðið ríkur á áhættufjárfest- ingum með kol og koks í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna. Vitað er að Akhmetov varð á þessum tíma hægri hönd viðskipta- mannsins Akhats Bragin, eiganda knattspyrnuliðsins Shaktar Donetsk, en talið var að hann væri jafnframt leiðtogi einnar öflugustu glæpak- líku Úkraínu. Þegar Bragin lést í kjölfar dularfulls sprengjutilræðis árið 1995 varð Akhmetov að eiganda og síðar forseta Donetsk, en umferð- artafir urðu til þess að Akhmetov var hvergi nærri þegar sprengjan sprakk. Akhmetov hefur verið einn helsti styrktaraðili Héraðaflokksins, flokks Janúkóvits forseta, síðustu árin. Akhmetov varð þingmaður fyrir flokkinn árið 2006 og sat á þinginu til 2012. Hann mun þó hafa mætt sjaldan til þingstarfa sinna. Fékk fótboltalið eftir sprengjuárás RÍKASTI MAÐUR ÚKRAÍNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.