Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2014 VIÐSKIPTI 7 um sem áður höfðu starfað við fraktflutninga, m.a. fyrir Cargolux, og þekktu því vel til. Þetta hófst með kaupum á einni Boeing 737 flugvél, en þegar mest var hafði félagið yfir að ráða átta vélum. Og félagið hefur verið arð- bært nær öll árin nema tvö síðastliðin ár. Öll þessi ár hefur það sinnt fraktflugi til og frá Ís- landi ásamt því að sinna blautleigu. Þá er mis- jafnt hvort vélarnar eru leigðar áfram í lengri tíma eða í einstakar leiguflugferðir. Stór hluti rekstrarins hefur verið þjónusta við hraðflutn- ingafyrirtækin UPS, TNT og DHL. Hér starfa um 70 manns en um helmingur er áhafn- armeðlimir sem eru bæði fastir starfsmenn svo og verktakar.“ - Hve stór hluti af rekstrinum er fraktflug til og frá Íslandi? „Bluebird rekur fimm flugvélar og starf- semin er mjög alþjóðleg. Ein vél flýgur til og frá Íslandi og fjórar sinna verkefnum erlendis. Stærri hluti veltunnar kemur þó frá Íslandi en sem nemur fjölda vélanna, það skapar meiri veltu að sinna flugfrakt fyrir eigin reikning en að leigja flugvélar í blautleigu. En vaxt- artækifærin eru erlendis og umfang rekstr- arins er mun meira erlendis.“ - Hvert leigið þið flugvélarnar? Um allan heim? „Markaðssvæði okkar er í raun allur heimurinn en um þessar mundir eru allar flug- vélarnir í Evrópu.“ Fyrri reynsla nýtist vel - Þú hófst störf hjá Bluebird um miðjan jan- úar, hvernig gengur að komast inn í málin? „Það gengur vel, ég þekki flugrekstur vel frá fyrri tíð, en ég var í 20 ár hjá Icelandair, þótt ég hafi ekki verið sérfræðingur í frakt- flutningum. Snemma á ferlinum var mér falið að hafa umsjón með blautleigu ásamt sölu og kaupum á flugvélum, og sú reynsla nýtist vel í þessu starfi.“ - Hvernig kom samstarfið við eigendur Atlanta um kaupin til? „Bluebird var í söluferli og eigendur Atl- anta ákváðu að kanna hvort þar leyndist munum á næstu misserum greiða niður þau lán sem eftir eru.“ - Hefur þú áður verið að fjárfesta? „Ég hef ekki áður tekið þátt í stórri fjár- festingu, hef einungis verið að fjárfesta í hluta- bréfum eins og hver annar. Ég er ekki stór- eignamaður. Þetta er þess vegna töluverð fjárfesting fyrir mig. En ég hef mikla trú á að þetta muni ganga upp.“ - Hvernig kemur það til að þú sem hefur verið yfirmaður hjá Icelandair, forstjóri Húsa- smiðjunnar og Skipta fjárfestir núna í eigin rekstri? „Þegar ég var í MBA-námi í Bandaríkj- unum sá ég fyrir mér að í framtíðinni yrði ég minn eigin herra. En svo bauðst mér skemmti- leg vinna sem ég sökkti mér í. Samhliða meiri ábyrgð fékk ég betri laun – og þá varð sífellt erfiðara að skipta um kúrs. Ætli ég hafi ekki bara þurft þetta spark í rassinn? Mögulega hefði verið betra að fara fyrr út í eigin rekstur, en þess í stað er ég reynslumeiri þegar ég tekst á við áskorunina.“ áhugavert tækifæri. Ég hef þekkt þá lengi, þeir vissu að ég hafði nýlega látið af störfum hjá Skiptum og spurðu hvort ég hefði áhuga á að taka slaginn með þeim. Ég hafði mikinn áhuga á því og við sömdum um að ég myndi eiga helmingshlut í félaginu á móti þeim. Þetta gekk hratt fyrir sig, hófst seint í desember og tók okkur aðeins nokkra virka daga að ná sam- an.“ Upplýst var um starfslok Steins Loga hjá Skiptum í nóvember. - Eru þetta skuldsett kaup? „Nei, einungis eigið fé.“ Skuldar lítið - En í hvernig standi er fyrirtækið, er það mjög skuldsett? „Nei, fyrirtækið er í mjög góðu standi og í því felst einmitt tækifærið að okkar mati. Það hefur ávallt haft yfir nægu lausafé að ráða og því getað staðið í skilum og því hefur orðsporið ekki beðið hnekki á erfiðum tímum, og hefur jafnframt haft burði til þess að halda innvið- unum öflugum. Fyrirtækið er skuldlítið, við flugið Logi segir að félagið sé með sterkt eiginfjárhlutfall og á næstu misserum verða þau lán sem eftir eru greidd upp  „Tækifæri til vaxtar mýmörg“ Yfirskrift aðalfundar Samtaka ferða-þjónustunnar árið 2001 var: Milljónferðamenn til Íslands árið 2015 –hvernig tökum við á móti þeim? Á þessum tíma var Steinn Logi formaður samtak- anna og var framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group. En nú er því einmitt spáð að milljón ferðamenn heimsæki landið árið 2015. Rúm- lega 780 þúsund manns komu til Íslands um Keflavíkurflugvöll í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en talningin nær til um 96% erlendra gesta. Steinn Logi hefur mikla trú á að ferðaþjónustan geti náð enn betri árangri og kemur um þessar mundir að stofnun ferða- skrifstofu á netinu sem stefnt er á að muni hefja starfsemi sína á næsta ári. Unnið að þessu í mörg ár „Ég hef lengi haft trú á því að ferðaþjónustan myndi ná þetta góðum árangri ef rétt væri haldið á spilunum, og sagði það margoft við fjölmiðla,“ segir hann. „Þennan árangur ber ekki að þakka gengisfalli krónu eða gosinu í Eyjafjallajökli, þótt það hafi lagt sitt af mörk- um, heldur hefur kerfisbundið verið unnið að þessu í mörg ár. Þetta féll ekki af himnum of- an, og það er engin ástæða til að ætla að ferða- mannastraumurinn til landsins muni dragast saman ef tekið er á móti honum með viðeig- andi hætti; gerðar ráðstafanir hvernig best sé að haga málum við vinsæla ferðamannastaði og gætt að því að vegakerfið ráði við umferðina. Það má nefnilega leiða að því líkum að fleiri bílaleigubílar séu á vegunum í júlí en íslenskir, þegar tekið er tillit til þess fjölda kílómetra sem ekinn er,“ segir hann og nefnir að það sé mikilvægt að dreifa ferðamönnum betur um landið á fleiri áfangastaði og yfir árið til að bæta arðsemin ferðaþjónustunnar. – En verkefnið að lengja ferðamanna- tímabilið til að auka arðsemi fyrirtækja, á langt í land? „Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 40% í janúar á milli ára. Ferðamanna- tímabilið er því að lengjast verulega. En það verður aldrei þannig að jafn margir komi á einum mánuði á veturna og sumr- in.“ – Hvað væri ásættanlegt að tímabilið ut- an háannatíma væri langt? „Fjöldinn sem nú sækir landið heim breytir miklu og bætir arðsemina í grein- inni. Nú koma flestir ferðamennirnir á vet- urna til Reykjavíkur og fara dagsferðir út fyrir borgarmörkin eða gista mögulega eina nótt. Þetta er þegar farið að hafa mikil áhrif á arðsemi og umferð á Vesturlandi og Suðurlandi. Sá fjöldi er ásættanlegur, en nú er næsta skref að efla ferðamannastaði sem eru fjær Reykjavík. Það er áskorunin, að dreifa þeim betur um allt landið.“ Ísland er jafn stórt og England – Getur ferðamannastraumurinn aukist mikið yfir háannatímann? Leifsstöð er visst stór og fleira í þeim dúr. „Ísland er jafn stórt land og England. Þar búa yfir 50 milljónir manna, þetta er því bara spurning um skipulag. Það má vel nýta Leifsstöð betur yfir sólarhringinn og fljúga allan daginn. easyJet flýgur til að mynda hingað klukkan níu á morgnana og flýgur aftur út klukkan tíu án vandkvæða. Íslensku flugvélarnar eru yfirleitt annars vegar fyrr á ferðinni eða hins vegar seinni hluta dags. Lággjaldaflugfélagið flýgur hingað 15 sinnum á viku í vetur og það ber ekkert á þessu í janúar og febrúar. En það er líka æskilegt að huga að stækkun Leifs- stöðvar til að mæta aukinni eftirspurn.“ Spáðu fyrir um ferða- mannastrauminn 2001 SAF ræddu möguleika á miklum fjölda ferðamanna fyrir 13 árum Lífeyrissjóðir eru orðnir atkvæðamiklir í íslensku atvinnulífi og þykir Steini Loga vandmeðfarið það vald sem fámennur hópur hefur öðlast. Á árunum fyrir hrun hafi þeir yfirleitt gætt að því að vera hlutlausir fjárfestar en á árunum eftir hrun þegar sjóðirnir séu orðnir umsvifameiri í hlut- hafahópum séu þeir „orðnir meiri gerendur í atvinnulífinu.“ Hann var forstjóri Skipta en lífeyr- issjóðir hafa þar tögl og hagldir. „Þetta er snúin staða; það getur verið eðlilegt sjónarmið að Lífeyrissjóðir vilji beina meira af fjárfestingum sínum inn í atvinnufyrirtækin og þá kemur til ávörðunar um hve virkir þeir vilja vera í stjórn þessara fyrirtækja. Sumir þeirra hafa á móti bent á að ekki séð eðlilegt að fámennur hópur lítilla einkafjárfesta komist í leiðandi stöðu í þessum fyrirtækjum bara vegna þess að líf- eyrissjóðirnir séu óvirkir í stjórn. Þessi rök heyrast frá sumum í lífeyrissjóðunum. En það eru til góð dæmi um það þegar þetta fyrirkomulag er einmitt vel lukkað. Í Högum er hópur einkafjárfesta sem á tiltölulega lítinn hlut en er samt leiðandi í félaginu. Það félag hefur gengið vel og það ríkir almenn ánægja með hvernig til tókst. En þrátt fyrir að lífeyrissjóðir séu hlutlausir fjárfestar í fyrirtæki geta þeir stappað niður fæti á aðalfundi félagsins ef aðrir hluthafar eða stjórnendur hafa ekki hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi. Þetta er vandmeðfarið og þarf að finna eðlilegan meðalveg þarna, einkum ef sömu einstaklingarnir koma víða við í stjórnum fyrir hönd lífeyrissjóðanna,“ segir hann Steinn Logi þekkir vel til skráningar Haga en hann var stjórnarformaður fyrirtækisins áður en það var skráð á markað. Sömuleiðis þekkir hann vel til þess þegar TM fór á markað en hann var þá varaformaður stjórnar. Vandmeðfarið vald lífeyrissjóðanna RAK FYRIRTÆKI Í EIGU LÍFEYRISSJÓÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.