Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2014 9 DAGSKRÁ 12.30 Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á menntatorgi. 13.00 Setning. Margrét Kristmannsdóttir, varaformaður Samtaka atvinnulífsins. 13.10 Svo lengi lærir sem lifir. Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. 13.40 Frá handahófskenndri fræðslu til faglegrar fræðslustefnu. Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor. 14.05 Samspil fyrirtækja og menntakerfis. Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs. Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á menntatorgi. 15.00 Mikilvægi iðn- og tæknimenntunar. Bolli Árnason, framkvæmdastjóri Meitils og GT Tækni. 15.25 Hvað vill unga fólkið og hvers vegna? Niðurstöður nýrrar rannsóknar meðal framhaldsskólanema. Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir. 16.00 Menntaverðlaun atvinnulífsins 2014. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin. 16.30 Ráðstefnulok. Ráðstefnustjóri er Eggert B. Guðmundsson, forstjóri N1. Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is Mánudaginn 3. mars á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00-16.30 Hvers virði er falleg skrifstofa? Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Þungu litirnir sem áður voru áber- andi eru nánast dottnir út og í stað- inn njóta ljósir litir aukinna vin- sælda. Síðan er ekki óalgengt að fyrirtæki séu ófeimin við að koma kannski með einn skæran og glaðan lit inn í skrifstofurýmið,“ segir Jó- hannes Ingimarsson um tískuna í skrifstofuhúsgögnum í dag. Jóhannes er sölufulltrúi skrif- stofudeildar hjá InnX innréttingum. Hann segir mikinn mun geta verið á því hvernig húsgögn verða fyrir val- inu eftir því hvort verið er að inn- rétta skrifstofu frá grunni eða bæta við þau húsgögn sem fyrir eru, s.s. ef þarf að stækka reksturinn og fjölga starfsfólki. „Ef innréttað er frá grunni er mikið beðið um hvítan enda hlutlaus litur sem getur gengið með flestu, en ef um er að ræða við- bætur er viðaráferð ríkjandi, hvort sem það er eik eða beyki.“ Eftirspurn handan við hornið Að sögn Jóhannesar er salan á skrifstofuhúsgögnum smám saman að glæðast en um leið sé sam- keppnin hörð. InnX selur einkum dönsk skrifborð og þýska skrif- borðsstóla og hafi það hjálpað til í samkeppninni að krónan hefur eitt- hvað styrkst gagnvart evru. „Sam- keppnin er ákaflega hörð og þarf að bjóða mjög hagstætt verð til að eiga einhvern möguleika á að ná sölu,“ útskýrir hann en bætir við að mark- aðurinn eigi enn mikið inni. Jóhann- es bendir á að bera megi saman verslun með skrifstofuhúsgögn og sölu á nýjum bílum eftir hrun, að mörg róleg ár sé til marks um upp- safnaða þörf. „Ég held að handan við hornið sé aukin eftirspurn, þó að ég reikni alls ekki með að sölutöl- urnar verði í bráð eins og þær voru á árunum fyrir hrun. Mest er þörfin sennilega hjá sveitarfélögunum og ríkinu en þar er greinilega enn mik- ið aðhald á meðan atvinnulífið er smám saman að glæðast og tekið að kaupa skrifstofuhúsgögn á ný. Á endanum þarf að endurnýja og upp- færa og ekki hægt að standa enda- laust á bremsunni þegar kemur að húsgögnunum á vinnustaðnum.“ Hugsað fyrir spjaldtölvunni Framleiðendur skrifstofuhúsgagna eru stöðugt að finna upp á nýj- ungum til að gera húsgögnin bæði þægilegri og fallegri. Jóhannes seg- ir von á nýjum stól í búðina sem er skemmtilegt dæmi um hvernig hönnuðir skilja breyttar þarfir nýrr- ar kynslóðar skrifstofufólks. „Fram- leiðandinn Steelcase á heiðurinn að skrifborðstólnum Gesture, sem er þó enginn venjulegur skrifborðs- stóll. Á meðan flestir eru orðnir van- ir stólum þar sem stilla má bakið og setuna á alla vegu þá fer Gesture skrefinu lengra með stólörmum sem færa má til á alla kanta,“ útskýrir Jóhannes. „Ástæðan fyrir þessu er að skrifstofufólk í dag – og þá ekki síst yngsta kynslóðin hjá fyrirtækjunum – er ekki bara að skrifa á lykla- borðið og horfa á stóran tölvuskjá beint fyrir framan sig, heldur líka að skoða upplýsingar á snjallsímanum eða vinna með efni í spjaldtölvunni. Þessi nýju tæki fá fólk til að vera í allt öðrum stellingum við vinnuna og það er eitthvað sem fyrri skrif- stofustólar eru ekki endilega hann- aðir fyrir.“ Tæknin er líka að verða þess valdandi að stærð borðflatarins á skrifborðum er að breytast. „Þegar tölvuskjáirnir breyttust frá því að vera stórir túbuskjáir yfir í að verða nettir flatskjáir þurftu borðin ekki lengur að vera svo djúp, og með ört minnkandi skjalabunkum þurfti ekki heldur jafnstóran vinnuflöt. Skrifborðin hafa því verið að minnka jafnt og þétt allt þar til á síðustu árum að þau tóku að stækka á ný,“ segir Jóhannes og reiknast til að þegar skrifborðin voru hvað smæst hafi mest selst af borðum sem voru um 160 cm á breidd. „Núna er meirihluti seldra borða 180 cm á breidd og held ég að aðalástæðan sé að mjög víða eru starfsmenn með fleiri en einn tölvu- skjá fyrir framan sig. Þegar skjáirn- ir eru orðnir tveir, þrír eða jafnvel fleiri þá þarf skrifborðið að vera breiðara sem því nemur.“ Uppsöfnuð þörf fyrir ný húsgögn  Sala á skrifstofuhúsgögnum er smám saman að glæðast á ný  Nýjar lausnir taka mið af t.d. mikilli notkun snjallsíma og spjaldtölva á vinnustöðinni  Ekki sama frelsið í litavali þegar verið er að bæta við húsgögnum og þegar verið er að innrétta allt nýtt frá grunni Umhverfið „Núna er meirihluti seldra borða 180 sm á breidd og held ég að aðalástæðan sé að mjög víða eru starfs- menn með fleiri en einn tölvuskjá fyrir framan sig,“ segir Jóhannes um þróunina upp á síðkastið. Úthugsað Gesture-stóllinn hefur arma sem stillast á alla vegu og hentar vel þeim sem nota snjalltæki. Stuðningurinn er allur á réttum stöðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.