Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2014 Hagnaður Regins hf á síðasta ári nam 2.434 milljónum, en heild- arrekstrartekjur félagsins voru 4.043 milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir nam 2.474 milljónum, en bókfært virði fjárfestingaeigna nam í árslok 40.122 milljónum. Hækkaði virði eigna um 2.250 milljónir á árinu. Vaxtaberandi skuldir voru 24.837 milljónir í lok árs 2013 samanborið við 19.297 milljónir í árslok 2012. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að eignasafn Regins samanstandi af fullgerðu atvinnu- húsnæði með háu útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Heildarfermetrafjöldi 192 þúsund Í lok árs 2013 átti Reginn 45 fast- eignir. Heildarfermetrafjöldi fast- eignasafnsins var 192 þúsund í árs- lok og þar af voru 172 þúsund útleigjanlegir fermetrar. Útleigu- hlutfall fasteignasafnsins er um 98% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi. Stærstu eignir Regins eru verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi. Í febrúar 2013 var gerð breyting á fjárfestingastefnu félagsins, lögð var frekari áhersla á sterkt eigið fé og skýra arðsemiskröfu. Í mark- miðum félagsins er gert ráð fyrir að eignasafn þess allt að tvöfaldist á næstu fimm árum frá samþykkt fjárfestingastefnu. Frá hausti 2012 hefur verið unn- ið að stækkun og styrkingu á eignasafni félagsins. Á því tímabili hafa verið gerðir samningar um kaup á fimm minni fasteigna- félögum og tveimur fasteignum. Þessi kaup sem öll eru í samræmi við fjárfestingastefnu félagsins, styrkja tekjugrunn og bæta arð- semi og afkomu, að því er fram kemur í tilkynningu. Félögin sem keypt voru eru: Stórhöfði ehf., Gos- hóll ehf., Almenna byggingafélagið ehf., Summit ehf. og VIST ehf. Auk þess keypti félagið tvær stakar eignir Ofanleiti 2 og Austurstræti 16. Hagnaður Regins var 2,4 milljarðar  Virði eigna félagsins jókst um 2,2 milljarða króna árið 2013 Morgunblaðið/Kristinn Forstjórinn Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, hringir bjöllunni. Einnig til leigu: Ármúli 3 104 Reykjavík 1.128 m2, skrifstofuhúsnæði Ármúli 13 104 Reykjavík 367 m2, skrifstofuhúsnæði með lokuðum bílakjallara Hverafold 1-3 112 Reykjavík 387 m2, verslunarhúsnæði Hamraborg 9 200 Kópavogur 370 m2, verslunar- og skrifstofuhúsnæði Landfestar ehf. eru fasteignafélag í eiguArion banka.Markmið félagsins er að þróa öflugt fyrirtæki á fasteignamarkaði. Félagið hefur til umráða umhundrað þúsund fermetra af góðuhúsnæði. Stærsti hluti þess er skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.Meðal helstu leigutaka félagsins eru bæði ríkisstofnanir og nokkur af stærri fyrirtækjum landsins. Landfestar ehf. Sími 422 1400,www.landfestar.is Vandað, fullinnréttað húsnæði á góðum stað í höfuðborginni. Um er að ræða tvær hæðir: Jarðhæð: 444,5 m2 fullinnréttað rými sem áður hýsti MP banka. Mikið er lagt í hönnun og frágang og rýmið er sérlega glæsilegt. Húsnæðið skiptist í opin rými, fundarherbergi og starfsmannaaðstöðu. Með rýminu fylgja 4 stæði í lokuðu bílastæðahúsi. 2. hæð: 939 m2 fullinnréttað rými sem skiptist í fimm stór opin rými, fundarherbergi, mötuneyti og setustofu. Sérstakur dagsbirtu-ljósabúnaður (RGB) er í rýminu þar sem ljósmagni er stýrt eftir birtustigi utandyra. Allar boð- og raflagnir eru í hæsta gæðaflokki. Með húsnæðinu fylgja 20 bílastæði í lokuðu bílastæðahúsi. Tækifæri fyrir fyrirtæki sem leita að húsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Glæsilegt skrifstofu- og verslunarhúsnæði Borgartúni 26, 105 Reykjavík Upplýsingar veitir: Jón Grétar Jónsson rekstrarstjóri s. 442 1400 / 856 1413 jon@landfestar.is islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir eftir umsóknumum styrki Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir verkefni á sviði umhverfismála með sérstakri áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á þessum sviðum. Heildarupphæð úthlutunar er allt að fimm milljónum króna. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans má finna á vef Íslandsbanka. Umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á: · Greinargóð lýsing á verkefninu · Verk- og tímaáætlun · Ítarleg fjárhagsáætlun · Upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis · Ársreikningur · Upplýsingar um eignarhald og rekstrarform Úthlutunardagur er 2. apríl 2014 Sækja skal um á vef Íslandsbanka til ogmeð 3. mars 2014. E N N E M M / S ÍA / N M 6 16 3 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.