Morgunblaðið - 27.02.2014, Page 11

Morgunblaðið - 27.02.2014, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2014 11 AWorld of Service Við erum í hádegismat Við bjóðumupp á hollan og góðan hádegisverð alla virka daga fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Fjóra daga vikunnar bjóðum við upp á tvo rétti, til að mæta þörfum semflestra. Skoðaðumatarmálin hjá þér og vertu í samband við veitingasvið ISS. www.iss.is - sími 5 800 600.„Við leggjum metnað í góðan og hollan hádegisverð” Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Edda Rún Ragnarsdóttir innanhúss- arkitekt segir stóru opnu rýmin sem voru ríkjandi í góðærinu hafa vikið fyrir smærri rýmum. „Opnu rýmin eru þá kannski hugsuð fyrir 12-13 manns, og alls ekki fleiri en 15. Góður sýnileiki og léttleiki er enn ráðandi þáttur í hönnun skrifstofa og gler- veggir notaðir til að skipta vinnu- staðnum niður í opin rými og smærri skrifstofur og fundarsali eða hálfopin rými þar sem eru glerveggir en engar lokanlegar dyr. Rýmið þarf að vera þannig að starfsmaðurinn geti stýrt sínu vinnuumhverfi og fært sig til eins og þarf eftir því hvort hann vill vera í miðri hringiðunni eða fá ró og næði.“ Edda rekur hönnunarstofuna ERR Design (www.err.is) og sinnir verkefnum fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Ein skýrasta breytingin á und- anförnum árum segir Edda að hafi átt sér stað í fundarherberginu. „Fundir geta verið dýrir mælt í vinnustundum og þvi skiptir miklu að fundirnir séu ekki lengri en þeir þurfa að vera og öll samskipti þar bæði greið og fumlaus. Það nýjasta er að innrétta herbergi fyrir standandi fundi. Þá er t.d. komið fyrir háu hringborði en engum stól- um, og tússtöflu þar sem rissa má upp í fljótheitum útskýringar og verkefni. Sumir nota meira að segja glervegg- ina til að tússa á, sem getur gefið mjög skemmtilegt yfirbragð,“ útskýrir Edda. Fundað í sófanum Þar með er ekki allt upp talið hvað snýr að þróuninni í fundarherberg- inu. „Þó svo æskilegt væri að fundir væru allir fáir og stuttir þá er það raunin að vinnudagurinn hjá mörg- um fer í eintóma fundasetu. Þá skipt- ir máli að geta breytt vinnustöðunni yfir daginn, rétt eins og við skrif- borðið, og geta valið umhverfi sem hentar sem best markmiði hvers fundar. Við sjáum æ fleiri fyrirtæki leysa þetta með því að innrétta sér- stakt fundarsvæði með sófum. Þar er hægt að ræða saman í meiri þæg- indum og með afslappaðri hætti en yfir fundarborðinu.“ Þessu tengt segir Edda víða reynt að brjóta vinnurýmið upp með svæðum fyrir leik og kátínu. „Þó ekk- ert fyrirtæki hér á landi hafi gengið jafnlangt í leikjavæðingunni og t.d. Google er þekkt fyrir, þá er víða hægt að finna eins og eitt snókerborð eða píluspjald þar sem má taka stuttan leik. Þessi rými nýtast vel fyrir stutta og óformlega fundi á milli starfs- manna, sem tækifæri fyrir starfs- fólkið að kúpla sig út úr vinnunni eitt augnablik og næra andann, eða ein- faldlega til að gera vinnustaðinn að skemmtilegri stað að vera á. Við erum jú stóran hluta ævinnar í vinnunni og skiptir máli að þar sé hægt að gera eitthvað skemmtilegt af og til.“ Edda segir þessi óhefðbundnu rými geta gegnt mikilvægu hlutverki við að styrkja tengslin á milli starfs- manna og eins leyfa þeim að hlaða batteríin fjarri tölvuskjánum. „Ég veit t.d. að á sumum arkitektastofum er tekið frá svæði fyrir sófa og pullur þar sem fólk getur sest og jafnvel lagst niður og látið líða úr sér. Á þessum þægilega stað, fjarri skrifborðinu, er oft eins og skapandi hugsunin fari í gang.“ Að sögn Eddu bar á því strax eftir hrunið að mjög heimilislegur og hófsamlegur blær kom á margar skrifstofur. „Upplifunin var svipuð og að koma heim til fólks, þar sem mátti sjá gömul og hlýleg hús- gögn á skrifstofunni eða grófskorna viðardrumba á veggjum. Nú er þessi tíska að víkja smám saman, þetta hreina og tæra aftur að koma inn og leitast er við að gera vinnustaðinn svalan og fram- úrstefnulegan.“ Hún segir líka fleiri fyrirtæki hafa lært að temja sér þá góðu reglu að huga vel að ýmsum smáatriðum sem haft geta áhrif á við- hald og notagildi. Að sögn Eddu er t.d. mjög æskilegt við hönnun stærri skrifstofa að það ræstifyrirtæki sem sjá muni um þrifin fái að koma að hönnunarferlinu. „Á hönnunarstigi er oft hægt að koma auga á atriði sem torvelda ræstingu og finna lausnir sem létta þrifin og geta þannig til lengri tíma lækkað rekstrarkostnað.“ Í ýktustu dæmum geta smáatriðin valdið miklum útgjöldum. „Áhugavert dæmi um þetta er óperuhúsið í Kaupmannahöfn þar sem allar hurðir eru háar og glæsilegar með rándýrum og vönd- uðum hurðarhúnum. Nema hvað svo kom í ljós að skúringavagn- arnir voru stöðugt að rekast í húnana svo þeir fóru að losna og duttu hreinlega af, og allt annað en ódýrt að kaupa nýja húna í staðinn fyrir þá skemmdu.“ Hreint og tært útlit Standandi og liggjandi fundir  Fundarherbergið er að taka miklum breytingum  Leikjasvæði hrista hóp- inn saman og gera vinnu- staðinn skemmtilegri Notalegt Skrifstofurými hannað af Eddu Rún. Léttleikinn og sýnileikinn er ráðandi en starfsmenn þurfa líka að geta fengið næði ef þeir þurfa. Svæði Edda Rún Ragnarsdóttir segir opnu rýmin hafa minnkað. - með morgunkaffinu Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.