Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2014 10 Hvers virði er falleg skrifstofa? Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fljótlega eftir hið alræmda hrun fóru viðskiptavinir að leggja ofur- áherslu á verðið á skrifstofu- húsgöngum. „Þetta leiddi t.d. til þess að sala á rafmagnsdrifnum hæðarstillanlegum skrifborðum snarminnkaði,“ segir Eyjólfur Eyj- ólfsson, framkvæmdastjóri Axis húsgagna. Hann segir að á undanförnum 2-3 árum hafi skrifstofuhús- gagnamarkaðurinn tekið að örvast á ný og kaupendur aftur farið að láta eftir sér dýrari og fullkomnari lausn- ir fyrir vinurýmið. „Í dag er áhersl- an mun frekar á gæðin en að einblínt sé á verðið. Það munar heldur ekki svo miklu á að velja meiri gæði og t.d. algengt að kosti um 70-80.000 kr. aukalega að velja borð með raf- magnsdrifinni hæðarstillingu. Það sést vel hvað þessi munur er lítill þegar við höfum í huga að yfir end- ingartíma vinnustöðvarinnar er skrifborðið væntanlega í notkun svo skiptir þúsundum og jafnvel tugþús- undum klukkustunda.“ Einbeiting og afköst Að sögn Eyjólfs eru vinnuveitendur í dag orðnir vel meðvitaðir um mik- ilvægi vinnuvistfræði og þeir skilja að það tekur sinn toll af líkamanum að verja átta stunda vinnudegi við illa stillt borð eða sitjandi í óþægi- legum stól. „Fólk þarf líka að geta staðið upp, teygt úr sér og breytt um vinnustellingar yfir daginn ef vel á að vera.“ Hann segir fjárfestingu í vönd- uðum skrifborðshúsgögnum þannig getað skilað sér með augljósum hætti sem fleiri krónur í kassann hjá fyrirtækinu. „Rétta vinnuaðstaðan getur m.a. gert fólk einbeittara og skarpara í hugsun. Slæm vinnuað- staða getur aftur á móti haft slæm áhrif á heilsu og t.d. magnað upp verki og eymsl hjá þeim sem eiga við stoðkerfisvandamál að stríða, sem svo aftur getur leitt til fjarveru frá vinnu vegna veikinda og læknismeð- ferðar.“ En hvernig á að standa að val- inu? Á innkaupastjórinn að ráða öllu, eða eiga kannski starfsmenn að fá að velja skrifstofuhúsgögnin sjálfir, þar sem sérþarfir hvers og eins eru teknar með í reikninginn? Eyjólfur segir það rétt að fólk hafi bæði mis- munandi óskir um vinnurýmið og ólíkar hugmyndir um hvað henti því best. Skynsamlegast sé þó að fara ákveðinn milliveg. „Ég hef stundum tekið eftir því að ef starfsmenn fá að hafa of mikið að segja um innrétting- arnar á eigin vinnustöð þá hættir sumum þeirra til að vilja það allra- besta og dýrasta bara vegna þess að næsti maður bað um það líka. Ég hef komið inn á vinnustaði þar sem ekk- ert hefur verið til sparað og t.d. vönduð rafmagnsdrifin skrifborð á öllum vinnustöðvum en kannski ekki nema einn eða tveir af hverjum tíu sem raunverulega notfæra sér eig- inleika borðsins,“ útskýrir Eyjólfur. „Skynsamlegast er að sá sem tekur ákvörðun um skrifstofuhúsgögnin kynni sér vel þarfir starfsmanna og fari yfir kröfur þeirra en hafi það um leið hugfast að velja húsgögnin af skynsemi og kaupa ekki lausnir sem starfsmennirnir munu ekki nota.“ Aftur niður á jörðina Fyrirtæki reyna oftast að skapa ákveðna ímynd og andrúmsloft með húsgögnunum og segir Eyjólfur að þar hafi orðið mikil viðhorfsbreyt- ing. „Í góðærinu þurfti allt að vera dýrast og flottast, og helst þekkt hönnunarvara sem allir þekktu og sendi þau skilaboð að hjá fyrirtæk- inu væri allt á flugi. Núna eftir hrun er tónninn orðinn allt annar og margir viðskiptavinir taka það skýrt fram að þeir vilji að húsgögnin segi þeim sem heimsækja fyrirtækið að þar sé farið vel með peninga; hugað að gæðum og endingu en um leið ekki bruðlað með fjármuni.“ Barátan við kliðinn Eina greinilegustu breytinguna í húsgögnunum segir Eyjólfur vera í efnisvalinu þar sem reynt er að koma hljóðdempandi efnum fyrir alls staðar þar sem það er hægt. „Með opnum vinnurýmum varð klið- ur og hávaði að miklu vandamáli og hörð yfirborð á borð við gólf, glugga og veggi gera ekki annað en end- urkasta hljóðinu og magna það upp. Í dag er reynt að nota hljóðísogs- efni sem víðast og eitt besta dæmið ar um er sófinn Einrúm sem við kynntum á síðasta ári fyrstir ís- lenskra framleiðenda. Hægt er að setja sófann í mitt opið rými og skapar hann þar hálfgerða skel sem heldur burtu umhverfishljóðunum fyrir þá sem i sófanum sitja. Ekki nóg með það heldur eru hljóðísogs- efni á öllum hliðum sófans svo hann hjálpar til að bæta hljóðvistina í öllu rýminu.“ Þarf að hlusta á óskir starfsfólksins  Starfsmenn hafa ólíkar þarfir og áherslur þegar kemur að því að ákveða hvernig vinnustöðvar eru innréttaðar  Fyrirtækin vilja ekki lengur láta berast of mikið á heldur láta húsgögnin gefa til kynna að vel sé farið með peninga  Allt gert til að draga úr klið í opnu rýmunum Morgunblaðið/Þórður Þægindi „Með opnum vinnurýmum varð kliður og hávaði að miklu vandamáli og hart yfirborð á borð við gólf, glugga og veggi gerir ekki annað en endurkasta hljóðinu og magna það upp. Í dag er reynt að nota hljóðísogsefni sem víðast,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson sem hér fær sér sæti í hljóðdempandi Einrúms-sófanum. Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981 • 28/6 – 2/7 Laxá í Aðaldal (veiðisvæði Laxárfélagsins) • 21/7 – 29/7 Fljótaá, tveggja-þriggja daga holl • 2/9 – 4/9 Fljótaá • 27/6 – 30/6 Hofsá • 12/8 – 15/8 Hofsá, ein eða tvær stangir • 31/8 – 10/9 Hofsá • 30/6 – 15/7 Selá í Vopnafirði, silungasvæðið, þriggja daga holl. Laxveiði Veiðiklúbburinn Strengur & Veiðiklúbbur Íslands Skipholt 35 105 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Orri, orri@icy.is Nokkur laus laxveiðileyfi í sumar, m.a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.