Morgunblaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ | 9 Eldhúsið „Við höfum opið eldhús með tveimur stöðvum, grillofninn er í fremri stöð- inni og þar eru allir aðalréttir lagðir upp, aftari stöðin sér um forrétti, meðlæti og eftirrétti. Það er lítið um pláss svo að hver sentimetri er nýtt- ur til fullnustu. Það er þægilegt í keyrslu þar sem það er gott borð- pláss til þess að keyra út stóra og fal- lega platta. Þegar við fórum í það að setja upp steikhúsið var ákveðið að það yrði ekki með hefðbundnum hætti, heldur myndum við njóta þess að leika okkur að gömlum gildum og ekki hika við að prófa nýja hluti. Stefna eldhússins er ekki meitluð í stein, það er okkar trú að eldhús eigi að vera lifandi og það er engin stöðn- un í matargerð. Ég bý að þeirri gæfu að hafa gott teymi og saman veltum við upp nýjum hugmyndum og próf- um eitt og annað í eilífri leit að bættu bragði, leitandi yfir hálfan hnöttinn að spennandi hráefni og kryddi.“ Sérstaðan „Mibrasa-kolaofninn er hjarta stað- arins og án efa okkar sérstaða. Þetta tæki gefur frá sér gríðarlegan hita svo að kjötið karamelliserast á tein- unum og verður stökkt að utan. Þar sem þetta er ofn helst reykurinn inni í honum og þar af leiðandi gefur hann ýktara og betra kolabragð en ella. Matseðillinn er síðan lagður þannig upp hjá okkur að fólk getur valið sér sósur, meðlæti og kartöflur með steikinni sinni eins og það vill. Fjölbreytnin er mikil því til viðbótar við kjötið og fiskinn bjóðum við t.d. heimalöguð buff og hnetusteikur fyrir þá sem eru ekki fyrir kjötið.“ Vinsælt á matseðlinum „Við getum varla sett fingur á hvað eru vinsælustu réttirnir þar sem fólk raðar saman sinni eigin máltíð í flestum tilfellum og það á hundrað ólíka vegu en við höfum gæðablöndu á seðli sem inniheldur uppáhald okk- ar hverju sinni. Hún er feikivinsæl og svo er okkar einkennis-eft- irréttur; lakkrís-ostakaka sem hefur heldur betur slegið í gegn.“ Gestakokkurinn á Food & Fun „Gestakokkurinn okkar heitir John Mooney og er frá New York. Veit- ingastaður hans heitir Bell Book and Candles. Mooney hefur mest verið í fréttum vegna þakgarðsins á veit- ingastaðnum, hvar hann ræktar sal- at, kryddjurtir og fleira og má segja að hann sé sjálfbær hvað það varðar um átta mánuði á ári. Sjálfur hef ég fylgst með Mooney fyrir það sem undir þakinu býr því Bell Book and Candies er afburðagott steikhús sem að mörgu leyti svipar til Steikhúss- ins. Við náðum strax vel saman og það var augljóst að hann er jafn- mikið fyrir það að hissa sig á hráefn- inu og prófa nýja hluti og við hér, það verður því stemning við kolaofn- inn, það er öruggt.“ jonagnar@mbl.is Veitingastaðirnir á Food & Fun 2014 Steikhúsið Þar sem úrvalssteikur og Mibrasa-kolaofn koma saman, þar er gaman. Tómas Kristjánsson hlakkar til Food & Fun og á von á góðum gestakokki. Hjartað „Mibrasa-kolaofninn er hjarta staðarins og án efa okkar sérstaða,“ segir Tómas Kristjánsson hjá Steikhúsinu við Tryggvagötu. Hann segir bragðið einstakt. Humarkúlurnar eru feikivinsælar hjá okkur og því langar mig að láta uppskriftina að þeim flakka hér. 30 gr smjör 20 gr hveiti 200 gr mjólk 1 stk appelsínur Knippi af engifer Halft búnt kóríander 1 stk chilly 30 gr sykur 10 gr salt 1 kg humar Til að pannera 300 gr panko raspur 100 gr eggjahvíta 60 gr hveiti Aðferð: Bræðið smjörið og bætið síða hveitinu við og gerið smjörbollu, bætið síðan mjólkinni við og náið upp suðu og kælið síðan niður. Raspið síðan börkinn af appelsín- unni útí og kreistið safann með. Saxið niður chili, engifer og kórían- der og hrærið síðan öllu saman, kælið þetta niður og steikið síðan humarinn og bætið útí. Þegar þetta er orðið kalt þá gerum við kúlur úr þessu og frystum, svo pannerum við kúlurnar með því að setja í hveitið svo eggjahvítu og endá á panko-raspinum. Þær eru síðan djúpsteiktar á 180 gráðum þar til þær eru gullinbrúnar. Uppskrift að hætti hússins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.