Morgunblaðið - 22.02.2014, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15
Forréttur — Appetizer
Kryddlegið túnfisk Sashimi
Kryddjurtir, chilipipar og sítrus
Marinated Tuna Sashimi
Herbs, Chilies and Citrus
Milliréttur — Intermezzo
Stökk grísasíða og klettasalat
Epli, fennel og Cider kjarni
Crisp Pork Belly and Arugula Salad
Apple, Fennel and Cider Reduction
Aðalréttur — Main course
New York Strip (medium rare) þakin svörtum pipar
Hrærðar kartöflur, gráðaostur og Bidwell steikarsósa
Black Pepper Crusted New York Strip (medium rare)
Blue Cheese,Whipped Potatoes and Bidwell Steak Sauce
Eftirréttur — Dessert
Ristaðar möndlur og fíkjubrauðbúðingur
Enskt vanillukrem
Toasted Almond and Fig Bread Pudding
Vanilla Anglaise
Matseðill / Menu
Kr. 7.990.-
Með völdum vínum / With selected wines
Kr. 14.990.-
Með Fordrykknum “Mr. Mooney” og völdum vínum
With our “Mr. Mooney” aperitif and selected wines
Kr. 16.490.-
Snillingurinn John Mooney
er okkar gestakokkur á Food
& Fun hátíðinni í ár. Mooney
og okkar maður, Eyjólfur Gestur,
hafa raðað saman í veisluseðil
sem er samsuða þess besta frá
New York og Reykjavík.
Borðapantanir í síma 561 1111
og á www.steik.is
Eldhúsið
„Eldhúsið á Gallery Restaurant einkennist af góðu
hráefni sem er svo eldað á alþjóðlegan hátt þó svo að
það sé undir frönskum, ítölskum og bara suðurevr-
ópskum áhrifum. Eldhúsið er fullkomlega útbúið af
tækjum sem auðveldar svo allt saman.“
Sérstaðan
„Sérstaða okkar felst mikið í klassískri matargerð þar
sem hefðir gleymast ekki þó svo að nýir straumar ber-
ist alltaf með.“
Vinsælt af matseðlinum
„Humarsúpan okkar er alltaf vinsæl og einnig lamb,
önd og nautasteikurnar okkar svo sem Rib-eye og t-
bone sem bornar eru fram með eðal belgískum kart-
öflum (frönskum kartöflum) og ekta Béarnaise sósu.“
Gestakokkurinn á Food & Fun
„Hann heitir Erik Mansikka eða „Erik jarðarber“
eins og það þýðir á íslensku. Erik er 28 ára gamall og
er frá Finnlandi. Hann hefur verið í landsliði Finn-
lands í matreiðslu frá árinu 2011 og var valinn mat-
reiðslumaður ársins árið 2013. Sama ár vann Erik
Hell’s Kitchen-keppnina og opnaði í kjölfarið sinn eig-
in veitingastað, Kaskis í borginni Turku í Finnlandi
fyrir viku.
Erik heillast af „Nordic Cuisine“ og notast við
ferskt hráefni úr næsta nágrenni.
Með honum kemur svo hópur af finnskum kokkum,
65 talsins, sem er búinn að bóka í mat hjá honum á
Gallery Restaurant þannig að það er mikil pressa á
honum frá þeim finnsku.“
jonagnar@mbl.is
Veitingastaðirnir á Food & Fun 2014
Gallery Restaurant,
Hótel Holt
Friðgeir Ingi Eiríksson fer fyrir eld-
húsinu á Gallery Restaurant á Hótel
Holti. Þar er klassísk matargerð í
öndvegi sem fyrr.
Morgunblaðið/Golli
Holtið Friðgeir Ingi Eiríksson, matreiðslumeistari á Hótel Holti, hlakkar til að fá Erik Mansikka í eldhúsið á
Food & Fun. Gestakokkurinn setur án vafa sinn svip á staðinn meðan á hátíðinni stendur.
Ofnbakaður þorskur ásamt
fenniku, aprikósum og
möndluflögum Fyrir 4
þorskhnakki, 700-800 g
bökunarkartöflur, 2 stk.
fennika, 2-3 stk.
þurrkaðar aprikósur, 6 stk.
möndluflögur 50 g
hvítvín, 250 ml
appelsína, 1 stk.
Við höndina:
extra virgin ólífuolia, salt,
pipar.
Aðferð:
Grillið möndluflögurnar á
pönnu án vökva eða fitu.
Skrælið kartöflur og skerið í
sneiðar eða báta, sjóðið þar
til þær eru hæfilega soðnar.
Skerið fennikuna í sneiðar og
forsjóðið þar til hún er al
dente, snöggkælið þá með
klökum.
Skerið aprikósurnar niður í
litla teninga.
Raðið þessu í eldfast mót,
hellið hvítvíni út á ásamt safa
úr appelsínu.
Gillið þorskhnakkann á pönnu
á roðhliðinni og setjið hann
svo ofan á meðlætið og bakið
í ofni við 200 gráður í 7-10
mín., kryddið vökvann með
salti, pipar og ólífuolíu (má
setja 1-2 smjörteninga).
jonagnar@mbl.is
Uppskrift
að hætti
hússins