Morgunblaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11 Þetta er nýjasti forrétturinn okkar og heitir hann Stökkar og súrar. Þessi upp- skrift er lýsandi fyrir öðruvísi hráefn- isnotkun og hægt að nota sem snarl, forrétt eða bara hvað sem þér dettur í hug. Stökkar og súrar 4 mini gherkins 1 egg 3 msk mjólk brauðraspur (helst japanskur, ekki nauðsynlegt) 2 dl hveiti 1 lítil krukka fetaostur í kryddolíu 2½ dl majones safi og raspur úr 1 sítrónu salt 2 msk vatn Aðferð: 1. Gúrkur skornar í ca 5 mm þykkar sneiðar. 2. Hveiti og brauðraspur sett hvort í sína skálina. Egg og mjólk er síðan sett í þriðju skálina og slegið saman. 3. Næst er gúrkunum velt upp úr hveitinu, þá egginu og seinast brauð- mylsnu. 4. Þegar búið er að gera þetta við all- ar gúrkusneiðarnar eru þær djúp- steiktar á 180°C í 30-60 sek. 5. Þá er þeim raðað á bakka og feta- osti dreift yfir (eftir smekk). Sett inn í heitan ofn (190°C) í ca 5 mín. eða þar til osturinn hefur mýkst. Sítrónumæjones Allt sett í skál og blandað með písk. Saltað eftir smekk. Ef ykkur finnst þurfa meiri sítrónu ekki hika. Sítrónur eru misstórar! Þá er ekkert eftir nema dýfa stökk- um gúrkunum með fetaostinum í sí- trónumæjonesið og njóta! Uppskrift að hætti hússins Eldhúsið „Á Kopar leggjum við mikið upp úr íslensku hráefni og nýstár- legri hráefnisnotkun. Mikil áhersla er á fisk og sjávardýr og einkum ber að nefna íslenska grjótkrabbann sem er ný afurð á Íslandi og við höfum verið að matreiða hann á ýmsa vegu. Við erum dugleg að fylgjast með því sem er að gerast í heiminum í kringum okkur þannig að nýir straumar og úrvals hráefni end- urspeglist sem mest í matnum.“ Sérstaðan „Við erum mjög stolt af grjótkrabbanum, við erum fyrst í Reykjavík til að bjóða uppá hann. Einnig erum við mjög dug- leg að nota sjaldgæfari vöðvaparta eins og nautakinn og þorsk- gellur, sem eru einmitt á Food&Fun matseðilinum hjá okkur.“ Vinsælt af matseðli „Blálanga með pistasíum og humarsósu er vinsælasti rétturinn okkar frá byrjun, svo er fólk auðvitað mjög spennt fyrir krabb- anum og þar er krabbaþrennan vinsælust, en í henni er boðið uppá smá smakk af krabbasúpu, krabbakökum og krabbasal- ati.“ Gestakokkurinn á Food & Fun „Kokkurinn sem kemur til okkar heitir Ronny Kolvik og er frá Noregi. Ronny er yfirkokkur á veitingastað í Osló sem heitir Arakataka og vann nýverið titilinn „årets best“ eða besti veit- ingastaður ársins. Ronny er svona keppniskokkur og var t.d. í norska kokkalandsliðinu þegar þeir unnu ólympíuleikana 2008 mjög eftirminnilega með eitt hæsta skor sem hefur sést. Þann- ig að við erum mjög spennt að fá að vinna með honum!“ jonagnar@mbl.is Kopar Morgunblaðið/Þórður Sælgæti „Við erum stolt af grjótkrabbanum enda fyrst í Reykjavík til að bjóða upp á hann,“ segir Ylfa Helgadóttir, yfirmatreiðslumeistari á Kopar. Veitingastaðirnir á Food & Fun 2014 Eldhúsið á Kopar leggur áherslu á ís- lenskr hráefni og þar er grjótkrabbinn þegar búinn að skapa sér sérstakt nafn, segir Ylfa Helgadóttir, yfirmat- reiðslumeistari. GRAND HÓTEL REYKJAVÍK 27. FEB – 2. MAR 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.