Morgunblaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Eldhúsið „Við á VOX restaurant leggjum mikla áherslu á að matreiða úr því sem vex nálægt okkur á þeim tíma sem það vex, eftir föngum, enda hlökkum við mikið til vorsins. Við höfum haft hliðsjón af norrænu eldhúsi síðan við opnuðum árið 2001 við góðan orðstír.“ Sérstaðan „Við leitumst ávallt við að nota ferskasta hráefnið sem í boði er. Viljum hafa skarpt og hreint bragð í góðu jafnvægi og réttina einfalda en á sama tíma fágaða. Fólk kemur að borða hjá okkur til að eiga góða kvöldstund og njóta.“ Vinsælt af matseðli „Við leggjum mikið upp úr árstíðarseðlinum okkar en við breytum hon- um sex sinnum á ári. Á seðlinum okkar núna er til dæmis: bleikja með súrmjólk, leturhumar með grísasíðu, steinbítskinn með sölvum, lamb með kálböggli og hvítt súkkulaði með brúnu smjöri í eftirmat.“ Gestakokkurinn á Food & Fun „Norðmaðurinn Sven Erik Renaa er margverðlaunaður matreiðslu- maður og eigandi staðanna Xpress, Matbaren og The Restaurant í Stavanger. Hann er fæddur í Trøndelag í Noregi en faðir hans er ítalskur. Hann hóf ferilinn á vinnustað móður sinnar, Brittania- hótelinu. Síðan vann hann með Yngvar Nilsen á Anden Etage þar til hann fór til New York þar sem hann starfaði um árabil. Hann hefur bú- ið í Stavanger síðan 2001. Hann hefur starfað með norska kokkalandsliðinu síðan 1998, þar af sem framkvæmdastjóri síðan 2005. Einnig hefur hann hlotið verðlaunin Matreiðslumaður ársins í Noregi þrisvar sinnum, og verðlaun fyrir besta fiskréttinn á Bocuse d’Or, svo eitthvað sé nefnt. Með honum í för er hinn 22 ára yfirkokkur hans, náttúrubarnið Fre- derik Log. Frederik veit fátt betra en að veiða og elda. Matseðillinn á The Restaurant er breytilegur dag frá degi og sam- anstendur af 10-12 réttum, hver öðrum ferskari og flottari.“ jonagnar@mbl.is Veitingastaðirnir á Food & Fun 2014 VOX Morgunblaðið/Styrmir Kári Pönnusteiktur þorskhnakki með kremuðu kræklingasoði 1 þorskhnakkastykki olía salt Snyrtið og skerið hnakkann í steikur, þerrið vel og saltið. Steikið fyrst á fallegri hliðinni í 2 mínútur. Setjið þá nokkra kalda smjörten- inga, látið malla örstutt í smjörinu, snúið svo við. Látið malla á ögn lægri hita á hinni hliðinni og moka jafnvel freyðandi smjörinu yfir þar til fiskurinn er eldaður. Kremað kræklingasoð 1 kíló kræklingur ½ flaska þurrt hvítvín 4 laukar ½ lítri rjómi Sneiðið laukinn og steikið í potti þar til hann mýkist ögn. Bætið við kræklingi og víni og látið gufusjóða þar til kræklingurinn hefur opnað sig og er fallegur. Sigtið soðið frá, pillið kræklinginn og takið til hliðar. Bætið rjómanum í soðið og sjóðið niður um u.þ.b. helming þar til bragðið er hæfilega salt. Sólskokkamauk 500 g sólskokkar 150 g mjólk 150 g rjómi smjör olía salt eplaedik Skrælið og skerið sólskokkana í tvennt. Brúnið þá vel í olíu og smjöri. Hellið mjólk og rjóma yfir og látið sjóða vel niður. Maukið í blandara þar til áferðin er falleg og smakkið til með salti og edikslettu. Samsetning: Steiktur þorskurinn er settur ofan á væna skeið af maukinu á miðjan diskinn. Skreytt með steiktum brokkólítoppum, brokkólístilkum sem eru fínsneiddir með skrælara og kræklingnum sem olíu hefur verið dreypt yfir og saltaður. Að lokum er kremaða kræklingasoðinu ausið yfir og toppað með þurrkuðum sölvum sem hafa verið duftuð í mat- vinnsluvél og, ef vill, fallegum, grænum jurtum. Uppskrift að hætti hússins Norrænt eldhús er rauði þráðurinn í mat- seldinni á VOX og árstíðabundið hráefni er í aðahlutverki hverju sinni, segir Fannar Vernharðsson yfirmatreiðslumeistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.