Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014 Svar Ég segi bæði já og nei. Hvað gera land- eigendur við peningana? Fara þeir allir í að bæta aðstöðuna? Það vantar nefnilega salerni víða við þessa staði. Ólöf Óskarsdóttir, 51 árs. Svar Mér finnst að það ætti að vera innifalið í leyfi þeirra sem standa fyrir ferðunum. Gjaldið þarf hins vegar að vera hófstillt. Skúli Gunnarsson, 89 ára. „Mér finnst það fínt að setja gjald á þessa staði. Það þarf hinsvegar að vera sanngjarnt gjald en átroðningurinn er mikill á þessum svæðum.“ Gísli Magnússon, 85 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR HVAÐ FINNST ÞÉR UM GJALDTÖKU Á FERÐAMANNASTÖÐUM? Svar Þetta er fáránlegt gjald. Sem Íslend- ingur myndi ég ekki mæta ef þetta verður sett á þessa staði. Marta Rut Pálsdóttir, 32 ára. Morgunblaðið/Ómar Ólafur Haukur Pét- ursson notaði heita pottinn við sumarbústað fjölskyldunnar sem efni- við í lokaverkefni úr verk- fræði. 36 Í BLAÐINU Vísitala kaupmáttar launa 2007 2014 119,5 115,5 -3% Verð á lítra af nýmjólk 2007 2014 80 kr. 130 kr. +63% Heimild: Hagstofan (tölur fyrir jan/feb) HVAÐ KOSTAR MJÓLKIN? Morgunblaðið/RAX GÍSLI EINARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Forsíðumyndina tók Þórður Arnar Þórðarson. Karen Ösp Friðriksdóttir var lögð í einelti vegna veikinda sem komu upp þegar hún var í 7. bekk grunnskóla. Kennarinn hennar á unglingastigi tók hins vegar svo vel á málinu að þeg- ar hún lauk 10. bekk voru margir sem lögðu hana í einelti orðnir góðir vinir hennar. Nú heldur Karen Ösp fyrirlestra um einelti í skólum. 12 Hugmyndin á bak við CISV-sumarbúðirnar er að stuðla að friði í heiminum. Árlega fara 60-80 ís- lensk börn í búðirnar og kynnast krökkum úr ólíkum menningarheimum. Sum þeirra eiga foreldra sem fóru sjálfir á sínum tíma. 16 Sagan af Oliver Twist eftir Charles Dickens er í uppáhaldi hjá danska met- söluhöfundinum Jussi Adler- Olsen. Nýjasta bók hans, Marco áhrifin, kom nýlega út í íslenskri þýðingu og fór beint á metsölulista. 58 Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, gerði fjóra sjónvarpsþætti um Ladda en annar þátturinn fer í loftið á RÚV laugardagskvöld. Gísli hlaut viðurkenn- inguna „Brautryðjandinn 2014“ á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fyrir framúrskarandi atorku og hugvit á sviði verðmæta- og nýsköpunar. Ertu í raun og veru sveitamaður eða er þetta gervi? Ég er ekki leikin persóna, nei. Ég er alveg jafnmikill sveita- maður og ég lít út fyrir að vera og er bara stoltur af því. Ís- lendingar eru allir sveitamenn í alþjóðlegu samhengi og ættu ekki að reyna að fela það. Hvernig er síðasta vísa sem þú samdir? Ég er það smekkvís að ég gæti þess vandlega að gleyma hratt og örugglega þeim vísum sem ég sem. Þær eru alltaf vondar og sem betur fer fáar. En fyrst þú spyrð þá er þetta síðasta vísan sem ég samdi: Pilturinn fær plús í kladda, pjakkurinn sá göfgar andann. Ekki er slæmt að eiga Ladda sem eykur fjör og kætir landann. RÚV eða Ríkisútvarpið? Já takk. Hvernig stendur á því að þú heldur með knattspyrnuliðinu Halifax Town? Norðarlega í Englandi er borgin Halifax, á stærð við Reykjavík, ein mesta textílborg Evrópu fyrr á öldum. Þar er knattspyrnuliðið Hali- faxhreppur, eitt ömurlegasta knattspyrnulið Englands og það er liðið mitt. Einfaldlega vegna þess að það má ekki skilja neitt útundan, ekki einu sinni ömurleg knattspyrnulið. Halifaxhreppur var dæmdur niður í áttundu deild fyrir nokkrum árum eftir gjaldþrot en nú er allt að ger- ast. Liðið er komið í fimmtu deild og er sem stendur aðeins tveimur stigum frá því að komast í umspil um sæti í þeirri fjórðu. Geri aðrir betur. Hversu gaman var að gera Ladda-þættina? Það var alveg gaman. Ég vinn við á hverjum degi að taka viðtöl við skemmtilegt og áhugavert fólk þannig að það var ekki nýtt. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að ræða við stjörnur eins og Eirík Fjalar eða Elsu Lund. Að maður tali ekki um Ladda sjálfan. Ég er búinn að hlæja að Ladda síðan ég fæddist þannig að þetta var draumaverkefni. Bara að fá að hitta hann í eigin persónu var stór stund fyrir mig. Íslendingar eru sveita- menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.