Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014
Hanna Birna Kristjánsdóttirinnanríkisráðherra skipaðiÓttar Proppé, þingmann
Bjartrar framtíðar, formann þver-
pólitísks þingmannahóps sem ætlað
er að meta hvort og með hvaða hætti
þörf sé á heildarendurskoðun á lög-
gjöf um málefni innflytjenda, þar
með talið hælisleitenda. Hópurinn
var formlega skip-
aður í síðustu viku
eftir að óskað hafði
verið eftir tilnefn-
ingum frá öllum
flokkum. Auk Ótt-
ars skipa hópinn
þau Birgitta Jóns-
dóttir Pírötum, Lí-
neik Anna Sævars-
dóttir
Framsóknarflokki,
Unnur Brá Kon-
ráðsdóttir Sjálf-
stæðisflokki, Össur
Skarphéðinsson
Samfylkingu og
Svandís Svavars-
dóttir Vinstri
grænum.
„Hópurinn er að hefja störf. Við
erum búin að halda tvo fundi og er-
um bara á fullu við að fara yfir stöð-
una og skoða þær tillögur sem liggja
fyrir um úrbætur,“ segir Óttarr
Proppé í samtali. Nú þegar liggur
fyrir frumvarp innanríkisráðherra
til breytinga á útlendingalögum þar
sem meðal annars er tekið á hælis-
málum.
„Við leggjum sérstaka áherslu á
hælisleitendamálin. Þar er mikill
uppsafnaður vandi. Kerfið er þannig
byggt upp að það hefur ekki náð að
halda í við fjölgun umsókna þannig
að mál hafa safnast upp. Stefnan er
auðvitað sú að þróa kerfið þannig að
það verði teygjanlegra og geti lagað
sig að fjölda umsókna hverju sinni.
Þetta er vel skipaður hópur og innan
hans er fólk sem hefur mikla reynslu
af þessum málum. Okkar vilji er að
gera betur í þessum málaflokki og
læra af þeim þjóðum sem standa sig
best í þessum málum,“ segir Óttarr.
Hugsunin er sú að þingmanna-
hópurinn starfi áfram með ráðherra
og til verði ráðgjafar í málaflokkn-
um. Ekki hafa verið sett sérstök
tímamörk á starf hópsins.
Sérstök
áhersla
á mál hæl-
isleitenda
Óttarr Proppé
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Málefni hælisleitenda eru efst á baugi hjá
nýskipuðum þingmannahópi um heild-
arendurskoðun laga um innflytjendur.
Morgunblaðið/Heiddi
A
ldrei höfðu fleiri mál
beðið úrlausnar hjá
yfirvöldum í mál-
efnum hælisleitenda
og í lok árs 2012. Þá
biðu 140 einstaklingar eftir úrlausn
eða meðferð sinna mála.
Á síðasta ári barst svo metfjöldi
umsókna um hæli á Íslandi, eða 172
umsóknir.
Endanlegar tölur yfir það hvernig
staðan var í málefnum hælisleitenda
í lok árs 2013 liggja ekki fyrir en
ljóst er að mál sem biðu úrlausnar í
lok síðasta árs eru mun fleiri en í
lok árs 2012.
Ekki liggur fyrir hversu margir
fengu hæli eða dvalarleyfi á Íslandi
á síðasta ári en alls hlutu 17 ein-
staklingar alþjóðlega vernd hér á
landi á árinu 2012.
Með hugtakinu alþjóðleg vernd,
sem hefur verið tekið upp í gögnum
Rauða krossins, er átt við þá hæl-
isleitendur sem annaðhvort er veitt
dvalarleyfi eða veitt réttarstaða
flóttamanns. Hið fyrrnefnda er al-
gengara, þá ýmist á grundvelli
mannúðarsjónarmiða og/eða vegna
sérstakra tengsla við landið.
Rauði krossinn hefur það hlut-
verk í umboði Flóttamannastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna að gæta
þess að hælisleitendur fái réttláta
málsmeðferð og mannúðlega með-
ferð hér á landi.
„Stærsta vandamálið í þessum
málaflokki er hvað biðtíminn er
langur,“ segir Sólveig Ólafsdóttir,
upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Hún segir að miðað við úttekt
sem gerð hefur verið á aðstæðum
hælisleitenda hér á landi sé það mat
Flóttamannastofnunarinnar að al-
mennt sé ástandið hér gott, þ.e. að
ekkert sé í raun við aðbúnaðinn að
athuga þótt hann sé látlaus. Hins
vegar sé biðtíminn hið raunverulega
vandamál í málefnum hælisleitenda
hér á landi.
Eins og sjá má á töflu hér að of-
an hefur kerfið ekki náð að halda í
við fjölgun umsókna um hæli.
Þörfin fyrir heilbrigðis-
þjónustu eykst
Meðalafgreiðslutími umsókna um
hæli hjá Útlendingastofnun var 229
dagar á árinu 2012 samkvæmt töl-
um frá Rauða krossinum. Árið á var
meðalafgreiðslutíminn 178 dagar.
Það tók innanríkisráðuneytið að
meðaltali 341 dag að úrskurða í
kærumálum vegna hælismála á
árinu 2012 en við 210 daga árið
2011.
„Þegar biðtíminn er svona langur
og málin safnast upp þá skiptir að-
búnaðurinn ekki eins miklu máli.
Þótt aðbúnaðurinn væri þannig að
þú byggir á hótelsvítu þá er biðin
alltaf mjög erfið. Óvissuþátturinn er
það sem tekur öll völdin. Aðgengi
að vinnu er lítið fyrir hælisleitendur
og þeir hafa ekki nóg aðgengi að
heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu.
Þetta eru allt þættir sem þörfin
eykst fyrir því lengri sem málsmeð-
ferðin er. Því lengri tíma sem hæl-
isleitendur þurfa að bíða eftir úr-
lausn því meiri áhrif hefur sú bið á
líkamlega og andlega heilsu,“ segir
Sólveig.
Rauði krossinn vinnur félagslegt
starf með hælisleitendum og skipu-
leggur heimsóknir til þeirra og veit-
ir ráðgjöf varðandi málsmeðferð.
„Kerfið hefur einhvern veginn
hlaðið utan á sig og máls-
meðferð er óhemjulöng.
Það virðist ekki nást að
vinda ofan af því og
þetta er orðið stærsta
vandamálið í þessum
málaflokki í dag,“ segir
Sólveig.
Hælisleitendur á Íslandi
Fjöldi umsókna um hæli á Íslandi
Dvalarleyfi eða hæli veitt*
Fjöldi ákvarðana/úrskurða í hælismálum
Fjöldi einstaklinga sem áttu hælismál til meðferðar í árslok
2008 2010 20122009 2011
2008 2010 20122009 2011 2013
180
160
140
120
100
80
60
40
20
0
76
35
51
76
117
172
Útlendingastofnun Innanríkisráðuneytið
Útlendingastofnun Innanríkisráðuneytið
2008 2010 20122009 2011
2008 2010 20122009 2011
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
160
140
120
100
80
60
40
20
0
72
13
85
47
18
39
79
140
78
44
57
78
37
41 10
34
7
50
23
55
Heimild: Rauði krossinn og Innanríkisráðuneytið *Annars vegar geta yfirvöld veitt hælisleitendum dvalarleyfi af mannúðarástæðum og/eða sérstakra tengsla við landið og hins vegar viðurkennt stöðu hælisleitenda sem flóttamanna.
18
16
14
12
10
8
6
4
2
0
11
17
10
18
17
Samtals
26
21
9
17
22
46
33
54
86
9
Samtals
Metfjöldi hælisumsókna
hér á landi á síðasta ári
Á SÍÐASTA ÁRI BÁRUST ÍSLENSKUM STJÓRNVÖLDUM 172 UMSÓKNIR UM HÆLI
HÉR Á LANDI EÐA UM 47% FLEIRI EN ÁRIÐ Á UNDAN. ÞREFALT FLEIRI EINSTAKLINGAR
ÁTTU HÆLISMÁL TIL MEÐFERÐAR Í LOK ÁRS 2012 EN Í LOK ÁRS 2008. MÁL SAFNAST
UPP Í KERFINU, EKKI HEFUR TEKIST AÐ HALDA Í VIÐ FJÖLGUN UMSÓKNA. LANGUR
BIÐTÍMI EFTIR ÚRLAUSN MÁLA HEFUR SLÆM ÁHRIF Á ANDLEGA OG LÍKAMLEGA
HEILSU HÆLISLEITENDA OG ER ORÐINN STÆRSTA VANDAMÁLIÐ Í MÁLAFLOKKNUM
AÐ SÖGN UPPLÝSINGAFULLTRÚA RAUÐA KROSSINS.
* Á árinu 2012 sóttu um hæli átta börn sem komu tillandsins án fylgdar foreldra eða forráðamanna og er þaðmestur fjöldi fylgdarlausra barna til þessa.ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR
eyrun@mbl.is
Sá sem óskar eftir hæli er
skilgreindur sem hælisleitandi
þar til umsókn hans hefur
fengið endanlega afgreiðslu
hjá stjórnvöldum. Með um-
sókn sinni um hæli er ein-
staklingurinn að biðja stjórn-
völd um viðurkenningu á
stöðu sinni sem flóttamaður.
Ólíkt svokölluðum kvóta-
flóttamönnum sem stjórn-
völd bjóða til Íslands þurfa
hælisleitendur að ganga í
gegnum málsmeðferð sem
getur tekið allt frá nokkrum
dögum upp í nokkra mánuði
eða jafnvel nokkur ár áður en
ákvörðun er tekin um hæl-
isbeiðnina. Þetta kemur fram
í upplýsingum á vef Rauða
krossins um hælisleitendur. Í
tíð Ögmundar Jónassonar
sem innanríkisráðherra var
lagt til að hugtakanotkun yrði
breytt og í stað þess að tala
um hæli og hælisleitendur
yrðu hugtökin alþjóðleg
vernd og umsækjandi um al-
þjóðlega vernd notuð í op-
inberum texta. Sama
orðnotkun er í því
frumvarpi sem
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
núverandi innan-
ríkisráðherra hefur
lagt fram um breyt-
ingar á lögum um út-
lendinga.
HVAÐ ER
HÆLISLEITANDI?
Sólveig
Ólafsdóttir