Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Qupperneq 9
16.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Auschwitz-æting-arnar, sex myndasería eftir Einar Hákonarson, var á dög- unum færð Háskólalista- safninu í St. Louis í Bandaríkjunum að gjöf. Að gjöfinni stóðu banda- rísk hjón, Lorraine og Jordan Cherrick, en Ein- ar gaf þeim seríuna fyrir um áratug. Auschwitz- ætingarnar eru abstrakt fígúratífar og fjalla í senn um ferðalag fang- anna til Auschwitz og sigur mannsandans. Að sögn Jordans Cherricks er tilgangurinn með því að gefa safninu verkin sá að sem allra flestir fái að njóta þeirra. „Þetta er gjöf til mannkyns sem verður vonandi til þess að þeir sem sjá þetta stórkostlega listaverk gleymi ekki hryllingi Hel- fararinnar og muni aldrei leyfa svo svívirðilegum glæp að eiga sér stað aftur,“ segir hann. Safnstjórinn, séra Terrence Dempsey, er í skýj- unum með gjöfina. „Þetta er sannkölluð samvisku- gjöf,“ segir hann. „Ætingarnar verða ekki bara að- gengilegar háskólasamfélaginu heldur öllum almenningi. Við erum Cherrick-hjónunum afar þakklát fyrir þessa mikilvægu gjöf.“ Einar kynntist Cherrick-hjónunum, sem bæði eru lögmenn í St. Louis, fyrir allmörgum árum þegar þau keyptu af honum málverk. Góð kynni tókust með þeim í kjölfarið og gaf Einar þeim síð- ar Auschwitz-ætingarnar, ekki síst vegna uppruna þeirra en hjónin eru gyðingar. Fjörutíu ára gömul verk Auschwitz-ætingarnar eru tæp- lega fjögurra áratuga gamlar en Einar vann þær snemma á ferl- inum eftir að hafa farið í ógleymanlega heimsókn í útrým- ingarbúðirnar alræmdu árið 1965. „Eftir að hafa lesið bókina Nótt eftir Elie Wiesel, sem fjallar um útrýmingarbúðir nas- ista, vaknaði áhugi á því að heimsækja Auschwitz og það gerði ég ásamt hópi fólks sem var með mér í myndlistarnámi í Svíþjóð á þessum tíma. Það var mikið áfall að koma í búðirnar og fá staðfestingu á því hvað manneskjan getur verið grimm. Í fram- haldinu vann ég þessa seríu og það er mjög ánægjulegt að hún sé nú komin á safn í Bandaríkj- unum,“ segir Einar. Einar og Cherrick-hjónin voru sammála um að tileinka seríuna Fred S. Zeidman, fyrrverandi stjórnarfomanni bandaríska Helfararráðsins, en hann hefur helgað líf sitt baráttunni gegn misrétti í þessum heimi. Háskólalistasafnið í St. Louis (SLUMA) sérhæf- ir sig í samtímalist og státar af verkum eftir Serge Poliakoff, Richard Serra, Ernest Trova og marga fleiri. Þá er mikið um trúarleg verk í safninu en það var á sínum tíma stofnað af katólikkum. orri@mbl.is AUSCHWITZ-SERÍA EINARS HÁKONARSONAR KOMIN Á SAFN Í ST. LOUIS Sigur mannsandans yfir grimmdinni Yfir múrinn, eitt verkanna í Auschwitz-seríunni, sem Einar Hákonarson gerði1966. Einar Hákonarson myndlistarmaður. Séra Terrence Dempsey, safnstjóri Háskólalistasafnsins í St. Louis, rabbíninn Randy Fleisher og gefendur verkanna, hjónin og lögmennirnir Lorraine og Jordan Cherrick. Morgunblaðið/RAX
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.