Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Page 15
dreifa umræðunni. Þannig er ég þess fullviss
að þjóðin sjái að hagsmunum hennar hefur
ætíð verið best borgið sem sjálfstæð og full-
valda þjóð í nánu samstarfi við aðrar þjóðir
og yfirþjóðlegar stofnanir eins og ESB. Alltof
oft misssum við frá okkur mikilvægustu málin
eins og gerðist með breytingar á stjórnar-
skránni, rammaáætlunina og aðlögun að Evr-
ópusambandinu án þings og þjóðar vilja. Öll
þessi atriði hafa liðið fyrir það að vera sett í
rangan farveg í upphafi af fyrrverandi ríkis-
stjórn í einhverskonar hugmyndafræðilegu
stríði um Ísland.“
Popúlismi hjá Framsókn
Hvernig finnst þér ráðherrar og þingmenn
ríkisstjórnarinnar hafa staðið sig?
„Mér finnst ráðherrrar Sjálfstæðisflokksins
standa sig mjög vel. Ef ég ætti að nefna ráð-
herra sem hefur farið fram úr væntingum
mínum myndi ég nefna Kristján Þór Júlíusson
sem er með gríðarlega erfitt ráðuneyti en
vinnur af öryggi og fagmennsku. Stundum
minnir hann mig á Faxasker hér í Vest-
mannaeyjum sem oft brýtur á og jafnvel yfir.
Það haggast þó ekki og er tilbúið að veita
skipbrotsmönnum skjól ef þörf er á. Bjarni
Benediktsson hefur vaxið sem stjórnmála-
maður, er landsföðurlegur og yfirvegaður.
Klárlega öflugasti ráðherra þessarar ríkis-
stjórnar og leiðtogi hennar. Hanna Birna er
án efa einn sterkasti stjórnmálamaður þessa
lands, sterkur ráðherra, heiðarleg og réttsýn.
Það hef ég ítrekað séð í málefnum Vest-
mannaeyja. Hún hefur hinsvegar liðið fyrir
hálfkveðnar vísur fjölmiðla í kringum minn-
isblaðslekann sem gefið hafa út skotleyfi á
hana. Illugi og Ragnheiður Elín lofa góðu.
Mér finnst ráðherrar Framsóknarflokksins
tala af meira ábyrgðarleysi og glannaskap en
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Þar er minni
kjölfesta og meiri popúlismi. Margir í þing-
flokki framsóknarmanna eru enn að finna
taktinn sem þingmenn. Það er svo rétt að
halda því til haga að eftir að Evrópuumræða
tók flugið er allt gert til að finna höggstað á
þingmönnum og ráðherrum Framsóknar-
flokksins. Sem dæmi má nefna Vigdísi Hauks-
dóttur sem er talsmaður Framsóknarflokksins
í mörgum málum. Það er setið um allt sem
hún segir og snúið út úr. Í beinni útsendingu
verða henni á mistök þar sem hún ræðir með-
al annars um Möltu og þá eru þau ummæli
blásin upp. Hún ræðir um virðingu Alþingis,
sem er mjög réttmætt, og nefnir að áður fyrr
hafi virðingin verið svo mikil að samskipti
þingmanna og starfsmanna hafi verið með
öðrum hætti en í dag. Þetta er gert að aðal-
atriði í öðrum fjölmiðlum til þess eins að
veikja málflutning hennar. Nú sjáum við þess-
ar sömu trakteríngar gagnvart Gunnari
Braga. Mér finnst það hvorki heiðarleg né
málefnaleg leið að fara í manninn frekar en
boltann.“
Hörundsár Sigmundur
Ég geri ráð fyrir að þú hafir frekar viljað sjá
Bjarna Benediktsson sem forsætisráðherra en
Sigmynd Davíð. Hvernig finnst þér Sigmund-
ur Davíð hafa staðið sig í embættinu?
„Það er rétt, ég hefði gjarnan viljað sjá
Bjarna Benediktsson sem forsætisráðherra.
Hann býr yfir yfirvegun og næmi sem gefur
málflutningi hans aukna vigt og fyrir vikið
hefur hann orðið leiðtogi ríkisstjórnarinnar.
Hann hefur axlað það hlutverk vel. Mér
fannst Sigmundur Davíð standa sig vel í kosn-
ingabaráttunni, hann stillti sér upp sem mál-
svari þjóðarinnar og andstæðingum gekk illa
að finna á honum höggstað. Eftir að hann
varð forsætisráðherra hefur mér fundist hann
gera margt vel en mér finnst hann of hör-
undsár. Hann virðist vilja fá áfram þá mjúku
meðferð sem hann fékk að hluta til í kosn-
ingabaráttunni, en slíkt er ekki og á ekki að
vera í boði fyrir forsætisráðherra. Ég held að
hann eigi eftir að ná betri tökum á embætt-
inu. Hann hefur sýn sem hann er reiðubúinn
að fylgja eftir og ef hann nær flokki sínum á
bak við sig held ég að honum verði allir vegir
færir.
Þessi ríkisstjórn á að geta unnið meira
gagn en síðasta ríkisstjórn vegna þess að hún
er samstæðari og með sterkari meirihluta. Ég
hef trú á ríkisstjórninni en mér finnst hún
mega sýna meiri kraft og ganga fastar fram.
Þegar hægristjórn tekur við af mestu vinstri-
stjórn seinni tíma þá vill maður sjá skýrt
strik í sandinum. Ég hef þá trú að Framsókn-
arflokkur og Sjálfstæðisflokkur eigi eftir að
finna taktinn betur. Af nógu er að taka. Rík-
isfjármál eru forgangsatriði og þar þarf að
forgangsraða langt umfram það sem gert hef-
ur verið. Stjórnarflokkarnir þurfa að vinna að
tilslökunum í tollamálum, koma á skattalækk-
unum og móta skýra peningastefnu án þess
að utanríkismál í víðum skilningi séu að þvæl-
ast þar fyrir. Atvinnulífið er að kalla eftir
skýrri peningastefnu og það er von. Þjóðin er
líka að kalla eftir því að geta farið út í búð og
keypt sér oststykki án þess að greiða fyrir
það stórfé. Ég held að þjóðin sé tilbúin að
vinna mikið en hún vill líka sjá árangurinn á
launaseðilinum frekar en í vexti hins opin-
bera.“
Finnst þér að það eigi að fara fram þjóð-
aratkvæðagreiðsla um áframhald aðildar-
viðræðna við Evrópusambandið?
„Ég verð var við það að að hinum almenna
sjálfstæðismanni finnst eðlilega óþægilegt að
flokkurinn sé orðinn ábyrgur fyrir framhaldi
að þessum aðlögunarviðræðum við Evrópu-
sambandið þegar ætíð hefur legið fyrir að
flokkurinn er á móti aðild. Í því ljósi séð held
ég að best sé að málið verði áfram í þeim
óvirka farvegi sem Samfylking og Vinstri
græn settu málið í. Mér finnst eins og þjóðin
sé búin að gleyma því að það voru Samfylk-
ingin og VG sem settu málið í formalín-
krukku, til varanlegrar geymslu ef til vill, eft-
ir að hafa í tvígang fellt tillögu um að leitað
yrði til þjóðarinnar. Og ég minnist þess ekki
að þá hafi verið fjölmenn mótmæli á Aust-
urvelli. Krafa um að ríkisstjórn Sjálfstæðis-
og Framsóknarfloks beiti sér fyrri atkvæða-
greiðslu um ákvörðun VG og Samfylkingar
um að stöðva ferilinn er vægast sagt furðuleg.
Mín skoðun er sú að það ætti ekki að fara
fram nein atkvæðagreiðsla um þetta mál fyrr
en eftir næstu kosningar. Málið er stopp og
við því ætti ekki að hreyfa fyrr en fyrir liggur
skýr vilji bæði þings og þjóðar um vilja til að
ganga í ESB. Hér á landi þurfa að verða til
„Já“ og „Nei“ hreyfingar en illu heilli kom
Samfylkingin málum þannig fyrir að urðu til
„Nei“ og „Kíkja í pakkann hreyfingar“. Þann-
ig fyndum við þessu máli farveg utan flokks-
pólitíkur og það væri vel.“
* Mín skoðun er sú að það ætti ekki að fara framnein atkvæðagreiðsla um þetta mál fyrr en eftirnæstu kosningar. Málið er stopp og við því ætti ekki
að hreyfa fyrr en fyrir liggur skýr vilji bæði þings og
þjóðar um vilja til að ganga í ESB.
16.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Sófaborð margar gerðir og stærðir
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Model 2811
Sófi L207 D89 H75 Áklæði Ct.83 verð 299.000,- | Leður Ct.10 verð 398.000,- | Fæst einnig 2ja sæta og stóll.
Drop 180x86 verð 169.000,- Marta (tvö borð og bakki) verð 184.000,- Samuel 105x70 verð 169.000,-