Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014 Fjölskyldan Hvað? Kveikjum eld – árleg barna- og unglingabókaráðstefna.Hvar og hvenær? Gerðubergi, laugardag kl. 10.30-13.30. Nánar: Fjallað er um skemmtilegar leiðir til að kveikja áhuga barna á lestri. Fjöldi fyrirlesara, meðal annars Yrsa Sigurðardóttir. Fyrirlestur um barnabækur O kkur líst rosalega vel á þetta. Það er mikil til- hlökkun en líka pínu stress,“ seg- ir hin 11 ára Katrín Anna Karlsdóttir sem leggur land undir fót í sumar ásamt Kötlu Sigríði Gísladóttur á vegum CISV-samtakanna. Þær stöllur ætla að fara alla leið til Suður- Kóreu þar sem þær munu dvelja í mánuð ásamt tveimur 11 ára strákum og fararstjóra. Ævintýri sem verður þeim ógleymanlegt og munu þær búa að þessari lífsreynslu um alla ævi. Það þekkja foreldrar þeirra, Karl Pétur og Hildur, sem sjálf fóru á vegum CISV-samtakanna þegar þau voru 11 ára. Hugmyndin snýst um frið Hugmyndin að Alþjóðlegum sum- arbúðum barna, sem í dag eru þekktar sem CISV International, var þróuð af dr. Doris Allen ár- ið 1946 í kjölfar seinni heims- styrjaldarinnar. „CISV er stofn- að til að stuðla að friði í heiminum. Að krakkar hittist hvaðanæva úr heiminum, því maður fer ekki í stríð við vini sína,“ segir Hildur Ragnars sem fór á vegum samtakanna þegar hún var 11 ára. Í kjölfar ferðar Hildar var skrifuð grein í ABC sem Karl Pétur sá og fór skömmu síðar. Stofnandinn dr. Doris Allen var tilnefnd til Frið- arverðlauna Nóbels árið 1979 en Móðir Theresa hlaut verðlaunin það árið. CISV á Íslandi rekur sögu sína til ársins 1954 en Vil- bergur Júlíusson, sem þá var skólastjóri í Flataskóla í Garða- bæ, tók starfið upp á sína arma í kringum 1970 og átti veg og vanda af því að stofna CISV á Íslandi 1981. Í dag sendir CISV á Íslandi 60-80 einstaklinga til þátttöku í hinum ýmsu al- þjóðlegu prógrömmum. Enn er laust í nokkrar ferðir. Breytir fólki fyrir lífstíð „Þessi samtök eru algjörlega laus við alla pólitík og sem dæmi þegar ég fór 1981 voru sovéskir strákar að spila fótbolta við bandaríska stráka. Ári áður höfðu Bandaríkjamenn ekki mætt á Ólympíuleikana í Moskvu. Þetta var alveg á há- punkti kalda stríðsins en þessum krökkum fannst ekkert nema eðlilegt að leika saman,“ segir Karl Pétur og segist enn búa að þessari reynslu sinni í dag. „Mörg íslensk börn hafa ekki farið frá foreldrum sínum í meira en eina viku og þarna þarf að tala ensku í heilan mán- uð, standa á eigin fótum og um- gangast alþjóðlegt umhverfi. Þetta breytir fólki fyrir lífstíð,“ segir hann og Hildur tekur í sama streng. „Þetta er trúlega erfiðara fyrir foreldrana en börnin. Þarna fá þau að kynnast krökkum frá öllum löndum sem eru innan CISV og sjá heiminn í nýju ljósi – hvað allt er í raun og veru líkt þrátt fyrir fjarlægð- ina á milli.“ Katrín og Katla geta varla beðið eftir að stíga um borð í flugvélina og halda á vit ævintýranna. „Vinum okkar finnst þetta spennandi og svolít- ið kúl að við séum að fara,“ segir Katrín og Katla er álíka spennt. „Við förum með íslenskt nammi og kynnum það því einn daginn á að kynna landið sitt. Það verður gaman að smakka nammi annars staðar frá.“ TVÆR 11 ÁRA STÚLKUR, KATLA OG KATRÍN, Á LEIÐ TIL SUÐUR-KÓREU Á VEGUM CISV Á ÍSLANDI Ógleymanleg lífsreynsla Morgunblaðið/Þórður CISV-SAMTÖKIN Á ÍSLANDI SENDA 60-80 BÖRN VÍÐSVEGAR UM HEIMINN Í SUMARBÚÐIR. BÖRN ÞEIRRA KARLS PÉTURS JÓNSSONAR, SEM FÓR 1981, OG HILDAR RAGNARS, SEM FÓR 1980, FARA SAMAN TIL SUÐUR-KÓREU. KARL FÓR EFT- IR AÐ HAFA SÉÐ GREIN SEM BYGGÐIST Á FERÐ HILDAR SEM BIRTIST Í BARNABLAÐINU ABC FORÐUM DAGA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Karl Pétur Jónsson og Katrín Anna dóttir hans ásamt Hildi Ragnars og Kötlu Sigríði, dóttur hennar. Karl Pétur fór á veg- um CISV eftir að hafa lesið grein í ABC sem kom í kjölfar ferðar Hildar. „Heilræðin okkar eru mjög vinsæl og í grunninn hafa þau verið nánast óbreytt í tíu ár, með smálagfær- ingum auðvitað. En grunnskilaboðin eru alltaf þau sömu,“ segir Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri hjá SAFT, en á vefsíðu þeirra má finna 10 net- heilræði. „Við erum þeirrar skoð- unar að foreldrar þurfi að nálgast netið eins og með umferðarreglur og sundferðir. Við sleppum ekki börnunum okkar lausum fyrr en þau eru komin með góðan skilning á því hvernig á að haga sér í umferð- inni og eru orðin synd. Okkar rannsóknir sýna að börn byrja æ yngri á netinu og yfirleitt byrja þau heima hjá sér með sam- þykki foreldra. Þessi tíu heilræði eru ágæt í þeim efnum,“ segir Guð- berg. Netið og samskiptamiðlar geta verið kjörinn vettvangur fyrir börn til að kynnast öðrum börnum og fá alls konar fróðleik beint í æð en hættur netsins leynast víða. Heilræðin má sjá hér til hliðar en á síðu SAFT er farið nánar í hvert og eitt atriði. BÖRN BYRJA Æ YNGRI AÐ NOTA NETIÐ Góðar netvenjur 1 Uppgötvum netið með börnunum okkar. 2 Gerum samkomulag við börnin um netnotkun. 3 Hvetjum börnin til að vera gætin þegar þau veita persónulegar upplýsingar. 4 Ræðum um þá áhættu sem fylgir því að hitta netvin. 5 Kennum börnunum að skoða efni á netinu með gagnrýnum hætti. 6 Barnið kann að rekast á netefni sem er ekki ætlað börnum. 7 Komum upplýsingum um ólög- legt/skaðlegt efni til réttra aðila. 8 Hvetjum til góðra netsiða. 9 Kynnum okkur netmiðlanotkun barnanna okkar. 10 Kennum börnunum að nota netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. 10 netheilræði SAFT Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 RECAST - SVEFNSÓFI Svefnflötur 140x200 cm - Vönduð springdýna Litir: Blár / Grár - kr. 129.900 SVEFNSÓFAR SEM BREYTAST Í RÚM Á AUGABRAGÐI Ó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.