Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Síða 20
Þ
egar Íslendingar settust fyrst að í Al-
bertafylki í Kanada fylgdu þeir Kyrra-
hafslestinni og kynntu sér möguleg
svæði til búsetu. Þannig settist skáldið
Stephan G. Stephansson, einn þekktasti íslenski
vesturfarinn, að skammt frá Medicine-á norður
af Calgary, um 160 km fyrir sunnan Edmonton
1889. Þá var Edmonton þorp, sem byrjaði sem
verslunarmiðstöð með skinn og fleira 1795, en
1905 var Edmonton gerð að höfuðborg Alberta
og er nú fimmta fjölmennasta borg Kanada og sú
nyrsta með yfir milljón íbúa.
Auður og uppbygging
Alberta er auðugasta fylki Kanada, þökk sé olí-
unni, svarta gullinu. Fyrir bragðið er mikill vöxt-
ur í fylkinu og þangað flytja margrir frá öðrum
stöðum í Kanada, meðal annars nýfluttir Íslend-
ingar til Kanada.
Eins og allar milljónaborgir hefur Edmonton
upp á allt að bjóða. Veðrið fer eftir árstíma.
Þannig var 38 stiga frost í byrjun mánaðarins og
vegna kælingarinnar var það á við 50 stiga frost.
Um liðna helgi fór hitinn yfir frostmark og fram-
undan er betri tíð í haga. En það er þarna eins
og á landi ísa að fólki er ráðlagt að kynna sér
veðurspána og klæða sig samkvæmt því.
Svo virðist sem alltaf sé einhver hátíð í gangi í
Edmonton og því ekki furða að borgin skuli vera
kölluð hátíðaborg Kanada. Í fyrri viku var til
dæmis Íslandsvika í borginni vegna fyrsta beina
flugs Icelandair frá Íslandi til Edmonton og voru
talsmenn ferðamála í Edmonton mjög ánægðir
með hvernig til tókst.
Edmonton er vel í sveit sett. Ekki aðeins er
margt að sjá, skoða og gera í borginni heldur er
til þess að gera tiltölulega stutt til ýmissa ann-
arra staða. Vegalengdir eru miklar í Norður-
Ameríku en ekki er nema um tveggja tíma akst-
ur suður til Calgary og þaðan er ekki langt í
Klettafjöllin og náttúrufegurðina í Banff, við Lo-
uise-vatn og Jasper. Leiðin til Vancouver, Vic-
toria og Seattle í Bandaríkjunum er vinsæl ferða-
mannaleið. Fyrir Íslendinga er ekki síðra að aka
um Íslendingabyggðir í Saskatchewan og Mani-
toba. Flug á milli Edmonton og Winnipeg tekur
um tvo tíma, en akstursleiðin er um 1.350 km.
EDMONTON HÖFUÐBORG ALBERTA SÍÐAN 1905
Vestrið heillar
ÞAÐ ER MARGT AÐ SJÁ OG GERA Í EDMONTON, HÖFUÐBORG ALBERTA Í
KANADA, OG NAUTASTEIKURNAR ERU MEÐ ÞEIM BESTU Í NORÐUR-AMERÍKU.
FRÁ EDMONTON ER LÍKA TILTÖLULEGA STUTT TIL ANNARRA VINSÆLLA
FERÐAMANNASTAÐA OG MARGIR MÖGULEIKAR Í BOÐI.
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is
Margir golfvellir
eru í Edmonton og
verðið hagstætt.
Kanada
Edmonton
Winnipeg
Calgary
B A N D A R Í K I N
K A N A D A
K
l e
t t a
f j ö
l l i n
Vancouver
Victoria
British
Columbia
Alberta
Saskatchewan
Manitoba
Ontario
Nunavut
Northwest
Territories
Seattle
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014
Ferðalög og flakk
Blaðamaður hefur nokkrum sinnum
komið til Edmonton og alltaf upplifað
eitthvað nýtt. Í boðsferð Icelandair að
þessu sinni kynntist hann meðal annars
stemningunni í þinghúsinu, fór í Kon-
unglega Albertasafnið og strauk þar tar-
antúlu. Hann fékk innsýn í líf skinnasala á
18. öld og sá götulíf eins og það var um
aldamótin 1900 í virkisgarðinum Fort Ed-
monton Park. Auk þess er vert að geta
þess að útivistarsvæði eru víða og margir
golfvellir, þar sem hægt er að fara 18 hol-
ur fyrir 15 dollara, um 1.500 krónur.
Tarantúla á
safni og golf
* Þótt frostiðgeti veriðmikið í Edmon-
ton á veturna
er borgin ein
sú sólríkasta
í Kanada með
um 2.300 sólar-
stundir á ári.
Góð aðstaða er til
útivistar í borginni.
Riddaralögreglan er sýnileg
á mikilvægum viðburðum.
Fyrsta beina flug Icelandair til Edmonton var í liðinni
viku og var klippt á borða á flugvellinum af því tilefni.