Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Síða 24
Það þarf ekki að vera flókið að breyta mataræði til hins betra.
Margt smátt gerir eitt stórt á vel við um mataræði og því ágætt
að taka eitt skref í einu þegar skipt er út fyrir hollari fæðu.
Skiptu út venjulegri mjólk fyrir lífræna mjólk
Skiptar skoðanir eru á því hvort ráðlagt sé að drekka
mikið af mjólk. Allt er gott í hófi en það get-
ur verið snjallt að skipta
stundum út venjulegri
mjólk fyrir lífræna mjólk,
t.d. hrísmjólk, möndlu-
mjólk eða haframjólk.
Skiptu út banana fyrir
bláber
Þó að ber séu sæt á bragðið er mun
minni ávaxtasykur í þeim en í bönunum og eru þau einnig stútfull
af andoxunarefnum.
Skiptu út kaffi fyrir te
Koffín færir þér orku en þó aðeins í skamman
tíma. Grænt te er betra fyrir líkamann en kaffi
en það inniheldur fullt af andoxunarefnum og
ýmsum næringarefnum. Auk þess er það
vatnslosandi.
Skiptu út „diet“ gosdrykkjum
fyrir sódavatn
„Diet“ gosdrykkir hafa minni kalorí-
ur en venjulegir gosdrykkir en á
móti er mikið af gervisykri í þeim
sem gerir það að verkum að líkaminn
sækir í sætuefni fljótlega eftir vænan
sopann. Snjallt er að skipta út fyrir sóda-
vatn og jafnvel kreista smá lime eða sí-
trónu út í.
Skiptu út hnetum fyrir fræ
Hnetur tíðkast yfirleitt sem holl fita fyrir líkamann en margar
hverjar eru vel saltaðar, sykraðar eða ristaðar. Þá er ráð að
skipta yfir í fræ. Gott er að blanda þeim saman í ílát og borða
milli mála. Sólblómafræ, sesamfræ og graskersfræ er sérlega
góð blanda.
Skiptu út fitusnauðu jógúrti fyrir venjulegt jógúrt
Bragðbætt jógúrt inniheldur yfirleitt mikinn sykur jafnvel
þó að á því standi að það sé fitusnautt eða létt. Betra er
að borða bragðlaust, venjulegt jógúrt og bæta við ávöxt-
um eftir smekk.
Skiptu út mjólkursúkkulaði fyrir
dökkt lífrænt súkkulaði
Flest súkkulaðistykki innihalda mikið
magn af sykri og gefa líkamanum
mjög litla næringu, jafnvel enga.
Hins vegar inniheldur dökkt, lífrænt
súkkulaði lítinn sykur og getur það
aukið blóðflæði upp í heila og
hjarta, sem kemur starfsemi lík-
amans betur af stað.
Skiptu út ávaxta-bústi
fyrir grænt búst
Það er gott að halda ávaxtrasykri í
lágmarki og borða meira grænmeti.
Gott er að blanda grænu
grænmeti saman við
avókadó, engifer og
ýmis fræ á borð
við hampfræ
sem eru rík af
ómega-
fitusýrum.
SKIPTU ÚT FÆÐU FYRIR BETRI FÆÐU
8 heilsusamlegri hráefni
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014
Heilsa og hreyfing
Það er mikilvægt að fá sér reglulega snarl á milli máltíða. Með því að borða litlar máltíðir eða
snarl yfir daginn heldurðu meltingunni í gangi og brennir hitaeiningum jafnt og þétt. Þá minnk-
ar einnig þörfin fyrir snögga orku, eins og t.d. sykur. Gott snarl er til dæmis próteinstöng,
ávöxtur, hnetur og grænmeti. Snjallt er að hafa eitthvert smánesti með sér í vinnuna.
Nart er gott
Fyrir þá sem alltaf hafa alið með sér
ballerínudrauma er engin ástæða til
að gefa þá upp á bátinn, jafnvel þótt
árin færist yfir.
Netið geymir hafsjó af fróðleik,
líka um ballett fyrir fullorðna. Á
myndbandavefnum youtube er ein-
falt að nota leitarstrengi eins og „bal-
let for beginners“ og rekja sig áfram
eftir lista af myndböndum sem þá
birtast.
Sem dæmi um ballettmyndbönd
fyrir byrjendur á youtube má nefna
að vefsíðan livestrong.com birtir
myndband sem heitir „How to do
beginners ballet“ en þar er því lýst á
einfaldan hátt hvernig stíga má fyrstu
skrefin í ballettnum.
Ballettkennari að nafni Tiffany
Rothe heldur úti vefsíðu og birtir
myndbönd með æfingakerfum sínum
á youtube. Myndband sem heitir „10
Minute Ballerina Beauty“ hefur að
geyma fína og passlega stutta ballett-
æfingu fyrir þá sem hafa ekki mikla
reynslu af dansi. Ballettdraumurinn
þarf ekki að vera úti þótt táskórnir
séu kannski fjarlæg hugmynd.
10 MÍNÚTNA DANSÆFING
Svanavatnið er ekki endilega fyrir byrjendur en það geta allir reynt einfaldar
ballettæfingar heima í stofu.
Ballett heima í stofu
Fæst á iPhone 4, 4S, 5, 5S og Samsung Galaxy S4 • Verð kr. 5.400 • Ótal myndir í boði
www. minja.is • facebook: minja • Skólavörðustíg 12
Börkur er samstarfsverkefni Ragnars og Siggu Soffíu og er vandað símahulstur úr
eðalvið með útskornum myndum sem verja símann þinn fyrir hnjaski
Í S L E N S K H Ö N N U N
Ragnar Kristjánsson,
hönnuður og teiknari:
„Árangurslaus leit að
vönduðu og fallegu hulstri
á símann minn kveikti
þessa hugmynd.”
Sigga Soffía,
söngkona
og teiknari:
“Ég er söngfugl sem
elskar að teikna.
Fyrir mér er myndlist
hugleiðsluverkfæri.”