Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Side 25
16.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Íþróttakempur leynast víða í samfélaginu og þær eru á
ýmsum aldri. Þær koma í öllum stærðum og gerðum en
eiga það það sameiginlegt að vera í góðu líkamlegu formi .
Kempurnar eru sem betur fer til í að deila reynslu sinni
með okkur og veita okkur góð ráð. Kempa dagsins er Ari
Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu. Ari spilar með OB í Danmörku
en hann skipti um lið fyrir þetta tíma-
bil. Fór frá GIF Sundsvall í Svíþjóð og
færði sig til Danmerkur. Ari er Valsari
og sló í gegn 2006, aðeins 19 ára gam-
all.
Gælunafn: Svensken eða stundum
Gollum.
Íþróttagrein: Fótbolti.
Hversu oft æfir þú á viku? Á undirbún-
ingstímabilinu níu eða tíu sinnum í viku
og þegar deildin er í gangi sjö sinnum í
viku.
Hvernig æfir þú? Það er mismun-
andi en mikið þol, hlaupaæf-
ingar og með bolta. Einu
sinni í viku er lyft-
ingaæfing saman en
svo ráðum við því
sjálfir hversu oft við
lyftum – fer eftir
ferskleika hjá
einstaklingnum.
Henta slíkar
æfingar fyrir
alla? Já, auð-
vitað, fótbolti
er fyrir alla,
en æfingarnar
okkar eru fyr-
ir þá sem eru
lengra komn-
ir.
Hvernig er
best fyrir ný-
liða að koma
sér af stað? Bara
fara út og sparka í
bolta og hafa gam-
an af því.
Hver er lykillinn
að góðum ár-
angri? Lykillinn að
árangri er æfing.
Æfingin skapar meist-
arann. Aldrei að gefast upp.
Hvað er það lengsta sem þú
hefur hlaupið? Í leik hef ég hlaup-
ið mest 13 kílómetra.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Fara
rólega af stað í hreyfingu sem hentar hverjum og einum
og gera það að lífsstíl.
Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega útrás fyrir
hreyfiþörfina? Já sérstaklega eftir tímabilið þegar eg er
búinn að vera í vikufríi.
Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga
hjá þér? Tvær vikur ef ég man rétt.
Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í
frí? Við fáum alltaf prógramm með okkur í fríið,
púlsklukkur, band og annað til að liðið geti séð
hvort við æfðum.
Ertu almennt meðvitaður um mataræðið?
Allt er gott í hófi.
Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir? Ég elska
íslenska sjoppuborgara og auðvitað KFC.
Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Borða
reglulega og hugsa út í holl-
ustuna.
Hvaða gildi hefur hreyf-
ing og líkamsrækt
fyrir þig? Allt. Þetta
er vinnan mín og
ég gæti ekki lif-
að án þess.
Hver eru
erfiðistu
meiðsl
sem
þú
hefur orðið fyrir? Það á ekki að
spyrja svona spurninga.
Hvað eru algeng mistök hjá fólki
við æfingar? Fara of geyst af stað
og gefast upp.
Hver er erfiðasti mótherjinn á
ferlinum? Ég sjálfur.
Hver er besti samherjinn? Ég hef
haft marga góða samherja og það er
erfitt að velja einn.
Hver er fyrirmynd þín? Andrea
Pirlo.
Hver er besti íþróttamaður allra
tíma? Michael Jordan.
Skemmtileg saga/uppákoma frá ferl-
inum? Ég er með margar sögur í poka-
horninu en þær eru engan veginn prent-
hæfar.
Skilaboð að lokum? Hafa trú á sjálf-
um sér og vera óhræddur við að elta
draumana.
KEMPA VIKUNNAR ARI FREYR SKÚLASON
Með púlsklukku í fríið
Morgunblaðið/Eggert
… að fullorðinn einstaklingur hefur færri bein í líkamanum en
smábarn? Við fæðumst inn í þennan heim með yfir 300 bein í
líkamanum en vegna þess að beinin sameinast mörg hver er við
stækkum endum við með 206 bein í líkamanum á fullorðinsaldri.
Vissir þú …* Það eina sem við þurfum er ást,eins og bítillinn sagði. En örlítiðsúkkulaði hér og hvar sakar ekki.
Charles M. Schulz
KEMUR HEILSUNNI Í LAG
EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Vísindamenn í Georgetown-há-
skólanum í Washingtonríki hafa
komist að því að hægt er að segja
fyrir um alzheimer í einstaklingum
með blóðprufu. Rannsóknin sýnir
fram á 90% nákvæmni og getur sagt
fyrir um hvort einstaklingur muni
þróa með sé sjúkdóminn á næstu
þremur árum frá greiningu. Þetta
kemur fram í frétt BBC, en vís-
indamennirnir birtu niðurstöður
rannsókna sinna í tímaritinu Nature
Medicine.
Sérfræðingar segja að niðurstöð-
urnar eigi eftir að staðfesta end-
anlega með viðameiri klínískum
rannsóknum. Fari svo að rannsókn-
irnar staðfesti að hægt sé að segja
fyrir um sjúkdóminn með blóðprufu
yrði það stórt skref áfram í barátt-
unni við alzheimer.
Í rannsókninni, sem gerð var á
fimm ára tímabili, var blóðsýni tekið
úr 525 manns yfir sjötugt. Blóðsýni
úr 53 einstaklingum sem þróuðu
sjúkdóminn með sér eða svipuð
einkenni elliglapa voru borin saman
við 53 einstaklinga sem voru enn
andlega hraustir. Munur fannst á tíu
fitustigum í líkamanum milli hóp-
anna. Umræddar fitur eiga að geta
skorið úr um hvort einstaklingurinn
þróar með sér sjúkdóminn á kom-
andi árum.
Alzheimer eða elliglöp er gríðar-
lega algengur sjúkdómur og hrjáir
JÁKVÆÐ ÞRÓUN Á SVIÐI RANNSÓKNA
Alzheimer eða elliglöp er gríðarlega
algengur sjúkdómur og hrjáir marga.
Morgunblaðið/Ásdís
Segja fyrir um alz-
heimer með blóðprufu
Spá um elliglöp á heimsvísu
Heimild:Alzheimer Samtökin í Bretlandi
Í dag
Árið 2050
44 milljónir
135 milljónir
um 44 milljónir manna. Talið er að
sú tala eigi eftir að þrefaldast árið
2050. Sjúkdómurinn herjar hljóð-
lega á heilann í meira en áratug áður
en einhver einkenni láta á sér kræla.
Læknar telja að lyfjameðferðir dugi
ekki þar sem sjúklingar hefji þær of
seint til að hafa einhver áhrif. Þess
vegna er þessi uppgötvun á forspá
um sjúkdóminn afar mikilvæg.