Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Page 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Page 50
F immtudaginn síðastliðin voru 50 ár liðin frá því að sextíu þjóð- kunnir Íslendingar sendu Alþingi áskorun um að takmarka sendi- styrk sjónvarpsstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Á þeim tíma voru það íbúar við herstöðina sjálfa sem og á höf- uðborgarsvæðinu sem náðu útsendingum en þó var það síður en svo að allir ættu sjón- varpstæki svo ekki voru það allir sem sáu bandarískt barnaefni og kúrekamyndir. En það var vinsælt að skreppa í heimsókn til nágranna og ættingja sem áttu eitt slíkt tæki. Fjórum árum eftir mótmælabréfið, í nóv- ember 1968, áttu landsmenn 27.039 tæki. Íslendingar voru þá um 200.000 Var í um- fjöllun sérstaklega tekið fram að fimmti hver Vestmannaeyingur ætti sjónvarp. Kanasjónvarpinu var lokað árið 1974, það er að segja, útsendingar voru tak- markaðar við Keflavík og voru Íslendingar þá búnir að eignast eigin stöð. Amerískt sjónvarpsefni hefur þó engu að síður allt frá þessum tíma verið ráðandi og þarlend- ar kvikmyndir ráðandi í íslenskum bíó- húsum. Ósjaldan er talað um Ísland sem litla Ameríku og að bandaríska þjóðin og vera varnarliðsins hafi haft mikil áhrif á land og þjóð. Á marga vegu er ljóst að svo er en ekki síður hefur menning vestanhafs áhrif hér á landi í gegnum sjónvarp og internetið. Sunnudagsblað Morgunblaðið leitaðist við að skoða nokkra afkima íslenskrar menn- ingar og hvort og hvernig Ameríka hefði haft áhrif. Er Ameríka hér? TÍSKA, ARKITEKTÚR, MATUR OG NEYSLA, JAFNVEL LÖGFRÆÐISTÖRF. AMERÍKA HEFUR STUNDUM MINNA, STUNDUM MEIRA, HAFT ÁHRIF Á LAND OG ÞJÓÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Vér undirritaðir alþingiskjósendur teljum á ýmsan hátt varhugavert, auk þess sem það er vansæmandi fyrir Íslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð, að reka hér á landi sjónvarpsstöð, er nái til meirihluta landsmanna. Með stofnun og rekstri ís- lenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjárfrekt og vandasamt fyrirtæki með örfámennri þjóð, að nauðsynlegt sé að það mál fái þróazt í samræmi við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knúið sé fram með óeðlilegum hætti. Af framangreindum ástæðum viljum vér hér með skora á háttvirt alþingi að hlutast til um, að heimild til rekstrar er- lendrar sjónvarpsstöðvar á Keflavík- urflugvelli sé nú þegar bundin því skilyrði, að sjónvarp þaðan verði takmarkað við herstöðina eina.“ Meðal annarra skrifuðu undir: Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri Kvennaskólans Halldór Laxness rithöfundur Helga Magnúsdóttir, formaður Kvenfélaga- sambands Íslands Klemens Tryggvason hagstofustjóri Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörður Lára Sigurbjörnsdóttir, formaður Kvenréttinda- félags Íslands Páll Ísólfsson tónskáld Sigurbjörn Einarsson biskup Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs og formaður Félags ungra framsóknarmanna Sveinn Einarsson leikhússtjóri Tómas Guðmundsson skáld Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri Húsmæðra- kennaraskóla Íslands Úttekt 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014 GRÆNU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.