Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 50
F immtudaginn síðastliðin voru 50 ár liðin frá því að sextíu þjóð- kunnir Íslendingar sendu Alþingi áskorun um að takmarka sendi- styrk sjónvarpsstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Á þeim tíma voru það íbúar við herstöðina sjálfa sem og á höf- uðborgarsvæðinu sem náðu útsendingum en þó var það síður en svo að allir ættu sjón- varpstæki svo ekki voru það allir sem sáu bandarískt barnaefni og kúrekamyndir. En það var vinsælt að skreppa í heimsókn til nágranna og ættingja sem áttu eitt slíkt tæki. Fjórum árum eftir mótmælabréfið, í nóv- ember 1968, áttu landsmenn 27.039 tæki. Íslendingar voru þá um 200.000 Var í um- fjöllun sérstaklega tekið fram að fimmti hver Vestmannaeyingur ætti sjónvarp. Kanasjónvarpinu var lokað árið 1974, það er að segja, útsendingar voru tak- markaðar við Keflavík og voru Íslendingar þá búnir að eignast eigin stöð. Amerískt sjónvarpsefni hefur þó engu að síður allt frá þessum tíma verið ráðandi og þarlend- ar kvikmyndir ráðandi í íslenskum bíó- húsum. Ósjaldan er talað um Ísland sem litla Ameríku og að bandaríska þjóðin og vera varnarliðsins hafi haft mikil áhrif á land og þjóð. Á marga vegu er ljóst að svo er en ekki síður hefur menning vestanhafs áhrif hér á landi í gegnum sjónvarp og internetið. Sunnudagsblað Morgunblaðið leitaðist við að skoða nokkra afkima íslenskrar menn- ingar og hvort og hvernig Ameríka hefði haft áhrif. Er Ameríka hér? TÍSKA, ARKITEKTÚR, MATUR OG NEYSLA, JAFNVEL LÖGFRÆÐISTÖRF. AMERÍKA HEFUR STUNDUM MINNA, STUNDUM MEIRA, HAFT ÁHRIF Á LAND OG ÞJÓÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Vér undirritaðir alþingiskjósendur teljum á ýmsan hátt varhugavert, auk þess sem það er vansæmandi fyrir Íslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð, að reka hér á landi sjónvarpsstöð, er nái til meirihluta landsmanna. Með stofnun og rekstri ís- lenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjárfrekt og vandasamt fyrirtæki með örfámennri þjóð, að nauðsynlegt sé að það mál fái þróazt í samræmi við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knúið sé fram með óeðlilegum hætti. Af framangreindum ástæðum viljum vér hér með skora á háttvirt alþingi að hlutast til um, að heimild til rekstrar er- lendrar sjónvarpsstöðvar á Keflavík- urflugvelli sé nú þegar bundin því skilyrði, að sjónvarp þaðan verði takmarkað við herstöðina eina.“ Meðal annarra skrifuðu undir: Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri Kvennaskólans Halldór Laxness rithöfundur Helga Magnúsdóttir, formaður Kvenfélaga- sambands Íslands Klemens Tryggvason hagstofustjóri Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörður Lára Sigurbjörnsdóttir, formaður Kvenréttinda- félags Íslands Páll Ísólfsson tónskáld Sigurbjörn Einarsson biskup Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs og formaður Félags ungra framsóknarmanna Sveinn Einarsson leikhússtjóri Tómas Guðmundsson skáld Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri Húsmæðra- kennaraskóla Íslands Úttekt 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014 GRÆNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.