Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.3. 2014 Söfn á Suðurnesjum taka nú um helgina í sjötta sinn saman höndum og bjóða upp á sameiginlega dagskrá, til að kynna fyrir lands- mönnum hin fjölbreytilegu söfn og setur sem eru á svæðinu. Dagskráin verður fjölbreyti- leg, með þátttöku gallería, veitinga- og gisti- staða. Meðal forvitnilegra viðburða má nefna að klukkan 14 á laugardag verður opnuð í Lista- safni Reykjanesbæjar sýning á mannamynd- um málaranna Stephens Lárusar Stephens og Stefáns Boulters; í Rokkheimum Rúna Júl. verður poppsagan rakin og þá verður sjó- sókn og vinnsla sjávarafla kynnt í fjórum söfnum í þremur bæjarfélögum. Dagskrána í heild má skoða á vefnum safnahelgi.is. OPIÐ HÚS Á SUÐURNESJUM SAFNAHELGI Vopnaðar kempur stilla sér upp fyrir framan Víkingaheim, en þar eru þrjár nýjar sýningar. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson Hluti af verki Sólveigar Aðalsteinsdóttur í glugga Skúrsins sem verður á Seltjarnarnesi. Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarkona opnar í dag, laugardag, klukkan 14 sýningu í Menningarhúsinu Skúrnum, sem að þessu sinni er á bílastæði framan við golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Sólveig sýnir verk sem hún kallar Randir. Í texta segir hún Skúrinn nú vera staðsettan við hafið, „við upphaf göngustígs sem þræðir sig eftir útlínum nessins, örlítið sunnar við stíginn er annað hús, steinsteypt byrgi frá stríðsárunum. Göngustígurinn meðfram fjörunni, meðfram sjónarrönd hafsins, tengir saman húsin tvö og myndar ásamt þeim línu- verkið Randir.“ Verkið er til sýnis alla daga, meðan dagsbirtu gætir, til 13. apríl. SÝNIR VERKIÐ RANDIR SÓLVEIG Í SKÚR Danski bassaleikarinn Richard Andersson, sem hefur verið búsettur hér á landi síðan í haust og verið virkur í djasslífinu, hefur nú stofnað tríó með þeim Óskari Guðjónssyni saxó- fónleikara og Matthíasi Hemstock trommuleik- ara. Tríóið kemur fram á tónleikum í Hannesarholti við Grundarstíg á sunnudag klukkan 14. Í september kom Andersson á fót vikuleg- um djasskvöldum á Hressó á sunnudags- kvöldum þar sem rjóminn af íslenskum djass- leikurum hefur spilað. Hann hefur annars hljóðritað og leikið með þekktum tónlist- armönnum, má þar nefna Jef (Tain) Wats, George Garzone, Tony Malaby, Bill McHenry, Bob Moses, Jerry Bergonzi, Kasp- er Tranberg, Anders Mogensen, Dave Liebman og Phil Markowitz. TÓNLEIKAR Í HANNESARHOLTI DJASSTRÍÓ LEIKUR Richard Andersson Menning L íttu á, eftir tíu ára hlé er ég aftur farinn að mála á striga,“ segir Bernd Koberling og raðar við endavegginn splunkunýjum og af- ar kröftugum málverkum sem hann hefur unnið að síðustu mánuði, þarna í stórri og bjartri vinnustofu sinni í Berlín. Ko- berling sýnir mér öll 27 verkin sem eru á sýn- ingunni sem verður opnuð í galleríi hans í Berlín nú um helgina; framúrskarandi verk sem eru þegar farin að vekja forvitni gagn- rýnenda enda listmálarinn í hópi þeirra þekktustu í Þýskalandi. Síðasta áratug hefur Koberling einbeitt sér að því að mála abstrakt myndheima sína á grunnaðar álplötur þarna í vinnustofunni, en nú hefur hann ögrað sér til að hverfa aftur í heim olíulita á striga, á þennan eftirtekt- arverða hátt. Þarna skapar Koberling á veturna og fram á vor, vinnur iðulega langt fram á nótt og er fullur starfsorku, segir hann, þótt hann sé orðinn 75 ára gamall. En á sumrin hverfur hann til Íslands að vinna, hefur gert það ár- lega frá 1977, og Ísland er líka áberandi þarna á vinnustofunni. Undir fargi eru staflar vatnslitamynda sem hann hefur málað í Loð- mundarfirði og Skagafirði, á einu borðinu má sjá ljósmyndir úr Loðmundarfirði og myndir af Koberling við veiðar á Íslandi með sonum sínum, svo eru þar veglegar bækur sem þýska forlagið Kleinheinrich hefur gefið út á síðustu fimmtán árum, tvítyngd verk með vatnslitamyndum sem Koberling hefur valið sérstaklega með textunum. Sjötta bókin er nýkomin út, með ljóðum eftir Stefán Hörð Grímsson. Áður hafa komið út bækur með myndum hans og ljóðum eftir Snorra Hjart- arson, Baldur Óskarsson, Sjón og Lindu Vil- hjálmsdóttur, og sögum eftir Gyrði Elíasson. Þetta eru einstaklega glæsilegar bækur og listamaðurinn segist mjög sáttur við útkom- una. Sú nýja er í minna broti en hinar fyrri og kom líka til á annan hátt; Kleinheinrich hafði gefið út bók með ljóðunum í hefðbundinni út- gáfu sem gekk afar vel og þá leitaði hann til Koberlings um samstarf um nýja og aukna út- gáfu, með myndum Koberlings og enn fleiri ljóðum. Þýðingarnar gerði Wolfgang Schiffer í samvinnu við Franz Gíslason og Jón Þór Gíslason, og Gert Kreuzer. „Ég skil ekki hvernig ljóð Stefáns Harðar gátu farið fram hjá mér í öll þessi ár,“ segir Koberling og hristir höfuðið. „Þegar Josef Kleinheinrich hringdi og spurði hvort ég vildi gera myndir við ljóðin hans þá svaraði ég strax játandi en bætti svo við í einfeldni; hver er hann? Vitaskuld svaraði hann að Stefán Hörður væri afar þekkt og virt skáld. Ég hafði lesið yfirlitsritin með verkum íslenskra skálda og þannig kynntist ég til að mynda verkum Sjóns, sem hreyfðu verulega við mér. Og þótt ég hafi ekki enn gert myndir við ljóð Þor- steins frá Hamri þá hef ég oft hugsað mér að gera það. En þetta var eins og amma mín heitin sagði oft: því var ætlað að gerast. Ég fékk ljóðin í hendurnar og réð mér ekki fyrir hrifningu! Þetta var með besta skáldskap sem ég hafði lesið, hann heyrir til hátindi ljóð- listar og tengdist sálu minni beint,“ segir Ko- berling og fer ekki dult með hrifningu sína. Fyrir fyrri bækurnar vann hann myndir sérstaklega á Íslandi en að þessu sinni fór hann að skoða seríu um 200 verka sem hann kallar „Translocations“ og hefur unnið að á undanförnum árum, bæði á Íslandi og í Berl- ín, og valdi að lokum tíu þeirra fyrir bókina. „Ég nýt þess að gera þessar bækur,“ segir Koberling og hampar þessari nýjustu, sem er BERND KOBERLING HEFUR GERT MYNDIR Í BÓK MEÐ LJÓÐUM STEFÁNS HARÐAR GRÍMSSONAR Ísland er framlenging á vinnustofunni ÞÝSKI MYNDLISTARMAÐURINN BERND KOBERLING OPNAR NÚ UM HELGINA SÝNINGU Í BERLÍN Á KRÖFTUGUM MÁLVERKUM SEM SPRETTA AF VATNSLITAMYNDUM SEM HANN VANN Á ÍSLANDI. FRÁ ÁRINU 1977 HEFUR KOBERLING UNNIÐ Á ÍSLANDI ÖLL SUMUR OG PRÝÐA VERK HANS ÚTGÁFUR ÍSLENSKRA SKÁLDA Í ÞÝSKALANDI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Bækurnar með verkum íslenskra skálda og myndum Bernds Koberlings eru nú sex talsins. Málarinn vinnur að vatnslitamyndum í Loð- mundarfirði. Myndin var tekin fyrir tíu árum. Morgunblaðið/Einar Falur Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti, er heiti sýningarmyndlistarmannsins Unnars Arnar sem verður opnuð í Lista-safni ASÍ í dag, laugardag, klukkan 15. Á sýningunni gerir Unnar Örn safnið að vettvangi óeirðar. Í því felst að hann dregur fram vegsummerki um óhlýðni frá ólíkum tíma- bilum og býður gestum að skoða í sjónrænu samhengi. Verkin á sýn- ingunni eru unnin upp úr heimildum sem þjónað hafa ólíkum stofn- unum; ljósmyndir frá tæknideild rannsóknarlögreglunnar, myndskeið úr heimildasafni Ríkisútvarpsins og skjöl frá Þjóðskjalasafni Íslands mynda sögusviðið. Unnar Örn segir viðfangsefnið vera geymslu opinberra upplýsinga sem tengjast viðspyrnu almennings við ríkjandi valdhafa hverju sinni. Frásögnin af óeirð almennings er stöðugt afmáð úr sameiginlegu minni þegnanna – skipt er um rúður, veggir eru málaðir og varnar- girðingar fjarlægðar. Á sama tíma er sönnunargögnum stanslaust safnað af valdstjórninni og þær heimildir mynda síðan samfellda frá- sögnin sem varðveitt er í opinberum skjölum. Á árinu kemur út bók þar sem viðfangsefni sýningarinnar eru tekin fyrir og verður bókin lokahnykkurinn í vettvangsrannsókn Unnars Arnar á afrekasögu óeirðar hér á landi. Unnar Örn J. Auðarson stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og framhaldsnám við Listaakademíuna í Malmö. Hann hefur á síðustu árum unnið með fundið efni – ljósmyndir, kvikmyndir og texta – sem rammar inn þá frásögn sem hann vinnur með hverju sinni. UNNAR ÖRN Í LISTASAFNI ASÍ Sýnir afreks- sögu óeirðar Á SÝNINGUNNI MÁ SJÁ HEIMILDIR UM HVERSKYNS ÓEIRÐ ALMENNINGS, ANDÓF OG MÓTMÆLI, EN VALDSTJÓRNIN SAFNAR SÖNNUNARGÖGNUM. Unnar Örn við eitt verkanna á sýningu sinni í Listasafni ASÍ. Morgunblaðið/Ómar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.