Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Blaðsíða 57
16.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Myndlistarkonan Dodda Maggý verður á laugardag kl. 15 með listamannsspjall á sýningunni Hljómfall litar og línu í Hafnarhúsinu, þar sem hún er einn sýnenda. Á sýningunni eru verk sem byggjast á sampili tónlistar og myndlistar. 2 Síðustu förvöð eru að sjá Bláskjá í Borgarleikhúsinu því síðustu sýningar eru nú um helgina. Verkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Rýnir Morgunblaðsins sagði það vera kraft- mikið, og að framvindan væri „fárán- leg, fyndin og áhugaverð“. 4 Óhætt er að mæla með sam- eiginlegum tónleikum Kórs Neskirkju og Söngsveitar- innar Fílharmóníu við kórunnendur, en þeir verða í Nes- kirkju á laugardag kl. 17. Hvor kór flytur eigin blandaða dagskrá auk þess sem þeir koma fram saman. 5 Á forvitnilegum tónleikum Notus-tríósins í Norður- ljósasal Hörpu á sunnudags- kvöld klukkan 19.30 verða frumflutt tónverk eftir tónskáldin Báru Grímsdóttur og Elínu Gunn- laugsdóttur. Einnig eru á efnisskránni sónata eftir Prokofiev og tríó eftir T. Nikolayeva. 3 Hin forvitnilega þýska kvik- myndahátíð stendur nú yfir í Bíóparadís. Sýndar eru valdar kvikmyndir af ólíkum toga, meðal annars opnunarmyndin Tvö líf sem fjallar um sannsögulega atburði eftirstríðsáranna í Noregi. MÆLT MEÐ 1 Auður Gunnarsdóttir sópransöngkonaog Ragnheiður Steindórsdóttir leik-kona verða gestir Jónasar Ingimund- arsonar píanóleikara á tónleikum í tónleika- röðinni Við slaghörpuna í hálfa öld, í Salnum á sunnudag kl. 12. Verða þetta fimmtu tón- leikar Jónasar með þessu sniði á árinu en Ragnheiður mun flytja öll íslensku ljóðin og íslenskar þýðingar á þeim erlendu ljóðum sem sungin eru í þýðingu Reynis Axelssonar. Auk þess að leika með söngkonunni spjallar Jónas um viðfangsefni laga og ljóða við áheyrendur, eins og honum er einum lagið. „Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög, úr öllum mögulegum áttum,“ segir Jónas. „Ragnheiður flytur ljóðin og þýðing- arnar en ég spjalla um músíkina við gestina, rýni svolítið í hana eins og maður sem veltir fyrir sér kristalskúlu – ég skoða ljósbrotin í músíkinni,“ segir hann. „Það geta verið allt frá tilfinningalegum skilaboðum að skrýtlum úr lífinu, sögubrotum og öllu mögulegu. Ég leyfi mér að fara um víðan völl.“ Jónas segist hafa fengið mjög sterk við- brögð við fyrri tónleikunum í tónleikaröðinni en með henni fagnar hann því að hafa glatt landsmenn með píanóleik sínum í hálfa öld. Tónleikarnir hafa fallið áheyrendum vel og verið fjölsóttir. Auður hefur oft áður sungið með Jónasi en hann hefur sjaldnar haft leikara með, til að flytja textana á þennan hátt. „Það dýpkar upplifun gesta að heyra leikara flytja ljóðin. En skilningur leikarans bindur okkur söngv- arann ekki neitt, við getum hæglega farið einhverja aðra leið að túlkun og mögulega bendi ég fólki á það. Stundum á ég til að endurtaka lag, á allt annan hátt, án þess að breyta nokkru. Það er gaman að slíkum vangaveltum,“ segir Jónas. AUÐUR OG RAGNHEIÐUR ERU GESTIR JÓNASAR INGIMUNDARSONAR Fara um víðan völl LJÓÐ OG LÖG SUNGIN OG FLUTT AF LEIKKONU Í TÓNLEIKARÖÐINNI VIÐ SLAGHÖRPUNA Í HÁLFA ÖLD. Ragnheiður, Auður og Jónas við slaghörpuna á heimili hans. „Það dýpkar upplifun gesta að heyra leikara flytja ljóðin. En skilningur leikarans bindur okkur söngvarann ekki neitt,“ segir Jónas. Morgunblaðið/Þórður afar fallaga frágengin. „Við Kleinheinrich verðum að halda áfram og gera sjöundu bók- ina. En veistu hvað? Engin þessara bóka fæst á Íslandi í dag. Og allir þessir þýsku ferða- menn koma til landsins. Hvers vegna?“ Alheimstenging á Íslandi Í nær fjóra áratugi hefur Koberling starfað að list sinni til skiptis í Berlín og á Íslandi; togast ólíkir kraftar þessara heima á? Hann hugsar sig um og vitnar síðan til orða skáldsins James Thomsons, sem sagði að með aldrinum styrktist innra með honum ást á einsemdinni og náttúrunni. Bætir svo við að það sé sá sami Bernd Koberling sem menn hitti fyrir í Þýskalandi og á Íslandi en hann væri hinsvegar annar maður ef hann færi ekki alltaf til Íslands. „Stundum er ég spurður að því hvort ég sæki til Íslands í leit að innblæstri en þvert á móti, ég kem með innblástur með mér … Á sumrin þegar ég byrja að vinna í Loð- mundarfirði þjáist ég iðulega af þunglyndi fyrstu tvær vikurnar; þegar ég lít upp sé ég dauðar flugur í glugganum á vinnustofunni, kindur í hlíðinni fyrir utan, og skil ekkert í því hvað ég er að gera þarna!“ Hann hristir höfuðið en brosir síðan. „Skyndilega verður einhverskonar hreinsun og slenið rennur af mér, ég fer að ganga um hæðirnar og að njóta aftur alls sem ég sé, alls hins óvænta.“ Árið 1959 hélt Koberling í fyrstu heimsókn sína til Lapplands og fór síðan þangað svo að segja árlega, að veiða og vinna að list sinni, allt til ársins 1977 er hann kynntist listamann- inum Dieter Roth, sem sagðist sjá að Koberl- ing væri maður norðursins og yrði að koma til Íslands og sjá þennan afskekkta dal á Austur- landi. Síðan dvelur hann þar yfirleitt frá miðju sumri og langt inn í haustið. „Þessar ferðir mínar til Íslans eru fjarri því sem kalla má túrisma,“ segir hann. „Þær hafa alltaf verið mér afar mikilvægar. Kyrrðin í dalnum og að vera löngum stundum þar einn, hefur auðveldað mér að ná mikilli einbeitingu við vinnu. Ég sit löngum á vinnustofunni minni, á Sævarenda, út um gluggann sé ég út á ána, niður í fjöruna þar sem æðurin verpir og út á hafið. Ég les svolítið og geng en að- allega er ég að vinna að vatnslitamyndum. Um hásumarið eru börnin mín og konan oft með mér – þar veiddu þau sína fyrstu fiska, tína ber og sveppi – en svo vinn ég einn inn í haustið, dagarnir verða styttri og á heið- skírum kvöldum birtast norðurljósin. Þá finnst mér ég hvergi geta verið í nánari tengslum við alheiminn en einmitt þar, í Loð- mundarfirði.“ Það er komið dimmt kvöld þegar heimsókn- inni í vinnustofu Koberlings lýkur. Hann fylgir mér að lyftunni og segir: „Fyrir mér er Ísland eins og framlenging á þessari vinnu- stofu hérna. Þar sé ég til himins, þar er víð- ara til veggja, en ég er enginn ferðalangur og nýt þess ekkert að ferðast. Fyrir mér er Ís- land bara framlenging á þessu.“ „Eftir tíu ára hlé er ég aftur farinn að mála á striga,“ segir Bernd Koberling sem færir hér flennistór málverk til á vinnustofu sinni í Berlín. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.