Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Síða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.03.2014, Síða 64
SUNNUDAGUR 16. MARS 2014 Leiksýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur snýr aftur í Tjarnarbíó í lok mars vegna mikillar eftirspurnar. Síminn stoppaði varla við Tjarnargötuna vegna þeirra sem misstu af þessari leikhúsupplifun. Fjórum aukasýningum hefur því verið bætt við, fjögur kvöld í röð, 20.-23. mars. Tjarnarbíó er ekki með númeruð sæti heldur gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær á sýningum. Mæti sýningargestir of seint eru einfaldlega öll góðu sætin frátekin og þarf því að hafa hraðann á. Sýningin var valin leiksýning haustsins hjá Djöfla- eyjunni og fékk mjög góða umsögn gagnrýnenda. Meðal annars sagði Sigurður G. Valgeirsson, leikhúsrýnir Morgunblaðsins: „Það er sérlega gaman að fá þetta frumlega, fyndna og inni- haldsríka verk. Hér er farið með áhorfandann utan alfaravega og hann jafnvel knúinn til að hugsa!“ SÍMINN STOPPAÐI EKKI HJÁ TJARNARBÍÓI Stóru börnin skríða aftur Þar sem kynferðislegur undirtónn er í verkinu telst það ekki við hæfi barna. Stóru börnin er líflegt og skemmtilegt sviðsverk sem hreyfir við tilfinningunum jafnt sem hugsuninni. Ein stærsta upplýsinga- og tækni- ráðstefna heims, CeBIT, sem hald- in hefur verið árlega síðan 1986 í Hannover í Þýskalandi, hófst í vik- unni. Þar frumsýna margir tækni- risar allt það nýjasta sem um er að vera í tækni- og tölvuheiminum. Í einum básnum voru til dæmis vél- mennin Lexy og Tess sem dönsuðu súludans undir taktfastri þýskri teknótónlist. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, og David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, litu inn á sýn- ingu Tobit-fyrirtækisins sem hannaði og gerði þær Lexy og Tess. Fannst þeim dans vélmennanna glæsilegur og brostu í kampinn. Rúmlega 850 þúsund gestir lögðu leið sína á CeBit-sýninguna í fyrra og gert er ráð fyrir svipuðum fjölda í ár. Fjölmargir forstjórar stóru tölvu- og tæknirisanna halda fyrir- lestra á hverjum degi og fjörið er mikið á sýningarbásunum. Þær Lexy og Tess voru ekki einu vél- mennin sem þarna voru frumsýnd því vélmennið Roboy er ein helsta stjarna sýningarinnar. Sá er með vöðva og bein og vonast framleið- endur til að Roboy geti nýst í læknavísindunum. FURÐUR VERALDAR Vél- menna súludans Lexy og Tess dansa undir tónlist frá Þýskalandi. Tobit Software gerði vél- mennin en góður rómur var gerður að hæfileikum þeirra við súluna. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR John Mahoney leikari úr FrasierDr. Nefario úr Aulinn Ég Gunnar I. Birgisson Upplifðu 4G með iPhone 5c Verð 5.527 kr. á mánuði* Vodafone Góð samskipti bæta lífið * Samkvæmt 18 mánaða raðgreiðslusamningi. Staðgreiðsluverð 89.990 kr. Flottur fyrir fermingarbarnið Lipur og lit íkur 4G sími Verð 5.590 kr. á mánuði* Vodafone Góð samskipti bæta lífið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.