Morgunblaðið - 07.05.2014, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 7. M A Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 107. tölublað 102. árgangur
GÓÐ BYRJUN
HJÁ JANNIS OG
FÉLÖGUM
FER ÚR EINU
GÓÐU LIÐI
Í ANNAÐ
HVÍTUR TÍGUR
SEM TALAR SJÖ
TUNGUMÁL
RUT Í RANDERS ÍÞRÓTTIR CAPOEIRA 10SPOT-HÁTÍÐIN 30
Heilsa ehf
Bæjarflöt 1, 112 Rvk
www.gulimidinn.is
UM HEILSUNA
FÆST Í APÓTEKUM,
HEILSUBÚÐUM
Gefendur líf-
sýna til Íslenskr-
ar erfðagrein-
ingar afsala sér
ekki öllum rétti
til þess við gjöf-
ina. Hægt er að
láta eyða sýninu
eftir á og fá upp-
lýsingar um
niðurstöðurnar sem það gefur en sú
upplýsingagjöf verður að fara í
gegnum Persónuvernd. Íslensk
erfðagreining kynnti í gær nýtt
átak, í samstarfi við Landsbjörg, í
söfnun lífsýna frá Íslendingum. »12
Afsala sér ekki öllum
rétti til lífsýnisins
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hagfræðistofnun er að meta afkomu útgerð-
arfyrirtækjanna á síðasta ári og horfur fyrir
árið í ár. Skrifstofustjóri í atvinnuvega-
ráðuneytinu segir að tilgangurinn sé að afla
viðbótarupplýs-
inga til þess að
þingið geti betur
metið áhrif frum-
varps um veiði-
gjöld sem nú er
til meðferðar í at-
vinnuveganefnd.
Nýjustu opin-
berar tölur um
afkomu
útgerðarinnar
eru fyrir árið
2012 sem talið
hefur verið besta
rekstrarár út-
gerðarfélaganna.
Ákvarðanir um veiðigjöld eru því að hluta til
grundvallaðar á gömlum upplýsingum. Jó-
hann Guðmundsson, skrifstofustjóri í at-
vinnuvegaráðuneytinu, segir að ráðuneytið
hafi talið nauðsynlegt, vegna umfjöllunar um
upphæð veiðigjalda, að Alþingi hefði sem
nýjastar upplýsingar.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands tók að
sér að meta afkomu fyrirtækjanna á síðasta
ári og horfur fyrir árið 2014. Jóhann segir
þetta gert í samvinnu við útgerðir og fisk-
vinnslufyrirtæki sem séu einmitt að vinna í
uppgjörum ársins um þessar mundir. Upp-
lýsinga verður aflað hjá völdum fyrirtækjum
en ekki gefið upp hver þau eru.
Hagfræðistofnun var einnig beðin um að
greina þróun verðvísitölu sjávarafurða og
forsendur hennar. Jóhann segir stefnt að því
að Hagfræðistofnun skili niðurstöðum sem
allra fyrst enda sé málið til meðferðar í þing-
nefndinni.
Afla
nýrri
gagna
Hagfræðistofnun
metur afkomu útgerða
Veiðigjöld
» Áætlað er að
tekjur ríkissjóðs af
veiðigjöldum á
næsta fiskveiðiári
verði um 8 millj-
arðar króna.
» Frumvarp er nú
til umfjöllunar í at-
vinnuveganefnd.
Fylgi flokka í bæjarstjórn Fjarðabyggðar
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 28. apríl - 4. maí 2014.
Fjarðalistinn 39,7%
Sjálfstæðisflokkurinn 30,7%
Framsóknarflokkurinn 28,0%
Aðrir 1,7%
39,7%
30,7%
28,0%
1,7%
Fjarðalistinn nýtur stuðnings nær
40% kjósenda í Fjarðabyggð og fær
fjóra bæjarfulltrúa kjörna í kosn-
ingunum í vor samkvæmt nýrri
könnun Félagsvísindastofnunar Há-
skólans fyrir Morgunblaðið á fylgi
flokka í sveitarfélaginu. Í kosning-
unum 2010 fékk Fjarðalistinn 31,1%
atkvæða.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks í bæjarstjórn
heldur velli, en Sjálfstæðisflokkur-
inn tapar miklu fylgi og missir einn
bæjarfulltrúa. Fylgi flokksins
mælist 30,7% en var 40,5% í kosn-
ingunum fyrir fjórum árum. Hann
fær þrjá fulltrúa í bæjarstjórn en
hefur fjóra.
Fylgi Framsóknarflokksins er
nær óbreytt frá kosningunum árið
2010. Það er 28% en var 28,4% árið
2010. Flokkurinn fengi tvo bæjar-
fulltrúa sem fyrr.
Könnunin var gerð dagana 25.
apríl til 4. maí. Haft var samband
við 575 kjósendur símleiðis og með
netkönnun. Svör fengust frá 370.
Tæp 19% þátttakenda sögðust enn
ekki hafa gert upp hug sinn til
framboðanna. »14-15
Fjarðalistinn er orðinn stærstur
Ný könnun í Fjarðabyggð Fylgistap Sjálfstæðisflokksins
„Ég var búinn að afskrifa þetta algjörlega, en síðan
var tilfinningin frábær,“ segir Guðni Finnsson,
bassaleikari Pollapönks. Ísland var síðasta þjóðin
sem lesin var upp þegar tilkynnt var hvaða lög
hefðu komist upp úr undanriðlinum í lokakeppni
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Er þetta
í fjórða skipti sem Ísland er síðast upp úr hattinum.
Guðni segir að nú muni Pollapönk halda áfram að
breiða út boðskapinn, en úrslitakvöld keppninnar
verður á laugardaginn. sgs@mbl.is »32
Síðastir inn samkvæmt venju
Ljósmynd/Helgi Jóhannesson
Pollapönk komst áfram í lokakeppni Eurovision
Sjúkraliðafélag Íslands og
Reykjavíkurborg hafa gert kjara-
samning til eins árs. Kristín Á. Guð-
mundsdóttir, formaður sjúkraliða,
segir að samningurinn sé í takti við
samning sem borgin gerði við
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar. Samningarnir séu þó
byggðir upp á ólíkan hátt og hafi
verið gerðar breytingar á launa-
töflu sem kalli á lagfæringar í
næstu samningum.
Ósamið er við ríkið. Fyrsta verk-
fall sjúkraliða sem vinna hjá stofn-
unum innan Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu verður á mánu-
dagsmorgun.
Sjúkraliðar sömdu
við Reykjavíkurborg
Skerða þarf þjónustu við hluta
aldraðs fólk sem nýtur þjónustu frá
Þjónustumiðstöð Laugardals og
Háaleitis vegna mikils fjölda aldr-
aðra í hverfinu. Öldruð hjón, sem
standa frammi fyrir því að fá minni
aðstoð við heimilisþrif en þau hafa
fengið hingað til, segja forsendur
fyrir sjálfstæðri búsetu breytast við
skerðinguna. Björk Vilhelmsdóttir,
formaður velferðarráðs borgar-
innar, segist verulega ósátt við þró-
un mála. Hún segir að engin póli-
tísk ákvörðun hafi verið tekin um
þjónustuskerðingu. »4
Forgangsraða
öldrunarþjónustu