Morgunblaðið - 07.05.2014, Page 2

Morgunblaðið - 07.05.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vestmannaeyjabær fagnar niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem ógilti samning um sölu á öllum hluta- bréfum í útgerðarfélaginu Bergi-Hug- in í Vestmannaeyjum til Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað. Í yfirlýsingu Elliða Vignissonar kemur fram að bærinn lítur á niðurstöðuna sem áfangasigur í baráttu íbúa sjávarút- vegssveitarfélaga fyrir auknu at- vinnuöryggi. Málið snerist um túlkun á ákvæðum laga um fiskveiðistjórnun um for- kaupsrétt sveitarfélaga að fiskiskip- um sem seld eru til fyrirtækja í öðrum sveitarfélögum. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn er með starfsemi sína í Vestmannaeyjum og hefur verið í eigu Magnúsar Krist- inssonar útgerðarmanns og fjölskyldu hans. Á árinu 2009 leysti gamli Lands- bankinn til sín 45% hlut í félaginu en 2012 fékk Magnús full yfirráð yfir því að nýju og þá í gegnum félagið Q44 ehf. Síldarvinnslan í Neskaupstað til- kynnti í lok ágúst það ár að það hefði keypt allt hlutafé í Bergi-Hugin ehf. Vestmannaeyjabær krafðist þess að fá boð um forkaupsrétt að kaup- unum á grundvelli forkaupsréttar sveitarfélaga að fiskiskipum en bæði kaupandi og seljandi höfnuðu því. Höfðaði bærinn þá mál til ógildingar kaupunum. Frá Eyjum eða Reykjavík? Vestmannaeyjabær hélt því fram í málinu að líta bæri svo á að ráðstöfun hlutafjárins til Síldarvinnslunnar hf. hefði í reynd falið í sér sölu á tveimur fiskiskipum, Bergey VE-544 og Vest- mannaey VE-444, til útgerðar sem heimilisfesti hefur í öðru sveitarfélagi, í skilningi ofangreinds lagaákvæðis. Hefði stefndu því borið að bjóða stefn- anda skriflega að neyta forkaupsrétt- ar síns og tilgreina þar söluverð hlut- anna og aðra skilmála sölunnar á tæmandi hátt. Síldarvinnslan og Q44 ehf. töldu í vörn sinni að Vestmannaeyjabær ætti ekki lögvarinna hagsmuna að gæta þar sem Q44 ehf., seljandi hlutanna í Bergi-Hugin ehf., væri með heimilis- festi í Reykjavík. Eignarhaldið hafi því verið að færast frá Reykjavík til Neskaupstaðar, ekki frá Vestmanna- eyjum til Neskaupstaðar. Hafi for- kaupsréttur orðið virkur, hefði átt að bjóða hann Reykjavíkurborg. Þá bendir Síldarvinnslan á að forkaups- réttur gildi einungis um sölu fiski- skipa. Ákvæðið eigi ekki við um sölu á hlutafé í útgerðarfélagi eða sölu á afla- heimildum. Héraðsdómarinn taldi ekki unnt, vegna náinna tengsla fyrirtækjanna, að líta svo á að eignarhald á Bergi- Hugin hefði farið til útgerðar í öðru sveitarfélagi þegar Q44 tók við eign- arhlutunum. Finnur hann að því að kaupsamningur aðila hafi ekki fengist lagður fram og vafa um efni hans verði að túlka stefnanda í vil. Niðurstaðan var að ógilda samning- inn og Síldarvinnslunni og Q44 ehf. gert að greiða samtals 3 milljónir í málskostnað. Ekki fengust viðbrögð hjá Síldar- vinnslunni við niðurstöðunni. Bærinn fái forkaupsrétt Ljósmynd/Ómar Garðarsson Bæjarstjóri Elliði Vignisson fagnar niðurstöðu héraðsdóms.  Héraðsdómur ógildir samning um sölu á hlutabréfum í Bergi-Hugin  Bæjar- stjórinn telur niðurstöðuna áfangasigur í baráttu fyrir auknu atvinnuöryggi Um 300 manns hlýddu á fyrirlestur Jordans Belforts, sem haldinn var í Háskólabíói í gær. Belfort, sem einn- ig er þekktur sem „Úlfurinn á Wall Street“ eftir sam- nefndri kvikmynd, fór yfir helstu atriðin í sölukerfi sínu við hrifningu viðstaddra, en koma hans til landsins hefur verið gagnrýnd. Upphaflega stóð til að hafa fyrirlesturinn í stóra sal bíósins sem rúmar þúsund manns en ákveðið var að færa hann í minni sal. Morgunblaðið/Eggert Úlfurinn sýnir klærnar Fyrirlestur Jordans Belforts „Þetta er liður í þeirri viðleitni okkar að auka verðmæti okkar framleiðslu,“ segir Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda. Á fyrsta degi sjáv- arútvegssýning- arinnar í Brussel var gengið frá kaupum fyrirtæk- isins á tækjabúnaði frá Marel, vél sem mótar ferska blokk og marn- ing í hvaða form sem er. HB Grandi hefur verið með tækjabúnað af þessari gerð, Revo- Portioner, í prófun í fiskiðjuveri sínu á Akranesi. Vélin hefur reynst vel, að sögn Brynjólfs. Fiskbitar sem hún mótar, hvort sem þeir eru í líki nagga, borgara eða flaka, eru betri en sambærilegar vörur á markaðnum. helgi@mbl.is Mótar fisk til aukinna verðmæta Vinnsla Nýja vélin skapar möguleika. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það er mín von að með þessu verði tryggt aukið öryggi og meira val. Hér erum við að búa til gott íslenskt húsnæðiskerfi til framtíðar,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, um nýjar tillög- ur verkefnisstjórnar um framtíðar- skipan húsnæðismála sem kynntar voru í gær. Stefnt er að því að til- lögur verkefnisstjórnarinnar verði lagðar fyrir Alþingi í haust. Á meðal þess sem lagt er til er að hér verði tekið upp nýtt húsnæðis- lánakerfi þar sem sérhæfð húsnæð- islánafélög muni annast lánveiting- ar. Alþjónustukvöð verður á þeim félögum, þannig að þeim verður gert að lána um allt land til þeirra sem standast greiðslumat. Þá verður Íbúðalánasjóði breytt og núverandi verkefnum hans skipt upp. Nýtt, opinbert húsnæðislána- félag myndi þá taka við því hlutverki að lána til íbúðarkaupa, en rekstur þess félags yrði án ríkisábyrgðar. Allir aðilar á markaði myndu því fylgja sömu reglum. Jafnframt yrðu mörg af núverandi verkefnum Íbúðalánasjóðs færð til annarra stofnana. Eygló segir hugsanlegt að sérstakri húsnæðisstofnun yrði kom- ið á fót til þess að taka við þeim verk- efnum. Eygló leggur áherslu á að þeir lán- takar sem eru í núverandi kerfi muni, eftir að breytingarnar taka gildi, fá áfram þá þjónustu sem þeir þurfi. Hins vegar verði ekki veitt ný lán á grundvelli gamla kerfisins. Í tillögunum er einnig gert ráð fyrir að húsaleigulögum verði breytt til þess að treysta umgjörð leigu- markaðar, og að stjórnvöld styðji við virkan leigumarkað. Nýju húsnæðis- lánakerfi komið á  Verkefnum Íbúðalánasjóðs skipt upp Morgunblaðið/Kristinn Húsnæði Eygló Harðardóttir kynn- ir skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Stjórn LH telur óábyrgt að þessi búnaður sé í notkun. Samkvæmt siðareglum okkar á hesturinn alltaf að njóta vafans,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður Lands- sambands hestamannafélaga. LH óskaði í gær formlega eftir því við FEIF, alþjóðasamtök um íslenska hestinn, að allar gerðir reiðbeisla með tunguboga með vogarafli yrðu settar á bannlista og ekki notaðar í keppni og kynbótasýningum fyrr en frekari rannsóknir hefðu verið gerðar á áhrifum þeirra. Áskorun stjórnar LH grundvall- ast á niðurstöðum rannsóknar Sig- ríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, um áhrif þessa búnaðar. Telur stjórnin það óvið- unandi að mélin séu notuð á Íslandi og í keppnum innan FEIF. Bent er á að í reglum alþjóðasamtakanna sé kveðið á um að hesturinn skuli ávallt njóta vafans, þegar álitamál komi upp um velferð hans. Har- aldur nefnir til viðbótar að í siða- reglum LH sé í nokkrum greinum fjallað um að taka skuli velferð hestsins fram yfir sjónarmið um keppni og aðra þætti. „Við getum ekki sett hagsmuni knapans og hesteigandans fram fyrir hestinn sem getur ekki varið sig á neinn hátt,“ segir Haraldur. Stjórn LH samþykkti þessa stefnu fyrir nokkru og hefur unnið að því að ná samstöðu með öðrum samtökum hestamanna um sameig- inlega áskorun til FEIF, ekki síst samtökum hrossabænda og Félagi tamningamanna. Sú samstaða náð- ist ekki og stendur LH eitt að beiðninni. Forsvarsmenn þeirra hafa bent á aðrar leiðir, eins og að herða á reglum um refsingar knapa sem koma með meidd hross í keppni. Haraldur segir að heilbrigðisskoðun verði áfram framkvæmd. Sú aðferð taki hins vegar lengri tíma og sé annars eðl- is. Mél Ein tegund hinna umdeildu stangaméla með tunguboga. Tungubogi » Niðurstöður rannsóknar Sigríðar Björnsdóttur benda til að sterk tengsl og mjög mark- tæk séu á milli notkunar stangaméla með tunguboga og áverka á kjálkabeini. » Sigurborg Daðadóttir yfir- dýralæknir telur að notkun mélanna stangist á við ný lög um dýravelferð. Beinir hún því til hestamanna að hætta notk- un þeirra Hesturinn á alltaf að njóta vafans  Stjórn Landssambands hestamannafélaga skorar á alþjóðasamtökin að banna nú þegar allar gerðir beisla með tunguboga með vogarafli  Telur óviðunandi að mélin séu notuð hér á landi og innan FEIF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.