Morgunblaðið - 07.05.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 07.05.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 heimili sínu en vegna heilsufars hafa þau ekki getað sinnt því sjálf. Að- stoðin er veitt á vegum Þjónustumið- stöðvar Laugardals og Háaleitis og fellur hún undir reglur um félags- lega heimaþjónustu, þar sem m.a. segir að aðstoð við almenn heimilis- þrif skuli alla jafna veitt aðra hverja viku, eða um tvisvar í mánuði. Fram- an af var aðstoðin í samræmi við það en nýverið var þeim tjáð að á næstu vikum yrði þrifum hjá þeim fækkað niður í eitt skipti í mánuði og þau segja það hvergi nærri nóg. „Mér var sagt að við værum komin á mán- aðarbasis,“ segir konan. „Þegar ég spurði hvað væri átt við með því var mér sagt að það væri einu sinni í mánuði. Það finnst engri sæmilega þrifinni manneskju nóg að ræsta gólf og baðherbergi einu sinni í mánuði,“ segir hún. Hjónin hafa bæði farið í stóra upp- skurði, verið í víðtækri læknismeð- ferð og hafa lítið þrek til að sinna þrifum. Þau hafa þó reynt að halda íbúðinni hreinni eftir föngum og gera það sem þau geta, eins og t.d. að þurrka af. „Ég veit svo sem ekki hvað við getum lengi gert það,“ segir konan. „Við höfum ekki sótt um þjónustuíbúð eða neitt slíkt og þessi hjálp við þrifin er eiginlega forsenda þess að við búum hérna sjálfstætt.“ Engin pólitísk ákvörðun „Fjármagn hefur ekki verið minnkað, reglunum hefur ekki verið breytt og það hefur ekki verið tekin nein pólitísk ákvörðun um skerð- ingu,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavík- urborgar. „Ég er verulega ósátt við það sem hefur verið að gerast og ég vil láta skoða hvort ekki er hægt að færa fjármagn úr öðrum hverfum þar sem er minni þörf.“ Björk segir að fjármagn til heima- þjónustu hafi verið aukið, en það hafi ekki dugað til. „Öldruðu fólki fjölgar og það er alls ekki í samræmi við vilja velferðarráðs að fólki sé mis- munað um þjónustu eftir hverfum.“ Berglind Magnúsdóttir, skrif- stofustjóri Þjónustu heim á velferð- arsviði borgarinnar, segir ekki um það að ræða að öldruðu fólki sé mis- munað eftir búsetu, sömu reglur gildi í öllum hverfum borgarinnar. „Það er alltaf slæmt að minnka þjón- ustu, en við erum að auka hana þeg- ar á heildina er litið,“ segir Berglind. Hún segir sérstöðu þessa hverfis vera að þar séu 17% íbúa 67 ára og eldri, sambærilegt hlutfall í öðrum hverfum sé 11%. Útskrifast fyrr af spítala „Það fjölgar í þessum hópi og við höfum lagt kapp á að mæta þessari aukningu á þjónustu þannig að hún sé örugg og áreiðanleg til þeirra sem eru í mestri þörf. T.d. fær stór hluti þeirra sem fá þjónustu á þessu svæði bæði heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu.“ Hún segir að stór þáttur í þessu sé að aldrað fólk útskrifist sífellt fyrr af Landspítalanum, tölur sýni að Reyk- víkingar 80 ára og eldri hafi verið fjórum dögum skemur á sjúkrahúsi árið 2013 en árið 2008. „Þetta fólk þarf oft talsvert mikla þjónustu og við þurfum að setja það í forgang.“ Forgangsraðað vegna fjölda  Öldruð hjón fá minni heimaþjónustu vegna fjölda aldraðra í hverfinu Morgunblaðið/Golli Heimilisþrif Hjónin eru heilsulaus og þurfa á aðstoð við þrif að halda. BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Öldruð hjón í Reykjavík, sem nú standa frammi fyrir skertri þjónustu við aðstoð við heimilisþrif, eru ósátt við breytinguna og segja forsendur fyrir sjálfstæðri búsetu hafa breyst við skerðinguna. Í hverfi þeirra er meiri fjöldi aldraðs fólks en víða ann- ars staðar og hefur því þurft að for- gangsraða þjónustunni, samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borg- arinnar. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir enga póli- tíska ákvörðun hafa verið tekna um skerðingu. Hjónin, 75 ára gömul kona og 82 ára gamall karl, hafa undanfarin fimm ár fengið aðstoð við þrif á Útlit er fyrir að Náttúrustofa Suð- urlands í Vestmannaeyjum þurfi að segja upp öðrum starfsmanni sínum á þessu ári vegna fjárhags- vandræða. Aðeins tveir starfsmenn eru hjá stofunni og segir for- stöðumaður hennar að það sé allt eins gott að loka henni eins og að vera aðeins með einn starfsmann. Ríkið fjármagnar stöðu forstöðu- manns Náttúrustofunnar og rekstur með allt að jafnhárri upphæð sam- kvæmt samningi við Vestmanna- eyjabæ en sveitarfélagið greiðir 30% af framlagi ríkisins. Að sögn Ingvars Atla Sigurðs- sonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands, stóð stofnunin ágæt- lega í kringum 2008. Vegna nið- urskurðar ríkisins undanfarin ár er hins nú svo komið að þessi föstu framlög duga aðeins fyrir launum hans sjálfs og grunnrekstri. Stofan hefur verið rekin með halla und- anfarin ár og tók bærinn húsnæði hennar upp í skuld. Þá hefur gúmmíbátur sem notaður er við lundarannsóknir meðal annars verið seldur. „Stofan verður starfhæf en hún verður aðeins svipur hjá sjón. Í sjálfu sér finnst mér eins gott að loka og að vera bara með einn starfsmann. Það er mitt álit,“ segir Ingvar sem gerir ráð fyrir að hall- inn á þessu ári nemi 3-5 milljónum króna. Hann yrði greiddur upp á næsta ári með því fé sem sparast á því að segja upp sérfræðingnum. Stofan hefur fengið einhverja rannsóknarstyrki en þá er ekki hægt að nýta til grunnreksturs eða launa starfsmanns. Eitt hlutverk náttúrustofa er að selja þjónustu út til fyrirtækja og sveitarfélaga en það getur Náttúrustofa Suðurlands ekki gert með aðeins einum starfs- manni. Til lítils að friðlýsa Sérfræðingnum verður sagt upp á þessu ári nema aukið fjármagn komi til. Það þýðir að rannsóknir á lunda sem hann hefur unnið að leggjast af á næsta ári. „Það er áhugi hjá rík- isstjórninni á að friðlýsa fugla- björgin í Vestmannaeyjum og setja fastar reglur um umgengnina. Það er til lítils að friðlýsa fuglabjörgin ef það er enginn til að vakta ástandið,“ segir Ingvar. kjartan@mbl.is Jafngott að leggja stofuna niður  Náttúrustofa Suðurlands í kröggum  Getur ekki greitt laun sérfræðings Morgunblaðið/Eggert Eyjar Líffræðingur Náttúrustof- unnar hefur m.a. rannsakað lunda. Þorkell Lindberg Þórarinsson, for- maður Samtaka náttúrustofa, seg- ir að niðurskurður ríkisins nemi nú orðið tæplega einu stöðugildi á hverja náttúrustofu og hann sé farinn að bíta nokkuð mikið. Nátt- úrustofurnar hafi verið hugsaðar til að búa til störf og tækifæri fyrir háskólamenntaða náttúrufræð- inga út um land. „Uppbygging þeirra hefur tekist vel og þar hefur byggst upp mannauður og svæð- isbundin þekking á náttúrufari sem er mjög verðmæt. Það er mik- ilvægt að halda í þessa fjárfest- ingu sem ríkið hefur þegar lagt í.“ Mannafli nátt- úrustofanna sjö er misjafn en Þorkell segir stöðuna í augna- blikinu versta á Suðurlandi. Niðurskurðurinn snerti þó allar náttúrustofurnar og sé alvarlegur. Niðurskurðurinn farinn að bíta FORMAÐUR SAMTAKA NÁTTÚRUSTOFA Þorkell Lindberg Þórarinsson ráðherra og breiðfylkingar þing- manna og niðurstaðan varð sú að þrátt fyrir erfiðar aðstæður í þjóð- arbúinu, þá var ákalli Landspítalans um aukið fé svarað og við fengum aukið fjármagn,“ sagði Páll. Viðspyrna Landspítalans Hann nefndi að þetta aukna fjár- magn hefði helst farið í þrjá þætti. „Í fyrsta lagi í að bæta tækjakost spít- alans, í öðru lagi í að bæta starfsum- hverfi og aðstöðu starfsfólks og í þriðja lagi í að bæta þjónustu og grípa inn í á stöðum þar sem krísur höfðu myndast í þjónustunni. Allt er þetta hluti af því sem við Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans, segir að síðasta ár hafi verið erfitt ár í sögu spítalans. Fjárskort- ur hafi sett mark sitt á starfsemi hans og þá hafi traust skort á milli stjórnenda og starfsmanna spítal- ans. Spítalinn hafi verið kominn að fótum fram fyrir um ári. Í setningarræðu sinni á ársfundi spítalans, sem haldinn var í gær, sagði Páll að sem betur fer hefði þessi erfiði niðurskurður verið stöðv- aður. „Við nutum stuðnings heilbrigðis- köllum viðspyrnu, hlutum sem við gerðum til að snúa við blaðinu, til að efla spítalann þannig að hann verði öruggari og betri staður fyrir sjúk- linga og einnig meira aðlaðandi og spennandi vinnustaðar fyrir allt okk- ar öfluga starfsfólk,“ sagði hann. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra sagði í ræðu sinni tíma- bært að Íslendingar ræddu það op- inskátt hvort ekki væri skynsamlegt að losa um eitthvað af þeim eignum sem þeir hefðu bundið sem fjármuni í fyrirtækjum og fasteignum til að byggja nýjan spítala. Ríkið hefði ekki bolmagn til að taka lán fyrir framkvæmdunum. Morgunblaðið/Eva Björk Ársfundur Forstjórinn sagði að á síðasta ári hefði skort traust á milli stjórnenda og starfsmanna. F.v. Páll Matthías- son, forstjóri, Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, og Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi ráðherra. Erfitt ár Landspítalans en ákallinu var svarað  Forstjóri segir að spítalinn hafi verið kominn að fótum fram „Ég sé ekki vísbendingar um annað en að við séum í sæmilegu góðæri,“ sagði Guðni Guðbergsson fiskifræð- ingur á ársfundi Veiðimálastofnunar í gær, þegar hann var beðinn um að spá í laxveiðihorfur í sumar. Hann var þó varkár og benti á miklar og óvæntar sveiflur í veiðinni síðustu tvö sumur. Sumarið 2013 veiddust um 69.000 laxar á stöng hér á landi. Þegar dregnir hafa verið frá lax- ar sem veiddust í hafbeitaránum, á borð við Rangárnar, og tekið tillit til þess að af löxum sem sleppt er aftur veiðist tæplega þriðji hver aft- ur, þá veiddust um 51.400 laxar í ám með náttúrulegum stofnum. Sumarið 2012 veiddust hinsvegar aðeins um 22.000 laxar í sömu ám. „Á samdráttarárinu 2012 var vaxtarhraði laxa í sjó mjög lítill, en þegar laxar eru litlir og vaxtarhrað- inn lítill, þá er dánartalan há. Þetta snerist við 2013. Það er ógnvekjandi hversu hratt niðursveiflur geta komið. En Guð láti gott á vita og við skulum vona að þetta haldist áfram á komandi veiðitíma,“ sagði Guðni. „Oft fylgjast góð og slæm ár að. Eitt af því sem við getum gert er að tryggja eins og hægt er að Spá sæmilegu góðæri í veiði  Um 69 þúsund laxar á stöng í fyrra  Bleikjan gefur eftir hrygningarstofn ánna sé nægilega stór og að seiðabúskapur sé góður. Almennt er vísitala seiðanna há í ánum, og þá sérstaklega á Vest- urlandi.“ Bleikju fækkar Guðni sagði bleikju hafa fækkað í öllum landshlutum og að sums stað- ar væri um svo mikla fækkun að ræða að menn þurfi að fara að hugsa sinn gang. Ekki sé víst að bleikjustofnar þoli mikla veiði. Urriða og sjóbirtingi fækkar á Vesturlandi en aukning var í veiði á Norður- og Austurlandi. efi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.