Morgunblaðið - 07.05.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014
Íslendingar hafa lagt töluvert uppúr því í gegnum tíðina að búa í
eigin húsnæði. Hefur það fyrir-
komulag verið útbreiddara hér en
víða annars staðar þar sem leigu-
húsnæði hefur verið algengt.
Þetta íslenska fyr-irkomulag hef-
ur verið farsælt.
Fólk hefur lagt
nokkuð á sig til að
koma þaki yfir höf-
uðið og þegar það
markmið hefur náðst hefur það
gætt vel að þessari eign sinni og lagt
sig fram um að halda henni við á
sem hagkvæmastan hátt.
Í séreignarfyrirkomulaginu hefurfengist staðfest sú kenning að
fólk fer að jafnaði betur með það
sem það á en það sem aðrir eiga.
Þetta er ekki vegna þess að fólksé illa innrætt eða vilji spilla
eigum annarra. Það er einfaldlega
mikið í húfi þegar langstærsta eign-
in er annars vegar og þá er fólk með
hugann við að gæta hennar vel.
Í nýrri skýrslu verkefnisstjórnarum framtíðarskipan húsnæðis-
mála er ekki að sjá mikinn skilning
á þessum gamalreyndu sannindum.
Þar er lögð mikil áhersla á upp-
byggingu leigumarkaðar, meðal
annars lagt til að ríkið niðurgreiði
starfsemi leigufélaga „sem rekin
eru án hagnaðarsjónarmiða“.
Hefur eitthvað gerst sem rekur áeftir því að dregið verði úr því
farsæla fyrirkomulagi sem verið
hefur í húsnæðismálum hér á landi
hvað þetta varðar?
Er eitthvað sem bendir til að far-sælla verði að ríkið stundi um-
fangsmikla niðurgreiðslu leigu-
íbúða?
Skrýtnar tillögur
um leigumarkað
STAKSTEINAR
www.hi.is
HAGFRÆÐIDEILD
Í ljósi reynslunnar
Ráðstefna í Hátíðasal Háskóla Íslands
föstudaginn 9. maí kl. 15:00-17:00.
Í tilefni af níræðisafmæli Jóhannesar Nordals bjóða Hagfræðideild
Háskóla Íslands og Seðlabanki Íslands til ráðstefnu honum til heiðurs.
Jóhannes Nordal og peningamál á seinni hluta tuttugustu aldar
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Jóhannes Nordal – fjölhæfur forystumaður
Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri.
Aftur til fortíðar? Er stýring peningamagns með bindiskyldu framtíðin?
Ásgeir Jónsson, lektor við Hagfræðideild HÍ.
Hvernig stuðlum við að virku og stöðugu fjármálakerfi á Íslandi?
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Sjálfstæð peningastefna og fjármagnshöft
Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Fundarstjóri er Sveinn Agnarsson.
Allir velkomnir
Léttar veitingar að
ráðstefnu lokinni.
Veður víða um heim 6.5., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 10 skýjað
Nuuk 0 heiðskírt
Þórshöfn 7 skúrir
Ósló 5 skúrir
Kaupmannahöfn 12 heiðskírt
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 7 léttskýjað
Lúxemborg 17 léttskýjað
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 11 skúrir
Glasgow 15 skýjað
London 17 heiðskírt
París 18 skýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 18 heiðskírt
Berlín 20 heiðskírt
Vín 20 skýjað
Moskva 6 skýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 22 heiðskírt
Róm 20 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg 7 alskýjað
Montreal 8 skýjað
New York 16 alskýjað
Chicago 13 skýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:39 22:11
ÍSAFJÖRÐUR 4:25 22:35
SIGLUFJÖRÐUR 4:07 22:19
DJÚPIVOGUR 4:04 21:45
Álfasala SÁÁ
hefst í dag,
miðvikudaginn
7. maí, og
stendur fram
til sunnudags-
ins 11. maí. Álf-
urinn verður
boðinn til sölu
um allt land.
Álfurinn kostar
2.000 krónur, sem er sama verð og
síðustu ár. Álfurinn 2014 er seldur
til að efla enn frekar þjónustu SÁÁ
við unga fólkið og rennur sölu-
hagnaður til slíkra verkefna. SÁÁ
hefur rekið sérstaka unglingadeild
á Vogi frá árinu 2000 og hefur
meðferð þar skilað miklum
árangri. „Næsta skref í uppbygg-
ingu þeirrar meðferðar er að
styðja enn betur við bakið á ung-
mennunum þegar meðferð lýkur
og styrkja þau félagslega,“ segir í
tilkynningu frá SÁÁ.
SÁÁ selur álfinn til
styrktar ungu fólki
Álfur ársins 2014
Andri Karl
andri@mbl.is
„Á síðasta deginum er eins og ekkert
hafi breyst. Þetta er eins og við
fyrstu yfirheyrsluna 2009 þegar
menn voru með kolvitlausar lána-
reglur og ég var að reyna skýra þetta
fyrir þeim,“ sagði Sigurjón Þ. Árna-
son, fyrrverandi bankastjóri Lands-
bankans, í ávarpi sínu við lok aðal-
meðferðar í Imon-málinu svonefnda
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Sigurjón sagði að ótrúlegt hefði
verið að hlusta á málflutning ákæru-
valdsins á mánudag, þrátt fyrir að
alls kyns gagna hefði verið aflað,
skýrslur teknar af fjölmörgum þá
væri ákæruvaldið í sömu sporum og
fyrir fimm árum. „Hvað sem maður
segir og reynir að útskýra þá er mað-
ur alltaf sekur. Og ef það eru einhver
vafaatriði þá skulu þau alltaf falla
manni í óhag. Það er aldrei farið eftir
grundvallarprinsippinu um að menn
skuli saklausir þar til sekt er sönnuð
og að vafaatriði skuli falla sakborn-
ingi í hag.“
Hann sagði sorglegt að sama hvað
lagt hefði verið fram við rannsókn
málsins til að reyna skýra það fyrir
rannsakendum þá hefði það engu
skipt. „Það er ekki hlustað. […] Og
ekki er gætt hófsemi í einu né neinu.
Gera menn sér grein fyrir því að búið
er að fara yfir 520 þúsund tölvupósta,
sjö þúsund símtöl. Það er búið að
fara í gegnum allt. Og ekkert finnst
því það er ekki neitt. Við vorum að
vinna með hagsmuni bankans í fyrir-
rúmi og ekkert annað. Það stenst
ekki að maður hafi alltaf verið að
reyna gera eitthvað óheiðarlegt. Það
er ekki þannig.“
Hann sagði ákæruvaldið ekki hafa
reynt að leggja fram nein gögn máli
sínu til stuðnings heldur hefðu ein-
göngu verið búnar til sögur og dylgj-
að. „Þeir sem eru að taka þessar
ákvarðanir eru ég og Elín [Sigfús-
dóttir] alveg eins og við tókum sam-
bærilegar ákvarðanir í hundruðum
eða þúsundum annarra mála.“
Í máli Sigurðar G. Guðjónssonar,
verjanda Sigurjóns, kom fram að á
árunum 2007 og 2008 voru 1.964
lánamál samþykkt á 67 fundum lána-
nefndar Landsbankans. Af þeim
voru 1.301 lánamál samþykkt á milli
funda lánanefndarinnar eða 66% og
flest þeirra af Sigurjóni og Sigríði
Elínu Sigfúsdóttur, eða 58%. Lánið
til Imon ehf. sem samþykkt var 30.
september 2008, ákært er fyrir í mál-
inu og talið fela í sér umboðssvik af
hálfu Sigurjóns og Sigríðar Elínar
var einmitt samþykkt á þennan sama
hátt.
Lesa má ítarlega frásögn af mál-
flutningsræðum verjenda þeirra Sig-
urjóns, Sigríðar Elínar og Steinþórs
Gunnarssonar, ákærðu í Imon-mál-
inu, á mbl.is. Dóms í málinu er svo að
vænta á næstu vikum.
„Eins og ekkert hafi breyst“
Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans gagnrýndi sérstakan saksóknara fyrir
að virða að vettugi þær upplýsingar sem embættinu voru veittar við rannsóknina
Morgunblaðið/Þórður
Í dómsal Sigurjón Þ. Árnason við
aðalmeðferð Imon-málsins í gær.