Morgunblaðið - 07.05.2014, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014
Gnoðarvogi 44, 104 Rekjavík | sími: 588 8686 | hafberg@internet.is | hafberg.is
GLÆNÝ LÚÐA aðeins 1.990 kr/kg
Laxasteikur á grillið Stór humar
Glæsilegt úval fiskrétta
Heitur matur í hádeginu
VIRKA DAGA 10.00 - 18.15
LAUGARDAGA 11.00 - 16.00
OPIÐ
BAKSVIÐ
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Fjarðalistinn eykur fylgi sittverulega í komandisveitarstjórnarkosningumí Fjarðabyggð. Samkvæmt
könnun Félagsvísindastofnunar fyrir
Morgunblaðið í síðustu viku fær hann
39,7% atkvæða og fjóra menn kjörna í
bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn
tapar fylgi en fylgi Framsóknar-
flokksins stendur í stað.
Meirihlutinn heldur velli
Það eru Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur sem nú mynda
meirihluta í bæjarstjórn Fjarða-
byggðar. Flokkarnir hafa sex af níu
bæjarfulltrúum. Samkvæmt könn-
uninni vinnur Fjarðalistinn einn
mann, en það dugar ekki til að fella
meirihlutann. Ekki er þó hægt að
útiloka að slík úrslit myndu riðla nú-
verandi bæjarstjórnarsamstarfi.
Fylgi Fjarðalistans hefur aukist
verulega frá kosningum árið 2010.
Þá fékk listinn 31,1% atkvæða og
þrjá menn kjörna. Það er Einar Már
Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður
Samfylkingarinnar, sem skipar
fjórða sætið á listanum og sam-
kvæmt könnuninni nær hann kjöri í
bæjarstjórn. Í skoðanakönnun Fé-
lagsvísindastofnunar í janúar naut
Fjarðalistinn fylgis 23,7% kjósenda.
Þá studdu tæplega 10% kjósenda
Bjarta framtíð og um 4% framboð
Pírtata, en hvorugur flokkurinn býð-
ur fram í Fjarðabyggð.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu
fylgi frá kosningunum 2010. Fylgi
hans mælist núna 30,7% sem gefur
þrjá bæjarfulltrúa. Fyrir fjórum ár-
um fékk hann 40,5% atkvæða og
fjóra bæjarfulltrúa. Fylgi Fram-
sóknarflokksins er nær óbreytt frá
kosningunum 2010 þegar flokkurinn
fékk 28,4% atkvæða og tvo menn
kjörna. Hann mælist nú með 28%
fylgi sem gefur tvo menn.
Rétt er að taka fram að vikmörk
allra flokkanna eru há, 6,1% hjá
Fjarðalistanum, 5,7% hjá Sjálfstæð-
isflokknum og 5,6% hjá Framsókn-
arflokknum. Það skapar nokkra
óvissu.
Um 19% eru óákveðin
Tölurnar hér að framan eru mið-
aðar við þá þátttakendur í könn-
uninni sem afstöðu tóku. En 5,1%
sagðist ekki ætla að kjósa í vor, 7,6%
sögðust ætla að skila auðu atkvæði
eða ógildu, 18,9% sögðust ekki hafa
gert upp hug sinn og 1,7% vildu ekki
svara.
Könnunin var gerð dagana 28.
apríl til 4. maí. Tvær leiðir voru not-
aðar til að ná til kjósenda. Annars
vegar var hringt í 395 manna tilvilj-
unarúrtak úr þjóðskrá meðal fólks á
aldrinum 18 ára og eldra. Hins vegar
var send netkönnun til 180 manna
úrtaks úr netpanel Félagsvísinda-
stofnunar. Alls fengust 370 svör frá
svarendum á aldrinum 18 ára til 90
ára og var svarhlutfall 67%. Vigtaður
svarendafjöldi var sömuleiðis 370.
Talsverður munur er á afstöðu
kjósenda til flokkanna eftir kynferði.
Fjarðalistinn nýtur stuðnings 51%
kvenna en 32% karla. Þessu er öfugt
farið hjá hinum flokknum þar sem
karlar eru í meirihluta stuðnings-
manna. Ætla 37% karla í Fjarða-
byggð að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
en 24% kvenna. Hjá Framsóknar-
flokknum eru tölurnar 32% fyrir
karla og 25% fyrir konur. Áberandi
munur er einnig á afstöðu kjósenda
eftir aldri. Ungir kjósendur, fólk á
aldrinum 18 til 29 ára, eru fjölmenn-
astir meðal stuðningsmanna Sjálf-
stæðisflokksins. 43% þeirra ætla að
kjósa flokkinn. Til samanburðar ætla
aðeins 28% á þessum aldri að kjósa
Fjarðalistann. Þegar skoðuð er af-
staða kjósenda í elsta aldurshópnum,
60 ára og eldri, kemur á daginn að
meirihluti þeirra styður Fjarðalist-
ann, 51%. Aðeins 20% þessa aldurs-
hóps ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn og 29% Framsóknarflokkinn.
Menntun spilar inn í
Afstaða til flokkanna þriggja er
einnig mismunandi eftir menntun
kjósenda. Háskólamenntað fólk er
fjölmennast í stuðningsmannahópi
Fjarðalistans, 53%. Minnstur er
stuðningur þess við Framsóknar-
flokkinn, 19%.
Tekjur spila einnig inn í. Tekju-
hæstu kjósendurnir, fólk með 600
þúsund krónur eða meira í mán-
aðarlaun, styður frekar Framsókn-
arflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn en
Fjarðalistann. 39% hinna tekjuháu
ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
sem er mun meira en meðalfylgi
flokksins. Mestur stuðningur við
Fjarðalistann er meðal fólks sem
hefur 200 til 300 þúsund krónur í
mánaðarlaun, 55%.
Þegar kannað var hvað þátttak-
endur hefðu kosið árið 2010 kom í
ljós að um 15% þeirra sem ætla að
kjósa Fjarðalistann í voru kusu Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir fjórum árum.
Fylgisaukning Fjarðalistans
Ný könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokka í Fjarðabyggð Meirihlutinn heldur velli
Fjarðalistinn fær fjóra fulltrúa Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni Fylgi Framsóknar óbreytt
Ann
an
flok
k eð
a lis
ta
?
Fra
ms
ókn
arfl
.
Sjá
lfst
æð
isfl.
Niðurstöður kosninga 2010 Fylgi skv. könnun 15.-23. jan. Fylgi skv. könnun 28. apr.-4. maí
Fjöldi bæjarfulltrúa, væri gengið til kosninga nú.Fjöldi bæjarfulltrúa, eftir síðustu kosningar.
Svör alls: 370
Svarhlutfall: 67%
Nefndu einhvern flokk: 247
Veit ekki: 70
Skila auðu/ógildu: 28
Ætla ekki að kjósa: 19
Vilja ekki svara: 6
Fylgi stjórnmálaflokka
samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 28. apríl - 4. maí 2014
vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
Fja
rða
rlis
tinn
39,7%
30,7% 28,0%
1,7%
31,1%
23,7%
40,5%
31,2%
28,4%
31,2%
14,0%
4 3 23 4 2
SKOÐANAKÖNNUN
FJARÐABYGGÐ
„Það væri okkur mikið ánægjuefni
ef þetta yrðu úrslitin og við bættum
við okkur manni í bæjarstjórn,“
sagði Elvar Jónsson, oddviti Fjarða-
listans, þegar Morgunblaðið leitaði
álits hans á niðurstöðum könnunar
Félagsvísindastofnunar á fylgi
flokkanna í Fjarðabyggð.
Elvar kvaðst telja að meginskýr-
ingin á fylgisaukningu Fjarðalistans
væri ánægja með störf fulltrúa hans
í bæjarstjórn og afstaða þeirra í
tveimur ágreiningsmálum.
„Það hefur verið mikil og góð sam-
staða í bæjarstjórninni um flest mál-
efni á þessu kjörtímabili, til að
mynda um að greiða niður skuldir
sveitarfélagsins. En það komu upp
tvö deilumál, gjaldskrá almennings-
vagnanna og hvort færa skyldi til
götu í Neskaupstað samtímis bygg-
ingu leikskóla þar. Ef þetta verða
úrslit kosninganna er það vísbend-
ing um að fólk sé ekki ánægt með
það hvernig meirihlutinn í bæj-
arstjórn afgreiddi þessi tvö mál,“
sagði Elvar.
Hann kvaðst telja að landsmálin
gætu eitthvað spilað inn í afstöðu
kjósenda, en þó væri deilan um við-
ræðurnar við Evrópusambandið
minna mál á landsbyggðinni en á
höfuðborgarsvæðinu.
Vildu bæta við sig manni
„Þessar tölur eru ákveðin von-
brigði fyrir okkur framsóknarmenn.
Við vonuðumst til að bæta við okkur
manni frekar en að standa í stað,“
sagði Jón Björn Hákonarson, oddviti
Framsóknarflokksins. „Það er mikið
verk fyrir höndum á næstu vikum að
kynna framboðslistann og stefnumál
okkar og það sem við höfum gert á
kjörtímabilinu.“
Jón Björn sagði að of snemmt
væri að segja til um það hvort nið-
urstaða í samræmi við könnunina
hefði áhrif á meirihlutasamstarfið.
„Við bíðum eftir því hver úrslitin
verða í kosningunum sjálfum áður
en við fáumst við það,“ sagði hann.
Jón Björn kvaðst ekki hafa sér-
staka skýringu á fylgissveiflunni til
Fjarðalistans. Samstarf allra flokka
í bæjarstjórn hefði verið gott og stór
ágreiningsmál ekki fyrir hendi. Þó
hefði verið deilt um gatnamál í Nes-
kaupstað í tengslum við byggingu
nýs leikskóla. Meirihlutinn hefði
ekki talið fjárhagslegar forsendur
fyrir því að fara samtímis í gatna-
Ánægjulegt að
vinna mann
Ólíkar niðurstöður í könnunum