Morgunblaðið - 07.05.2014, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Miklar um-ræðurfara nú
fram um „Stóra
lekamálið“ eins og
það er kallað af þeim sem áður
lofsungu „litla símamanninn“
og lagsbræður hans forðum tíð.
Hvað hafa skylduáskrifendur
að „RÚV“ oft heyrt „rannsókn-
arblaðamenn“ Kastljóss segja
stoltir, að upplýsingar þeirra
séu úr opinberri greinargerð,
minnisblaði eða samantekt
„sem Kastljós hafi undir hönd-
um“. Það ofuralgenga punt upp
á rannsóknarfréttina er jafnan
nefnt til merkis um áreið-
anleika uppljóstrunarinnar og
getu fréttamannsins. Þó hefur
Kastljósið vafalítið aldrei feng-
ið slíkar upplýsingar með ólög-
mætum hætti, hvað svo sem
kann að vera um þann sem
færði kastljósmönnum upplýs-
ingarnar í hendur.
Hæstiréttur Íslands hefur
dæmt að upplýsingar sem stolið
var úr tölvupóstum ein-
staklinga, sem gegndu ekki op-
inberu starfi, mætti fjölmiðill
birta sér að skaðlausu, vegna
þess að almenningur hefði haft
af því ríka hagsmuni að fá að
vita hver hefði bent ein-
staklingi, búsettum erlendis, á
brúklegan lögfræðing hér
heima! Sú skýring fjölmiðilsins,
sem átti í hlut, að gögnin þau
hefðu dottið, eins og af himnum
ofan, niður á skrifborð á frétta-
stjórninni var látin duga.
Það hefur einkennt nokkuð
málatilbúnað í kringum sumar
umsóknir útlendinga um land-
vist á Íslandi að málin eru rekin
opinberlega af stuðnings-
mönnum þeirra og jafnvel skip-
uðum lögfræðingum og með
útifundum, með tilheyrandi há-
vaða, fyrir utan stofnunina eða
ráðuneytið sem leysa ber úr
slíkum álitamálum. Þessi að-
ferð hlýtur að vera til þess fall-
in að veikja kröfur sömu aðila
um að allt sem standi gegn slík-
um óskum skuli vera hulið
leynd.
En væri talið rétt að auka
upplýsingaflæðið til almenn-
ings við slíkar aðstæður, sem
hlýtur að koma til álita, yrði að
gera það í samræmi við rök-
studdar reglur, sem lægju fyr-
ir, en ekki með ógagnsæjum
gjörðum.
Atlaga yfirvalda að fjöl-
miðlum sem sýna eðlilegan
áhuga á málum sem þegar hafa
verið gerð opinber að hluta er
hins vegar algjörlega fráleit.
Héraðsdómarinn, sem hafði
slíkan málatilbúnað til með-
ferðar, virtist gera sér grein
fyrir því. Hann segir í aðdrag-
anda niðurstöðu sinnar í máli
sem beinist að fréttastjóra
mbl.is: „Áður er vikið að því að
brot opinbers starfsmanns á
þagnarskyldu sem á honum
hvílir getur varðað allt að eins
árs fangelsi, en allt
að tveggja ára
fangelsi hafi brotið
falið í sér misnotk-
un á stöðu starfs-
mannsins. Þegar tekið er mið af
þessum viðurlögum verða sak-
argiftir vart taldar alvarlegar í
samanburði við ýmis önnur
mál. Á hinn bóginn eru mikil-
vægir verndarhagsmunir í húfi
sem tengjast bæði friðhelgi
einkalífs þeirra sem í hlut eiga
og kröfum um málefnalega og
vandaða stjórnsýslu. Í þessu
ljósi er á það fallist að ríkir
hagsmunir séu tengdir því að
upplýsa hver beri ábyrgð á því
að umrætt minnisblað komst í
hendur óviðkomandi.
Veigamikill þáttur í tjáning-
arfrelsi fjölmiðla felst í því að
geta tekið við og miðlað upplýs-
ingum sem almenning varðar
án íhlutunar stjórnvalda og
annarra valdamikilla aðila í
samfélaginu. Til þess að
tryggja að fjölmiðlar geti sinnt
þessu hlutverki er mikilvægt að
fjölmiðlamenn geti heitið heim-
ildarmönnum sínum trúnaði
sem haldi þegar þrýst er á þá
að upplýsa hvaðan þeir hafi
fengið upplýsingarnar. Ella er
hætt við að upplýsingar, sem
geta haft þýðingu fyrir almenn-
ing, komi síður upp á yfirborð-
ið. Af þessum sökum er litið á
trúnaðarskyldu fjölmiðlamanna
gagnvart heimildarmönnum
sem mikilvægan þátt í tjáning-
arfrelsi fjölmiðla sem varið er
af 73. gr. stjórnarskrárinnar og
10. gr. mannréttindasáttmála
Evrópu.
Samkvæmt framansögðu eru
ríkir, almennir hagsmunir
tengdir því að trúnaðarsam-
bandi varnaraðila og heimildar-
manns mbl.is verði ekki raskað
á þann hátt sem sóknaraðili fer
fram á. Þá er til þess að líta að
við mat á því hvort aflétta eigi
nafnleynd höfundar og heimild-
armanns mbl.is hljóta að koma
til skoðunar þau skilyrði sem
73. gr. stjórnarskrárinnar set-
ur við því að reisa tjáning-
arfrelsinu skorður. Í 3. mgr.
ákvæðisins er meðal annars
kveðið á um að skorður við tján-
ingarfrelsinu verði að vera
nauðsynlegar og samrýmast
lýðræðishefðum.“
Þannig vill til að mbl.is var
þriðji fjölmiðillinn sem fjallaði
um framangreint mál og sagt er
að hafi leitt til þeirrar reki-
stefnu sem orðin er. Því er
a.m.k. sérkennilegt að fram-
angreindri aðför sé sérstaklega
beint gegn honum.
Um þessar mundir er að-
þrengd og spillt ríkisstjórn í
Tyrklandi að reyna að knýja í
gegn lagaheimildir til að þvinga
megi fjölmiðla til að svíkja
heimildarmenn sína um þá
vernd sem þeir jafnan heita
þeim. Tyrkneskir dómstólar
spyrna enn við fótum.
Framganga yfirvalda
vekur undrun}Offors gegn fjölmiðlum
F
yrra undankvöld Evróvisjón-
söngkeppninnar var haldið í
gærkvöldi, en þá kepptu sextán
þjóðir, þar á meðal íslensku
Pollapönkararnir, um sæti í úr-
slitum næstkomandi laugardag. Tíu lönd kom-
ust áfram fyrir tilstilli dómnefnda fagmanna
og almennra áheyrenda og Ísland var eitt
þeirra.
Upphafsatriði keppninnar var að vanda
flutningur á sigurlagi síðasta árs, að þessu
sinni var það lagið Only Teardrops sem
danska söngkonan Emmelie Charlotte-
Victoria de Forest flutti með kór sem í var
barnahópur á sviðinu og grúi aðdáenda henn-
ar sem birtust á skjám og sungu með. Vel
framkvæmd hugmynd og skemmtileg, ekki
síst fyrir það hvernig andlitin óteljandi stungu
í stúf við þann veruleika sem birtist í Evróvisjón þar sem
allir eru að verða eins – Emmelie de Forest hefði getað
verið frá hvaða landi sem er að syngja lag eftir hvern
sem er.
Fyrir mörgum árum átti ég samtal við einn fremsta
spámann opins hugbúnaðar í heiminum, Bandaríkja-
mann sem barðist, og berst enn, fyrir hugbúnaðarfrelsi.
Samtalið fór um víðan völl og endaði á tónlist, þar sem
viðkomandi ræddi það í löngu máli hve illa væri komið
fyrir tónlistinni að allir vildu hljóma eins, í stað þess að
ungmenni væru að herma eftir Michael Jackson, sem var
þá í fjöri (kannski ekki fullu), ættu þau að halda sig við
þjóðlegri háttu, leika og syngja tónlist for-
feðranna (svo við Vesturlandabúar gætum
notið þess, bætti ég við í huganum).
Það er þáttur í menningarlegri nýlendu-
hyggju að ætlast til þess að aðrar þjóðir varð-
veiti meiningu sína á þann hátt sem hentar
okkur, að ætlast til þess að við höfum aðgang
að því sem okkur þykir framandlegt og for-
vitnilegt þegar það hentar okkur að skoða, að
enn sé spiluð rembetikó í Grikklandi, highlife
í Gana, chicha í Perú og tân co í Víetnam.
Fyrir vikið náum við, ferðamennirnir, að upp-
lifa framandlega menningu – ég meina „al-
vöru“ framandlega menningu – og gleymum
því að chicha er innblásið af amerísku fönki,
highlife af kúbverskri rúmbu, tân co af
kántrýtónlist og rembetikó af tyrkneskum
þjóðlögum. Málið er nefnilega það að það er
eðli listamanna að gera það sem þá langar til að gera og
að sækja sér hugmyndir og innblástur í allar áttir.
Margir trega það að þjóðleg einkenni séu á undanhaldi
í Evróvisjón og ekki bara það að sungið sé á ensku held-
ur að lögin séu líka áþekk. Pollapönkararnir stigu á svið í
smíðasal Burmeister & Wain og sungu um fordóma;
bentu á það í textanum að inn við beinið erum við eins,
„... cause everybody looks the same on the inside“ sungu
þeir upp á ensku, líkt og flestallir þátttakendur Evró-
visjón, enda eru þeir flestir eins – að utan, í það
minnsta … og er það ekki hið besta mál?
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Allir verða eins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
muni t.d. kostnaður við flutnings-
kerfið aukast, sem og líkur á bil-
unum.
Neikvæð umhverfisáhrif
Umhverfisskýrsla fylgir kerfis-
áætluninni í fyrsta skipti og er það
vegna úrskurðar umhverfis- og auð-
lindaráðherra frá síðasta ári. Í þeirri
skýrslu er lagt mat á umhverfisáhrif
af þremur mismunandi flutnings-
leiðum er nefnast hálendislína og
Norðurland (leið A), byggðalína (leið
B) og hálendislína og vesturvængur
(leið C).
Niðurstaða matsvinnu VSÓ Ráð-
gjafar fyrir Landsnet er að allar
flutningsleiðir munu valda neikvæð-
um og verulega neikvæðum áhrifum
á einhvern þeirra umhverfisþátta
sem voru til skoðunar, óháð því
hvort um sé að ræða loftlínu eða
jarðstreng og óháð spennustigi.
Óvissa er um áhrif á menning-
arminjar, óveruleg áhrif verða á
vatnafar en verulega jákvæð áhrif á
samfélagið.
Ýmsar framkvæmdir
Þá kynnti Landsnet í gær þriggja
ára framkvæmdaáætlun, sem ekki
hefur verið gert áður. Þar eru talin
upp verkefni sem ráðast á í til og
með árinu 2016.
Meðal framkvæmda á þessu ári er
Selfosslína 3, á milli Selfoss og Þor-
lákshafnar, þar sem leggja á jarð-
streng á 66 kW rekstrarspennu. Þá
verður ráðist í 220 kW loftlínu á Suð-
urnesjum, eða Suðurnesjalínu 2. Í
skýrslu Landsnets segir að þörf sé á
annarri tengingu við meginflutn-
ingskerfið, óháð sérstökum áform-
um um atvinnuuppbyggingu. Einnig
verður Sigöldulína 3 styrkt á þessu
ári, milli Sigölduvirkjunar og Búr-
fellsvirkjunar.
Á næsta ári stendur til að auka
spennu á streng til Eyja, reisa tengi-
virki í Grundarfirði og á Hvolsvelli
og leggja 220 kW línu á milli Þeista-
reykja og Bakka við Húsavík. Árið
2016 er ætlunin að ráðast í gerð
Kröflulínu 3 frá Kröflustöð að
Fljótsdalsstöð, auk fleiri verkefna.
Landsnet nefnir jafnframt nokkur
verk sem eru í gangi, en sæta ekki
umfjöllun vegna umhverfismats.
Meðal þeirra eru uppsetning vara-
afls og nýs tengivirkis í Bolungarvík,
nýtt tengivirki á Ísafirði og styrking
Tálknafjarðarlínu 1.
Ljósmynd/Landsnet
Kynning Fundur Landsnets var sæmilega sóttur í gær, þegar kerfisáætlun
var kynnt til næstu tíu ára, auk nýrrar umhverfisskýrslu.
Styrkja þarf allt
flutningskerfið
Kerfisáætlun
» Þetta er í fyrsta sinn sem
kerfisáætlun Landsnets fer í
umhverfismat.
» Um 60 manns sóttu kynn-
ingarfund Landsnets í gær en
hann fór einnig fram í beinni
útsendingu á vef fyrirtækisins.
» Kerfisáætlun, umhverfis-
skýrslu og kynningar á fund-
inum er hægt að nálgast á
landsnet.is.
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Landsnet kynnti í gær kerf-isáætlun fyrir tímabilið2014-2023 og drög að um-hverfisskýrslu fyrir sömu
áætlun, en henni er ætlað að spá um
nauðsynlega uppbyggingu flutnings-
kerfis raforku hér á landi.
Helsta niðurstaða kerfisáætl-
uninnar er að styrkja þarf flutnings-
kerfið í öllum tilvikum, sér í lagi á
landsbyggðinni.
Þörf er á mun sterkari tengingum
milli stærstu orkuvinnslusvæðanna.
Styrkingar á 132 kW spennustigi eru
taldar óraunhæfar og framtíð meg-
influtningskerfisins er sögð liggja í
220 kW spennustigi eða hærra.
Sveigjanleiki til aukningar flutnings-
getu er að mati Landsnets til staðar í
220 kW kerfinu á Suðvesturlandi.
Í skýrslu Landsnets er varpað
fram þremur sviðsmyndum til næstu
tíu ára. Sviðsmynd 1 gerir eingöngu
ráð fyrir þróun almenns álags í sam-
ræmi við raforkuspá. Sviðsmyndir 2
og 3 gera ráð fyrir nýtingu virkj-
anakosta úr orkunýtingarflokki
Rammaáætlunar og mismunandi
umfangi, þ.e. 50% og 100% uppsetts
afls virkjanakosta.
Flutningsgeta ekki næg
Niðurstaða kerfisrannsókna sýna
að víða er flutningsgeta ekki næg í
flutningskerfinu, sérstaklega á
landsbyggðinni sem fyrr segir. Þær
tengingar milli landshluta sem oftast
reyndust takmarkandi og þarfnast
styrkingar eru á milli Suðurlands og
Norðausturlands, milli höfuðborg-
arsvæðis og Suðurnesja, milli Norð-
austurlands og Austurlands, milli
Norðurlands og Norðausturlands og
á milli höfuðborgarsvæðis og Vest-
urlands.
Tenging á milli Suðurlands og
norðausturhluta landsins er að mati
Landsnets nauðsynleg í öllum þrem-
ur sviðsmyndunum.
Í kerfisáætluninni er einnig sam-
anburður á loftlínum og jarð-
strengjum, sem mikið hefur verið í
umræðunni vegna fyrirhugaðrar
lagningar nýrrar Blöndulínu. Fram
kemur að kostnaður við jarðstrengi
er mun meiri en við loftlínur, bæði
líftímakostnaður og stofnkostnaður,
jafnvel þó að tekið sé tillit til ýmissa
óvissuþátta. Með jarðstrengjum