Morgunblaðið - 07.05.2014, Page 20

Morgunblaðið - 07.05.2014, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Fallegar peysur toppar, bolir, buxur, leggings og pils fyrir konur á öllum aldri Stærðir S-XXXL Einnig erum við með vinsælu velúrgallana Stærðir S-XXXXL Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Ný sending Verið velkomin –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 19.maí. GARÐAR OG GRILL Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumarhúsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um garða og grill föstudaginn 23. maí Endalaust horfum við á afleiðingar þess að fjármagn vantar í ríkiskassann, þrátt fyr- ir það að við séum með hvað hæstar þjóð- artekjur á mann í heiminum og ættum að öllu eðlilegu ekki að vera í stórum vanda með stofnanir okkar og er fróðlegt að skoða hvar fjármunir lenda þegar allt kem- ur til alls. Við getum alls ekki sætt okkur við að unga fólkið okkar skuli sífellt vera í vanda að halda sér og börnum sínum heimili og eldra fólkið lifi við þann valkost að greiða sífellt meir til fjármagnseigenda og það meir en tekjur þess duga til, eða að hrekjast úr íbúðum sínum vegna aukinna skulda eins og er að gerast í íbúðum eldri borgara í Hafnarfirði þessa dagana, þar eru skuldir að vaxa svo mikið að reksturinn ræður ekki lengur við þær og íbúum gert að greiða upphæðir sem skipta millj- ónum og er það nokkuð sem fæstir sem komnir eru á efri ár hafa burði til að mæta. Erum við stolt af þjóðfélagi sem leyfir það að fólk sem hefur þrælað alla sína ævi til að gera þessa þjóð að því sem það er í dag þurfi að búa við slíkt óöryggi? Einhvern veginn virðist fjár- magnið sífellt streyma í hendur þeirra sem lítið eða ekkert taumhald hafa á græðgi sinni. Hvað er það sem réttlætir það að vextir hér á landi eru svo miklum mun hærri en í nágrannalöndunum? Eru það kannski lífeyrissjóðir okkar sem þar hafa forustu með stíf- um ávöxtunarkröfum sínum? Það á jú að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Er það réttlætanlegt að vera svo ákafir í að tryggja kjör aldraðra, að þær kröfur smiti út í allt hagkerfið og setji þá sem verða að greiða þessa háu vexti, unga fólkið okkar sem og fyrirtækin í landinu, á hausinn? Og það á meðan fjármagnseigendur birta sína spikfeitu ársreikninga. Líklega tryggði það bara betur kjör aldraðra ef það næðist að koma böndum á fjármagns- streymið í landinu og þar með tryggja það að í landinu búi afram fólk sem vinnur fyrir lífs- björg þjóðarinnar. Verið er að flytja vinnslu og kvóta frá hinum ýmsu stöðum vítt og breitt um land- ið. Við sem munum eitt- hvað aftur á síðustu öld munum þá tíma þegar útgerðin vítt og breitt um landið var að gefast upp og það þrátt fyrir að fyrirtækin væru til orðin fyrir nálægð við góð fiskimið, þrautseigju og dugnað þeirra sem staði þessa byggðu. Vísir var fiskvinnslufyrirtæki sem stóð á gömlum merg og vildi með þrótti sínum, og reynslu, aðstoða landsbyggðarfólk við að halda at- vinnu á staðnum og hafa þau mál gengið sæmilega í nokkur ár. Nú er svo komið að Vísir er að gefast upp í þeim málum, sem er dauðadómur yf- ir lífsbjörg íbúanna á þessum stöð- um. Hvað er það sem er að hrjá okkur endalaust í þessu góða landi okkar? Það virðist sama grunnvanda- málið sem við rekumst alls staðar á. Vald auðsins er svo svakalegt í landinu okkar að það fær að soga til sín megnið af tekjum þeim sem vinnufúsar hendur fólksins í landinu skapa. Það er sama hvort það eru ein- staklingar eða fyrirtæki, valdi auðs- ins er leyft að mergsjúga svo þá sem skapa verðmætin í landinu að eftir verður landið og heimilin sem sviðin eyðimörk. Einhverjir kunna að segja það eðlilegan hlut að fjármálastofnanir vilji fá væna sneið af kökunni. En hvað er þá eðlilegt í þeim málum? Væri ekki raunhæft að miða okkar vexti við vexti í nágrannaríkjum okkar? Verðtrygging þarf ekki að vera slæm leið til að tryggja eðlilega vexti, en til þess þurfa forsendur vísitölunnar að vera upp byggðar af sanngirni og góðri þekkingu á því sem henni er ætlað að þjóna. Getur það talist eðlilegt að vísitala okkar í dag skuli vera þannig upp- byggð að ef brennivín hækkar í verði þá skuli hún virka þannig að við það hækka greiðslur unga fólksins af lánum fjölskyldu sinnar? Margt smátt gerir eitt stórt. Það vill svo til að við eigum stofn- un sem á að búa svo um hnútana að ekki sé hægt að svína svo á afkomu fólksins í landinu að þrautalendingin verði að flýja af landi brott. Ef Alþingi okkar er ekki þess megnugt að setja okkur þær reglur að lífvænlegt sé fyrir alla þegna landsins að búa í því, þá liggur ef til vill þar ein af ástæðum þess að rétt- lætanlegt verði að halda áfram við- ræðum okkar við EES og gerast að- ilar að þeim samtökum. Við verðum að ætlast til þess að hið háa Alþingi okkar hafi burði þess að setja hér þær starfsreglur að allir þegnar landsins hafi sæmilega af- komu í okkar góða landi. Ekki er hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að lægstu laun þurfa mikillar leiðréttingar við. Væri ekki burðugra að fyrirtækin í landinu gætu fengið fjármagn til síns reksturs með eðlilegum vöxtum og hefðu þar með rýmri fjárráð til hærri launagreiðslna sem þá þýddi um leið hærri tekjur ríkissjóðs í formi skatta. Hugsið ykkur hvað það væri betri leið fyrir fólkið í landinu að geta greitt skilvíslega af sínu og geta stolt séð fjölskyldum sínum borgið í stað þess að vera sífellt með áhyggj- ur af næsta degi og þurfa endalaust hjálp frá hinu opinbera. Þingmenn góðir, þið eruð varð- menn dugandi þjóðar, gerið allt sem þið getið til að stemma af þetta skít- uga fljót sem virðist rífa aflafé þjóð- arinnar á fáar óseðjandi græðgi- hendur. Tekjur og útgjöld þjóðar Eftir Hjálmar Magnússon » Vald auðsins er svo svakalegt í landinu okkar að það fær að soga til sín megnið af tekjum þeim sem vinnu- fúsar hendur fólksins í landinu skapa. Hjálmar Magnússon Höfundur er fv. framkvæmdastjóri og áhugamaður um þjóðmál. Mér finnst frábært að eiga bíl. Ég tek undir allt sem fólk seg- ir um þau lífsgæði sem felast í því að eiga – og reka – einkabíl. Ég versla þegar mér hent- ar, skutlast vegna tómstunda barnanna, hef val um að aka í vinnuna þegar veður eru válynd, bruna út á land þegar mér sýnist og svo fram- vegis. Frelsið er yndislegt á einka- bílnum. Mér finnst samt enn skemmti- legra að hjóla og vel hjólahnakkinn frekar en bílsætið þegar ég kem því við. Ég hef sem betur fer heilsu til þess og hjólavegalengdir til og frá vinnu henta mér vel. Ég á góð hlífð- arföt og hjólið tryggir mér góða lág- markshreyfingu þegar ég nota það. Við erum fjögur fullvaxin í minni fjölskyldu og hjólum flestra leiða okkar en höfum svo val um að geta gripið í bílinn. Ég hef hjólað í borgarlandinu í tæp 30 ár, eða frá því ég var ungling- ur. Obbann af þessum tíma hef ég verið eins og aðskotahlutur á göt- unum sem eru hannaðar og hugs- aðar eingöngu fyrir bíla. Svo eru hjólandi líka aðskotahlutir á gang- stéttum sem er jú hannaðar fyrir gangandi. Maður hefur því sætt lagi gegnum tíðina en þau eru nokkurn veginn óteljandi skiptin sem svínað hefur verið fyrir mig og komið fram eins og ég væri ekki til á hjólinu eða að þvælast fyrir alvöru akandi fólki. En ég hef látið þetta yfir mig ganga vegna þess að þrátt fyrir allt finnst mér kostir þess að hjóla fleiri en að aka. Á síðustu árum hef ég upplifað stórkostlegar breytingar víðsvegar um borgina þar sem í fyrsta skipti er beinlínis gert ráð fyrir hjólandi veg- farendum í umferðinni. Það eru komin fáein umferðarljós eingöngu fyrir hjólandi, lögð hefur verið brú sem nýtist hjólreiðafólki, hjólreiða- stígar víðsvegar hafa tekið stakka- skiptum og við nokkrar götur í Reykjavík hafa verið gerðir sérstakir hjól- reiðastígar. Skilaboðin eru skýr. Hjólandi veg- farandur eru velkomnir í umferðinni. Í fyrsta skipti er gert ráð fyrir þeim stigvaxandi fjölda fólks sem kýs að hjóla flestra eða allra sinna leiða, hluta úr árinu eða árið um kring. Sú staðreynd að við fáum í fyrsta sinn svo- lítið pláss í borginni, pláss sem er eingöngu ætlað hjólreiðafólki er ekki aðför að einkabílnum né til marks um hatur núverandi meirihluta í borginni á bílum. Enginn er að segja að allir eigi að hjóla alltaf. Stað- reyndin er hinsvegar sú að æ fleiri velja að hjóla. Bæði oftar og lengra á sumrin og sífellt fleiri fá sér nagla á veturna og hjóla allt árið. Svo er hægt að hjóla t.d. í vinnu og taka Strætó með hjólið heim. Æ fleiri átta sig á að hjólið er betra fyrir heilsuna, eldsneytisinn- kaup og umhverfið. Að lokum gleymist stundum að það er betra fyrir þá sem aka að sí- fellt fleiri velji hjólið sem sitt helsta samgöngutæki. Það skapast nefni- lega hellingur af plássi á götunum þegar fólk ákveður að hjóla í stað þess að aka. Skýrasta dæmið er ég sjálf sem skottast um á níu manna frúarbíl akandi – en tek aðeins 1/9 af því ummáli þegar ég hjóla. Aðförin ógurlega að einkabílnum Eftir Dóru Magnúsdóttur Dóra Magnúsdóttir » Sú staðreynd að við fáum í fyrsta sinn svolítið pláss í borginni, pláss sem er eingöngu ætlað hjólreiðafólki er ekki aðför að einkabíln- um né til marks um hat- ur núverandi meirihluta í borginni á bílum. Höfundur er í 8. sæti Samfylking- arinnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.