Morgunblaðið - 07.05.2014, Side 28

Morgunblaðið - 07.05.2014, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Vagnhöfða 11, 110 Reykjavík | S. 577-5177 | linuborun@linuborun.is | www.linuborun.is Af hverju grafa þegar hægt er að bora? Reynsla - þekking - við komum og metum Við notum stýranlegan jarðbor sem borar undir götur, hús, ár og vötn. Umhverfisvænt - ekkert jarðrask• Meira öryggi á svæðinu• Sparar bæði tíma og peninga.• Borum fyrir nýjum síma-, vatns-, rafmagns- og ljósleiðaralögnum. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú skalt tala skýrt við alla í fjölskyld- unni í dag. Vertu viss um að skemmtunin sé ótrúlega skemmtileg svo það sé þess virði að rugga bátnum. 20. apríl - 20. maí  Naut Peningar sem náinn vinur hefur lofað þér gætu látið á sér standa. Mundu að mennt er máttur. Haltu bara þínu striki, því öll él styttir upp um síðir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú hafir skipulagt daginn vand- lega geta alltaf komið upp atvik sem þú þarft að sinna fyrirvaralaust. Við þér blasa nú ýms- ir möguleikar og það skiptir sköpum hvernig þú heldur á málum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Félagslífið ætti að blómstra við það að þú hittir alla sem þú hefur ætlað þér að hitta. Og dugi það ekki máttu ekki hika við að leita þér aðstoðar hvar sem er. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er frábær dagur til mennta, fjöl- miðlunar, útgáfu, auglýsinga, ferðalaga eða samskipta við erlend ríki. Ef þú heyrir af fleiri möguleikum hefurðu um meira að velja. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt andleg uppljómun sé heila málið er allt eins víst að maður nái henni ekki nema þurfa að kljást við umhverfið. Búðu þig undir að þurfa að grípa gæsina ef hún gefst. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert í heimspekilegum hugleiðingum og getur nú gefið þér tíma til að skoða málin af fullri alvöru. Nú er lag að standa undir væntingum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Létt/ur í lundu svífur þú í gegn- um daginn í átt að draumkenndum plönum. Viðræður við fólk eru tilfinningaríkar, ástríkar og hlýjar því þú þráir hvatningu þess og sam- þykki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert allra vinur þessa stundina og ættir að láta þér vel líka í flestum tilvikum. Fólk virðist bæði geðstirt og óútreiknanlegt núna og erfitt að sjá í hvorn fótinn á að stíga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekkert samband er fullkomið. Haltu skaðanum í lágmarki og verðu þá sem verið er að hallmæla, leyfðu þeim að njóta vafans. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ferðalög og ný námstækifæri auka lífsfyllinguna. Taktu djarfar ákvarðanir til að nýta þér þessa heppni þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu eindreginn stuðningsmaður vel- gengnisfólks. Liggur eitthvað á? Flýtir eykur bara líkurnar á mistökum. Á„alþjóðlega hlátursdeginum“setti Davíð Hjálmar Haralds- son þessa limru á Leirinn: Er flissaði Hlédís og hló, hún hlandblaut og magnþrota spjó og það varð svo gaman að grænblá í framan hún gubbaði þar til hún dó. – „Og svo segja menn að al- þjóðlegi hlátursdagurinn sé bara hégómi,“ bætir Davíð Hjálmar við. Þá lét Davíð Hjálmar þess getið, að 2. maí hefði hann komið í fugla- safn Sigurgeirs við Mývatn. – „Var þar á ferð með bróður mín- um og mági sem báðir eru nokkrum árum yngri en ég. Það kann að segja eitthvað um útlit mitt og atgervi að við innganginn var ég rukkaður um fullan aðgangseyri en þeir tveir áttu að borga eldrimannagjald. Ég leið- rétti auðvitað þetta misrétti enda eru þeir ekki komnir á aldur. Orti vísu fyrir gestabókina, man hana ekki en hún gæti hafa verið eitthvað á þessa leið: Hrossagaukar, hrafnaþing, hrímtittlingar, endur, lundar: Ætíð gleðja Eyfirðing uppstoppaðir vængjahundar.“ Jón Arnljótsson veltir vöngum yf- ir næturfrosti og hefur langt „a“ í ma-í: „Ég las það í Morgunblaðinu, sem ég vissi ekki, að ég hefði haft áhyggjur vegna þess að sumar og vetur frusu ekki saman. Það var, hins vegar, frost í nótt og ætli það sé ekki nokk sama hver nóttin er. Bölvað er, sé blíðan stabíl. Býður upp á hefndarplott, 1. maí fraus við apríl. Fjandi sem að það var gott. Ég hafði „Undir haustfjöllum“ eftir Helga Hálfdánarson með mér í rúmið í gærkvöldi og rakst þar á þessa vísu, „Ánamaðkur á malbiki“ eftir Piet Hein, en þegar slíkt ber við er það vissulega merki um vor- komuna: Æ heyrðu litli ánamaðkur, hvað ég skil þig vel! oft hef ég tal af fólki sem er bara grjóthörð skel; ég leita um allt að smugu, já ég leita en finn þó eigi, og mér líður eins og ánamaðki á malbikuðum vegi. Og þar var þessi staka eftir sama: Spyrji þitt hjarta vorið til vegar verðurðu skáld ef þú ert það þegar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á hlátursdaginn, vængjahundar og ánamaðkur á malbiki Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MÁ ÞETTA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að láta gott af sér leiða. HÚFULAUS VINSAMLEGAST GEFIÐ BLÓÐBANKIN N VÍÍÍÍÍ! VÍÍÍÍÍ! SAGÐIÞAÐ! ÉG HELD SAMT AÐ ÞAÐ SÉ EKKI GAMAN AÐ BÓNA GÓLF. ÉG HEF HEYRT AÐ HUNDAR EIGI SÍN UPPÁHALDSTRÉ, EN ÞETTA ER FÁRÁNLEGT! Kannast lesendur við próteiniðGDF11? Ekki það? Það gerði Víkverji reyndar ekki heldur fyrr en hann rakst á frásögn af tilraun sem leiddi í ljós að þegar gömlum músum er gefið blóð úr ungum músum fara gömlu mýsnar að hlaupa hraðar og muna betur. Vísindamenn við Kali- forníuháskóla í San Francisco gáfu músum, sem hefðu verið sextugar í mannárum, blóð úr músum, sem hefðu verið tvítugar í mannárum, og urðu þær mun sprækari en þegar músum, sem hefðu verið sextugar í mannárum, var gefið blóð úr jafn öldruðum músum. Þegar þessar nið- urstöður voru ljósar báru vís- indamennirnir saman blóðið úr ungu músunum og gömlu músunum og sáu að magn próteinsins GDF11 var mun meira í blóðinu úr ungu mús- unum, en í blóðinu úr gömlu mús- unum. Og viti menn: GDF11 er einn- ig í mannablóði og þar á meira að segja það sama við, magnið minnkar eftir því sem maðurinn eldist. Vís- indamenn ætla að halda áfram rann- sóknum og vonast jafnvel til þess að finna leið til að auka virkni manns- heilans og vinna gegn minnis- glöpum. x x x Víkverji fór um helgina ásamtbetri helmingnum með hjólið sitt á bensínstöð til að dæla lofti í dekkin. Ákváðu þau síðan að fara í hjólreiðatúr í veðurblíðunni og vissu ekki af sér fyrr en þau voru komin að Elliðaám úr Vesturbænum eftir að hafa hjólað í gegnum Nauthóls- víkina og Fossvoginn. Leiðin til baka lá í gegnum Sundahöfnina. Þar fer minna fyrir hjólreiðastígum, en þar sem engin umferð var í iðn- aðarhverfinu var þrautalaust að hjóla þar um. Loks fannst þó stígur og þegar nær dró miðborginni jókst umferðin á honum. Án þess að það hafi verið til vandræða verður brag- arbót þegar kominn verður sér- stakur stígur fyrir hjólreiðamenn meðfram strandlengjunni. Víkverji var þokkalega haldinn eftir þetta fyrsta hjólreiðaferðalag sitt í mörg ár, en hann hugsaði með sér þegar hann las fréttina um mýsnar að ekki hefði verið amalegt að vera með aukaskammt af próteininu GDF11 í túrnum. víkverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Sálmarnir 37:5)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.